Morgunblaðið - 28.03.1996, Síða 43

Morgunblaðið - 28.03.1996, Síða 43
iSEIiágJ! HAp.p. * H'iftHl' íðfst t ifcppu »< R í IH N ft N ^ , ,(■(,. saaMHffips^ 0«0 A l>fti.<sr\;St'0-vvuvn UHt iAtTCl Aiit. Skafdu fyrst og horfðu svo! StMiviiMiifBrúir !■ JAPIS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 AÐSENPAR GREINAR Samkynhneigð er eðlileg Jóna Ingibjörg Jónsdóttir UNDIRRITUÐ hef- ur starfað við fræðslu, ráðgjöf og rannsóknir i kynfræðum (sexo- logy) á íslandi síðastl- iðin níu ár. Þetta hefur verið lærdómsríkur tími og að mörgu leyti verið athyglisvert að kynnast þankagangi samlanda minna. Einu hef ég til dæmis tekið eftir. Þrátt fyrir að við teljum okkar vera sæmilega uppiýst finnast enn hér á landi nokkrir einstaklingar sem af og til opinbera í íjölmiðlum fádæma þekkingarskort sinn á eðli samkyn- hneigðar og þar með skilningsleysi í garð samkynhneigðra. Þannig halda sumir að hægt sé að hætta að verða samkynhneigður eða breyta um samkynhneigt lífemi svona rétt eins og skipta um skó- fatnað (sjá ályktun frá nokkrum forystumönnum kirkjusafnaða, „Löggjöf sé byggð á kristnu sið- ferði“ I Mbl. 14. feb. sl.) Það er jafntilgangslaust og að reyna að fá gagnkynhneigðan einstakling til að hætta að vera gagnkynhneigður. Við eigum ekki að hafa áhyggjur af kærleika milli tveggja einstakl- inga af sama kyni heldur eyða kröftum okkar í að leysa raunveru- leg vandamál, af nógu er að taka. í fróðlegri skýrslu nefndar um mál- efni samkynhneigðra sem gefin var út af forsætisráðuneytinu árið 1994 kemur fram að hægt sé „að lýsa ferns konar afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðra, allt frá fordæm- ingu að skilyrðislausri viðurkenn- ingu“. Ályktunin sem birtist í Morg- unblaðinu 14. febrúar sl. er skóla- bókardæmi um afstöðu þess litla anga sem aðhyllist fordæmingu. I öllum þjóðfélögum og á öllum tímum hefur samkynhneigð verið þekkt í einni eða annarri mynd. Ég held að það sé komin tími til að við sem búum á þessu skeri sættum okkur við þá staðreynd. Samkyn- hneigð er eðlileg, trúlega meðfædd eins og gagnkynhneigð (og tvíkyn- hneigð), en það fer eftir viðhorfum samferðamanna á hveijum tíma hversu sýnilegir og fijálsir samkyn- hneigðir geta verið. Samkynheigð er einfaldlega hluti litrófs kyn- hneigðarinnar líkt og að við höfum mismunandi blæbrigði í háralit eða augnalit. Flóknara er það ekki. Nú hafa íslensk stjórnvöld lagt fram frumvarp til laga um staðfesta samvist sem felur í sér, ef frumvarp- ið verður að lögum, að þá geta tveir einstaklingar af sama kyni látið staðfesta samvist eða sambúð sína. Við það öðlast samkynhneigð pör sama rétt gagnvart lögum og ef um hjón sé að ræða nema með nokkrum undantekingum. Samkynhneigð pör í staðfestri samvist geta til dæmis ekki sótt um barn til ættleiðingar eða sótt um tæknifijóvgun. Að öðru leyti myndi staðfest samvist sam- kynhneigðra para hafa sömu réttar- áhrif og stofnun hjúskapar. Ég tel að þetta frumvarp sé tvímælalaust skref í þá átt að tryggja og treysta öryggi í sam- böndum samkyn- hneigðs fólks. Sam- svarandi lög um stað- festa samvist samkyn- hneigðra hafa verið tekin upp í Danmörku, Svíþjóð og Noregi en verið er að undirbúa löggjöf um þetta efni í Finnlandi. Fyrir utan skamm- arlega mikla fáfræði á eðli samkynhneigðar virðast sumir líka vita nær harla lítið um sam- kynhneigða sem for- eldra. Ég tel mikla þörf á fræðslu í þeim efnum. Nokkrir bandarískir barnalæknar tóku sam- an niðurstöður 12 rannsókna á um 300 bömum samkynhneigðra for- eldra. í stuttu máli sagt reyndist enginn sálrænn eða félagslegur munur á þessum bömum og börnum Samkynhneigð, segir Jóna Ingibjörg Jóns- dóttir, er einfaldlega hluti litrófs kyn- hneigðarinnar. gagnkynhneigðra foreldra. Enginn munur reyndist vera á kynímynd (innri tilfinning um hvaða kyni ein- staklingurinn finnst hann eða hún tilheyra), kynhneigð (tilfmning sem segir til um hvaða kyni einstakling- urinn laðast að tilfinningalega og kynferðislega) né kynhlutverki þessara bama og bama gagnkyn- hneigðra foreldra. Enginn munur reyndist vera á greind, siðferðis- þroska eða skapgerð milli hópanna. I báðum hópum barnanna voru álíka mörg tilfelli geðrænna truflana og hegðunarvandkvæða. Sá munur sem kom í ljós sýndi að börn sam- kynhneigðra foreldra reyndust um- burðarlyndari gagnvart fjölbreyti- leik lífsins og áttu auðveldara með að ræða um kynferðismál og sam- skipti við foreldra sína. Einnig sýndi það sig að börn lesbískra mæðra, sérstaklega ef móðirin var í sam- búð, eyddu meiri tíma með karlkyns vinum og ættingjum móðurinnar og höfðu oftar samband við föður sinn en börn einstæðra, gagnkyn- hneigðra mæðra. í samantekt lækn- anna taka þeir líka fram að sam- kynhneigðir feður virðast líta for- eldrahlutverkið jákvæðari augum en gagnkynhneigðir feður. Að lok- um tiltaka læknarnir þær niðurstöð- ur sínar að minni likur séu á að börn samkynhneigðra foreldra verði fyrir líkamlegri eða kynferðislegri misnotkun en börn gagnkyn- hneigðra foreldra. Af þessu að dæma er ekki gefið að bömum gagnkynhneigðra foreldra farnist betur en börnum samkynhneigðra foreldra. Höfundur er hjúkrunar- kynfræðingur. VARASALVI - VARASMYRSL ENDURNÆRIR ÞURRAR OG SPRUNGNAR VARIR Pharmaco hf. Nú er upplagt að fá sér miða og vera með á föstudag ■ *». V Mundu... ...að skila afrifunni af Happ í Hendi miðanum á næsta sölustað ef þú færð þrjú merki Sjónvarpsins. Þá áttu rnöguleika á fjölda vinninga í þættinum hjá Hemma og hver veit nema þú takir þátt í risaskafinu og vinnir milljón króna. Fylgstu með Happ í Hendi leiknum á Rás 2 alla virka daga milli kl. 11 og 12. Þar áttu líka kost á vinningum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.