Morgunblaðið - 21.12.1995, Side 39

Morgunblaðið - 21.12.1995, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ Þórir Jón varð strax áberandi í skólalífmu, hann tók virkan þátt í íþróttum óg á vordögum í fyrsta bekk var hann kjörinn til formennsku í skemmtinefnd nemaendafélagsins Mímis. Það var aðeins byijunin því hann gegndi eftir það miklum trúnað- arstörfum í þágu Mímis, fyrst sem fulltrúi nemenda í skólastjóm og síðar var hann kjörinn stallari, formður nemendafélagsins. Þessi mikli áhugi á félagsmálum var honum í blóð bor- inn. Hann var mjög metnaðargjam en gerði fyrst og fremst kröfur til sjálfs sín og vann aldrei á kostnað annarra, enda átti hann marga og trausta vini. Þórir Jón var sérstæð manngerð sem bjó yfir góðum gáfum og rök- festu. Hann var hreinn og beinn og sagði umbúðalaust hvað honum fannst um málefnin sem rætt var um. Hann lét viðmælanda sinn ekki kom- ast upp með neitt múður heldur sýndi honum fram á hið rétta í málinu með sterkum og vel framsettum rökum. Einnig var sérstakt við Þóri að hann þurftf ekki að hugsa sig tvisvar um þegar taka átti ákvarðanir. Ef hann eða einhver annar fékk góða hugmynd um að gera eitthvað þá sagði Þórir oftast: „Já, gerum það“, og síðan ar það framkvæmt en ekki verið að velta sér upp úr hugsanlegum vandamálum. Eftir stúdentspróf datt Þóri í huga að skella sér í Iþróttakennaraskóla íslands. Þar kynntist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni, Önnu Maríu Guðmann. Þaðan luku þau prófi vor- ið 1988 og fluttust norður til Akur- eyrar. Jafnframt vinnu stundaði hann nám í rekstrrarfræði við Há- skólann á Akureyii og lauk þaðan prófi í vor er leið. í frístundum lék hann körfubolta með íþróttafélaginu Þór á Akureyri. Síðastliðið vor fengum við þau slæmu tíðindi að Þórir væri alvarlega veikur. Þetta var mikið áfall fyrir okk- ur öll, því Þórir var alla tíð ímynd hins hrausta manns sem var bæði reg- lusamur og líkamlega vel á sig kominn. Þóri var ekki fisjað saman því hann lét veikindin ekki aftra því að hann héldi sínu striki. Að sjálfsögðu var Amí sú stoð sem hann gat alltaf reitt sig á. Þau hjónin fluttu í sumar frá Akureyri með litlu stúlkuna sína og settust að í nýju og glæsilegu húsi á Voðmúlastöðum. Framtíðin var björt og þau höfðu áform um að gera svo margt. En margt fer öðruvísi en ætl- að er. Við vissum að viðureignin við krabbameinið endar oft á einn veg en við trúðum á okkar baráttujaxl og vildum ekki viðurkenna annað en hann myndi hafa sigur í þessari bar- áttu, hann hafði sigrað svo oft á íþrótta- og á menntabrautinni. Við ætluðum alltaf að hringja á morgun eða koma við seinna á Voðmúlastöð- um. Við vissum ekki að við hefðum svona nauman tíma því þegar maður er ungur er dauðinn svo fjarlægur. Elsku Amí og Þórey Lísa, hugur- inn er hjá ykkur því þið hafið misst svo mikið. Við trúum því að minning- in um Þóri verði ljósið í myrkrinu, Ijósið sem þið þurfið á að halda núna í skammdeginu. Við viljum einnig senda foreldrum Þóris, systkinum, tengdaforeldrum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Við erum þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast Þóri, hvíli hann í friði. Kveðja frá íþróttafélaginu Þór Enn einu sinni er hoggvið skarð í raðir okkar Þórsara. Fregnir af and- láti Þóris Jóns Guðlaugssonar eru okkur þungbærar, þótt segja megi að séð hafi verið um nokkurn tíma hvert stefndi. Þegar félagi okkar í blóma lífsins sem var okkur öllum kær var hrifinn burt, fylgir vissulega sársauki og söknuur. Öll framganga Þóris Jóns einkend- ist af ljúfmennsku og yfirvegun. Hann var hinn dæmigerði góði liðs- maður og félagi og því ekki erfitt að skilja hvers vegna honum voru falin ýmis störf fyrir félagið okkar sem hann innti af hendi af samvisku- semi með sama rólega yfirbragðinu og einkenndi alla hans framgöngu. Ég veit að félagar hans í körfu- knattleiksdeild Þórs sakna góðs fé- laga og vinar. Þórir Jón var um ára- bil leikmaður okkar í körfuknattleik og hann tók einnig að sér ábyrgðar- störf fyrir körfuknattleiksdeildina og FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 39 MINNINGAR var m.a. liðsstjóri meistaraflokks karla fram að yfirstandandi keppnis- tímabili. í það starf var hann kjörinn og ég veit að ég tala fyrir munn fé- laga hans þegar ég segi að mönnum leið vel í návist hans sem einkenndist af ljúfmennsku og tillitssemi. Ég vil fyrir hönd íþróttafélagsins