Morgunblaðið - 20.01.1996, Side 1

Morgunblaðið - 20.01.1996, Side 1
 I 72 SÍÐUR LESBÓK/C/D 16. TBL. 84. ÁRG. LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter ARABÍSKAR konur krefjast þess að palestínsk yfirvöld sleppi þremur Palestínumönnum sem voru handteknir í fyrrakvöld fyr- ir að hvetja fólk til að sniðganga kosningarnar. Þrír Hamas-liðar drepmr í Jenín Jerúsalem, Jenín. Reuter. ISRAELSKIR hermenn skutu í gær þijá Palestínumenn til bana í bænum Jenín á Vesturbakkanum og herinn stöðvaði alla umferð milli sjálfstjórn- arsvæða Palestínumanna og ísraels til að hindra hermdarverk vegna palestínsku kosninganna sem fram fara í dag. Taismaður ísraelshers sagði að hermennirnir- hefðu hafið skothríð eftir að farþegar í bíl hefðu sært hermann við vegatálma í útjaðri Jen- ín. Sjónarvottur sagðist hafa séð einn mannanna skjóta á hermann- inn. Palestínumennirnir voru félagar í Hamas, hreyfingu herskárra músl- ima, sem berst gegn friðarsamning- unum við ísraela. Hreyfingin hefur lýst því yfir að hún sniðgangi kosn- ingarnar þótt nokkrir af forystu- mönnum hennar bjóði sig fram sem óháðir. Meira en 2.000 Palestínumenn söfnuðust saman í Jenín eftir að mennirnir voru drepnir og rifu niður veggspjöld frambjóðenda. Þeir hróp- uðu vígorð gegn kosningunum og palestínskum ráðamönnum. Mikill öryggis- viðbúnaður ísraelska lögreglan kvaðst hafa öryggisviðbúnað vegna hættu á árásum palestínskra og ísraelskra andstæðinga friðarsamninganna. Leiðtogar gyðinga, sem eru búsettir á sjálfstjórnarsvæðunum, lofuðu að reyna ekki að hindra kosningarnar. Þeir sögðu þó að efnt yrði til bæna- fundar í Jerúsalem og mótmæla- fundar í Hebron á Vesturbakkanum. Búist er við að Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu- manna, vinni stórsigur í forsetakosn- ingunum og að margir af stuðnings- mönnum hans verði kosnir í löggjaf- arráð Palestínu. 88 fulltrúar verða kjörnir í ráðið. ■ Milljón Palestínumanna/27 Meiri hagvöxt- ur en talið var Washington. Reuter. NÝJAR hagtölur, sem birtar voru í gær, benda til að banda- rískt efnahagsiíf sé í betra ástandi en spáð hafði verið og hefur það vakið upp vangavelt- ur um hvort bandaríski seðla- bankinn muni lækka vexti á ný í lok mánaðarins. Bandaríska vinnumálaráðu- neytið greindi frá því að at- vinnuleysi hefði verið óbreytt eða 5,6% í desember og að at- vinnutækifærum hefði haldið áfram að fjölga. 151 þúsund ný störf urðu til í desember og 166 þúsund í nóvember. Þá greindi viðskiptaráðu- neytið frá því að hagvöxtur hefði mælst 3,2% á þriðja fjórð- ungi síðasta árs, sem er nokkru meira en búist hafði verið við. Hagvöxtur á öðrum ársfjórð- ungi var 0,5%. „Menn voru farnir að hafa miklar áhyggjur af því hversu slæmt ástandið í efnahagslífinu kynni að vera. Það er hins vegar ekkert í skýrslunni sem gefur ástæðu til svartsýni," sagði yfirhag- fræðingur fjármálafyrirtækis- ins Nicco Securities. Horfur góðar Joseph Stiglitz, einn helsti efnahagsráðgjafi Bandaríkja- forseta, tók í sama streng og sagði horfurnar fyrir árið 1996 vera góðar. Ekki voru þó allir jafnbjart- sýnir og sögðu sumir hagfræð- ingar ástæðu til að ætla að hagvöxtur á árinu 1995 í heild yrði í kringum 2% sem væri undir afkastagetu efnahags- lífsins. Aðrir bentu á að um 40 þúsund störf hefðu bæst við í iðnaði er verkfalli hjá Boeing- flugvélaverksmiðjunum lauk og væri sú aukning ekki tákn um uppsveiflu í efnahagslífinu. Borís Jeltsín boðar aðgerðir gegn tsjetsjenskum aðskilnaðarsinnum Reuter TYRKNESKIR stuðningsmenn tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna veifuðu tsjetsjenskum fána og gerðu sigurmerki er Svartahafsferj- an Avrasía sigldi að landi í Istanbul í gær. Gíslum á Svartahafs- ferju sleppt Moskvu, Istanbul. