Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ 58 FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 LUTJALDiJ Adventure 100 ' i Þrír fíberbogar, mjög stöðugt og hentar því vel íslenskum , aðstæðum. i n r ÆGIR Eyjaslóð 7 Reykjavík S.5II 2200 Panasoníc hljómtækjasamstæða SC CH72 Samstæða með 3diska spilara, kassettutæki, 140W.surround magnara, tónjafnara, útvarpi, hátölurum og fjarstýringu. Amerísku Mikið úrval af Amerískum rúmgöflum og svefnherbergis- húsgögnum íslensku, Amerísku og Kanadísku Kírópraktorasamtökin :ja nafn sitt við og mæla með Springwall Chiropractic Listhúsinu Laugordal Sími: 581-2233 MEFÚÐALY -taktu það í nefið Virka efnið xýlómetazólín vinnur gegn stíflu og slímmyndun í nefi. Notið Nexól ekki lengur en 10 daga í senn án samráðs við lækni. Sjúklingar með gláku, hjartasjúkdóma eða skjaldkirtilssjúkdóma ættu ekki að nota lyfið. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. LYFJAVERSLUN ÍSLANDS H F. I DAG SKÁK Umsjón Mnrfjeir Pétursson STAÐAN kom upp í 1. deildarkeppni Skáksam- bands íslands um síðustu helgi. Stígur Herlufsen (2.010), Skákfélagi Hafn- arfjarðar, hafði hvítt og átti leik, en Einar Hjalti Jensson (2.015) hafði svart og átti leik. Hvítur lék síð- ast 23. g4- g5? í lakari stöðu: 23. - Be3! 24. h4 (Hvítur varð að sætta sig við peð- stap og leika 24. Bd3. Ekki var heldur gott að taka manninn: 24. fxe3 — Hxe3 25. Dg4? og eftir 25. — Hd2+ 26. Kfl - Hxb3! blasir mátið við) 24. — Hd2 25. Db5 — Hxf2+ og hvítur gafst upp. Skákþing íslands, áskorenda- og opinn flokkur. Keppni í þessum flokkum fer fram um pásk- ana, frá 30. mars til 8. apríl. Mótið hefst á laugardaginn kl. 14 í Skákmiðstöðinni, Faxafeni 12. Teflt er dag- lega, nema hvað frí er á skírdag. Tefldar verða níu um- ferðir eftir Monrad-kerfi í báðum flokkum og um- hugsunartíminn er 2 klst. á 40 leiki og síðan 1 klst. til að ljúka skákinni. Þátttökurétt í áskorenda- flokki eiga tveir efstu úr opnum flokki 1995, ungl- ingameistari og kvenna- meistari íslands 1995, skákmenn með a.m.k. 1.800 skákstig og efstu 6 menn svæðamóta. Verðlaun þar eru 20 þús., 12 þús. og 8 þús. Öllum er heimil þátttaka í opna flokknum. SVARTUR leikur og vinnur VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Tapað/fundið Hjól tapaðist BLÁTT drengjafjallahjól af gerðinni Diamond Nevada 26 tommu hvarf frá Karfavogi fyrir u.þ.b. þremur vikum. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hjólið eru beðnir að hringja í síma 568-1748. Hjól tapaðist GRÆNT og hvítt karl- mannsreiðhjól fannst við Laufásveg um si. helgi. Eigandinn getur vitjað þess í s. 551-3362. Hjól tapaðist SVART Black River- fjallahjól (kvenútgáfa) með hamraðri áferð hvarf frá Laufásvegi 9 og er skilvís finnandi beðinn að hringja í síma 551-0364. Hjólkoppur fannst HJÓLKOPPUR af Mazda-bíl fannst við Skógarsel sl. mánudag. Eigandinn getur vitjað hans í síma 567-0995. Hjólkoppar töpuðust TVEIR hjólkoppar af Nizzan-bíl hafa tapast í umferðinni nýlega. Skil- vís fínnandi vinsamlega hringi í síma 567-0995. Símboði tapaðist SÍMBOÐi tapaðist sl. laugardag. Á símboðann vantar festinguna. Hann er af tegundinni Moro- rola. