Morgunblaðið - 28.03.1996, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 28.03.1996, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsson gj^ Bragí NÝJA fjárhúsið við bæinn Grund. Benediktsson. Fegurð ars amkeppni Vesturlands í Olafsvík Miðhúsum - Ný fjárhús voru blessuð af sr. Braga Benediktssyni prófasti laugardaginn 23. mars. En eins og kunnugt er féll snjóflóð á bæinn Grund 18. janúar 1995 en það var tveimur dögum eftir að snjóflóð féll í Súðavík og_ tók af öll útihús og húsbóndinn, Ólafur Sveinsson, fórst í snjóflóðinu en sonur hans, Unn- steinn Hjálmar, bjargaðist úr flóðinu. Nú eru risin á Grund mjög vönduð Ný fjárhús vígð að Grund í Reykhólasveit fjárhús sem rúma 350 fjár og hlaða sem tekur 400 rúllubagga og má geta þess að í bygginguna fóru 250 rúmmetrar af steinsteypu. Húsmóðirin á Grund, frú Lilja Þórarinsdóttir meðhjálpari í Reyk- hólakirkju, fékk sr. Braga til þess að blessa fjárhúsin en þau standa mun neðar en gömlu byggingarnar voru og á nær hættulausu svæði. Lilja býr á Grund ásamt sonum sín- um, Guðmundi og Unnsteini Hjálm- ari Ólafssonum. Að lokinni athöfn bauð Lilja til veislu á heimili sínu. FEGURÐARSAMKEPPNI Vest- urlands verður haldin í félags- heimilinu Klifi í Ólafsvík mið- vikudaginn 3. apríl. Alls taka 13 stúlkur þátt í keppninni og hafa æfingar staðið yfir síðan í jan- úar. Að sögn Silju Allansdóttur, umboðsmanns keppninnar, verð- ur kappkostað við að gera kvöld- ið sem glæsilegast og verða m.a. Magnús Scheving og Anna Sig- urðardóttir með þolfimisýningu. Auk þess verða nokkrar verslan- ir með tískusýningu. Keppt verður um sjö titla, 1., 2. og 3. sætið, besta ljósmynda- fyrirsætan verður kosin, vinsæl- asta stúlkan valin og kosið verð- ur um fegurstu fótleggina. Einn- ig verður kosin sportstúlka árs- ins, en verslunin Nína á Akra- nesi sér um að útvega keppend- um Russel-sportfatnað. Að feg- urðarsamkeppni lokinni verður dansleikur með hljómsveitinni Klakabandinu. Stúlkurnar sem keppa á Feg- urðarsamkeppni Vesturlands eru: Hildigunnur Hjörleifsdóttir, Bjarney Kristinsdóttir, Rakel M. Magnúsdóttir, allar frá Stykkis- hólmi, Björg Rúnarsdóttir frá Borgarnesi, Halla Svansdóttir, Hjördís Sigurðardóttir og Sandra Steingrímsdóttir frá Akranesi, Eva Ösp Arnardóttir, Sara Vöggsdóttir, Lilja Sigurðar- dóttir, Jóhanna Gautsdóttir, Þur- íður Snorradóttir frá Ólafsvík og Ingibjörg K. Kristjánsdóttir frá Rifi. I dómnefnd keppninnar silja: Sigtryggur Sigtryggsson for- maður, Birna Bragadóttir, Þor- grímur Þráinsson, Hrefna Björk Gylfadóttir og Jónas Geirsson. A-listinn á norðanverðum Vestfjörðum ALÞÝÐUFLOKKURINN, Jafnað- armannaflokkur íslands, hefur birt framboðslista sinn, A-listann, við sameiginlegar sveitarstjómarkosn- ingar sex sveitarfélaga á norðanverð- um Vestfjörðum, sem fram fara hinn 11. maí næstkomandi. Listinn er þannig skipaður: 1) Sig- urður R. Ólafsson form. Sjómanna- fél. ísfirðinga, ísafirði. 2) Björn E. Hafberg skóiastjóri, Flateyri. 3) Andrés Guðmundsson skrifstofu- stjóri, Þingeyri. 4) Jón Arnar Gests- son tölvuður, Suðureyri. _5> Karitas Pálsdóttir bæjarfulltrúi, ísafirði. 6) Gróa Stefánsdóttir bókari, ísafirði. 7) Jóhann Bjamason verkamaður, Suðureyri. 8) Guðjón S. Bijánsson framkvæmdastjóri, ísafirði. 9) Jóna Símonía Bjarnadóttir skjalavörður, ísafírði. 10) Þorsteinn Guðbjartsson bifreiðastjóri, Flateyri. 11) Jóhann Símonarson skipstjóri, ísafirði. 12) Inga S. Guðmundsdóttir leiðbein- andi, ísafirði. 