Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 39 Oljóðafárið ÉG VIL þakka Tryggva V. Líndal fyr- ir athugasemdir í Morgunblaðinu 15. febrúar sl. vegna skrifa minna um óljóð nýlega, sem hann stílar til „óljóðabanans GG“. Vonandi að skoðana- skipti gætu orðið til- efni líflegrar umræðu um stöðu ljóðlistar. Hann segir m.a. „Ötulustu ferskeytlu- bændur nútímans kunna lítið að meta hinn bundna kveðskap gullaldarskáldanna eða fornskáldanna ís- lensku“. Býsna hæpin tilvitnun, því margir slíkir eru sérstaklega vel að sér einmitt á þessu sviði bók- mennta. Tryggvi bætir við: „... enda vakir lítið annað fyrir mörgum þeirra en að valta yfir öll skáld, sem upp úr grasi rísa sínum eigin vísnakveðskap til ímyndaðs framdráttar. Gagnvart slíkum mönnum fyltust Pjölnismenn ör- væntingu.“ Hér þarf mikinn kjark til að nefna Fjölnismenn til sögu. Þeir voru réttilega nefndir „Vormenn íslands" og brautryðjendur í mál- vernd. — Þótt Jónas Hallgrímsson væri hvassyrtur í garð rímnafarald- ursins er algjörlega út í hött að nefna nafn hans gagnvart því furðulega rugli, sem tröllríður ljóða- gerðinni nú á dögum. Ég vil leiðrétta þann misskilning að ég sé andsnúinn órímuðum ljóð- um. Þau hafa alltaf verið merkur hluti okkar menningar í ljóðlist. Hinsvegar er afskræmingin á þessu sviði orðin slík að engu tali tekur. Þessu gerir Tryggvi sér örugglega grein fyrir. Prósi Því miður er það svo, þegar ég les nútíma prósa, sem er einkenni- lega oft mjög torskilinn, þá verður mér oft hugsað til gerviblóma, án ilms. Ekki síst þegar ljóðhefð okkar er höfð í liuga. Mjög mörgum finnst prósinn ekki áhugaverður og það er staðreynd, sem alls ekki þýðir að neita, að mestur hluti þjóðarinn- ar er í verkfalli gagn- vart lestri og kaupum. — Óljóða- og prósa- skáldin eru sambands- laus við þjóðina, þótt um þá staðreynd sé rækilega reynt að þegja! Vísur og lágmenning „Önnur tegund af rímuðum kveðskap er í hagyrðinga þáttum dagblaða ... er þar oftast um að ræða nokkurskonar púsluspil meira af skynsamlegu viti en andagift. Þar er um að ræða eina af myndbirting- um lágmenningar nútímans.“ — Vísnagerð er okkar þjóðaríþrótt stórvinsæl og að sjálfsögðu misjöfn Ég vil leiðrétta þann misskilning, segir Guð- mundur Guðmundar- son, að ég sé andsnúinn órímuðum ljóðum. að gæðum. — Snjallar lausavísur hafa alltaf verið mikilsmetnar og flogið landshornanna á milli. Þær munu lifa um ár og aldir, því í einni stöku er oft mikill og áhrifaríkur boðskapur, sem því miður er ekki pláss til að tíunda hér. Hef reyndar fjallað um þær áður með snjöllum sýnishornum. — Lágmenning nú- tímans er hinsvegar í endalausu óljóða-rugli og skal hér aðeins tekið eitt örlítið sýnishorn eftir ungan mann, sem alltaf er titlaður skáld, enda ljóðabók útgefin. Táknrænt dæmi um, hvað nútímaskáld dirfist að leggjast lágt. Skáldnafnið er Sjón. Það er sagt að í flutningi ljóða sinna sýni hann mikil tilþrif á bak við míkrófóninn: Vindlar handa Iitlum stúlkum/ vindlar handa litlum stúlkum (hvísl- Guðmundur Guðmundarson Eftir hverju er beðið, spyr Björn Ingi Hrafnsson, ef hver króna skilar sér margfalt til baka? hefur hver ein króna, sem kvik- myndasjóðurinn hefur lagt í púkkið, oft fengið á endanum félagsskap tveggja til fjögurra erlendra systra sinna og stuðlað þannig að verð- mætasköpun í stöðnuðu íslensku hagkerfi, aukningu erlends fjár- magns í umferð, verðmætri land- kynningu og síðast en ekki síst; stuðlað að atvinnu fyrir fjölda fólks. Það eru einmitt þessi mikilvægu atriði sem vilja ávallt gleymast þeg- ar málefni íslenska kvikmynda- sjóðsins eru til umræðu. Fólk horfir á þær milljónir sem eru til skipt- anna og miklar þessar „gjafir" til kvikmyndagerðarmannanna fyrir sér. Menn sjá jafnvel fyrir sér heilu hallirnar rísa hjá þessum krógum fyrir peningana