Morgunblaðið - 19.12.1995, Side 33

Morgunblaðið - 19.12.1995, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 33 Englar í Hafnarfirði MYNPLIST Listhús 39 / Hafn- a rbo rg GRAFÍK, HÖGGMYNDIR O.FL. / SILFUR- OG GULLSMÍÐI Samsýning/Samsýning. Listhús 39: Opið virka daga kl. 10-18, laugard. kl. 12-18, sunnud. kl. 14-18 til 31. des. Hafnarborg: Opið kl. 12-18 alla daga nema þriðjud. til 23. des. Að- gangur ókeypis. Á TVEIMUR sýningum í Hafnarfirði í þessum mánuði er jafnvægið nokkuð annað en venju- lega; smærri staðurinn er nú öllu léttari og líflegri, en í hinum stærri einhæfari og jafnvel þyngri sýning í boði. Englar og erótík Listhúsi 39 við Strandgötuna í Hafnarfirði hefur smám saman vaxið fiskur um hrygg frá því þar var opnað lítið sýningarrými í einu herbergi inn af sölugalleríi, sem breiður hópur listafólks í bænum stendur að. Sýningar þar hafa ver- ið misjafnar að gæðum, en yfirleitt LISTIR átt það sameiginlegt að vera miðaðar við rýmið, sem þrátt fyrir smæðina hefur ýmsa kosti. Þetta kemur sterkt fram í þess- ari samsýningu, sem er að nokkru helguð árstíðinni og ber yfirskrift- ina „Englar og erótík", en þarna eiga þrettán aðstandendur staðar- ins rúmlega tuttugu verk, sem þrátt fyrir allt komast hér vel fyr- ir og njóta sín vel í ferskum og nýmáluðum salnum. Sýningarheitið býður upp á nokkra tvíræðni, sem þó er á eng- an hátt yfirdrifin; framar öllu er um að ræða léttleika í verkunum, þar sem listafólkið fléttar saman ólíkum minnum til að skapa skemmtilega heild. Þannig er tilvís- unin í eitt þekktasta ástarsamband aldarinnar í verki Susönnu Christ- ensen fallega fram sett (nr. 5), sem og hinar formlegu ábendingar í ástarílátum Elínar Guðmundsdótt- ur (nr. 9-10); englar Guðnýjar Hafsteinsdóttur (nr. 16-17) eru ögn djarfari, og skemmtilega hugs- aðir. Tilveran getur oft verið kímin, og það nýta sumir sér í verkunum hér. Málverk Hjördísar Frímann (nr. 8) er galsafengið og fjörugt, og svipað má segja um svífandi tilvísanir Auðar Vésteinsdóttur; innileikinn í hólkum Sigríðar Erlu (nr. 23) tekur þó af allan vafa um að ástin er einkamál, sem vert er að varðveita. Loks kallast höggmyndir Einars Más Guðvarðarsonar og Péturs Bjarnasonar á í rýminu með hug- ljúfum formum, þrátt fyrir mikil- fenglegar. efnivið, og loka með vissum hætti þeim hring, sem sýn- ingin markar. Hér er á ferðinni falleg sýning sem er vel þess virði að líta inn á, um leið og framkvæmdin er öll- um aðstandendum hennar til sóma. Silfur og gull Það er öllu þyngra yfir aðalsal Hafnarborgar, þar sem gullsmið- irnir Sigríður Sigurðardóttir og Timo Salsola hafa sett upp sýningu á verkum sínum, og boðið fyrrum skólabróður, Hannu Tuomala að sýna með sér. Þau Sigríður og Timo sýndu með hópi gullsmiða í anddyri Norræna hússins sumarið 1994, og var þar um mjög fallega sýningu að ræða, þar sem verk þeirra nutu sín afar vel. Hér er einhverra hluta vegna ekki jafn létt yfir heildinni; skart- gripir þeirra virka á stundum of- hlaðnir steinum og skreytingum, en í bestu tilvikum tilvikum skapar einfaldari skreyting mun betri heildarsvip, eins og í setti gripa nr. 14. Margir