13) GarðarPáli Vignis- son skólastjóri, Þingeyri. 14) Halla Thorarensen verkakona, Flateyri. 15) Guðmundur _ Þ. Kristjánsson, form. Vélstjóraf. Isafjarðar, Isafirði. 16) Soffía Ingimarsdóttir húsmóðir, Flateyri. 17) Heiða Björg Jónsdóttir húsmóðir, Suðureyri. 18) Páll Björns- son skipstjóri, Þingeyri. 19) Astvald- ur Björnsson umsjónarmaður, ísafirði. 20) Snorri Hermannsson húsasmíðameistari, ísafirði. 21) Hansína Einarsdóttir húsmóðir, ísafirði. 22) Pétur Sigurðsson, for- seti ASV, Isafírði. Morgunblaðið/Alfons STÚLKURNAR sem taka þátt í Fegurðarsamkeppni Vesturlands. Sumarsól að vetri Flateyri - Það er ekki laust við að íbúar Flateyrar hafi fengið hálf- gerðan „sumarfiðring“ þegar þeir risu úr rekkju morgun einn fyrir skemmstu. Sólin skein sínum fagra geisla yfir fjörðinn og sam- hliða því jókst hitastigið. Frétta- ritari greip því fegins hendi tæki- færið og festi á filmu snemmbúna sumarsælu. Og af nógu var að taka, menn ýmist í sólbaði, eins og sést á myndinni sem tekin var af honum Benedikt Inga, eða strákarnir komnir út með körfu- boltann, en stelpurnar tóku fram hjólin og brugðu sér aðeinS út fyrir bæinn. Morgunblaðið/Sig. Jóns. HLUTI tækjakostsins sem notaður var við æfinguna á Mosfellsheiði. Æfðu eftir GPS-leitarkerfi Selfossi - HUNDRAÐ manns úr björgunarsveitum Slysavarnafé- lags íslands á suðvesturhorni landsins, með 40 vélsleða, 6 snjó- bíla og á annan tug sérbúinna bifreiða, tóku þátt í vetraræfingu á Mosfellsheiði með aðalstöðvar í Nesbúð í Grafningi. Æfð voru leitarkerfi byggð á GPS-staðsetn- ingarkerfum og þótti æfingin tak- ast í alla staði vel í fögru um- hverfi Hengilsins í einstakri veð- urblíðu. Sérstakir gestir æfingar- innar voru félagar í Orion-björg- unarsveit slökkviliðsins á Kefla- víkurflugvelli sem mættu til leiks á tveimur snjóbílum sem þeir hafa endurbyggt. Fundur um fíkni- efniíHrísey Hrísey - Lionsklúbburinn í Hrísey hélt almennan fund fyrir unga sem aldna í Grunnskólan- um í Hrísey nýlega. Þar var fjallað um fíkniefnavandamál og voru framsögumenn á fund- inum þeir Daníel Snorrason og Jóhajmes Sigfússon frá rann- sóknarlögreglunni á Akureyri. Fjölsóttur fundur gerði góðan róm að máli framsögumanna og taldi í því felast mörg góð varn- aðarorð. Betra sé ávallt að byrgja brunninn áður en bamið fellur ofan í hann. Mikið starf hefur verið hjá Lionsklúbbnum í Hrísey miðað við félagafjölda. Einn af þáttum starfsins er að afla sér fjár með því að safna flöskum og dósum og losa þannig eyjarskeggja við öll slík ílát. Eru þau síðan að- greind og send Endurvinnsl- unni. Innkomnu fé er síðan m.a. varið til líknarmála. Þá hefur verið mikið um fundahöld þessa dagana í Grunnskólanum í Hrísey. Þar hefur nú verið stofnað foreldr- aráð og er þar einnig í fyrsta sinn útkominn Námsvísir, sem foreldrar hverrar bekkjardeildar funda um ásamt kennurum skólans og sjtórn foreldrafélagsins sem jafnframt er hið nýja foreldrar- áð. Hafa foreldrar sótt þessa fundi vel. Þá má einnig geta þess að utan Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson DANÍEL Snorrason og Jóhannes Sig- fússon frá rannsóknarlögreglunni á Akureyri ræddu fíkniefnavandann á fundi í Hrísey á dögunum. venjulegs skólastarfs, starfa við skól- ann bæði skákklúbbur undir stjórn Gunnars Bergmann og frímerkja- klúbbur undir stjórn Sigurðar H. Þorsteinssonar skólastjóra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.