Morgunblaðið - 28.03.1996, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 28.03.1996, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 23 ERLENT í fangelsi fyrir tvær tilraunir til líknar- morðs Ósló. Morgunblaðið. 55 ÁRA gömul norsk kona var sett í gæsluvarðhald til fjögurra vikna á þriðjudag vegna gruns um að hafa í tvígang reynt að fremja líkn- armorð til að binda enda á þjáningar dauðvona móður sinnar. Konan er grunuð um að hafa reynt að gefa móður sinni of stóran skammt af morfíni og átt við dælu til að gefa verkjalyf í æð. Reuter Nöktum „Davíð“ hafnað EHUD Olmert, borgarstjóri Jerúsalem (t.v.), og Mario Primicerlo, borgarstjóri Flórens á Ítalíu, afhjúpa styttu af Davíð konungi eftir ítalska mynd- höggvarann Andrea Del Verrocchio í Davíðsturni í vest- urhluta Jerúsalem í gær. Ráð- gert hafði verið að koma þar fyrir eftirlíkingu af styttu Michelangelos af Davíð en heit- trúaðir gyðingar lögðust gegn því þar sem Davíð er þar sýndur nakinn. Til að friða þennan hóp var ákveðið að setja þennan létt- klædda „Davíð“ í bygginguna. Kosningabaráttan í Rússlandi Vaxandi áhyggjur af stefnu Zjúganovs TEIKN eru á lofti um að kjósendur í Rússlandi hafi vaxandi efasemdir um stefnu Kommúnistaflokks Rússlands og leiðtoga hans Gennadíj Zjúganovs,-sem verður í framboði í forsetakosningunum í júní. Samþykkt Dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, fyrr í mánuðinum þess efnis, að for- dæma beri upplausn Sovétríkjanna virðist hafa lagst illa í kjósendur, sem teknir eru að óttast að Zjúg- anov hafi kommúnískt alræði og miðstýringu á stefnuskrá sinni. ímynd Zjúganovs í Rússlandi sem erlendis hefur_breyst á undra- skömmum tíma. í fyrra mánuði var hann í Davos í Sviss þar sem hann freistaði þess að slá á ótta erlendra stjórnmála- og embættis- manna með því að tala fjálglega um skoðanafrelsi og einkaframtak. Nú er brosið horfið af Zjúganov og við rússneskum kjósendum blasir maður sem hefur takmark- aða persónutöfra og kominn er í vörn. Kommúnísk heildaráætlun? Þessi umskipti má rekja til grun- semda um að Zjúganov og und- irsátar hans hafi, þrátt fyrir allt tal sitt um lýðræði og umburðar- lyndi, mótað áætlun um hvernig hverfa beri á ný til kommúnískra stjórnarhátta með tilheyrandi skoðanakúgun og miðstýringu. Ummæli hershöfðingja eins, Val- eríjs Varenníkovs, 'sem tók þátt í valdaránstilrauninni í Sovétríkjun- um í ágúst 1991, þykja hafa kom- ið sér sérlega illa fyrir Zjúganov. Varenníkov sagði á fundi með her- mönnum að þeir þyrftu ekki að hafa af því áhyggjur þótt svo kynni að virðast sem Zjúganov væri að tileinka sér viðtekin stjórnmálavið- horf jafnaðarmanna. Flokkurinn réði enn yfir skýrri áætlun, sem ekki hefði verið birt opinberlega, en hrint yrði í framkvæmd að for- setakosningunum afloknum. Slíka áætlun nefndu sovéskir kommún- istar á sinni tíð „Heildaráætlunina" og kvað hún á um sósíalíska heims- skipan. Afneitaði áætluninni „Hann mismælti sig,“ sagði Zjúganov er þessi ummæli voru borin undir hann og fullyrti að engin slík áætlun væri fyrir hendi. Aðstoðarmaður forsetaframbjóð- andans tók í sama streng en gat þess að „nefndir fræðimanna" væru enn að vinna að mótun helstu langtímamarkmiða flokksins og það starf hefði enn ekki verið gert opinbert. Með þessu væri þó ekki sagt að flokksmenn ráðgerðu að hverfa á ný til stalínískra stjórnar- hátta. Dagblöð í Rússlandi sem andvíg eru Kommúnistaflokknum eru tek- in að birta greinar um efnahags- stefnu flokksins og eru þá gjarnan tiltekin atriði sem vísa þykja til þess að leiðtogar flokksins hyggist hverfa frá markaðsumbótum og koma þess í stað á miðstýrðu, ríkis- reknu hagkerfi á ný. í drögum sem fyrir liggja að frumvarpi í þessa veru og nefnd á vegum kommún- ista hefur unnið er kveðið á um mjög víðtæka þjóðnýtingu. ígor Bratíslav, helsti hagfræðingur flokksins og þingmaður, sagði að varlega yrði farið í átt til þjóðnýt- ingar á ný. „Við erum góðmenni og ætlum ekki svipta menn neinu. Við erum ekki eins heimskir og menn kunna að halda.“ Hagfræðingurinn bætti hins vegar við að afturhvarf til sósíal- ísks hagkerfis væri ekki einungis stefna Zjúganovs heldur þróun sem stjórnaðist af nauðsynjarlögmál- inu. „21 öldin verður öld hins sós- íalíska hagkerfis um heim allan.“ Forsetakosningarnar í Rúss- landi fara fram 16. júní. Nái eng- inn frambjóðandi hreinum meiri- hluta verður kosið á milli þeirra tveggja efstu og sagði talsmaður kjörstjómar í gær að seinni um- ferðin færi þá fram 15 dögum síð- ar. Heimild:77ie New York Times. Vinsæll vinnuþjarkur kostar aðeins frá 1.362.000 án vsk. ▼ HEKLA Volkswagen Oruggur á alla vegul
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.