Morgunblaðið - 28.03.1996, Síða 4

Morgunblaðið - 28.03.1996, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Almenningur les í ísinn í Perlunni um helgina Síðasta hlýíndaskeið skiptist í þrjá hluta Rannsóknir á borlgomum úr Græn- landsjökli hafa veitt mikilvægar upplýs- ingar um náttúm- og veðurfar til foma. Almenningi gefst kostur á að feta í fót- spor vísindamanna og lesa í ísinn í Grænlandsjökli á sýningu í Perlunni 29. marstil 14. apríl. SÝNINGIN kemur frá Danmörku og gefur lifandi mynd af dansk/íslensku borununum í Græn- landsjökli í byijun tíunda áratugar- ins. Með rannsóknum á borkjörnun- um hefur verið hægt að fá mikilvæg- ar upplýsingar um náttúru- og veð- urfar til forna. Sigfús J. Johnsen, stjórnandi borananna, segir að kom- ið hafí á óvart að síðasta hlýinda- skeið hafí ekki verið stöðugt heldur hafi hiti fallið um 4 til 5 gráður milli þriggja styttri hlýindaskeiða. í framhaldi af því hafí verið ákveðið að bora norðar í jökulinn til að kanna möguleikana á því að sama mynstur endurtaki sig: Sigfús hefur yfírgripsmikla þekk- ingu á ísborunum í Grænlandsjökul enda hefur hann Verið virkur í þeim nánast frá upphafí. Honum var t.a.m., ásamt prófessor Willi Dansgaard, falið að mæla fyrsta langa ískjarnann úr jöklinum árið 1966. Bandaríkjamenn áttu heiður- inn af því að hafa náð ískjarnanum úr jöklinum við Camp Century á Norðvestur-Grænlandi um sumarið. ísinn reyndist vera 1.390 m þykkur og neðsti og elsti hluti kjarnans tald- ist 130 þúsund ára gamall. Rannsóknirnar urðu Sigfúsi hvatning til að hanna nýjan og full- kominn ísbor og var hann fyrst not- aður við Dye 3, radarstöð Banda- ríkjamanna á Suðaustur-Grænlandi, árið 1979. Borinn reyndist með af- brigðum vel og upp náðist 2.038 m langur ískjarni. Borstaðurinn reynd- ist hins vegar ekki eins góður vegna skriðs við botn jökulsins og bráðnun- ar á yfírborði hans yfir sumartím- ann. Þó tókst úrvinnsla gagna með ágætum og nýjar og öflugar mæliað- ferðir voru þróaðar. Með framlagi_ frá Belgíu, Frakk- landi, íslandi, Ítalíu, Sviss, Stóra Bretland og Þýskalandi ásamt Evr- ópu gekkst Vísindasjóður Evrópu (ESF) svo fyrir samvinnu um þriðju borunina á hábungu jökulsins árið ár Hitafar síðustu 150 þús. skv. borkjarna úr Grænlandsjökli (GRIP) -30 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 ,10"C 1989. Hábungan er ákaflega heppilegur borstaður enda verður engin lárétt hreyfing á ísnum á hábungunni. Með- alhiti er -32 gráður og nán- ast aldrei þíða og því ekki sumarbráð eins og á Dye 3. Verkefninu var gefið nafnið Grip og kostaði um 550 millj- ónir íslenskra króna. Fram- lag íslendinga nam um 0,7% af heildarkostnaði. Danir greiddu mest eða 23,6% og Svisslendingar komu næstir með 22%. Fjórir íslendingar unnu við rannsóknirnar á Grænlandi. Sigfús stjórnaði sjálfri borun- inni, Pálína M. Kristinsdóttir, eiginkona hans, sá um kjar- nagæslu og sýnatöku, Þor- steinn Þorsteinsson vann við borun og rannsóknir á krist- öllum og Arný E. Svein- bjömsdóttir vann við kjarna- _______ gæslu og samsætur. Einnig vinna við rannsóknirnar Guðbjörg Aradóttir, Karl Grönvold og Níels Oskarsson. Skemmst er frá því að segja að takmarkinu um að komast niðurúr jöklinum var náð hinn 12. júlí árið 1992. Kjarninn reyndist rúmlega 3.028 m langur og gæðin frábær ef frá er talinn kafli á 800 til 1.300 m dýpi. Köldu skeiðin 20-25 gráðum kaldari Sigfús segir að með rannsóknum á borkjömunum megi m.a. fá upplýs- ingar um veðurfarsbreytingar og orsakir þeirra, samsetningu and- rúmslofts, eldvirkni og skógarelda. Hann segist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum með kjarnann úr há- bungunni í því