Morgunblaðið - 19.12.1995, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 63
Frá Katrínu Júlíu Mixa:
MIG langar til að lýsa skoðun minni
á borgaralegri fermingu. Að vísu
er ég bara fimmtán ára grunnskóla-
kríli og þar fyrir utan fermd í kirkju.
Ég er bara með
svo miklar
vangaveltur og
skoðanir að ég
má til með að
segja svolítið frá
mér. Mér finnst
ég líka geta haft
töluvert að segja
um jafnmerki-
legt fyrirbæri
sem bæði kirkju-
leg og borgaraleg ferming nú er,
einkum vegna þess að í dag snerta
þær lítið yngra fólk en mig.
Mikið rétt, hér í þessu kristna
samfélagi snertir fermingin aðal-
lega 13-14 ára fólk, auk fjölskyldna
þeirra. Hveijum finnst það ekki
vera alltof lágur aldur? Allavega
mér og flestum þeim sem ég hef
rætt við. Mig langar til að undir-
strika skoðun mína um hækkun
fermingaraldursins með lítilli
reynslusögu frá sjálfri mér á tíma
fermingarundirbúningsins:
Efinn læddist að
Þegar ég, þrettán ára gömul, fór
að velta trúmálum fyrir mér, var
ég nýbyijuð í mínum kiHg'ulega
fermingarundirbúningi. Ég fór
skyndilega að efast um margar
kennisetningar og staðhæfingar úr
Biblíunni, sem ég í einlægni minni
hafði trúað á. Þessi skyndilega við-
horfsbreyting átti sér samt engar
rætur að rekja til nokkurs varðandi
fermingarundirbúninginn, heldur
var það ómerkilegt atvik í lífi mínu
sem gjörbreytti mér svo ég hugsaði
vart um annað en trúmál. Það má
alveg fullyrða að ég var sokkin nið-
ur í djúpt þunglyndi. Ekki nóg með
það, ég fermdist mitt í því ástandi.
Katrín Júlía
Mixa
________BRÉF TIL BLAÐSINS_
Borgaralega eða kirkju-
lega - þarna er efinn
Ekki sökum skilningsleysis annarra
í minn garð, heldur vegna þess að
ég gat ekki komið á framfæri minni
nýju og ómótuðu trúarhugmynd.
Nú í dag væri ég tilbúin til að ferm-
ast, einkum vegna þess að ég er
með skýrari hugmyndir og vanga-
veltur um trúna og er sáttari við
kirkjuna, sjálfa mig og kristnina.
En hveijum má ég eiginlega þakka
það?
Boðskapur Kristindómsins eru
fallegustu trúarbrögðin, einkum þó
náungakærleikurinn. Það að gjalda
illt með góðu, fyrifgefa og gefa
fólki tækifæri til að bæta sig, koma
heiðarlega fram við alla og ávinna
sér þar af leiðandi traust fólks, tel
ég vera eftirsóknarverðast. Ekki
það að ég haldi að það muni hjálpa
fólki í einhveiju næsta lífi eða að
þá verði því umbunað á einhvern
annan hátt. Heldur er það traustið
sem maður ávinnur sér hjá öðrum
í þessu lífi sem gildir, fyrir mér.
Er það ekki tiltölulega kristilegt?
Ekki sátt við trúboðið
Ég vil að^fólki sé það fyllilega
ljóst að ég er ekki að taka afstöðu
gegn þessum fallegu trúarbrögðum.
Eg trúi á boðskap Biblíunnar en
ekki atvikin sem slík og ég er ánægð
með þá trú. Ég er samt ekki sátt
við hvernig trúin er boðuð. Sagt er
að með fermingunni sé maður kom-
inn í fullorðinna manna tölu. Við
íslendingar erum nú betur upplýst
og menntuð en það að okkur eigi
að vera kennt að lífið endi bara á
tvo vegu, annaðhvort í Helvíti eða
Himnaríki, og markist það í raun
bara af mismunandi viðhorfi fólks
til lífsins. Ekki á að taka minnsta
tillit til hvernig aðstæður og upp-
eldi hafa mótað fólk eins og það
er, né heldur reynslu eða meðfæddr-
ar greindar. Rétt eins og þessar
efasemdir mínar um annað líf eftir
þetta sem mótist af lífi okkar nú,
hef ég ekki trú á að við, þessi „tor-
tryggnu", hljótum einhveija refs-
ingu fyrir vangaveltur sem þessar
um guð (sem ég kýs að skrifa með
litlu g-i)
Falskir lygalaupar?
Eins og gera má ráð fyrir úr
þessu hefði ég fyrir mitt leyti kosið
að fermast borgaralega. Hefði ég
getað verið hlutlaus og haldið kirkj-
unni í hæfilegri fjarlægð frá mér,
hefði ég ekki þurft að ganga í gegn-
um svona mikla tilfinningalega erf-
iðleika. Ég teldi mig engu að síður
kristna, sem ég er svo sannarlega.
Ég hefði bara ekki orðið falskur
lygalaupur og verið fermd fyrir það
eitt að segja ,já“ og þylja upp ritn-
ingarversið mitt, að undirbúningn-
um undanskiidum (sem ég er ekki
að smána). En eins og ég segi, ég
lái það engum að ég skuli hafa
fermst með þessum hætti. Nema
þá helst allt of gamalli hefð og e.t.v.
minni vangetu til að skilgreina eig-
ið ástand.
