Morgunblaðið - 28.03.1996, Síða 42

Morgunblaðið - 28.03.1996, Síða 42
1%-HI 42 FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Panasonic Ferðatæki RX D52S Ferðatæki með geisiaspilara, 40W magnara, kassettutæki, útvarpi m/stöðvaminni og fjarstýringu. JAPIS BRAUTARHOITI OG KRINGLUNNI ÞÓR HF R»yk)avík • Akureyrl Reykjavík: Ármúla 11 - Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Sími 461-1070 háþróaður stillibúnaður á HITAKERFI KÆLIKERFI VATNSKERFI OLÍUKERFI át Allar upplýsingar og leiðbeiningar til staðar. Marg- þætt þjónusta. HÉÐINN = VERSLUN EUAVEGI2 SIMl 562 4260 AÐSENDAR GREINAR Innanhússaðstaða fyrir frjálsíþróttii’ LÖNG hefð er fyrir frjálsíþróttum hér á landi eins og annars staðar í heiminum og ekki margar greinar sem eiga sér eins langa hefð. Aðstaða fyrir iðk- un fijálsíþrótta hér á landi yfir vetrarmán- uðina, þ.e.a.s innan- hússaðstaða, hefur lengi verið í brenni- depli. Aðstaða utanhúss var til margra ára ekki til að hrópa húrra fyrir en hefur stórlagast á undanförnum árum og er núna að nálgast að vera eins og best verður á kosið. Aðeins vantar uppá að tækjakostur verði heldur betri en nú er. En innanhússaðstaðan er eins og hún hefur verið í mörg ár og kallast varla aðstaða eins og kröf- urnar eru í dag. Eina aðstaðan lögð gerviefni innanhúss er aðstaðan í Baldurshaga undir stúku Laugar- dalsvallar. Hún er þannig gerð að aðeins er hægt að hlaupa þar 50 m hlaup og allar tímatökur verða að fara fram handvirkt, hvorki eru til tæki né pláss fyrir rafmagnstíma- töku. Aðstaða fyrir áhorfendur er eitthvað sem ekki er einu sinni í umræðunni að koma fyrir með nokkru móti því plássið býður engan veginn uppá það. Einnig er hægt að stökkva þar langstökk og þrí- stökk. Hvað með aðrar greinar? Ef halda á innanhússmeistaramót fer það fram á að minnsta kosti tveimur stöðum og stundum verður það að fara fram á þremur stöðum. Löng hringhlaup verða að fara fram í stóru húsi og þá er reynt að leggja út gerviefnisdregla til að hlaupa á. Ef kasta á kúlu verður að vera nóg pláss og þá verður að leggja undir þykkt lag af spónaplötum til að verja gólf hússins fyrir skemmdum. Ef bætist við stangarstökk er aðeins um að ræða fáa staði þar sem hægt er að stökkva það, því þá verður að vera til staðar stokkur í gólfr og næg lofthæð. Aðstaða til að ná lágmörk- um í spretthlaupum og grindahlaup- um fyrir stórmót erlendis sem nán- ast undantekningarlaust eru 60 m er ekki til hér á landi. Það íþrótta- fólk sem reynir við lágmörk til að öðiast keppnisrétt á stórmótum er- lendis verður því að fara erlendis til að komast í skaplega aðstöðu og reyna við lágmörkin. Það er undan- tekningarlaust þá á þeirra kostnað og getur verið ansi dýrt fyrir fólk sem er að þessu af miklum áhuga og ekki með stórfé á milli handanna. Innanhússaðstaða fyrir frjáls- Innanhússaðstöðu fyrir frjálsar íþróttir þarf að stórbæta, segir Helgi Sigurður Haraldsson, í þessari grein. íþróttir verður að koma til á allra næstu árum og ekki hægt að bíða með það öllu lengur. Uppgangur fijálsíþrótta hefur verið mikill á und- anförnum árum og sýnir árangur okkar fremsta íþróttafólks það ásamt því hvað mikið er að koma upp af efnilegum unglingum í fijáls- íþróttum í dag. Nú er nýafstaðið Evrópumeistaramót í fijálsíþróttum innanhúss í Stokkhólmi þar sem ís- lensku fijálsíþróttafólki hefur aldrei gengið eins vel og nú. Evrópumeist- ari innanhúss í stangarstökki kvenna varð Vala Flosadóttir og í þriðja sæti í sjöþraut karla varð Jón Arnar Magnússon íþróttamaður ársins. Al- deilis frábær árangur hjá glæsilegu íþróttafóiki sem er í fararbroddi ís- lensks fijálsíþróttafólks