Morgunblaðið - 19.12.1995, Page 72
72 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
-
Aukahlutasett
1.990,-
ef keypt meff
ryksugupúkanum
(+ póstkröfu og burðargjald kr. 395,- /
innifalið ef greitt er með greiðslukorti)
Sími 564 4000
Nýbýlavegi 18, Kóp.
Póstverslun
Aðeins kr.
5.990
NÝJAR PLÖTUR
Sunnanrok
TÓNLIST
G c i s 1 a d i s k u r
DRULLUMALL
DruUumaU Botnleðju. Botnleðju
skipa Haraldur Freyr Gíslason
tronunuleikari, Ragnar PáU Sveins-
son bassaleikari og Heiðar Örn Krist-
jánsson gítarleikari og söngvari. Lög
og textar eru eftir þá félaga. Upptök-
um stýrði Jón „Skuggi“ Steinþórs-
son. Rymur gefur út, Japís dreifir.
29,47 mín., 1.999 kr.
ROKKTRÍÓIÐ hafnfirska Botn-
leðja kom sá og sigraði í Músíktil-
raunum Tónabæjar snemma í vor
með einföldu kraftmiklu rokki og
íslenskum textum. Fyrir vikið fékk
sveitin 25 hljóðverstíma í verðlaun
og þeir dugðu til að taka upp og
hljóðblanda Drullumall; tíundi hluti
þess sem almennt fer í upptökur hér
á landi. Einhveijum fmnst eflaust
upptökuhraðinn vera á kostnað
gæða, en eins og einn liðsmanna
orðaði það: „Einfaldleikinn er lang
flottastur.“
Heima er best er orðið sígilt lag
í íslensku neðanjarðarrokki og fleiri
slík lög eru á plötunni, til að mynda
Hinn óbyggilegi heimur, Súrmjólk,
Ferðalagið, Húsi, Útsölusnakk og
Súpertilboð.
I Músíktilraununum naut Botn-
leðja ekki síst þess hve sveitin er
geysiþétt og það fer ekki á milli
mála á Drullumalli. Haraldur Freyr
á stórleik á trommurnar, Ragnar
Páll er vel þéttur bassaleikari, til að
mynda í Útsölusnakki, og Heiðar
Örn er sérdeilis hugmyndaríkur og
kraftmikill gítarleikari, aukinheldur
sem hann öskrar sannfærandi þegar
við á.
Að hlusta á Botnleðju er eins og
vera tekinn kverkataki og hristur
ærlega; ekki ferskur andblær —
frekar sunnanrok með til-
heyrandi úrhelli og ósköp-
um sem feykir vonandi hal-
lærislegum enskuvælandi
hermisveitum út í hafs-
auga. Víst eru textar sveit-
arinnar einfaldir, á stund-
um full einfaldir, og upp
fullir með málvillum og
siangri, en það skiptir ekki
öllu, aðalatriðið er að þeir
spegla veruleika höfund-
anna, en ekki gerviveröld
alþjóðlegrar sölumennsku.
Botnleðja sannar það eftir-
minnilega á Drullumalli að
þar fer framtíðarsveit sem
á ekki annað eftir en 'verða
betri og segir sitt um íslenskan út-
gáfuheim að það sé smáfyrirtæki
sem gefur plötuna út.
Árni Matthíasson
BOTNLEÐJA er framtíðarsveit sem á
ekki annað eftir en verða betri.
Rigning hjá Orra
TÓNLIST
Gcisladiskur
STÓRI DRAUMURINN
Annar geisladiskur Orra Harðarson-
ar. Á disknum koma fram auk Orra
Jakob Smári Magnússon, Jóhanna
G. Þórisdóttir, Eðvarð Lárusson, Ing-
ólfur Sigurðsson og Bubbi Morthens.
Stjóm upptöku Orri Harðar og Sig-
urður Bjóla. Jepsen gefur út en Jap-
is dreifir. 39,53 min. 1999 kr.
ORRI Harðar vakti athygli fyrir
tveimur árum eftir að hafa gefið út
fyrstu plötu sína, Drög að heim-
komu. Hann kom fram á sjónarsvið-
ið sem einstæðingur af Akranesi,
gaf sjálfur út og hafði takmarkaða
fjármuni á bak við sig. Hann var
þó metinn að verðleikum sem lunk-
inn laga- og textasmiður og fékk
nægar undirtektir til að halda áfrani.
Stóri draumurinn er á svipuðum
nótum og fyrri platan, að mestu
rólegheit og ljúfar stemmningar í
textunum.
Orri semur flest lögin og alla texta
sjálfur og tekst ágætlega. Textamir
eru sterkasta hlið Orra, daprir, falla
vel að mýktinni í tónlistinni og sneiða
yfirleitt hjá því að verða of væmnir.
TÓNLIST
Gcisladiskur
HITTU MIG
Hittu mig, geisladiskur Vina Dóra.