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti varði í gær þá ákvörðun að beita valdi til að frelsa gísla í þorpinu Pervomaískoje fyrr í vikunni og hót- aði því að stöðvar skæruliða í Tsjetsjníju yrðu þurrkaðar út. Vopn- aðir menn er tóku um 200 manns í gíslingu á Svartahafsfeijunni Avras- íu á þriðjudag, til stuðnings Tsjetsj- enum, slepptu gíslunum í gær. Mennirnir yfirgáfu feijuna síð- degis í gær í gúmmíbátum og voru færðir á lögreglustöð í Istanbul. Höfðu þeir hent vopnum sínum í sjóinn áður en þeir gáfust upp. Anu- íoúan-fréttastofan sagði að þeir yrðu yfirheyrðir af deild innan lögregl- unnar er sérhæfði sig í „íslömskum hryðjuverkum". Að sögn embættis- manna voru byssumennirnir fimm og tyrkneskir ríkisborgarar. Þorpjafnað viðjörðu Þúsundir heittrúaðra Tyrkja gengu um götur Istanbul í gær að loknu hádegisbænahaldi og hrópuðu slagorð gegn Rússum og til stuðn- ings Tsjetsjenum. Nú er ljóst að um helmingi tsjetsj- ensku skæruliðanna er höfðu gísla í haldi í Pervomaískoje í Dagestan þar til á fimmtudag tókst að flýja áður en Rússar hertóku þorpið. Nær allar byggingar í þorpinu, um 300 talsins, hafa verið jafnaðar við jörðu en Jeltsín sagði á blaðamannafundi í gær að valdbeitingin hefði verið réttlætanleg. Gaf hann sterklega í skyn að gripið yrði til frekari hern- aðaraðgerða. Fréttaskýrendur í Moskvu töldu líklegt að forsetinn vildi með harð- orðum yfirlýsingum byggja upp ímynd hins sterka leiðtoga fyrir for- setakosningarnar á næsta ári. Jelts- ín hefur þó ekki enn lýst því yfir hvort hann hyggur á framboð að nýju. ■ Helmingur liðs/18 Skilyrðum friðarsamninga mætt Sar^jevo. Reuter STRlÐANDI fylkingar í Bosníu hafa að mestu virt þau tímamörk sem þeim voru sett i friðarsam- komulaginu sem undirritað var í París í desember og hafa flutt vopn og hermenn frá víglínunni. Var brottflutningurinn eitt aðalskilyrða sam- komulagsins. Það kvað á um að herir Bosníu- Serba, múslima og Króta flyttu sig að minnsta kosti tvo kilómetra frá víglínunni fyrir miðnætti aðfaranótt 19. janúar. Eftirlitsmenn Atlantshafsbandalagsins könn- uðu í gærdag ástandið við víglínuna sem er um 1.000 km löng og reyndust hermenn og mestur hluti stríðstólanna á bak og burt. Kváðust þeir telja að sú hefði einnig verið raunin annars stað- ar en það fengist ekki að fullu staðfest fyrr en að einum til tveimur dögum liðnum. Koma í veg fyrir rannsókn Þá hófu Króatar, Bosníu-Serbar og múslimar fangaskipti í gær en þá rann út fresturinn sem gefinn var í friðarsamkomulaginu. Fulltrúar Rauða krossins, sem fylgdust með fangaskiptun- um, sögðu að 68 múslimar hefðu verið látnir laus- ir og Bosníu-Serbar tilkynntu að 92 Serbar hefðu fengið frelsi. Akvæðum friðarsamkomulagsins um fanga- skipti hefur þó ekki enn verið fullnægt en um 900 stríðsfangar eru á skrá Rauða krossins. Rannsókn á ásökunum um fjöldamorð í Bosníu miðar hægt. Vestrænir blaðamenn, sem rannsak- að hafa málið, segja að vopnaðar sveitir Serba hafi komið í veg fyrir hana. Þá hafa bandarískir hermenn, sem annast m.a. eftirlit á svæðinu umhverfis Srebrenica, verið tregir til að rannsaka meint fjöldamorð Bosníu-Serba síðasta sumar. Hins vegar hafa embættismenn NATO ekki úti- lokað að hermenn þeirra fylgi eftirlitsmönnum SÞ til þeirra svæða þar sem grunur leikur á um að fjöldamorð hafi verið framin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.