Þar sem við lifum í kristnu sam-
félagi er það skiljanlegt að fólk sé
hrætt við þá hugmynd að með leng-
ingu fermingaraldursins yrðu e.t.v.
fleiri borgaralega fermdir. Jú, mikið
rétt, fólk öðlast meira frelsi og
þroska með aldrinum. Ég tel á
móti að þá gætu fleiri tekið betri
afstöðu til þjóðartrúar okkar sem,
guði sé lof, er mjög fijálsleg. Ég
miðla hér út frá eigin reynslu. 13-14
ára krakkar eru lítið sem ekkert
búnir að læra um önnur trúarbrögð
og hafa varia mikið val nema þau
hafi búið við efasemdir og/eða rök-
ræður heima fyrir.
Borgaraleg
ferining lausnin
Elbert einhver Hobbart samdi
uppáhalds spakmæli mitt sem á
m.a. vel við í þessu tilfelli: „Þekki
maður aðeins eina trú, þá þekkir
maður hana ekki.“ Þessu er ég svo
innilega sammála og ég hef sjálf
lifað við slíkar hugsanir og viðhorf.
Fleiri upplýsingar um þennan mann
þægi ég með þökkum, en það er
reyndar önnur saga.
Niðurstaðan eftir þetta er að
borgaraleg ferming hefði verið al-
veg tilvalin fýrir merkikerti eins og
mig! Einnig að nauðsynlegt er að
hækka fermingaraldurinn svo meiri
skilningur sé hafður á athöfninni.
Þá finnst mér líka að kennslan
mætti vera raunsærri. Allavega trúi
ég því ekki að t.d. sköpunarsagan
sé sönn, en það er e.t.v. visst sann-
leikskorn í henni. Er það ekki nokk-
uð sanngjarnt að leggja til að Bibl-
ían sé í meginatriðum kennd sem
dæmisaga og að boðskapnum sé
komið á framfæri, en ekki að hlut-
irnir hafi gerst alveg eins og Biblían
kennir?
Unglingar oft á báðum áttum
Sannið til, ég er guði sé lof ekk-
ert alveg sérstakt tilfelli. Ég veit
um fullt af jafnöldrum sem eru í
eins hugleiðingum. Ég er að reyna
að koma því fram á skynsamlegan
hátt að undirstaðan fyrir heilbrigð-
um, þroskandi og óheftum vanga-
veltum gæti stundum verið borg-
araleg ferming, að þeirri kirkjulegu
ólastaðri í aðalatriðum.
Ef fólk er sátt við að fermast
kirkjulega eftir vandlegar vanga-
veltur finnst mér síður en svo eitt-
hvað athugavert við það. Þið megið
alls ekki telja mig vera einhveija
ofsatrúarmanneskju í fijálsri trú!
Fólk sem er komið í framhaldsskóla
myndi síður fermast trúlaust, en
það er mjög þekkt viðhorf hjá
grunnskólafólkinu. Það á líka vel
við að fresta fermingunni um tvö
til þrjú ár í allri umræðunni um að
hækka sjálfræðisaldurinn.
Með þessu vona ég að ég hafi
ekki hneykslað neinn með skoðun-
um og tillögum mínum. Ég er ekki
að smána núverandi fermingarbörn.
Ég er þvert á móti að miðla af eig-
in reynslu. Megi komandi ferming-
arbörnum ganga allt í haginn sem
og fjölskyldum þeirra í merkilegum
undirbúningi. Gleðileg jól.
KATRÍN JÚLÍA MIXA,
nemandi í 10. bekk,
Bjarmalandi 20, Reykjavík.
Mas® flísar
— V f #. - 411
JF é
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 567 4844
i_andsbanki
Islands
Banki allra landsmanna
JAPIS8 Póst
giro
MIÐAVERÐ 789 KR.
789 VIIUIUiniGAR
ts®
Ágæti bifreiðaeigandi!
„Látum Ijós okkar skína" er landsátak
skátahreyfingarinnartil þess að stulða
að bættri umferðarmenningu. Öll sex ára
börn fá að gjöf veglegan endurskinsborða,
sem þau geta borið yfir öxlina. Sömuleiðir sendum
við fjölskyldum sex ára barna ítalegt rit sem fjallar um
allar helstu hættur sem börn þurfa sérstaklega að varast í
umferðinni, ekki síst í skammdeginu. Tryggjum öryggi barna
í umferðinni.
Til styrktar átakinu höfum við ákveðið að leita til bifreiða-
eigenda með útgáfu á happdrættismiðum þar sem höfðað
er til bílnúmers yðar, og hefur hvert bílnúmer sitt ákveðna
lukkunúmer. Lukkunúmer þetta getur fært yður veglegan
vinning. Með þátttöku og stuðningi yðar getur það leitt til
fækkunar slysa á börnum í umferðinni. Það er vinningurinn
sem við sækumst öll eftir.
Ágæti bifreiðaeigandi, sýnið varúð í akstri. Skólar hafa byrjað
starfsemi sína og ungir vegfarendur eru á ferð í rökkri.
Endurskinsborði er einfalt öryggistæki, hjálpið okkur að láta
Ijós barnanna skína.
Landsátak um velferð barna í umferðinni!
kr./ m.a
16.962.00
Heildarverðmæti vinning
BMW 520Í/A, 2,0 I DOHC 24 ventla - 6 strokka, 150 DIN hestöfl.
ABS hemlakerfi, hraðatengt vökvastýri, innbyggð þjónustutölva,
fjarstýrðar samlæsingar, 5 þrepa sjálfskipting m/tölvuvali,
rafdrifnar rúður, hiti í sætum og ýmis annar lúxus aukabúðnaður,
40 skíðapakkar frá Skátabúðinni,
20 pakkar frá Japis,
20 myndbandstæki frá Japis,
20 ferðavinningar frá Samvinnuferðum - Landsýn
o.m.fl. - Allir vinningarnir eru skattfrjálsir.