Morgunblaðið - 29.03.1996, Page 19

Morgunblaðið - 29.03.1996, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 19 Alcatel með mesta tap aldarinnar í Frakklandi París. Reuter. ALCATEL ALSTHOM hefur skýrt frá mesta tapi fyrirtækis í Frakk- landi á þessari öld eftir mikil út- gjöld vegna endurskipulagningar og misheppnaðra kaupa á fyrirtækjum á Italíu, í Bandaríkjunum og Þýzka- landi. Alcatel er fjórða stærsta fyrirtæki Frakklands og umsvif þess ná frá ijarskiptum til hraðskreiðra járn- brautarlesta. Hreint tap þess nam 25.6 milljörðum franskra franka (5.05 milljörðum dollara) 1995, samanborið við hagnað upp á 3.6 milljarða 1994. Tapið stafaði nær eingöngu af sérstökum útgjöldum að upphæð 23.9 milljarðar. Kostnaður vegna endurskipu- lagningar nam 13.4 milljörðum franka og afskriftir óáþreifanlegra eigna námu 13.5 milljörðum franka. í yfirlýsingu frá fyrirtækinu sagði að sérstök útgjöld endurspegluðu „breytingu á markaðshorfum nokk- urra fyrirtækja“, sem Alcatel hefði eignazt, þar sem horfurnar væru mun „óhagstæðari en gert hefði verið ráð fyrir.“ Frá tapinu er greint í fyrstu árs- reikningum nýs stjórnarformanns, Serge Tchuruk, eftirmanns Pierre Suard, sem var neyddur til að segja af sér vegna dómsrannsóknar á meintu misferli í fyrra. Tchuruk kvaðst vona að Alcatel kæmi slétt út 1996. Tchuruk sagði á blaðamanna- fundi að stjórn Alcatel, sem er eitt fremsta fyrirtæki heims á sviði fjar- skiptabúnaðar, væri þess fullviss að fyrirtækið mundi aftur skila vænum hagnaði 1998 þegar endurskipu- lagningu yrði lokið. Hann sagði að tapið hefði verið mest hjá Alcatel Italia, STC í Banda- ríkjunum og AEG Kabel -en öll þessi fyrirtæki voru keypt í tíð Su- ards. Sérfræðingar sögðu að Alcatel hefði verið lengi að laga sig að breyttum fjarskiptamarkaði í Evr- ópu, þár sem ríkiseinokunarfyrir- tæki stæðu nú andspænis sam- keppni við harðsnúin einkafyrirtæki. Tapið er mun meira en hjá ríkis- bankanum Crédit Lyonnais, sem tapaði 12.1 milljarði franka, ogjárn- brautarfyrirtækinu SNCF, sem tap- aði 16.6 milljörðum 1995. Vífilfell hf. Pétur Bjömsson stjórnar- formaður í FRÉTT á forsíðu viðskiptablaðs Morgunblaðsins í gær um ráðningu nýs framkvæmdastjóra Vífilfells hf. var ranglega sagt að Pétur Guð- mundarson hefði verið starfandi stjórnarformaður undanfarin tvö ár. Hið rétta er að Pétur Björnsson hefur verið forstjóri og starfandi stjórnarformaður Vífilfells mörg undanfarin ár og hefur engin breyt- ing verið á því gerð. Þá skal það tekið fram að Pétur Guðmundarson er ekki lögmaður fyrirtækisins. Lögmaður þess er Hreinn Loftsson hrl. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Innanhúss- sjónvarp hjá Sainsburys London. Reuter. J. SAINSBURY Plc, stærsta kjör- búðakeðja Bretlands, hyggst koma á fót innanhússsjónvarpi í verzlunum sínum og verða þær tengdar um gervihnött. JS-TV, eins og stöðin verður köll- uð, á að „gera starfsliði stórverzlana okkar kleift að fylgjast með því sem er að gerast í greininni,‘‘ að þvi er David Sainsbury stjórnarformaður sagði í yfirlýsingu. „Við teljum að það muni veita Sainsbury mikilvæga yfírburði í samkeppni with aðra,“ sagði hann. hingað og ekki lengra! Nýherji Radiostofan veitir ráðgjöf sérfræðinga með sérmenntun á sviði öryggismála <o> NÝHERJI RADIOSTOFAN Skipholti 37 sími 569 7600 Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum komið myndarlega til móts við þörfina á fleiri bílastæðum í hjarta borgarinnar meðal annars með byggingu bflahúsa, sem hafa fjölmarga kosti framyfir önnur bflastæði. rólegheitum inni í björtu og vistlegu húsi 9g síðan sinnt erindum sínum áhyggjulausir. í bflahúsi rennur tíminn aldrei út, þú borgar aðeins fyrir þann tíma sem notaður er. Nú þegar vorar er fátt skemmtilegra en að rölta um miðborgina og njóta mannlífsins, verslananna og veitingahúsanna. Þeim fjölgar stöðugt sem hafa uppgötvað þau þægindi að geta lagt bflnum í Og síðast en ekki síst eru bflahúsin staðsett með þeirn hætti að frá þeim er mest þriggja mínútna gangur til flestra staða í miðborginni. Nýttu þér bflahúsin. Þau eru þægilegasti og besti kosturinn! Bflastæðasjóður Gisli B S SKÓP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.