um þessar mundir. Hvað veldur því að þetta íþróttafólk nær þessum árangri? Að sjálfsögðu fyrst og fremst þeirra lík- amlegu burðir og þrotlausa vinna við æfingar og keppni. En ekki síður aðstaða þessa fólks til að stunda íþrótt sína við góða aðstæður og fá Helgi Sigurður Haraldsson tækifæri til þess. Fá tækifæri til að hafa góða þjálfara, hafa tíma til æfinga, góða aðstöðu og geta ein- beitt sér að því sem þau eru að gera. Vala Flosadóttir hefur aðeins æft í þijú ár og náð nú þegar þessum frábæra árangri, en með því að hafa sinn þjálfara og hafa aðstöðu til æfinga. Innanhússaðstaða er lykil- atriði í dag og hún verður að fara að líta dagsins ljós hér á landi. Ég er sannfærður um það að þegar hún er komin mun þróun fijálsíþrótta taka kipp hér á landi og það sem við sáum frá EM innanhúss í Stokk- hólmi verður ekkert einsdæmi hvað varðar árangur okkar fijálsíþrótta- fólks. Þegar hægt verður að fara að æfa innanhúss við bestu aðstæður hér á landi munum við eiga í framtíð- inni mun fleiri keppendur á stórmót- um erlendis. Innanhússaðstaða býð- ur einnig upp á það að fá hingað stórmót í fijálsíþróttum þar sem hægt verður að sjá fremsta fijáls- íþróttafólk í heimi keppa hér á landi. Slík stórmót fær Fijálsíþróttasam- band íslands hingað til lands ef að- staðan er fyrir hendi, það er engin spurning. Sá möguleiki er eitt.hvað sem alla dreymir um og væri ekki gaman að sjá á næstu árum Völu Flosadóttur keppa hér á landi við allar fremstu stangarstökkskonur í heimi á stórmóti innanhúss um há- vetur eða sjá Jón Arnar Magnússon setja ný met í keppni _við þá bestu. Frjálsíþróttasamband íslands hefur unnið mikið og gott starf undanfarin ár varðandi uppbyggingu fijáls- íþrótta og mun beita sér af öllu afli til þess að innanhússaðstaða líti dagsins ljós á næstu árum. Sú að- staða er eitthvað sem verður að líta dagsins ljós og það sem fyrst. Höfundur er formaður Frjáls- íþróttasambands Islands. Fiskistjórnun HAFRANNSÓKNASTOFNUN er sennilega nauðsynlegasta og merk- asta stofnun, sem íslendingar reka. Þar starfa sérfræðingar, sem byggja upp hverskonar þekkingu landsins á undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar, fiskveiðum, og umhverfi fisksins í hafinu. Augljós galli á stjórnun þess- arar stofnunar er, að í stjórn hennar hafa jafnan verið valdir fulltrúar hagsmunaaðila í sjávarúrvegi, en þetta skerðir greinilega sjálfstæði stofnunarinnar. Með þessari athuga- semd ætla eg þó ekki að halda því fram, að Hafró hafi Iiðið fyrir þessa meinsemd í stjórnarkerfi hennar, aðeins að benda á að á þessu ætti að ráða bót. Hafró er aðeins ráð- gjafaraðili, en hún hefir engin raun- veruleg völd, aðeins tillögugerð í samræmi við skynsamleg vinnu- brögð í fiskveiðum. Hin raunveru- lega stjórnun fiskveiðanna hefir ver- ið í höndum fiskiráðuneytisins og sérstaklega fiskiráð- herra, og hefir farið í algjörum handaskolum frá því kvótakerfið var tekið upp árið 1984, með stöðvun hagvaxtar og þarafleiðandi hörmulegum afleiðing- um fyrir efnahagslíf landsins, fólkið sem starfar að þessari at- vinnugrein og allan al- menning í landinu. Nú gerist það, að starfsmaður Hafró, Gunnar Stefánsson, töl- fræðingur, skrifar langa grein í Mbl. 25. jan., bls. 27., þar sem hann gengur út frá þeim forendum, að „fijálsar þorskveiðar hefðu í för með sér, að árgangar veiddust fljótt upp“. Ég hefi ítrekað bent á það að undanförnu, að nauðsynlegt sé að afnema núverandi kvótakerfi og stjórna þorskveiðum með vist- vænum veiðarfærum einum, og þótt GS hafi ekki drengskap til að segja, að „ráðgjöf" hans sé beint til mín, skal eg hérmeð endur- taka helztu rökin fyrir