Morgunblaðið - 28.03.1996, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 28.03.1996, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 29 LISTIR Konsert í Mosfellsbæ LAUGARDAGINN 30. mars kl. 16 verða haldnir gítartónleikar í Mos- fellsbæ. Tónleikarnir verða í sýnmg- arsal Tolla í Kvosinni í gamla Ála- fosshúsinu. Það er gítardúettinn Ice- tone 4 2 sem spilar en dúettinn mynda gítarleikararnir Símon H. Ivarsson og Michael Hillenstedt. Stefnur, félag eiginkvenna karla í Karlakórnum Stefni, annast kaffi- sölu til styrktar starfsemi kórsins. Á tónleikunum leika Símon og Michael verk frá ýmsum löndum og tímabilum tónlistarsögunnar. Þar er lögð áhersla á fjölbreytileika í efnis- skránni, svo flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Þeir félagar munu kynna verkin á tónleikunum. Á efnis- skránni er m.a. verk eftir mexíkóska tónskáldið M. Ponce, þar sem sterkra áhrifa gætir frá heimalandi hans. Þá er verk eftir Spánveijann F. Sor, en hann er oft talinn vera eitt helsta tónskáld fyrir gítar á klassíska tíma- bilinu. í verkum eftir Frakkann C. Debussy eru áberandi áhrif frá rag- time-tónlist. Gunnar Reynir Sveins- son er okkur vel kunnur, en í verkum hans gætir sérstakra áhrifa frá blús og jass. í lok tónleikanna spila þeir félagar verk frá Suður-Ameríku; frá Argentínu, Brasilíu, Kúbu og Perú. Símon og Michael heimsækja einnig Gagnfræðaskólann í Mos- fellsbæ og spila og kynna hljóðfæri sín fyrir nemendum föstudaginn 29. mars. Aðgangur að tónleikunum fyrir nemendur í grunn- og gagn- fræðaskóla er ókeypis. -----» ♦ ♦----- Síðasta sýning á „Þrenningu44 TVEIR dansarar íslenska dans- flokksins meiddust á æfingu á fimmtudaginn var. Eftir læknisskoð- un er ljóst að viðkomandi dansarar verða komnir til fullrar heilsu í þess- ari viku. Því hefur verið ákveðið að síðasta sýning á „Þrenningu" fari fram föstudaginn 29. mars kl. 20 í Islensku óperunni. Vakin er athygli á því að miðar sem giltu á sýninguna sem féll niður 22. mars síðastliðinn gilda á þessari sýningu. -----» ♦ ♦----- Sýningu í Gallerí Horninu að ljúka SÝNINGU ÍVARS Török og Magda- lenu M. Hermans á málverkum, grímum og ljósmyndum í Gallerí Horninu í Hafnarstræti 15 lýkur nk. sunnudag. Sýningin er sú fyrsta í Gallerí Horninu. Laugardaginn 6. apríl opn- ar svo Sigríður Gísladóttir sýningu á málverkum. Opið er í Gallerí Horn- inu alla daga frá kl. 11-23.30. ----------» ♦ ♦---- Spegillág- myndir í Gallerí Ingu Elínar í GALLERÍ Ingu Elínar, Skóla- vörðustíg 5, verða verk sem unnin eru nú á þorranum og góunni kynnt á föstudag milli kl. 17 og 19. Verk- in eru spegillágmyndir þar sem haf- ið, frostið og birtan mynda órofa ramma um ásjónu þess er iítur. Inga Elín lauk námi frá MHÍ 1978 og frá Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn 1988. Hún hefur haldið margar einkasýningar bæði hér heima og erlendis. í galleríinu eru eingöngu seld verk eftir hana sjálfa. Kynningin verður jafnframt opin á opnunartíma gall- erísins frá kl. 11-18 alla virka daga og frá kl. 11-14 á laugardögum. Kynningin er öllum opin og að- gangur er ókeypis. Vanilluís, hrís, þykk karamella og súkkulaðihjúpur gera hvern munnbita að sérstakri upplifun messis , V.... . sy.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.