Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 URVERINU ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Viðtæk áhrif riðunnar í breskum nautpeningi Risahlýri við Island EINN stærsti hlýri, sem veiðst hefur hér við land, veiddist á dögunum. Skepnan vó hvorki meira né minna en 25 kíló. Steingrímur Olason, fisksali í fiskbúðinni Hafkaup við Sund- laugaveg, heldur hér á fiskin- um. I hinni hendinni heldur hann á venjulegum hlýra sem er 3 kíló. Steingrímur segir að heldur stærri hlýri hafi veiðst í mars árið 1992. í bók- inni Islenzkir fiskar segir að hlýrinn, sem er náskyldur steinbítnum, geti orðið meira en 140 sentimetrar að lengd. Sumar heimildi gefi upp allt að 180 sentimetra lengd, en þær verði að teljast vafasam- ar. Hlýrinn er í sjónum allt umhverfis landið og er meðal annars þekktur fyrir að vera sérlega sólginn í steinbíts- hrogn. Morgunblaðið/Kristinn „Engin spurning að sala á fiski hefur aukist“ SALA á fiski hefur aukist í Bret- landi á sama tíma og sala á nauta- kjöti hefur snarminnkað vegna ótta almennings við kúariðu í breskum nautgripum. Að sögn Agnars Friðrikssonar, fram- kvæmdastjóra Icelandic Freezing Plants Ltd. í Grimsby, gæti þetta haft ákveðið tækifæri í för með sér fyrir íslenska fiskframleiðend- ur. „Maður þarf að átta sig á því að neysla á rauðu kjöti í Bretlandi hefur verið að dragast saman í mörg ár þannig að þetta er fal- landi markaður," segir Agnar. „Þegar svona kemur upp á verður fallið því tiltölulega fljótt og spurn- ingin er sú hvað kemur í staðinn. Þar getur verið um þrennt að ræða. í fyrsta lagi innflutt nautakjöt, í öðru lagi fugla- og svínakjöt og í þriðja lagi físk.“ Alvarlegra en ormafárið í Þýskalandi Hann segir að mikið velti á því hversu langur tími líði þangað til innflutningur á nautakjöti hefjist fyrir alvöru og hvernig það verði verðlagt. Stórir dreifendur á nautakjötsafurðum hafi þegar til- kynnt að þeir muni eingöngu nota innflutt nautakjöt í stað þess breska í framtíðinni. Einnig sé spurning hvaða áhrif þetta mál hafi á neyslu á rauðu kjöti al- mennt, en það eigi líklega eftir að koma inn í umræðuna að vaxtar- hraðinn sé aukinn á ræktuðu kjöti með því setja allskyns bætiefni í fóðrið. Aðspurður um það hvort íslend- ingar geti séð sér þarna leik á borði, segir Agnar: „Það er engin spurning að sala á fiski hefur auk- ist. Þetta kom upp í síðustu viku og okkar stærstu viðskiptavinir hafa tilkynnt okkur um mikla aukningu í fisksölu. En þótt íslend- ingar séu stórir á fiskmarkaðnum eru þeir ekki afgerandi. Það er mikið framboð á fiski í heiminum og verð hefur lækkað vegna þess. Þannig að ég get ekki séð að það verði vandamál að sjá við aukinni eftirspurn." Agnar leggur áherslu á að eng- in leið sé að spá fyrir um hversu lengi áhrifa þessa máls gæti. Skemmst sé að minnast ormafárs- ins í Þýskalandi sem hafi fjarað fljótlega út. Reyndar sé þetta mál mun alvarlegra að því leyti að þama sé verið að tengja neyslu nautakjöts við banvænan sjúkdóm. Of snemmt að segja til um hvort fiskverð hækkar „Það er of snemmt að segja til um það hvort fiskverð mun hækka í kjölfarið á þessu máli, en auðvit- að kemur þetta til með að styðja verðið,“ segir hann. „Líklega mun sala á hvitu kjöti aukast mest, en það er mun ódýrara en fiskur. Það er hinsvegar ekki ljóst hversu mik- illi eftirspurn framleiðendur á hvítu kjöti geta annað. Það gæti því far- ið svo að fólk yrði að fara í fisk þótt hann sé eitthvað dýrari.