skaðlegum áhrifum kvótakerfisins á efna- hagsstefnu landsins. Hafró er ekki gerður greiði með að einstakir starfsmenn séu að hlaupa svona út undan sér. Fyrst er þá til að taka, að enginn hefir gert tillögu um fijálsar þorskveiðar, svo sem GS gerir að forsendum fyrir rök- færslu sinni. Vangaveltur hans í 15 liðum eru því markleysa. Þvert á móti hefi eg lagt til, að öllum vinnsluskipum, nú um 60 talsins, verði bannaðar veiðar innan 200 mílna fiskilögsögunnar og þeim beitt til veiða á úthafinu til að auka heild- arveiðar landsins, önnur togskip sem veiða í ís, nú kannske um 50 tals- ins, verði sett út fyrir ca. 100 míl- ur, samkvæmt nánari skilgreiningu þar til bærra aðila. Netaveiðar verði bannaðar, eða a.m.k. mjög takmark- aðar. Aðeins verði leyft að nota krókaveiðar innan fiskilögsögunnar, og allur afli tekinn á land til vinnslu. Krókaveiðar eru nú mjög þróuð og ódýr veiðiaðferð, og nægilegur veiði- floti er til í landinu til að ná þessum 150.000 tonnum, sem Hafró hefir lagt til að veidd séu í fiskilögsög- unni. Hér er því lagt til, að tekin sé upp raunhæf veiðistjórnun, fijáls- ar krókaveiðar, en takmarkaðar með vistvænum veiðarfærum. Þannig fæst raunveruleg stjórnun á veiðun- um, sem nú eru í raun stjórnlausar undir kvótakerfinu, því að það er þegar komið í ljós, að togveiðarnar eyða þorskinum úr sjónum og spilla umhverfí hans. Kvótakerfið nú veld- ur því, að öflug djúpveiðiskip eru að skarka á öllum hrygningarstöðv- LADA SAMARA 694.000 kr. Lúxus án íburóar. Samara er rúmgóður, spameytinn og ódýr bíll sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi í gegnum tíðina. Negld vetrardekk og sumardekk fylgja. LAPA afar raunhæfur kostur IÍ!lMíus ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200 BEINNSÍMI: 553 1236 Önundur Asgeirsson um landsins nær allt árið. Það er ekki ósennilegt, að einhverjum tals- mönnum stórútgerða þyki að sér þrengt í bili, en þegar litið er til lengri tíma er þetta eina úrræðið sem bjargar útgerð í landinu. Það þarf ekkert kvótakerfi á krókaveiðar, því að minnkandi fiskur í sjónum tak- markar veiðarnar sjálfkrafa. Það væri þannig mál til athugunar síðar, hvort gera þyrfti aðrar ráðstafanir, en tillögur um þetta myndu væntan- lega heyra undir fiskifræðinga Hafró, en ekki einhveija hlaupagosa. Afleiðingar kvótakerfísins eru þessar: Þorskveiðar hafa minnkað úr um 500.000 tonnum í 150.000 tonna ársafla. Þetta þýðir skerðingu á ár- legum útflutningstekjum landsins af þorskveiðum um 70%. Allur hagvöxt- Fijálsar krókaveiðar innan fiskilögsög- unnar þurfa, að mati •• * Onundar Asgeirsson- ar, að taka við af nú- verandi kvótakerfi. ur í landinu hefír stöðvast frá árinu 1986 eða í 10 ár, og efnahagsleg þróun á íslandi dregist aftur úr öðrum vestrænum löndum. Keypt hafa vérið vinnsluskip og djúpveiðiskip fyrir yfír 100 milljarða króna á tímabilinu, og þessi floti notaður til að drepa niður allar hefðbundnar veiðar i fískilög- sögunni og vinnslu í landi, sem nú er sögð rekin með alvarlegu tapi. Stórútgerðin, sem ekki greiðir neitt fyrir veiðamar í fískilögsögunni er nú rekin með 1% hagnaði, umfram stórfelldar fyrningar flotans, þ.e. hún stefnir óðum í rekstrartap. ísland safnar 30 milljarða erlendum skuld- um árlega, ríkissjóður er rekinn með 10 milljarða árlegu tapi, mörg sveit- arfélög landsins eru að verða gjald- þrota. Allan þennan glundroða má rekja til óábyrgrar fiskveiðistefnu, og svo hlæja tölfræðingar að öllu saman. Þeir ættu að vita betur, og gefa sér réttar forsendur fyrir álykt- unum sínum. Höfundur er fyrrv. forstjóri Olís.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.