Morgunblaðið - 28.03.1996, Page 17
ÍSLENSKA AUGLÝSINCASTOFAN HF.
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 17
Söfnun til stuðnings meðferðarstarfinu
á Qtaftarfolli
SjUM i PÓKKW
fvrir unga lólki
með Rás 2 og SAA
Húsin á Staðarfelli eru að hruni
komin eftir áratuga skort á
fjármunum til viðhalds. Framhald
meðferðarinnar byggist á því að
okkur takist að laga skemmda
veggi og múrverk, skipta um þak
og glugga og koma húsnæðinu í
mannsæmandi ástand.
Dagskrá Rásar 2 verður
helguð söfnuninni
„Stöndum með
Staðarfelli“ frá morgni til
kvölds á morgun.
Fjórir ráðherrar rituðu undir
samkomulag sl. þriðjudag við
formann SÁÁ og bóndann á
Staðarfelli. Þar með er framtíð
SÁÁ tryggð á Staðarfelli.
Á morgun, föstudaginn 29. mars,
gefst landsmönnum kostur á að taka
þátt í að byggja upp meðferðarstarf
SÁÁ á Staðarfelli i Dölum.
Framtið SÁÁ hefur loksins verið tryggð
á Staðarfelli og þá er ekkert að gera
nema bretta upp ermarnar og hefja
endurbaeturnar - með ykkar aðstoð.
Við leitum til þjóðarinnar um stuðning.
Aldrei áður hefur jafn margt ungt fólk
verið í meðferð á Staðarfelli. Fjarlægð
og einangrun Staðarfells skiptir miklu
máli til að meðferð unga fólksins beri
árangur. Margt af því er illa haldið
eftir að hafa sokkið djúpt á skömmum
tíma af völdum amfetamínneyslu og
hefur ástandið aldrei verið verra. En
það er ástæða til að fagna hverjum
þeim sem ákveður að gera eitthvað í
sínum málum.
Þúsundir íslendlnga hafa náð
tökum á lífi sínu í meðferðinni á
Staðarfelli. Þeir hafa snúið af
braut áfengis- og vimuefhaneyslu,
sjálfum sér og aðstandendum
sínum til heilla.
Leggjum í púkkið
Síminn er 5-687-123
Samtök áhugafólks
um áfengis- og
vímuefnavandann
9Mm,n
néfaðtuftik