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 587-4121. Gæludýr Týndur fress HVÍTUR ómerktur högni með gulum flekkj- um hvarf frá Miklubraut 15 sl. mánudag. Geti ein- hver gefið upplýsingar er hann beðinn að hringja í s. 552-9637. Farsi HÖGNIIIREKKVÍSI Bruce er amerískt stafaparket á áður óþekktu verði! Skoðaðu Bruce parketið í BYKO. Þú sérð að það er gegnheill kostur, verðsins SBHice Gegnheill kostur Víkveiji skrifar... VÍKVERJI fagnar því að rey k- ingum hefur víðast hvar ver- ið útrýmt í almennu rými versl- ana, stofnana og fyrirtækja. Nú þurfa þeir, sem kæra sig ekki um tóbaksreykinn, ekki lengur að vaða hann hvar sem er og hvenær sem er. Sums staðar hafa reyk- ingamenn sérstakt afdrep, en ann- ars staðar er þeim vísað úr húsi, vilji þeir reykja. Þá skapast hins vegar annar vandi, sem er tilefni þessara skrifa Víkverja. Nú er nefnilega svo komið, til dæmis í mörgum byggingum Há- skóla íslands, að ekki er hægt að ganga þar um dyr án þess að vaða reyk. Reykingamenn hnappast saman í dyragætt og anddyri og það kóf verða allir að vaða sem eiga erindi í viðkomandi byggingu. Sama á við um hina stóru verslanamiðstöð Kringluna. Þar virðist ekki gengið nógu ákveðið eftir því að fólk reyki ekki í and- dyri. Til dæmis er regla, fremur en undantekning, að reykjarkóf sé við suðurinngang, sem snýr að Borgarkringlu. Þetta þykir Vík- verja enn verra en kófið í Háskól- anum, því þangað eiga börn þó sjaldnast erindi, en þau eru oft á ferð í Kringlunni. Að auki má segja að reykingarnar í Háskólan- um, þótt slæmar séu, séu skiljan- legri, því þar eru afdrepin færri. Veitingastaðir Kringlunnar leyfa hins vegar reykingar. xxx LOKS skal svo nefna, að veit- ingastaðir eiga að bjóða upp á reyklaus borð, en tilgangurinn fer nú fyrir lítið, ef fyrst þarf að arka í gegnum kófið, af því að reyklausu borðin eru innst í saln- um. Hins vegar virðast veitinga- menn óðum vera að átta sig á þessu og er það vel. Víkverji heyrði til dæmis á tal eins forsvarsmanna veitingahúsaeigenda fyrir skömmu, þar sem hann sagði að sérstaklega yrði hugað að þessu. Hótelin hefðu gert tilraun með að banna reykingar við morgunverð og hefði það gefið góða raun. Það er því ekki lengur sjálfgefið að kveikja sér í sígarettu hvar sem er. xxx VÍKVERJI er einn að þeim fjöl- mörgu sem gerðist áskrifandi að SÝN vegna hnefaleikakeppn- innar milli Tyson og Bruno. Hann hafði ekki haft mikil kynni af dag- skrá stöðvarinnar að öðru leyti og spáði reyndar ekki mikið í hana. Það sem vekur undrun er að stöðin skuli sýna snemma kvölds hina svæsnustu ofbeldis- og klám- myndir. Til að mynda var á dag- skránni sl. þriðjudagskvöld kl. 21 mynd þar sem m.a. mátti sjá barna- morð auk þess sem ca. 50 fullornir voru skotnir í tætlur, ef svo má segja. Inn á milli voru svo svæsnar samfarasenur. Ekki vill Víkveiji útiloka að ein- hveijir af áskrifendum stöðvarinn- ar hafi gaman af svona myndum. En rétt væri að láta þá bíða til miðnættis eftir sínum skammti, til verndar börnum og unglingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.