og telja að meiru en nóg sé nú þegar varið til þessa vafasama málaflokks. Eða einsog Bryndís Schram, framkvæmdastjóri kvikmyndasjóðs, segir í viðtali í nýjasta tölublaði alþjóðlega kvik- myndaritsins Screen; „Á hveiju ári þurfum við að berjast fyrir aukn- ingu til sjóðsins. En við fáum sömu svörin, aftur og aftur. Tölfræðingar segja okkur að á móti hverri krónu, sem ríkið leggur í kvikmyndasjóð, komi fimm aftur í ríkissjóð. Vand- inn er að meðlimir ijárlaganefndar eru mestmegnis utan af landi. Þeirra hlutverk er að vernda bænd- ur og fiskimenn. Þeim er sama um kvikmyndaiðnaðinn, jafnvel þótt hann sé ábatasamur." Þarna erum við einmitt komin að kjarna málsins. Það virðist einu gilda þótt um ábatasaman atvinnuveg sé að ræða, aukningar til sjóðsins era ekki á dagskrá. Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, segist í sömu umfjöllun Screen ekki vera þessu sammála. Hann segir ennfremur: „Framlag til sjóðsins var samþykkt án mótbára á Alþingi, þannig að breið samstaða er um málefni kvik- myndaiðnaðarins á þingi. Ríkis- stjómin viðurkennir fúslega menn- ingarlegt mikilvægi íslenskrar kvik- myndagerðar, annars myndi hún ekki leggja til hennar fé.“ Svo mörg voru þau orð. Mennta- málaráðherra er sannfærður um menningarlegt gildi íslenskra kvik- mynda en virðist að öðru leyti ekki gera sér grein fyrir þeirri þróun sem hefur orðið í greininni. Þessi vafa- sama hagfræði kemur betur í ljós í sama blaði. Þar segir, í samantekt Þorfinns Ömarssonar, að íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafi hug á að stofna nefnd til að kynna landið sem vænlegan tökustað fyrir er- lenda kollega þeirra. Þeir benda á þessa viðleitni um allan heim, stjórnvöld veiji oft miklum upphæð- um til að kynna ágæti síns lands og ekki að ástæðulausu. Erlend tökulið séu oft afar fjölmenn og komi þannig með gífurlegt fjár- magn með sér inn í landið auk þess sem þau skapi störf fyrir íslenskt vinnuafl. Meðal annars segist hinn virti franski kvikmyndagerðarmað- ur, Jean-Jacques Annaud, sem með- al annars gerði Nafn rósarinnar og Björninn, alltaf velta íslandi fyrir andi): Sú litlasta fær þann stórasta/ ha!ha!ha! ha!ha!ha! ha!ha!ha!/ af því hún er minnstustust/ (hrópandi): Vindlar handa litlum stúlkum/ vindlar handa litlum stúlkum/ (í fylgd með glæpamanni). Og æskufólkið klappar óspart fyrir skáldinu sínu!! Hver var ann- ars að tala um lágmenningu? Hve- nær á að taka fíflskapinn í ljóða- gerð yngri kynslóðarinnar á dag- skrá og veita ruglukollunum verð- uga hirtingu!? Óbundin ljóð „Þó er óhætt að fullyrða að mátu- lega víðsýnir menn, sem kunna að meta innihaldsríkan kveðskap yfir- leitt, telja að skáldlist nútímans nái oftast hærra í óbundnum en bundn- um ljóðum...“ Sæll er hver í sinni trú. Ég vil vekja athygli á að hljóm- ur orða og fagurt tungutak í sannri ljóðlist er vissulega heillandi langt umfram prósann. Utanað lærdómur barna á fögrum ljóðum er í reynd kennsla í að njóta ljóðlistar, kennsla í smekkvísi og fegurðarást. Ómet- anleg til verndar okkar menningu. Öll vorkunnsemi í þessu efni er frá- leit! Hinsvegar á Tryggvi öfluga stuðningsmenn um óbundið mál í hópi prósa-liðsins og þeirra mörgu sem fást við ljóðagerð á þessum nótum. Óbundin ljóð geta átt rétt á sér, þegar hæfir menn eiga hlut að máli. Ekki verður framhjá þeim gengið, þegar meirihluti ljóðagerðar er því miður kominn í þennan far- veg. Þessi hópur afneitar „stuðl- anna þrískiptu grein“, sem við einir þjóða í veröldinni varðveitum enn! — Okkar frábæru ljóðskáld virtust eflast að dáð við að hagnýta sér ljóðstafi, sem óneitanlega sigtuðu leirinn frá góðmálminum. Fram undir miðja þessa öld blómstraði ljóðmenning okkar. Ljóðsnillingar fóru á kostum. Þjóðin fagnaði og mörg ljóðin voru lærð, lög samin og sungin. Umskiptin