sambandi því úr ísn- um hafí verið hægt að lesa afar mikilvægar upplýsingar. Af því markverðasta nefnir Sigfús að hægt hafí verið að komast að því að hita- stig hinna svokölluðu köldu skeiða 150þúsuhdár -30 -25 -20 -15 SIGFÚS hampar elsta hluta borkjarnans af hábungunni. Hann er tveggja til þriggja milljóna ára gamall. hafí ekki verið 10 gráðum kaldara heldur 20 til 25 gráðum kaldara en í dag. Ekki segir hann síður hafa komið á óvart að síðasta hlýinda- skeið hafi ekki verið stöðugt heldur hafi hiti fallið um 4 til 5 gráður milli þriggja styttri hlýindaskeiða. Hann nefnir í því sambandi að á ' svipuðum tíma og Grip-hóp- urinn náði takmarkr sínu hafi Bandaríkjamenn náð öðrum kjarna á svipuðum slóðum. Sá kjami hafi ekki sýnt sömu vísbendingar um óstöðugleika og hafi í fram- haldi af því komið upp efa- semdir um niðurstöður Grips. Nú hafi hins vegar hafsbotnsrannsóknir í sjón- um kringum Grænland og í Suður-Atlantshafi rennt stoðum undir niðurstöðu hópsins. Hjá honum kom fram að í framhaldi af niður- stöðunni hafi verið ákveðið að fara aftur af stað og kanna möguleikann á því að sama mynstur endurtaki sig með því að bora í jökulinn norðan við hábunguna í sum- ar. Sigfús vildi lítið segja um hugsanlegar afleiðingar af því að hitastig lækkaði skyndilega um 4 til 5 gráður á jörðinni eins og gerst hefði á síðasta hlýindaskeiði. Að- eins að væntanlega mætti rekja slíka hitabreytingu til breytinga á golfstraumnum og hugsanlega mætti miða við að veðurfar á íslandi yrði ___ eins og veðurfar á Græn- landi og veðurfar í Dan- mörku eins og veðurfar á íslandi en þess má geta að niðurstöður boran- anna sýna fram á að loftslag hefur farið stöðugt kólnandi á jörðinni síð- ustu 8.000 ár. Hið svokallaða landn- ámsöskulag er samkvæmt niður- stöðum rannsóknarinnar frá árinu 871. Nýja verkefninu, sem er til þriggja ára, hefur verið gefið nafnið Nordgrip og sagðist Sigfús vona að íslendingar sæju sér fært að vera með í fjármögnun á því eins og fyrra verkefninu. Markmið sýningarinnar í Perlunni er að kynna Grip-verkefnið á að- gengilegan hátt fyrir almenningi. Á sýningunni eru m.a. myndband, myndir, teikningar og líkan af litlu samfélagi vísindamannanna á há- bungunni. Sýningin hefur verið sett upp í níu stórborgum í Evrópu og aíltaf fengið mikla athygli. Hún er opin milli kl. 15 og 20 virka daga og um helgar og hátíðisdaga milli kl. 11 og 18. Nýstárleg tilraun á vegum Grandaskóla með stuðningi einkafyrirtækis Hugmyndasam- keppni 1 gerð kennsluforrita GRANDASKÓLI hefur ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni í gerð kennsluforrita í íslensku, dönsku eða raungreinum fyrir 6-12 ára nemend- ur. Er þetta í fyrsta skipti sem opin- ber skóli á grunnskólastigi auglýsir á þennan hátt, að því best er vitað. Þrenn verðlaun verða veitt. samtais að upphæð 600.000 krónur. „Það er fyrirtækið Rafhönnun sem gerir okkur þetta kleift með því að safna styrktaraðilum," sagði Órn Halldórs- son, aðstoðarskólastjóri Granda- skóla. Hann segir að forsaga málsins sé sú að Rafhönnun hafí gefið út aug- lýsingadisk á margmiðlunarformi í fyrra í sambandi við jarðhita en hafí ekki nýtt sér allt plássið á diskn- um. „Grandaskóli hefur verið fram- arlega í tölvuvinnslu og greiddi Raf- hönnun laun forritara en nemendur gerðu sýnieintak um skólann. Vegna verkfalls kennara gátum við ekki unnið verkið eins og við vildum. Okkur tókst þó að setja inn verkefni sem tengist jarðvarma og við vorum að vinna að í 4. bekk,“ sagði Örn. Hann bætti við að hægt væri að nýta einhvern hluta efnsisins til kennslu, þ.e. texta um jarðhita auk spurninga sem nemendur svara til að komast áfram í forritinu. „Nú