“ Agnar segir að hjá IFPL hafi verið brugðist við þessu máli með því að fara yfir birgðastöðu fyrir- tækisins og auka framleiðsluna í samræmi við þær upplýsingar se'm markaðurinn hefði gefið. „Hversu lengi þetta ástand varir er of snemmt að segja til um á þessu stigi,“ segir hann. Eitt stærsta fisksölufyrir- tæki Bretlands stofnað ÞRIÐJA stærsta fisksölufyrirtæki Bretlands hefur nú verið formlega stofnað. Það verður til við samruna Icelandic Freezing Plants Ltd. (IFPL) sem er dótturfyrirtæki SH í Bretlandi og Faroe Seafood U.K. fiskréttaverksmiðjunnar, sem var til hálfs í eigu SH á móti fyrirtæk- inu J.P.J. & Co. Eignarhlutur SH í hinu nýja fyrirtæki verður 75% á móti 25% eignarhlut J.P.S. & Co. IFPL rekur fiskréttaverksmiðju í Grimsby og annast sölu á fiskaf- urðum fyrir framleiðendur sem starfa innan vébanda SH. Marks og Spencer og McDonalds meðal viðskiptavina Stofnfundur hins nýja fyrirtækis var haldinn nú í vikunni og var þar ákveðið að það myndi heita Icelar.dic Freezing Plants Ltd. Fyr- Formlega gengið frá samruna Ice- landic Freezing Plants og Faroe Seafood irtækið mun formlega taka til starfa þann 1. apríl nk. og mun það sjá um sölu á íslenskum afurð- um á Bretlandseyjum og rekstur á fiskréttaverksmiðjunum tveimur. Ársstörf í fyrirtækinu verða u.þ.b. 700. Áætlað er að fyrirtækið selji vörur fyrir um 10 milljarða ísl. kr. á árinu og að framleiðsla á tilbún- um réttum verði u.þ.b. 25.000 tonn. Afkoman það sem af er árinu hefur verið góð og hefur orðið sölu- aukning hjá báðum fyrirtækjunum. Helstu viðskiptavinir fyrirtækis- ins verða Marks og Spencer, J. Sainburys, Tesco, Iceland frysti- búðakeðjan og veitingahúsakeðjan McDonalds. Einnig er gert er ráð fyrir að um það bil 5% af fram- leiðslunni verði flutt út, aðallega til Frakklands þar sem Icelandic France, dótturfyrirtæki SH í Frakklandi, annast sölu og dreif- ingu afurðanna. Á stofnfundinum í gær tók ný- skipuð stjórn fyrirtækisins til starfa en hana skipa Jón Ingvars- son, sem var kjörinn formaður stjórnar, Sigurður Einarsson, Frið- rik Pálsson, Ólafur Marteinsson og Agnar Friðriksson. Fulltrúar J.P.J. & Co verða Hans Andersen og Jóhann Páll Joensen. Forstjóri hins nýja fyrirtækis verður Ágnar Friðriksson en hann hefur verið forstjóri IFPL sl. sex ár. Mannréttindadómstóllinn í Strassborg Staðfesta rétt til nafnleyndar Strasbourg. Reuter. RÉTTUR blaðamanna til að sýna heimildarmönnum sínum þann trúnað að gefa ekki upp nöfn þeirra var viðurkenndur er Mannréttinda dómstóll Evrópu breytti úrskurði bresks áfrýjunarréttar sem dæmt hafði blaðamann til að gefa upp heimildir sínar. Blaðamaðurinn, William Good- win, var dæmdur í fjársektir í Bret- landi fyrir að óhlýðnast úrskurði dómara