Morgunblaðið - 29.03.1996, Síða 17

Morgunblaðið - 29.03.1996, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 17 skammtímavöxtum, og síðar hækk- anir á nýjan leik, verið umdeildar og svo hlyti alltaf að verða, enda væru mikilir hagsmunir í húfi. Þegar litið væri yfir árið í heild yrði hins vegar að telja að stefna bankans í peninga- málum hafi verið fremur aðhaldssöm og hafi skilað þeim árangri að halda gengi krónunnar stöðugu og treysta stöðugt verðlag frekar. Minni sparnaður hamlar gegn vaxtalækkunum Minnkandi lánsijárþörf ríkissjóðs mun til lengdar stuðla að lægri vöxt- um hér á landi, að mati Birgis, en lánsfjáreftirspurn annarra aðila í þjóðfélaginu skiptir þar einnig máli. Aukin ásókn fyrirtækja, sveitarfé- laga og fjárfestingarlánasjóða hefði haft talsvert að segja sem og sú stað- reynd að heimilin hefðu aukið skuld- ir sínar um 26 milljarða króna á síð- asta ári. „Hin hliðin á þessu máli er svo framboð fjármagns inn á þessa markaði. Á þeirri hlið vegur auðvitað þyngst fjársparnaðurinn í landinu. Árið 1995 er áætlað að hann hafi orðið 31,4 milljarðar króna, sem er allmikil lækkun frá árinu 1994, er hann varð 41,8 milljarðar króna. Minnkandi Qársparnaður árið 1995 var því ekki líklegur til að stuðla að vaxtalækkun." Birgir sagði að við skoðun á vaxta- stigi hér á landi gætu menn ekki leng- ur einungis litið til framboðs og eftir- spurnar hér á landi, þó svo þessir þættir hefðu tvímælalaust áhrif. „Til lengdar hljóta innlendir vextir að leita jafnvægis við erlenda vexti að því gefnu að markaðsaðilar vænti stöðugs gengis. Vaxtastig og vaxtaróf er mjög óiíkt frá einu landi til annars. Við höfum oft tilhneigingu til að bera okkur saman við helstu viðskiptalönd íslands, stór hagkerfi og traust þar sem vextir eru hvað lægstir. Állt bendir til þess að við þurfum að sætta okkur við eitthvað hærri vexti í ná- inni framtíð en þau ríki.“ AÐALFUNDUR SEÐLABANKANS Viðskiptaráðherra skipar nefnd um eftirlit með fj ármálastofnunum FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, hefur ákveðið að skipa nefnd sem endurskoða á allt eftirlit með fjármálastofnunum. Nefndin á að kanna hvernig þessu eftirliti verði best háttað í framtíð- inni, hvernig hagsmunir viðskipta- vina þeirra verði best tryggðir og hvernig tryggja megi trúverðugleika þeirra gagnvarí innlendum og er- lendum aðiium. Á grundvelli þeirrar skoðunar verður síðan hugað að breytingum á löggjöf þar að lútandi, að því er fram kom í ræðu viðskipta- ráðherra á aðalfundi Seðlabankans í gær. Sagði Finnur að óskað yrði eft- ir tilnefningum í nefndina á næstu dögum. Finnur ræddi einnig um nýlega hækkun á lánshæfismati íslands og sagði hann að hækkun bandaríska matsfyrirtækisins Standard & Poor’s á lánshæfismatinu væri viðurkenning á efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar og endurspeglaði bætta hagstjórn. Þessi hækkun á lánshæfismati lands- ins hefði þegar skilað sér í hagstæð- ari kjörum á láni sem ríkissjóður hafi tekið í þýskum mörkum á dögun- um. „Þó að sjálfsagt sé að gleðjast yfir góðum árangri þá má hvergi slaka á klónni,“ sagði Finnur. „Standard & Poor’s tekur fram í áliti sínu að lánshæfiseinkunn ____________ íslands séu settar skorður. af víðtækri þátttöku hins opinbera í efnahagslífinu, einkum . í fjármálalífinu. Það er mat bandaríska fyrirtækisins að víðtæk þátttaka hins opinera í íjármálalífinu leiði af sér óhagkvæm- ar aðferðir við lánsfjárúthlutun. Ég er mjög sammála þeirri mynd sem Standard og Poor’s dregur upp af íslensku fjármálalífi. Þar er víða pottur brotinn. Eitt af brýnustu verk- efnum ríkisstjórnarinnar er að Endurskoða þarf núverandi kerfi „Eriend fjár- festing 11 milljónir á síðasta ári.“ tryggja að íslenskar fjármálastofn- anir aðlagist því viðskiptaumhverfi sem við búum við í dag.