gripa þeirra Sigríðar og Timos eru engu að síður hinir eigu- legustu, en njóta sín e.t.v. betur á ljósmyndum en í kössum sýningar- innar. í raun fá verk Hannu Tuomala heiðurssæti í salnum, en standa illa undir því. Sveigðir vasarnir úr sléttu silfri minna um sumt á blómamyndir Georgiu O’Keeffe, en eins konar kaffikönnustútar skemma þá ímynd á allt of mörgum þeirra; uppsetningin er hrá og kuldaleg, og heildarsvipurinn fremur fráhrindandi en hitt. I Sverrissal eru uppi verk úr eigu Hafnarborgar, og ber þar einkum að nefna gjafir Eiríks Smith til stofnunarinnar; vatnslita- myndir hans eru alltaf ríkulegur vettvangur listarinnar, og reynast hér í einfaldleik sínum mun eftir- minnilegri en þeir eðalmálmar sem fylla aðalsalinn á efri hæð. Eiríkur Þorláksson * NAUTALUND CARPAGCIO MET) SOYARlSTAÐRi HÖRPUSKEL OG ENGIEER VINAIGRÉTTE. * HEITT KJÚKLINGASÉYÐI MEÐ TRUFFLU PASTAKNÖLLUM. aGÆSALIFRARMÚSOG. GRAFIÐ HREINDÝR. P" m ■ 'T'-.rY'*+ ' i - »<*" i + NÁUTALUND CARPÁCCIO MEÐ SOYARISTAÐRl HÖRPUSKEL OG engieervinajgrette. * hIjmarmousselinemeð KÖNGASVEI’f’UM OG D.JÚPSTEIKTUM BLAÐLAUK * HUMAR MOUSSÉLlNE MEÐ KÓNGASVEPPUM OG DJÚPSTEIKTÚM BLAÐLAUK VILLIÖND MEÐ BALSAMICSÖSU. SÆTUM RÖSTY, FENNEL OG FÍKJUM. * VILLIÖND MEÐ BALSAMICSÓSU. SÆTUM RÖSTY, FENNELOG FÍKJUM. * GEITAOSTUR í KRYDDHJÚPÁ SAIATI. 'Jf ■ ‘ SÚKKULAÐIFANTASÍA,__£ 7.000 KR. SÚKKULAÐIFANTASÍA. 5.000 KR. ÁFUSTÓTCLES Tónlistarjólagjöýln í árfyrir unnentlur klassiskrar tónlistar Tónlistargagnrýni, Oddur Bjömsson, Morgunblaðið „Eva Mjöll spilar af innlifun og stil. Ég mœli eindregið með þessum hljómdiski. “ Útgcfandl HHIMSTÓNN Dreifing Siðfræði Níkomakkosar Siðfræði Níkomakkosar eflir Aristdteles OMP/ íslensk þýðing eftir Svavar Hrafn Svavarsson sem einnig ritar inngang og skýringar. Ritstjóri: Þorsteinn Hilmarsson. Siðfrœði Níkomakkvsar er eitt merkasta rit Aristótelesar. í ritinu spyr hann þriggja meginspuminga um mannlega breytni. Þeirra hefur sjaldan verið spurt af meiri ákafa en um þessar mundir. Spurt er hvað sé hamingja og hvemig manneskjan verði hamingjusöm. Það leiðir til spumingar um mannlega breytni: Hvers vegna er góð breytni einhvers virði og hvers virði er hún? Loks er spurt hvers konar siðgerð búi að baki góðri breytni. Þannig er dyggðin kynnt til sögunnar og útskýrt hvemig dyggðug siðgerð mótar athafnir okkar og hamingjuna sjálfa; því er spurt hvað aðskilji vitrænar dyggðir og siðrænar, hverjar séu siðrænar dyggðir og hvemig megi lýsa hófsemi og hugrekki, veglyndi og réttlæti. Fyrir ritinu er ítarlegur inngangur um ævi, ritverk og kenningar Aristótelesar, skýringarkaflar em við hvem hluta verksins, neðanmálsgreinar og atriðisorðaskrá. Siðfræði Níkomakkosar er alls 666 síður í tveimur bindum í fallegri öskju. Ritið er 32. ritið í flokki Lærdómsrita Bókmenntafélagsins. Vakin er sérstök athygli á eftirtöldum Lærdómsritum: Saga tímans, Um vináttuna, Manngerðir og Handan góðs og ills. 1:25 HIÐ ÍSLENSKA BÓKMENNTAFÉIAG SÍÐUMÚLA 21 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 588 9060 • FAX 588 9095 Blab allra landsmanna!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.