Morgunblaðið - 28.03.1996, Síða 51

Morgunblaðið - 28.03.1996, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 51 JÓNATAN JAKOBSSON + Jónatan Lárus Jakobsson var fæddur að Torfustaðar- húsum í Miðfirði 22. september 1907. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 13. mars síðastliðinn og fór útförin fram frá Foss- vogskirkju 21. mars. Jónatan Jakobsson fæddist að Torfustaðahúsum í Miðfirði. For- eldrar hans, Jakob Þórðarson og Helga Guðmundsdóttir, voru að mestu miðfirskrar ættar. Þau bjuggu víðar en á einni jörð í Mið- firði, þegar búferiaflutningar voru tíðir og erfitt að fá jarðnæði. Jakob lést árið 1924. Jónatan var elstur sinna systkina, sem voru sex, er upp komust. Um tvítugt lauk hann námi frá Hvítárbakkaskóla og gagnfræðaprófi frá Menntaskól- anum á Akureyri 1931, sem sjald- gæft var um Miðfirðinga í þá daga. Arið 1934 aflaði hann sér réttinda í Kennaraskólanum og varð síðan kennari á heimaslóðum, bæði í Hrútafirði og Miðfirði. Þá var hann skólastjóri á Drangsnesi, kennari í Vestmannaeyjum og víðar.^-Arið 1951 réðst hanr. suður í Rangár- vallasýslu til barnakennslu og varð síðar skólastjóri barnaskólans í Fljótshlíð frá 1953-1971. Jónatan mun hafa verið yfir tutt- ugu ár kaupamaður hjá foreldrum undirritaðra á Aðalbóli og stundum ársmaður. Þar kynntist hann fyrri konu sinni, Svanhvíti Stefánsdóttur frá Nýjabæ í Garðahverfi, og áttu þau þrjú börn. Jónatan var leikinn sláttumaður, veðurglöggur og áhugasamur við heyskap. Urðu ráð hans stundum til þess að heimilisfólkið var kvatt út um nætur til að bjarga heyi undan stórregni. ERFIDRYKKJ UR P E R L A N sími 562 0200 Erfídrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÓTEL LÖFTLElttlR Erfidrykkjur Glæsilegt kaffihlaðborð og hlýleg salarkynni. Góð þjónusta. HOTEL REYKJAYIK Sigtúni 38. Upplýsingar í simum 568 9000 og 588 3550 Jónatan hafði mjög gaman af vísnagerð og orti heilmikið um dag- ana. Ljóð hans eru fáguð og lifa á vörum fólks. Þau eru sungin við dægurlög, en önnur festa menn sér í minni sem hnyttinn kveðskap. Eftir að Jónatan flutti suður kvað hann: Hekla hún er beggja blands ber á eldinn skíði. Hún er sveitum sunnanlands sífelld óp - og prýði. Jónatan hafði áhuga á ættfræði og viðaði að sér fróðleik þess efnis og var stálminnugur. Hann hvatti ungt fólk til náms, var sjálfur mik- ill bókamaður og starfaði ötullega að kaupum góðra bóka i lestrarfé- lagi sveitar sinnar. Samband foreldra okkar og Jón- atans var alltaf með ágætum öll þessi ár, svo og fór vel á með okk- ur bræðrum og honum, og áttum við saman marga ánægjustund bæði í starfi og leik og ekki síst þegar kveðskapur var á dagskrá. „Þið eigið að yrkja með mér strák- ar,“ sagði hann. Við óskum heiðursmanninum Jónatan Jakobssyni góðrar ferðar til hins ókunna. Jón og Aðalbjörn Benediktssynir. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Hrafnistu, Reykjavík, sem lést 23. mars sl., Fríkirkjunni í Reykjavík 29. mars kl. 10.30. fer fram frá föstudaginn Ingibjörg Júnía Gísladóttir, Sigurgeir Jónsson, Þorsteinn Gfslason Sigriður Gunnarsdóttír, barnabörn og barnabarnabarn. t Útför ástkærrar móður okkar, tengda- móður og ömmu, RAGNHEIÐAR BALDVINSDÓTTUR, Brekkutanga 1, Mosfellsbæ, fer fram frá Lágafellskirkju í Mosfells- bæ á morgun, föstudaginn 29. mars, 13.30. kl Baldur Snæland, Dagmar Sigurðardóttir, Óskar Þór Snæland, Karen Rebsdorf, Baldvin Snæland, Vigdís Braga Gi'sladóttir og barnabörn. t Faðir okkar, fósturfaðir og tengdafaðir, ÓLAFUR MAGNÚSSON, Hnjóti, Vesturbyggð, verður jarðsunginn frá Sauðlauksdal laugardagjnn 30. mars kl. 14.00. Egill Ólafsson, Ragnheiður Magnúsdóttir, Sigri'ður Ólafsdóttir, Ari Benjamínsson, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Bjarni Þorvaldsson, Ólafi'a Jónsdóttir. t Okkar ástkæra, GUÐRÚN (Duna) ÞÓRÐARDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. mars kl. 15.00. Örn Scheving, Jakobi'na Guðmundsdóttir, Stella Björk Baldvinsdóttir, Magnús Guðmundsson, Birkir Baldvinsson, Guðfinna Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, SVEINS ÓSKARS MARTEINSSONAR, Réttarholtsvegi 87, Reykjavík. Hrafnistu í Reykjavík og starfsfólki öllu færum við sérstakar þakkir. Sigri'ður G. Sveinsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir, Mari'as Sveinsson. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURBJÖRG PÉTURSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, sem lést þann 22. mars, verður jarð- sungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 29. mars kl. 10.30 (ath. tímasetningu). Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Bogi Pétursson, Margrét Magnúsdóttir, Stefanía Pétursdóttir, Jóna Pétursdóttir, Guðlaug Pétursdóttir, Karl Hjaltason, Stefán Pétursson, Kristbjörg Magnúsdóttir, Hjálmar Pétursson, Hjördís Einarsdóttir, Jón Pétursson, Guðrún Lárusdóttir, Sigurlína Pétursdóttir, Eyvind Pétursson, Halldór Pétursson, Bryndís Björnsdóttir, Ingi Pétursson, Helga Jónsdóttir, Þorsteinn Pétursson, Snjólaug Aðalsteinsdóttir og fjölskyldur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og vináttu við andlát og útför SIGURÐAR JÓNSSONAR, Laugarbrekku 18, Húsavík. Fyrir mína hönd, barna okkar og annarra vandamanna, Jóhanna Sigfúsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna fráfalls SIGURBORGAR EINARSDÓTTUR frá Hornafirði. Ingunn Pálsdóttir, Júlíus Guðmundsson, Páll Júlfusson, Einar Júlíusson, Sigurbjörg Júlíusdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs föður míns og afa, HILMARS SÆBERGS BJÖRNSSONAR skipstjóra, Suðurgötu 75, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sól- vangs, Hafnarfirði. Björg Sæberg, Júli'an HilmarGarza. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall systur minnar og frænku okkar, GEIRLAUGAR ÞORBJARNARDÓTTUR, Akbraut, Eyrarbakka. Starfsfólki Sólvangs í Hafnarfirði eru færðar sérstakar þakkir fyrir góða umönnun síðustu árin. Anna Þorbjarnardóttir, systkinabörn og fjölskyldur þeirra. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, HREFNU S. MAGNÚSDÓTTUR KJÆRNESTED. Sérstakar þakkir eru færðar öllu starfs- fólki öldrunarlækningadeildar Land- spitalans, Hátúni 10. Pétur Pétursson, Steinunn Guðmundsdóttir, Þengill Oddsson, Magnús Guðmundsson, Friðrikka Guðmundsdóttir, Ásmundur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.