Morgunblaðið - 28.03.1996, Síða 46

Morgunblaðið - 28.03.1996, Síða 46
46 FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ t f Landsbyggðarkvöld Músíktilraunir Síðasta tilraunakvöld Músíktilrauna, hljómsveitakeppni Tónabæjar er í kvöld. Arni Matthíasson segir frá hljómsveit- unum sjö sem keppa um síðustu sæti í úrslitunum annað kvöld. MÚSÍKTILRAUNIR hófust fyrir tveimur vikum og síð- ustu átta hljómsveitirnar af þrjátíu keppa um að komast í úrslit sem verða á morgun. Eins og jafnan á loka til- raunakvöldi er margt um sveitir utan af landi, því það hentar eðlilega vel fyrir þær sem komast í úrslit að þurfa ekki að gera sér aðra ferð í bæinn. Áheyrendur velja sigursveitir kvöldsins eins og jafnan, en ef sérstakri dómnefnd líst sem svo á hún möguleika að hleypa hljómsveit áfram sem viðbótarhljómsveit. Úr- slitakvöldið, annað kvöld, gilda atkvæði dómnefndar síð- an 70% á móti atkvæðum áheyrenda, en dómnefnd velur líka besta gítarleikara, söngvara, bassaleikara og trommuleikara og að auki athyglisverðustu hljómsveitina sem fær sérstök verðlaun. Sigurlaun Músíktilrauna eru 25 hljóðverstímar í Stúdíó Sýrlandi, helsta hljóðveri landsins, 2. verðlaun eru 25 tímar í Gijótnámunni og 3. verðlaun eru 20 tímar í Stúdíó Hljóðhamri. Athyglisverðasta hljómsveitin að mati dóm- nefndar fær svo 20 hljóðverstíma í Stúdíó Hellinum. Sig- ursveit hvers kvölds fær að auki tiu tíma frá Stúdíói Hellinum. Sigursveit Músíktilrauna 1992, Kolrassa krókríðandi, leikur sem gestasveit í kvöld, þ.e. leikur áður en tilraunimar hefjast og á meðan atkvæði eru talin. Annað kvöld, úrslitakvöldið, leikur svo hljómsveitin Unun sem gestasveit, nýkomin að utan þar sem hún lék fyrir útsendara erlendra útgáfufyrirtækja sem hug hafa á að gera við sveitina útgáfusamning. Best fyrir ► HLJÓMSVEITIN Best fyrir er frá Akureyri og hana skipa Kristján Kristjánsson og Kristján Örn- ólfsson gítarleikarar, Brynjar Davíðsson söngvari, Elmar Eiriksson bassaleikari og Elmar Steindórsson trommuleikari. Hljómsveitin leikur rokklegt popp, en liðsmenn hennar eru um tvítugt. Stonehenge ► STONEHENGE heitir hljómsveit frá Akureyri sem skipuð er Hlyn Sóphaníassyni gitarleikara og söngvara, Viðari Sighvatssyni gítarleikara, Bergvin Fannar bassaleikara og Kristjáni Heiðarssyni trommuleikara. Þeir félagar leika þungarokk, og meðalaldur þeirra er tæp tuttugu ár. Rússfeldur ►RÚSSFELDUR heitir pönksveit frá ísafirði sem skipuð er Hrannari Frey Albertssyni gítarleikara og söngvara, Brynjari Páli Björnssyni bassaleikara og Baldri Páli trommuleikara. meðalaldur liðs- manna er sextán ár. Sturmwandstráume ► STÚRMWANDSTRÁUME, en heitið er vist feng- ið úr þeirri sígildu mynd Sódóma Reykjavík, heitir dúett af Seltjamarnesi sem skipaður er Ágústi Bogasyni gítarleikara og söngvara og Sverri Erni Arnarsyni trommuleikara og söngvara. Þeir félagar em á sextánda árinu. Moðfisk ► MOÐFISK er hljómsveit úr Keflavík sem leikur poppað rokk eða rokkað popp. Liðsmenn hennar eru Karl Ó. Geirsson trommuleikari, Jón B. Stefáns- son gítarleikari, Guðmundur Sigurðsson gítarleik- ari og söngvari og Kristján Guðmundsson bassaleik- ari. Þeir félagar em á ýmsum aldri, en meðalaldur er rúm tuttugu ár. Shape ► AÐ AUSTAN kemur hljómsveitin Shape, úr Seyð- isfirði, Borgarfirði og víðar. Liðsmenn hennar eru Logi Helgason bassaleikari, Guðmundur Magni Ás- geirsson gítarleikari og söngvari, Hafþór Helgason trommuleikari og Óli Rúnar Jónsson gítarleikari. Þeir leika áhrifamikið rokk og meðalaldur þeirra er sautján ár. ► HAFNFIRSKA fönkrokksveitin Steinsteypa er skipuð Helga Svavari Helgasyni trommuleikara, Berki Þórðarsyni söngvara, Sigurbirni Guðmunds- syni bassaleikara og Sigurði Steinssyni gítarleik- ara. Meðalaldur þeirra er rétt rúm átján ár. ' [ tilefni af Marie Claire gæðaverðlaununum, sem FORCE C, fyrsta kremið með hreinu C vítamíni, hlaut, bjóðum við glæsilegan kaupauka með hverri Force C öskju: ® R-Vinacline 15 ml • Eye Vinadine • Varalitur Hreinsir 50 ml Andorra, Hafnarfirði; Ársól, Efstalandi; Bylgjan, Kópavogi; Brá, Laugavegi; Clara, Kringlunni; Snyrtivöruv. Glæsibæ; Hygea, Austurstræti; Sara, Bankastræti; Libia, Mjódd; Nana, Hólagarði; Spes, Háaleitisbraut; Amaró, Akureyri; Bjarg, Akranesi; Apótek Ólafsvíkur; Hilma, Húsavfk; Krisma, ísafirði; Mosfellsapótek; Ninja, Vestmannaeyjum. ---SJÁÐU ~ 'sr f Laugavegi 40, sími 561-0075 Saumakonur - frábær lausn #§ > tJJXl : v r arft þú að koma skipulagi á tvinna- keflin - þá er þetta lausnin! Standur fyrir 48 kefli kr. 3.100.- Standur fyrir 70 kefli kr. 4.100.- ?Standur fyrir 120 kefli kr. 5.900.- f Sendingarkostnaður bætist við vöruverð Pöntunarsími 567 5484 i B.G.Á. HERLDVERSLUN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.