Morgunblaðið - 28.03.1996, Page 13

Morgunblaðið - 28.03.1996, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 13 FRÉTTIR Þingsályktunartillaga á Alþingi Fræðsla um kyn- ferðislega áreitni Morgunblaðið/Ásdís NIÐURRIF Sandeyjar hefur gengið vel það sem af er vikunni. Sandey í brotajárn TÍU stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram þingsályktunartil- lögu á Alþingi sem kveður á um viðbrögð við kynferðislegri áreitni í opinberum stofnunum og öðrum vinnustöðum. Samkvæmt ályktuninni verður ríkisstjórninni falið að skipa nefnd sem hafi það verkefni að beita sér fyrir að skipulega verði brugðist við málum sem varða kynferðis- lega áreitni og skipuleggja fræðslu um slíka áreitni. Tryggt verði að allir starfsmannastjórar, trúnaðar- menn, dómarar og lögfræðingar eigj kost á slíkri fræðslu. í greinargerð segir m.a. að BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu stjórnar veitustofnana um 3% hækkun á gjaldskrá Rafmagns- veitu Reykjavíkur frá 1. apríl næst- komandi að telja. Fram kemur að hækkunin er til komin vegna hækkunar á gjald- skrá Landsvirkjunar. í bókun full- trúa Sjálfstæðisflokksins í veitu- stjórn segir að 3% hækkun á gjald- skránni sé til bóta og gerð til að styrkja stöðu Rafmagnsveitunnar þannig að handbært fé sé ásættan- legra í árslok en annars hefði stefnt í. Hin pólitíska spurning hljóti að vera sú, hvort lækka eigi afgjald eða hækka gjaldskrána. Sjálfstæð- ismenn minni á umræðu um af- gjaldið sem þeir hafi talið of hátt. umræðan í þjóðfélaginu bendi ótví- ræðtt til þess að töluvert vanti á að fólk skilji að kynferðisleg áreitni sé einelti og mannréttindabrot sem ekki eigi að líða. Því sé fræðsla um þessi mál mjög mikilvæg og einnig að starfsreglur stofnana verði skýrar og aðgengilegar fyrir starfsfólk þannig að það sé meðvit- að um rétt sinn og hvernig beri að bregðast við kynferðislegri áreitni. Guðný Guðbjörnsdóttir Kvenna- lista er fyrsti flutningsmaður til- lögunnar en aðrir flutningsmenn eru úr Alþýðuflokki, Alþýðubanda- lagi, Kvennalista og Þjóðvaka. Fulltrúar Reykjavíkurlistans bókuðu að hækkun á gjaldskrá Rafmagnsveitunnar væri óviðkom- andi afgjaldi til borgarsjóðs og væri fyrst og fremst til komin vegna hækkunar á gjaldskrá Landsvirkjunar. Að öðru leyti mætti benda á, að hækkun gjaldskrárinnar um- fram hækkanir, sem stöfuðu beint af gjaldskrárhækkunum Lands- virkjunar, hafi ekki átt sér stað síðan árið 1993, en á því tímabili hafi byggingarvísitalan hækkað um 10,6%. Á því sjáist að mjög varlega hafi verið farið í hækkun á gjaldskránni enda yrði gjaldskrá- in áfram sú lægsta í landinu. GUÐMUNDUR Bjarnason um- hverfisráðherra klippti fyrsta járnbútinn af sanddæluskipinu Sandey síðdegis á þriðjudag. Skipabrot ehf., fyrirtæki Hringrásar hf., hlutar skipið niður í brotajárn til útflutn- ings. Asmundur Þórðarson, markaðs- og kynningarfulltrúi Hringrásar og Skipabrots, seg- ir að með aflmiklum tækjum taki verkið aðeins um eina viku. Asmundur sagði að skipið hefði verið smíðað fyrir seinni heimsstyrjöldina og komið hingað til lands árið 1962. Skipið hefði verið sanddælu- skip Björgunar hf. alla tíð síð- an. Nú hafa öll spilliefni verið fjarlægð úr Sandeynni til að hægt sé að búta hana niður í brotajárn. Að því loknu er járnið fiokkað eftir þykkt og selt á ákjósanlegasta markaðn- um fyrir brotajárn erlendis. íslenskt brotajárn hefur m.a. verið selt til Spánar. Skipið er um 600 tonn af járni og vegur vélin ein t.d. um 11 tonn. Fullkomin aðstaða til niðurrifs verði við Sundahöfn Stálskip hafa í áraraðir ver- ið dregin á haf út og þeim sökkt. Nú tíðkast hins vegar önnur og umhverfisvænni vinnubrögð og hefur Hringrás hf. stofnað fyrirtækið Skipa- brot ehf. til að rífa niður stál- báta og skip og selja stálið til endurvinnslu. Stefnt er að því að koma upp fullkominni að- stöðu til að draga skip á þurrt og vinna að niðurrifinu á at- hafnasvæði Hringrásar í Sundahöfn. Bráðabirgðaað- stöðu hefur hins vegar verið komið upp við Skarfaklett í Sundahöfn. Fjárfest hefur ver- ið í öflugum tækjum til að gera vinnsluna arðbæra. Styrking Akrafjallsvegar Lægsta tilboð 58% af áætlun LÆGSTA tilboð í styrkingu Akra- fjallsvegar hljóðar upp á 30,5 milljón- ir kr., sem er 58% af kostnaðaráætl- un Vegagerðarinnar. Er þetta fyrsti áfangi í vegagerð vegna Hvalfjarðar- ganga. Umræddur vegur er frá Leyni við Akranes að aðkomuvegi ganga í landi Innra-Hólms, alls 5,7 km á lengd. Vegurinn verður styrktur og á hann lagt bundið slitlag. Lagt er í þetta verk meðal annars vegna aukinnar umferðar vegna vinnu við göngin. Verkinu á að vera lokið 25. júlí í sumar. Aðalvegurinn frá göngunum til Akraness og Hringveg- urinn austur fyrir Akrafjall verða boðnir út í sumar. Lægsta tilboð í Akrafjallsveg er frá Ingileifi Jónssyni á Svínavatni. Átta aðrir verktakar buðu og voru allir töluvert innan kostnaðaráætlun- ar Vegagerðarinnar en hún hljóðaði upp á 52,2 milljónir kr. -----» ♦ ♦---- Fjórir teknir við innbrot FJÓRIR menn voru handteknir skömmu fyrir hádegið á þriðjudag eftir að þeir höfðu brotist inn í tvær íbúðir við Hátún í Reykjavík. Að sögn lögreglunnar voru mennirnir með í fórum sínum tals- vert af varningi sem þeir höfðu stol- ið úr íbúðunum, Þeir náðust í ná- grenni við innbrotsstaðina. Menn- irnir hafa allir komið við sögu í svipuðum málum áðurþ Rafmagnsveita Reykjavíkur Gjaldskrá hækkar um 3% Geturðu gert betri bílakaup? Gerðu samanburð... og taktu stðan ákvörðun. 86 hestafla 16 ventla vél • vökvastýri • veltistýri • samlæsingar • rafdrifnar rúðuvindur • rafstýrðir útispeglar • útvarp/segulband með 4 hátölurum • upphituð framsæti • öryggisloftpúðar fyrir ökumann og farþega í framsæti • styrktarbitar í hurðum • samlitir stuðarar. Allt þetta og margt fleira í rúmgóðum og vönduðum 4ra dyra fólksbíl fyrir aðeins: 1.265.000,- kr. SUZUKI • Afl og öryggi • m %ar<íp SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. iBALEN O

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.