Morgunblaðið - 29.03.1996, Síða 29

Morgunblaðið - 29.03.1996, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 29 LISTIR Ljósmynd/Helgi Hinriks „SVALIR kúrekar í Oklahoma." Enn ein sýn- ing á Okla- homa NEMENDAÓPERA Söngskólans í Reykjavík hefur síðastliðnar tvær helgar sýnt Oklahoma í íslensku óperunni. Uppselt hefur verið á all- ar sýningarnar og verður því enn ein sýning á laugardagskvöld. Söngleikurinn Oklahoma er eftir Rodgers og Hammerstein, hér í þýðingu Óskars Ingimarssonar og Guðmundar Jónssonar óperusöngv- ara. Allra síðasta sýning á Oklahoma í íslensku óperunni á laugardags- kvöld hefst kl. 20. Miðasala er í óperunni og miðaverð er 900 kr. ------» ♦ ♦ Hljómsveitar- verk og óperu- kórar SELKÓRINN á Seltjarnarnesi og Lúðrasveit Seltjarnarness munu halda tónleika á Blönduósi laugar- daginn 30. mars. Tónleikarnir verða í Blönduósskirkju og hefjast kl. 16. A efnisskránni eru þekkt hljóm- sveitarverk og óperukórar. Lúðra- sveitin flytur Nótt á Nornastóli eftir Moussorgsky, Forleikinn að William Tell eftir Rossini og konsert fyrir básúnu og hljómsveit eftir Rimsky Korsakov. Einleikari í því verki er ungur básúnuleikari Helgi Hrafn Jónsson. Kórinn flytur með undirleik lúðrasveitarinnar, þijá kóra úr óper- um Verdis, þ.e. Fangakórinn úr Nabuceo, Steðjakórinn úr 11 Trovat- ore og Sigurmarsinn úr Aidu. Auk þeirra þijá kóra úr Carmina Burana eftir Carl Orff. Stjórnandi Selkórsins er Jón Karl Einarsson og stjórnandi Lúðrasveit- ar Seltjarnarness er Kári Einarsson. Verð aðgöngumiða er 600 kr. fyr- ir fullorðna og 300 kr. fyrir skóla- fólk. Miðasala verður við inngang- inn. ------♦ ♦ ♦------ Síðasta sýning- arhelgi Nönu og Olafs SÝNINGU á verkum Nönu Petzet og Ólafs S. Gíslasonar í Nýlista- safninu lýkur nú á sunnudag. Yfir- skrift sýningarinnar er: „Hvað sér apinn?“. „Hvað sér apinn?“ er spurningin um sköpunarhæfni einstaklingsins í upplýsingasamfélagi. nútímans. Ólafur sýnir verkefni þar sem hann hefur sett aðstöðu fyrir almenning á mismunandi stöðum til að tjá sig í formi skrifa, teikninga og mál- verka. Nana sýnir verk sem gerð eru á tímabilinu 1972-1996. Síðan 1988 hefur viðfangsefni hennar verið eðlisfræði, náttúruvísindi og í síðustu verkum umhverfismál," segir í kynningu. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14-18. 1 ¥ * Ríkisskuldabréfasjóðurinn: Sjóður 5 hjá VÍB Viljir þú fjárfesta í sjóði sem er eignarskattsfrjáls og samansettur af öruggustu skuldabréfum á markaðnum — ríkisskuldabréfum, skaltu velja Sjóð 5. Hann er tilvalinn fyrir þá sem eiga sparifé og vilja vernda það fyrir skattlagningu. Ríkisskuldabréfasjóðurinn fjárfestir eingöngu í ríkisskuldabréfum — spariskírteinum, húsbréfum, ríkis- bréfum og ríkisvíxlum. FORYSTA í FJÁRMÁLUM! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi Islands • Kirkjusandi, 155 Rcykjavík. Sími 560-8900. Myndscndir: 560-8910. 'C 3 -2«; 'S §0 s s t: -£ 'C a 3 K ,3 o" <5 *"o 3 *"o Ln '3 '3 ss s 1 S s 5 t? .X ‘§ '3 I 3 £ t s '3 '3 :o -Í2 '<3 S s X ;o 3 s 3 5 rn «3 3 3 .X ‘§ '3 CC .^0 v « ‘C :g o 3 2 3 . 3 ; 'O on % ' J-s, lo 3 c 3 'O

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.