nálgast að vera skelfí- leg og sannarlega er frost á Fróni, þegar enginn kann eitt einasta ljóð eftir hin nútímalegu ljóðskáld! Ég hef haldið því fram og full- yrði enn og aftur að atómkveðskap- ur, hverskonar óljóð og prósinn geta aldrei orðið kjölfesta í ís- lenskri ljóðagerð! Höfundur er frmnkvæmdastjóri. Fjölskyldan - skólinn - samfélagið Aldís Yngvadóttir er sér sem tökustað við undirbúning mynda sinna. Landslagið sé einfald- lega engu öðru líkt. En menntamálaráðherra getur ekki einu sinni verið þessu sam- mála. Hann segist ekki vera viss um að reyna eigi að fá erlenda aðila hingað. „Okkar einstaka nátt- úra og landslag auk birtunnar er of dýrmæt. Kannski ættum við bara að halda því fyrir okkur. Auðvitað mega allir koma — en ég er efins um að stjórnin eigi að hafa að því frumkvæði." í sama blaði segir Sig- uijón Sighvatsson; „Án kynningar ríkisins er ólíklegt að aukning verði á komu erlendra aðila hingað." Þá vitum við það. Stjórnvöld eru svosem til í að leyfa erlendum aðil- um að koma hingað og greiða fyrir fúlgur fjár, en að stuðla að því með einhverjum ráðum, nei ekki aldeilis. Alveg sama hvað aðrar þjóðir gera, ísland fyrir íslendinga og af pening- um eigum við hvort eð er nóg! Öllum hlýtur að vera ljóst, sér- staklega á tímum atvinnuleysis, að með fjölgun fagfólks verður einnig að fjölga verkefnum. Ef sýnt er, að hver útlögð króna skili sér marg- falt til baka, eftir hveiju er þá beð- ið? Ef breið samstaða er um málið á þingi, hvar er þá flöskuhálsinn? Islenskir kvikmyndagerðarmenn eru ekki að biðja um neina ölmusu, þeir hafa sýnt fram á ábatasemi sinna hugmynda og nú er komið að íslenskum stjórnvöldum að gjalda líku líkt. Aukum framlög til kvikmyndasjóðs og sýnum einu sinni framsýni. Það væri þó alltjent góð viðleitni. Höfundur er blmkinuiöur og sngn- fræðinemi. UNDANFARIN fimm ár hafa grann- skólar átt kost á að bjóða nemendum og foreldrum þeirra að fást við námsefni sem allt í senn stuðlar að félags- og persónu- þroska einstaklingsins, eflir samskiptahæfni hans og sjálfstraust og gerir honum grein fyrir þeirri áhættu sem felst í því að neyt tóbaks, áfengis og annarra fíkinefna. Námsefnið heitir Að ná tökum á tilverunni en er oft kallað Lion-Quest. Að ná tökum á tilveranni námsefni í lífleikni (life skills) og er ætlað 11-14 ára nemendum. Lífsleikni er skilgreind sem hæfi- leiki til að sýna jákvæða hegðun og aðlögunarhæfni sem gerir okkur Tryggja þarf, segir Aldís Yngvadóttir, að kennsla í lífsleikni og fíknivörnum standi jafnfætis kennslu lög- boðinna námsgreina. kleift að kljást á árangursríkan hátt við áskoranir og kröfur daglegs lífs (1). Námsefnið er þróað í sam- vinnu alþjóðahreyfingar Lions og fræðslustofnunarinnar Quest Int- ernational. Útgáfa námsefnisins og umsjón með því hefur verið sam- starfsverkefni Lionshreyfingarinn- ar á íslandi og menntamálaráðu- neytisins frá árinu 1988 og er það einstakt í íslenskri skólasögu. Sam- tökin Vímulaus æska hafa einnig stutt útgáfu efnisins og Náms- gagnastofnun gefur það út. Marmkmiðið með námsefninu er að hjálpa ungu fólki að þroska með sér jákvæða félagslega eiginleika og hegðun, tileinka sér heilbrigðan lífsmáta án tóbaks og vímuefna og efla tengsl við fjölskylduna, skólann og samfélagið, en saman mynda þessar stofnanir þjóðfélagsins þann grunn sem hveiju barni er nauðsyn- legt til að þroskast og dafna. Helstu fæmiþættir sem kenndir eru í námsefninu era: Samskipti og samvinna; að byggja upp sjálf- staust, sjálfsaga og ábyrgðartilfmn- ingu; að skilja og hafa stjórn á til- fmningum; að styrkja jákvæð tengsl innan fjölskyldunnar og við jafn- aldra; að leysa vandamál og taka skynsamlegar ákvarðanir; gagm-ýn- in hugsun; að greina og standast neikvæð áhrif og þrýsting frá jafn- öldrum; að setja sér markmið og ná