um að tilgreina hver orðið hefði honum út um viðkvæmar upplýsingar um tölvufyrirtækið Tetra. Goodwin starfaði fyrir tímaritið The Engineer er hann komst óum- beðið yfir upplýsingar um fjármál Tetra. Þegar hann leitaði eftir af- stöðu yfirmanna fyrirtækisins til fréttar, sem hann vann að, sneru þeir sér til dómstóla og fengu lög- bann sett á fréttina áður en hún birtist. Jafnframt fékk Goodwin fyrirmæli um að nefna heimildar- menn sína og afhenda trúnaðar- skjöl sem hann hafði undir höndum og Tetra sagði vera sína eign. Goodwin lét sér ekki segjast og skaut málinu til Mannréttindadóm- stólsins eftir að það hafði verið tekið fyrir á öllum dómsstigum í Bretlandi. Með atkvæðum 11 dómara gegn sjö dæmdi dómstóllinn í Strassborg honum í hag í gær og sagði, að væri ekki trúnaður blaðamanna við heimildarmenn virtur gæti það fælt fólk frá því að aðstoða fjöl- miðla við að upplýsa almenning um mál er vörðuðu almannahags- muni. Geoffrey Robertson, lögmaður Goodwins, fagaði niðurstöðunni og sagði hana marka þáttaskil fyrir starfsfrelsi fjölmiðla. Reuter Geimganga við Mír GEIMFARAR í bandarísku geimferjunni Atlantis fóru í gær í sex klukkustunda göngu um geimstöðina Mír. Þeim var m.a. ætlað að kanna hvort geimrusl ylli skemmdum á stöðinni og gangan þótti takast mjög vel. A myndinni eru geimfararnir, Linda Godwin og Rich Clifford, að störfum við Mír, sem er 401 km yfir jörðu. Fólk varað við að snæða kindaheila Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DÝRALÆKNISEMBÆTTIÐ í Færeyjum hefur varað Færeyinga við að snæða kinda- eða lamba- heila vegna gruns um samhengis riðu í sauðfé og Creutzfeldt- Jacobs-veikinnar, en kindaheilar þykja sérstakt lostæti í Færeyj- um. Birna Mörkör, dýralæknir hjá embættinu, undirstrikaði þó í sam- tali við Morgunblaðið að ósennilegt væri að samhengi væri milli riðu í sauðfé og veikinnar, en vegna viðvarana í Bretlandi hefði þótt rétt að vara eyjarskeggja við að snæða kinda- eða lambaheila, þar sem mest væri af smitefninu. í grein í Morgunblaðinu á sunnudaginn um kúariðu og Creutzfeldt-Jakob-veikina var nefnt að sjúkdómurinn líktist riðu í sauðfé og jafnvel væri talið að kúariða hefði komið upp eftir að nautgripum hefði verið gefið fóður unnið úr riðuveiku sauðfé og tók Birna undir að þetta væri ein kenn- ingin um upptök sjúkdómsins. Óvíst væri hins vegar hvort sam- hengi væri milli Creutzfeldt-Jak- ob-veikinnar og þess að snæða nautakjöt. Sama væri að segja um sam- hengi veikinnar og riðu í sauðfé og þar sem veikin væri ekki út- breidd á svæðum, þar sem mikið væri borðað af kindakjöti væri ekkert sem benti í þá átt. Hins vegar hefði þótt rétt að vara við að snæða kindaheila, þar sem mest væri af smitefninu, rétt eins og víða hefði verið varað við að snæða nautakjöt af nautgripum, sem hugsanlega gætu borið kúar- iðusmit, en riðuveiki í sauðfé hef- ur verið viðloðandi á nokkrum stöðum í Færeyjum. Birna sagði að viðvörunin væri einungis komin til vegna bresku aðstæðnanna og tækju aðeins til heila, ekki annars kjöts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.