Morgunblaðið - 19.12.1995, Síða 29

Morgunblaðið - 19.12.1995, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 29 Sigurður Bragason og Vovka Ashkenazy TÓNUST Hljómdiskar LJÓÐAKVÖLD-SONGS OF THE MASTER PIANISTS Fryderyk Chopin, Franz Liszt, Serge Rachmaninoff, Maurice Ravei, Anton Rubinstein. Sigurður Bragason, bari- ton, Vovka Ashkenzy píanó. Hljóð- meistari: Vigfús Ingvarsson. Japis JAP95282. ÞESSIR söngvar eru eftir tón- skáld, sem á sínum tíma voru ekki síður annáluð sem stórpíanistar. Maurice Ravel hefur nokkra sér- stöðu meðal þessara snillinga sem tónskáld, eins og glöggt má heyra á þessum hijómdiski. Enda einn af frumlegri og merkari framhetjum í frönskum tónskáldskap á ofanverðri öldinni sem leið og í upphafi þessar- ar. Söngvar hinna tónskáldanna hafa mjög „slavneskt" yfirbragð, sem þýðir að þeir eru skáldlegir og (oft- ast) dapurlegir, meginþemað ástin, einsemdin og hryggðin. Þetta eru fallegir söngvar og áhrifaríkir, bera vitni um viðkvæmar og göfugar sál- ir. Sláandi fallegur er síðasti söngur- inn, sem er persneskur ástaróður, eftir Anton Rubinstein. Söngvar Maurice Rave! um Don Kíkóta og elskuna hans eru auðvitað skemmtilegastir, fyndnir og „kók- étt“, og vitna fagurlega um snilld höfundarins — og hinn gallíska kímniþokka, þrátt fyrir baska-blóðið í æðum tónskáldsins. (Kannski eru þeir líka húmoristar?). Sigurður Bragason er kjörinn til að túlka sönglög af þessu tagi, það mætti e.t.v. kalla hann „skapgerðar- söngvara" (sem er að vísu ansi ljótt orð), eða dramatískan. Við eigum ekki marga slíka. Söngur hans ber vott um góða menntun (sbr. vald hans á frumtexta), listræn tök og virðingu fyrir verkefninu. Vovka Ashkenazy er greinilega frábær píanóleikari, enda ágætlega ættaður. Þeir feðgar hafa mjög gott vald á „rússnesku þjóðarsálinni", svo sem dæmin sýna. „Öðruvísi" og ekta Ljóðakvöld — og komið ykkur nú fyrir í góðum stól. Oddur Björnsson e ÚRSMÍÐAMEISTARI lAllCAVECl 15-101 REYKJAVlK SÍMI 552 8555 Fagleg ráðgjöf og þjónusta. é Guðrún Birgisdóttir, Martial Nardeau, Pétur Jónasson TÓNLIST Illjómdiskar SERENADE Guðrún S. Birgisdóttir (flauta), Mart- ial Nardeau (flauta) og Pétur Jónas- son (gítar) leika verk eftir Hector Berlioz, Gabriel Fauré, Erik Satie, Francis Poulenc, Claude Debussy, Jacques Ibert, Maurice Ravel, Enrique Granados, Joaquin Rodrigo, Manuel de Falla, Georges Migot og Martal Nardeau. Upptökur: Sigurður Rúnar Jónsson. Utgáfa og dreifing: Japis. JAP9531-2. Á ÞESSUM hljómdiski höfum við smáverk og serenöður eftir franska og spænska snillinga, sem störfuðu um og eftir aldamót (Martial Narde- au er enn að, enda varla fertugur!), í afar fínum flutningi þeirra hjóna, Guðrúnar S. Birgisdóttur og fyrr- greinds Martials Nardeau, sem eru bæði með betri flautuleikurum, og Péturs Jónassonar, sem leikur á sinn gítar yndislega vel — eins og venjulega. Öll eru þessi verk bæði einstak- lega falleg og skemmtileg, eins og við er að búást af franskri og spænskri tónlist frá þessum tíma. Kaffihúsapíanistinn og háðfuglinn Erik Satie sýnir á sér prúða hlið en launfyndna, hvort sem það var nú meiningin eða ekki. Gabriel Fauré er yndislegur sem endranær, Poulenc hugkvæmur og elegant, og blessaðir Spánverjarnir sem engan svíkja (hef alltaf haft prívat og persónulegt dálæti á Grandos), og svona get ég haldið áfram að romsa um hina kallana. Georges Migot (1891-1875) hefur nokkra sérstöðu meðal landa sinna, heillaður af trú og talnaspeki, málari, ljóðskáld og þjóðernissinni. Yfirleitt er ég ekki mjög sokkinn í hermitónlist, en fuglatónlistin hans Migots er frá- bær og elskuleg, a.m.k. þegar hún er leikin af þeirri snilld, sem hér um ræðir (Guðrún og Martial). Ég get ómögulega farið að gefa þessum frábæru hljóðfæraleikurum einkunnir, enda ætti það að vera óþarfi. Allir sem fylgjast með ís- lensku tónlistarlífi í dag eru með á nótunum. Mætti ég að lokum hrósa Japis fyrir mikla og vandaða útgáfustarf- semi á ungum íslenskum snilling- um, allur frágangur hjá þeim ber vott um hugarfarið. Oddur Bjö' NORÐLENSKA KE A HANGIKJÖTIÐ /'jce/i'jft /te/A / nidtargerdar/isl rins o<y hím nrrisl hesl Norðlenska KEA hangikjötið er rómað jyrir gœði og gott bragð - encla urinið samkvœmt norðlenskri hefð seni liefnr gengið í arf kynslóð eftir kynslóð nr nxjn lirrals norðlenskn lcimbakjöti. KEA Norðlenskn KEA hangikjötið - hátíðarmatiir sem hœgt er að treysta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.