“ Finnur nefndi í þessu samhengi að nú væri unnið að róttækum breytingum á íslenskum fjármagnsmarkaði sem fælust m.a. í hlutafélagavæðingu rík- isbankanna, breyttu rekstrarformi og sameiningu fjárfestingarlánasjóð- anna, og endurskoðun á starfsgrund- velli alls lífeyrissjóðakerfis lands- manna. Einstefna í fjárstreymi milli landa Finnur fór víða í ræðu sinni. Ræddi hann meðal annars um vaxtamál og sagði það brýnt að vextir lækkuðu enn frekar hér á landi. Það væri m.a. nauðsynlegt svo fjárfesting fyr- irtækja drægist ekki frekar saman en orðið væri. Þannig hefði fjárfest- ing fyrirtækja á síðasta ári numið 16% af landsframleiðslu en það væri 5 prósentustigum lægra en í iðnríkj- __________ unum. Finnur ræddi einnig um fjárfestingu erlendra aðila í innlendum verð- bréfum og sagði nauð- synlegt að örva hana. „Vera kann að einangrun íslenska flármagnsmark- skýri hluta af stirðieika Erlendir fjárfestar aðarins markaðarins. þekkja lítt til íslenska markaðarins og setja smæð hans fyrir sig. Tilraun- ir til að selja erlendum fjárfestum innlend bréf hafa lítinn árangur bor- ið þrátt fyrir góða ávöxtun bréfanna. Eftir að flæði íjármagns var gefið fijálst hefur fjármagn til verðbréfa- kaupa leitað út en nær ekkert inn. Um siðustu áramót nam verð- bréfaeign útlendinga í íslenskum bréfum um 11 milljónum. Þetta er sláandi. Til samanburðar má geta þess að verðbréfaeign íslendinga í erlendri mynt var um 13 milljarðar í lok síðasta árs. Því hefur síðan verið spáð að verðbréfaeign lífeyris- sjóða í bréfum í erlendri mynt muni nema um 35 miiljörðum um alda- mót. Fjárstraumar munu því aðeins leita í aðra áttina nema hérlendur íjármagnsmarkaður verði gerður að- gengilegri og áhugaverðari kostur fyrir erlenda fjárfesta.” Sagði Finnur að starfshópur sem hann hefði skipað sl. haust til að kanna möguleika á markaðssetningu innlendra bréfa meðal erlendra fjár- festa, hefði lokið störfum. Teldi hann að forsenda fyrir því að takast megi að markaðssetja innlend verðbréf til erlendra ijárfesta væri að ________ innlendur markaður og form verðbréfa svari þeim kröfum sem almennt séu gerðar af hálfu alþjóð- legra ijárfesta. „Erlendir fjárfestar eru almennt ekki kunnugir verð- tryggðum bréfum. Þeir setja einnig fyrir sig smæð verðbréfaflokka hér á landi auk þess sem þeir telja að seljanleika bréfanna sé ábótavant." Finnur gerði stöðu lífeyrissjóðanna og löggjöf þá sem um þá gilti að umræðuefni. Sagði hann núverandi löggjöf ófullnægjandi að ýmsu leyti, enda tæki hún á engu öðru en skila- skyldu á ársreikningum sjóðanna. Lífeyriskerfið væri nú orðið stærra en bankakerftð og verðbréfasjóðir til samans. Ríkar kröfur væru gerðar til þessara aðila varðandi ársreikn- inga, eiginfjárkröfur, hæfni stjórn- enda o.s.frv. og því sé ekki eðlilegt að stærsti hluti fjármagnsmarkaðar- ins lúti engum slíkum reglum. Skylduaðild ekki afnumin Ekki stendur til að afnema skylduaðild að lífeyrissjóðunum samkvæmt því sem fram kom í ræðu Finns. Sagði hann víðtæka sam- stöðu vera um það fyrirkomulag, þar sem ella væri ekki víst að launa- maðurinn legði til hliðar hluta launa sinna til efri áranna. Skylduaðildin þyrfti þó ekki að þýða skylduaðild að ákveðnum lífeyrissjóði, heldur ættu einstaklihgar að geta valið á milli sameignar- og séreignarsjóða. „Með því að greiða í séreignarsjóð lífeyrisréttinda og kaupa um leið líf- eyristryggingu hjá tryggingafélagi geta sjóðsfélagar greitt í séreignar- sjóð og notið sambærilegra trygg- inga og jafnvel betri en sjóðsfélagar í núverandi sameignarsjóðum njóta. Með þessu móti vita sjóðsfélagar __________ nákvæmlega hversu hátt hlutfall iðgjalda fer í eftirlaunasjóð annars vegar og tryggingar hins vegar. Þeir vita nákvæm- lega hvað hver trygging ......... kostar og hver inneign þeirra er í séreignarsjóð- um á hverjum tíma.“ Finnur sagði það ekki vetjandi að skylda einstaka launamenn til að greiða í tiltekna lífeyrissjóði sem vitað væri að gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar í framtíðinni. „Valfrelsi milli séreignar- eða sameign- arsjóða." Hagkaup s 1 1198 Vorum að fá beint frá Hollandi pottaplöntur á frábæru verði Yuccha, yfir 1 mtr., Phoenix, pálmi, yfir 1 mtr., kr. stykkið kr. stykkið AGKAUP fyrir fjölskylduna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.