kemur aftur hugmynd frá Rafhönnun um aðstoð og að þessu sinni til að búa til kennsluforrit. Áhuginn sem Rafhönnun sýnir skól- anum kemur til vegna þess að for- eldri barns í skólanum starfar hjá fyrirtækinu," sagði Örn. Hann sagði að tilfinnanlega vantaði kennslufor- rit í raungreinum, auk þess sem allt- af væri þörf fyrir kennsluefni í ís- lensku og ekkert kennsluforrit væri til í dönsku. „Það skortir algjör- lega,“ sagði hann. Örn tók fram að almennt hefðu fáir forritarar velt fyrir sér mögu- leikum á að búa til kennsluforrit, en með þessari hugmyndasamkeppni vonaðist hann til að áhugi þeirra glæddist. Hann sagði að hér væri um tilraunastarf að ræða og menn rynnu því svolítið blint í sjóinn. í raun gæti hver sem er skilað inn hugmynd og því þyrfti viðkomandi hvorki að vera forritari né kennari. „Ef viðkomandi þekkir til tölvuleikja getur hann skilað inn hugmyndum um hvernig forritið eigi að virka,“ sagði Örn en tók fram að einhverja þekkingu þyrftu menn að hafa á námsefninu. Skilafrestur er til 18. maí og má skila inn tillögum sem sýnisútgáfu að kennsluforriti í sínu einfaldasta formi eða ljósmyndum/teikningum af skjámyndum kennsluforritsins. Keppnisgögn verða afhent í Granda- skóla til 12. apríl nk. Stöðugur vöxtur í Skeiðará HÆGUR en stöðugur vöxtur setti svip sinn á Skeiðará í gær að sögn Stefáns Benediktssonar þjóðgarðsvarðar í Skaftárfelli. „Það hefur greinilega bæst vatn í Gígkvísl sem var ekki í gær, en annað er í sjálfu sér ekki stórvægilegt," segir hann. Hann segir von til að hægt sé að spá betur um hvenær hlaupið nær fullum þunga síð- ari hluta föstudags, að lokinni athugun vatnamælingamanna frá Orkustofnun. „Þá hafa þeir samanburð frá seinasta föstudegi þannig að þeir geta strax búið til yfirlit yfír rennslið sem hægt er að bera saman við fyrri hlaup og sjá með sæmilegri nákvæmni hvenær toppsins er að vænta,“ segir Stefán. Sjómaður sótt- ur á hjólabát BJÖRGUNARSVEIT Slysa- varnafélagsins í Vík í Mýrdal sótti í gær sjómann sem slasað- ist við vinnu sína í Jóni á Hofi ÁR-62. Báturinn var þá stadd- ur austur í Meðailandsbug. Maðurinn hafði misst framan af fingri. Haft var samband við Björg- unarmiðstöð Slysavarnafélags- ins kl. 13:15. Félagar í björgun- arsveit félagsins í Vík fóru á hjólabát austur á Mýrdalssand til móts við Jón á Hofi. Við Blautukvís! austan Hjörleifs- höfða tók báturinn stefnu til hafs og kom hann að Jóni á Hofi um kl. 16. Maðurinn var fluttur í land þar sem læknir beið til að hlúa að honum. Hann var síðan fluttur með bifreið björgunarsveitarinnar til Reykjavíkur. Líðan hans er eftir atvikum. Sameiginlegt kosninga- sjónvarp RÍKISÚTVARPIÐ-Sjónvarp og Stöð 2 hafa náð samkomulagi um sameiginlega útsendingu á kosningadagskrá frá talningu í forsetakosningunum í júní næstkomandi. Jafnframt munu stöðvarnar bjóða frambjóðendum þátttöku í umræðuþætti sem sendur verður í beinni útsendingu á báðum stöðvunum kvöldið fyrir kjördag. Stöðvarnar skipa á næstunni fulltrúa til nánari undirbúnings kosningadag- skránni. Þetta er í fyrsta sinn sem útsending sjónvarpsstöðvanna er sameiginleg, en þær hafa áður átt samvinnu um einstaka þætti í kosningadagskrám. Gæludýrafóður Innflutningur ekki stöðvaður INNFLUTNIGNUR á bresku gæludýrafóðri verður ekki stöðvaður fyrst um sinn, að sögn Brynjólfs Sandholt yfir- dýralæknis. Að sögn Brynjólfs var ákvörðunin tekin í samráði við fóðureftirlitið eftir að í ljós kom að um niðursoðið fóður er að ræða, sem hitað er upp í 135°, en það hitastig á að drepa smitefnið. „Við teljum því ekki ástæðu til að loka fyrir inn- flutning að sinni,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.