Hljómsveitina skipa Halldór Braga-
son gítarleikari og söngvari, Jón
Ólafsson bassaieikari og Ásgeir Ósk-
arsson trommuleikari. Aðstoðar-
menn eru Þorsteinn Magnússon gít-
arleikari og Pétur Hjaltested hljóm-
borðsleikari. Lög eru eftir Vini Dóra,
Ásgeir Óskarsson á eitt Iag og Jón
Ólafsson eitt, en eitt lag er eftir J.J.
Cale. Pjetur Stefánsson á alla texta.
Straight Ahead Records gefur út,
Japís dreifir. 38,08 mín., 1.999 kr.
VINIR Dóra er helsta blússveit
landsins og hefur útbreitt sitt bláa
evangelíum um allt land. Frá sveit-
inni hafa komið blúsplötur, en sú
plata sem hér er til umfjöllunar,
Hittu mig, er annars kyns þó bláir
tónar séu aldrei langt undan.
Lögin eru einfaldur samsetningur,
en víða er prýðilega farið með hug-
myndir, til að mynda í Jón & Yoko,
skemmtileg sveitastemmnig er i Við
viljum pulsur (svo), og eini eiginlegi
Orri er mjög lagvís, lögin eru öll
mjög auðmelt án þess að vera inni-
haldslaus popplög, honum tekst þó
mun betur til í rólegu lögunum en
þeim kröftugri og rafmagnaðri. í
raun er hægt að segja að lögin verði
betri eftir því sem þau verða hæg-
ari. Goðsögn gærdagsins og Stóri
draumurinn II eru góð dæmi um
þetta og svo Fyrir handan, skemmti-
leg ballaða, sennilega besta lagið á
plötunni með sérstaklega góðum
takti sem endar svo í einhverskonar
Pink Floyd gítardraumórum.
Á fyrri plötu Orra hafði hann
söngkonu sér til fulltingis sem var
vel því rödd hans er frekar óslípuð
og fellur oft ekki að tónlistinni, Orri
sjngur með hæsi ekki ólíkri Daníels
Ágústs Haraldssonar og yfirleitt
ágætlega en missir sig stundum svo
söngurinn. verður flatur, sérstaklega
þar sem reyna þarf á raddböndin.
Hanri hefði átt að láta öðrum eftir
sönginn og einbeita sér að lagasmíð-
unum. Söngurinn kemur þó vel út í
Fyrir handan, áreynslulaus og
hreinn.
Hljóðfæraleikurinn er mjög góður,
sérstaklega rafgítarleikur Eðvarðs
og bassaleikur Jakobs Smára. Orri
Harðar er orðinn fullmótaður lista-
maður og gerir svo vel sem hann
blúsinn á plötunni, Blús fyrir þig,
kemur skemmtilega út, þó gítar sé
full fjarlægur í upphafskaflanum.
Þeir Jón og Ásgeir eru skotheldir í
hrynsveitinni, Pétur Hjaltested á
víða bráðsnjöll hljómborðainnskot og
Þorsteinn Magnússon fer á kostum
á gítarinn, sérstaklega í upphafslagi
plötunnar. Mest mæðir á Halldór
Bragasyni, Dóra, og hann kemst
afskaplega vel frá sínu sem söngv-
ari, þó ekki hafi hann mikla rödd
eða þróttmikla. Það er helst að hon-
um verði fótaskortur á lágu nótun-
um, til að mynda í Upphafi og Al-
staðar (svo). Halldór er blúsgítar-
leikari í hæsta gæðaflokki, með
skemmtilega óhreinan tón og trega-
fullan, því treginn kallar ekki á fim-
leika eða skalaæfingar. Gott dæmi
er einleikskafli hans í Blús fyrir þig,
sem er smekklega útfærður og fim-
Iega leikinn. Einnig er gítar í Hjart-
anu, skemmtilega groddalegur og
bjagaður og þar eru hljómborð líka
notuð skemmtilega; minnir á Pink
Floyd á köflum.
Textar eru úr smiðju Pjeturs Stef-
ánssonar, eins og áður hefur komið
fram, og flestir allsæmilegir. Hann
á þó til að fara illa út af sporinu
Morgunblaðið/Ásdís
Orri Harðarson
getur á plötunni, hún er full af af-
bragðs og vel útfærðum hugmynd-
um, líður helst fyrir einfaldanir á
útsetningum og þunnan söng.
Umslagið er eins og sniðið að
þema plötunnar, grábláar og daprar
myndbandsmyndir sýna Orra niðurl-
útan, gráleitt hús og veggjakrot. Það
er langoftast rigning hjá Orra og
þar tekst honum vel upp.
Gísli Árnason
Halldór „Dóri“ Bragason
og þannig er textinn við titillagið
hreint afleitur.
Hittu mig kemur eflaust þeim á
óvart sem þekkja til Vina Dóra, en
þeir eiga eflaust eftir að njóta plöt-
unnar engu að síður, aukinheldur
sem þeir sem gaman hafa af þéttu
bláleitu rokki fá nokkuð fyrir sinn
snúð.
Árni Matthíasson
Bláleitt rokk
i
€
C
€
C
5
i
i
i
i
(
J
I
I