þeim; að hjálpa og leggja öðrum lið. í námsefninu er gert ráð fyrir þátttöku foreldra í námi barnanna með þrennum hætti: í tengslum við verkefni nemenda, s.s. heimavinnu; með lestri foreldrabókar og með því að sækja fjóra foreldrafundi sem eru hluti námsefnisins. Kennarar eða aðrir sem vilja nota námsefnið þurfa að sækja sér- stakt þriggja daga námskeið sem haldin hafa verið á sumrin á vegum menntamálaráðuneytisins og Lions- hreyfingarinnar. Áherslur í forvarnarstarfi gegn fíkniefnum hafa breyst mikið á síð- ustu árum. Það dugar engan veginn að fræða börn og unglinga um skað- semi hinna ýmsu efna í þeirri von að þau hefji ekki neyslu þeirra. Mestar vonir era nú bundnar við leiðir sem byggjast á félagsfræði- legri og sálfræðilegri nálgun þar sem áhersla er á kennslu í lífsleikni. Námsefnið að Ná tökum á tilverunni fell- ur mjög vel að þeim áherslum sem taldar eru geta skilað árangri í fíknivörnum. Það er nú notað í um 30 lönd- um víða um heim og hefur hlotið viðurkenn- ingu Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinanr og UNESCO. Námsefnið hefur verið kennt markvisst fjölmörgum grunn- skólum hér á landi en talsvert skortir þó á að það nái til allra nemenda í þeim aldurshópum sem það er ætlað. Nauðsynlegt er að hvetja skóla til að nýta sér námsefnið og alla þá möguleika sem það býður, sérstak- lega hvað snertir þátttöku foreldra. Þá þarf að tryggja að kennsla í lífs- leikni og fíknivörnum standi jafn- .. fætis kennslu lögboðinna náms- greina en eigi ekki í samkeppni við þær um kennslutíma og yerði því nokkurs konar afgangsstærð i skólastarfmu. Skólar þurfa að vanda vel til verksins og bjóða nem- endum og foreldrum umfjöllun sem er í takt við markaða stefnu um aðferðir, sbr. aðalnámskrá grunn- skóla 1989. Grunnskólar eiga ekki að standa opnir hveijum þeim sem vilja fræða eða ræða við nemendur um þessi mál og þar með afgreiða þátt skólans. Það verður að gera sömu kröfu til kennslu í þessum efnum eins og í stærðfræði, íslensku og líffræði. Hvetja þarf alla skóla til að marka eigin stefnu sem tekur mið af þörfum og aðstæðum með því að gera fíknivarnaáætlun. For- eldrar bera fyrst og fremst ábyrgð á uppeldi og velferð barna sinna. Þeim er því skylt að taka virkan þátt í því starfí sem unnið er af hálfu skólans á þessu sviði. Margir aðilar og félagasamtök vilja leggja hönd á plóg í forvarnar- starfi gegn tóbaki, áfengi og öðrum fíkniefnum. Það er vel, en gera verður þá kröfu að unnið sé faglega og eftir þeim leiðum sem rannsókn- ir hafa sýnt að einhverju fái áork- að. Talsvert hefur skort á slík vinnubrögð hér hjá okkur. Forsenda þessa er að raun sú að koma á heildstæðri löggjöf þar sem skýrt er kveðið á um verkaskiptingu opin- berra aðila og stofnana sem og hlut- verk fijálsra félagasamtaka. Sú mikla umræða um fíkniefna- mál sem verið hefur síðustu vikur í þjóðfélaginu o góttinn við að við séum að missa tökin á vandanum má ekki verða til þess að menn missi móðinn. Það er hægt að ná árangri í baráttunni við þennan vágest. Það hefur gerst áður þegar upp- sveifla hefur verið í neyslu ólög- legra fíkniefna meðal unglinga og gerst aftur nú þegar e-pillan tröll- ríður öllu, að stærsta vandamálið, þ.e. áfengisneysla unglinga, fellur í skuggann vegna umfjöllunar um neyslu ólöglegu efnanna. Áfengis- neysla unglinga er eftir sem áður stærasta vandamálið. Fátítt er að unglingar hefji neyslu ólöglegra fíkniefna án undangenginnar áfengisneyslu og tóbaksreykinga. Þetta hafa fjölmargar kannanir sýnt. Við eigum ekki að sætta okk- ur við að um 80% unglinga í 10. bekk hafi neytt áfengis. Hér þarf að sporna við fótum. Það tekst með samstilltum aðgerðum foreldra, skóla og samfélagsins. Höfundur er verkefnisstjóri Lions Qucst. 4 _ <-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.