Þórs votta eiginkonu hans, Onnu Maríu Guðmann, dóttur þeirra Þór- eyju Lísu, og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng lifir í hugum okkar. Aðalsteinn Sigurgeirsson, formaður Þórs. Okkur sett hljóð þegar fregnin barst um andlát vinar okkar og fyrr- verandi samstarfsmanns, Þóris J. Guðlaugssonar, en hann lést á heim- ili sínu að Voðamúlastöðum í Austur- Landeyjum, Rangárvallasýslu, 14. desember sl. Fregnin kom okkur þó ekki alveg á óvart, því Þórir hafði átt við veikindi að stríða. Fylgdumst við öll með baráttu hans og oft hvarfl- aði hugurinn til hans með bæn um að hann hefði betur. Það er ávallt sárt þegar ungt fólk er kallað burt í blóma lífsins. Þórir hóf störf í Lands- bankanum á Akureyri 1. júlí 1988, þá nýútskrifaður frá Laugarvatni. Þórir var einstaklega geðfelldur ung- ur maður, góðum gáfum gæddur og vann störf sín af mikilli kostgæfni. Gerði bankinn sér miklar vonir um áframhaldandi störf hans og voru honum falin ýmis trúnaðarstörf í bankanum, sem hann lesyti öll vel af hendi. Hann var glaðvær og vel liðinn, og varð fljótt vel til vina bæði meðal samstarfsfólks og viðskipta- vina. Verkin léku í höndum hans og án fyrirstöðu greindi hann hvers manns vanda. Síðustu tvo vetur stundaði Þórir nám við Háskólann á Akureyri með vinnu sinni í bankanum og útskrifaðist síðastliðið vor sem rekstrarfræðingur. Þó fór svo að hann ákvað að hætta bankastörfum og gerast bóndi að Voðmúlastöðum. Með Þóri er genginn góður dreng- ur, og mun minning hans lifa okkur til eftirbreytni. Eiginkonu Þóris, Önnu Maríu Guðmann, og litlu dótturinni Þóreyju Lísu, svo og öllum vanda- mönnum, vottum við innilega samúð okkar og biðjum algóðan Guð að styðja þau og styrkja í sorg þeirra og söknuði. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (F.G.Þ.) Samstarfsfólk í Lands- banka íslands, útibúinu á Akureyri. Hann var hár vexti, grannur og léttur í spori eins og íþróttamenn gjaman eru. Dálítið íhugull og al- vörugefinn við fyrstu kynni en stutt í geislandi drengjalegt brosið. Alltaf vinsamlegur í umgengni við aðra og kaus venjulega að leiða það hjá sér ef umræður urðu óvægnar. Þórir Jón Guðlaugsson var óvenjulega aðlað- andi og vel gerður ungur maður. Leiðir okkar lágu saman í rekstr- ardeild Háskólans á Akureyri haustið 1994. Þórir hafði nokkra sérstöðu í deildinni. Námið sem tók fullan vinnudag hjá flestum okkar stundaði Þórir með nærri fullu starfi hjá Landsbankanum og æfði auk þess og spilaði með úrvalsdeildarliði Þórs í körufknattleik. Prófín sín tók hann jafnan með ágætum. Hann var eftir- sóttur félagi í verkefnavinnu í skól- anum, virtist aldrei þurfa að flýta sér en hafði þó oftast forskot á aðra. Hans góðu gáfur, vinnusemi og prúð- mannleg framkoma hefðu áreiðan- lega fleytt honum langt í lífinu. Raunar brosti lífið við honum. Hann og Anna María áttu heimili að Helgamagrastræti 43 á Akureyri. Hún var að læra myndlist og kenndi auk þess eróbikk í Stúdíó Plús. Fjölg- unar var von í fiölskyldunni og lítil dóttir fæddist þeim í vor. Þórir var að útskrifast sem rekstrarfræðingur og þau voru að byggja sér hús á jörð föður hans, Voðmúlastöðum í Austur-Landeyjum. Litla íjölskyldan þeirra Önnu Maríu og Þóris var á leiðinni út í lífið full af bjartsýni. Þórir veiktist um það leyti sem við vorum að hefja vinnu við lokaverk- efnin okkar í rekstrarfræði. Erfiðar læknisaðgerðir beygðu ekki þennan unga mann. Við undruðumst æðru- leysið og sálarstyrkinn sem hann bjó yfir. Lokaverkefninu sínu lauk hann, þrátt fyrir veikindin og útskrifaðist með okkur hinum í vor. Nú hefur Þórir kvatt þetta líf sem virtist um tíma brosa svo bjart við honum. Hugur okkar er núna hjá Önnu Maríu og litlu dótturinni. Við sendum þeim innilegar samúðarkveðj- ur og biðjum Guð að geyma góðan vin. Skólafélagar í rekstrar- deild Háskólans á Akureyri. MYNDBÖND AUSTU RLENSK GJAFAVARA og mikið úrval af annarri vöru ó ótrúlega góðuverði 0o^TIÐ $ A \ % 4 Nýr lítill GSM á kynningarverbi Audiovox GSM - 650 263 g með rafhlöðunni sem fylgir símanum • Rafhlaða endist í 70 mín. samtal eða 18 klst. bið • Tekur stórt kort KOLAJPORTIÐ Jólamarkaður Fimmtudag og föstudag kl. 12-22 og Þorláksmessu kl. 11-22 PÓSTUR OG SÍMI Söludeild Ármúla 27, sími 550 780 Þj&nustumiðstöð í Kirkjustræti, simi 550 6670 Söludeild Kringlunni, sími 550 6690 Póst- og símstöðvum um land allt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.