Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 73
)
)
)
>
>
I
I
I
i
i
I
1
I
fl
fl
fl
fl
fl
fl
fl
fl
fl
fl
fl
fl
MORGUNBLAÐIÐ_____________________________________________________________ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 73 _
NÝJAR PLÖTUR
Fágaður jólasöngur
TONOST
Gcisladiskur
JÓLASÖNGVAR
Flytjendur Kvartettinn Rúdólf: Ses-
selja Kristjánsdóttir, alt, Sigrún Þor-
geirsdóttir, sópran, Skarphéðinn Þór
Hjartarson, tenór, Þór Heiðar Ás-
geirsson bassi. Gestasöngvarar eru
Hulda Björk Garðarsdóttir og Valdi-
mar Másson. Jóhaiui Hjörleifsson
leikur á slagverk. Upptökur annaðist
Jón Ólafsson í Eyranu í október síð-
astliðnum. Auglýsingastofan Hér og
nú gerði umslag og Bára Kristins-
dóttir yósmyndari tók myndir.
Kvartettinn Rúdolf gefur út. Dreif-
ing Spor. 39,17 mín, 1.999 kr.
ÞAÐ er sannur jólablær yfír þess-
ari geislaplötu. Á textablaði segir að
Kvartettinn Rúdolf hafi verið stofn-
aður í desember 1992 og einkum flutt
jólalög af öllu tagi. Platan ber þess
vitni að kvartettinn hefur víða leitað
fanga í ríkulegum sjóði söngva
tengdum jóium. Á plötunni eru 20
innlend og erlend jólalög og sálmar,
flest við íslenska texta en nokkur á
ensku. Skarphéðinn Þór Hjartarson
hefur raddsett 13 laganna fyrir
kvartettinn og hefur honum farist
það vel úr hendi.
Söngvarnir eru allir fluttir án und-
irleiks, að undanskildum þremur lög-
um þar sem jólabjöllum og öðru slag-
verki er beitt til að ýta undir jóla-
stemmninguna.
Flutningurinn ber þess vott að
kunnáttufólk hefur hér stillt saman
raddir. Söngur án undirleiks gerir
miklar kröfur til flytjenda, ekki síst
í miskunnarlausri nálægð hljóðnema,
að ekki sé talað um ef náttúruieg
endurómun er lítil þar sem sungið
er. Kvartettinn kemst yfirleitt mjög
vel frá flutningum. Á einstaka stað,
þar sem reynir á tóneyrun til hins
ýtrasta, má greina óöryggi í intóner-
ingu, sem getur stafað af aðstæðum
við upptökuna. í heildina má Kvart-
ettinn Rúdolf vera stoltur af þessari
plötu.
Guðni Einarsson
Þorvaldur á heimaslóð
Eftir hálfrar aldar
starf að tónlist, og laga-
smíðar lengstum, lét
Þorvaldur Jónsson loks
verða af því að gefa út
breiðskífu, sem hann
kallar Á heimaslóð.
Hann segir að laga-
smíðarnar hafi ekki
látið hann í friði.
ÞORVALDUR Jónsson hefur
fengist við tónlist frá unga
aldri, í hálfa öld með hléum
að eigin sögn, en sagan hermir að
hann hafi fyrst troðið upp með
harmonikkuna níu ára gamall þegar
harmonikkuleikari sem lék fyrir
dansi á balli í Jökulsárhlíðinni ör-
magnaðist. Síðar fluttist Þorvaldur
suður og starfrækti þar hljómsveit
um árabil og starfrækir enn. Sam-
hliða því að spila lög eftir aðra
hefur hann samið grúa en ekki
gefið neitt út af því fyrr en nú að
Á heimaslóð kemur út.
Þorvaldur segir að mikið af tón-
list hans hafi týnst, enda hafí þetta
verið eins og hvert annað tóm-
stundagaman. „Vinir og vanda-
menn hafa svo þrýst á mig í gegn-
um árin að taka þetta nú ekki allt
saman með mér í gröfma, en ég
hef reyndar alltaf sagt að þetta
væri nú best komið þar. En fyrir
þrýsting frá þeim varð af þessu
ævintýri,“ segir Þorvaldur. Hann
segist hafa sett það sem skilyrði
Þorvaldur Jónsson.
Morgunblaðið/Sverrir
þegar farið var af stað að fenginn
yrði til þess sá mannskapur sem
starfað hefði með honum í gegnum
árin en ekki leitað til annarra.
Ljóð úr Lesbók
Meðfram því að leika lög eftir
aðra hefur Þorvaldur laumað inn á
dagskrána lögum eftir sjálfan sig,
ekki síst til að tryggja að þau
gleymdust ekki, en hann segir að
þegar til kom að velja á plötuna
hafi sér fundist þau lög of gömul
svo hann valdi ný lög að mestu.
Textar laganna eru ljóð eftir hina
og þessa sem hann hefur fundið til
í Lesbók Morgunblaðsins, oft ljóð
sem hafa hrifið hann,-en hann seg-
ir að yfirleitt séu þetta textar sem
hafi kveikt með honum lag. „Höf-
undarnir hafa tekið þessu framtaki
mínu afskaplega vel,“ segir Þor-
valdur, „og fjórir þeirra hafa sent
mér ljóðabækur í kjölfarið."
Þorvaldur er iðinn lagasmiður og
segist hafa sankað að sér nokkru
af lögum um árin, hann eigi lög á
annan disk til og fleiri en einn og
fleiri en tvo. „Þetta er eitthvað sem
lastur mig ekki í friði,“ segir hann.
„Ég hef alltaf verið mikill tónlistar-
unnandi og haft gaman af að hlusta
á tónlist, alla tónlist, en mest gam-
an hef ég af því að setjast við hljóð-
færið sjálfur og gera eitthvað."
Ágæt aukabúgrein
Þorvaldi til liðs við plötugerðina
eru dóttir hans og tengdasonur og
að nokkru sonur hans - og „einn
ennþá sem hefur verið kallaður fóst-
ursonur minn,“ segir Þorvaldur og
kimir. Hann segist hafa haft af-
skaplega gaman af að koma inn í
hljóðver „á gamals aldri“ og tekur
ekki fyrir það að hann eigi eftir að
gefa meira út, „Ég veit ekki hvað
máður á eftir að halda þetta út í
þessu í ellinni," segir hann og hlær
við. „Tónlistin hefur verið mér ágæt
aukabúgrein um ævina og verður
það vonandi áfram.“
Kæru rélaqar
Bolirnir eru komnir og þið skuluð því þramma
ut í ykkar sparisjdð þar sem starFsmennirnir
taka á moti ykkur með bros á vör oq aFhenda
ykkur Flottan bol með mynd aF okkur
tvíburunum oq indíánastelpunni Pocahontas. |
éS*. Ykkar vinir
Króni
09
Króna
*
- ■
Kmú
W&t
mm y
bolinn b
Fyrir stelpur oa stráka