Morgunblaðið - 29.03.1996, Síða 32

Morgunblaðið - 29.03.1996, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Stækkun ESB er söguleg nauðsyn SAMSTARF aðildarríkja Evr- ópusambandsins (ESB) er í örri þróun. í dag hefst í Torínó á Ítalíu ríkjaráðstefna ESB en á henni er ætlunin að endurskoða stofnsátt- mála sambandsins. Á næstu mán- uðum munu ESB-ríkin marka og skilgreina frekar þróun samstarfs- ins. Norðmenn munu ekki taka þátt í þessu starfí en við munum fylgjast grannt með niðurstöðum ráðstefnunnar sem munu skipta okkur miklu. Á ríkjaráðstefnunni verður lagður mikilvægur grunnur að þróun Evrópu framtíðarinnar. Þann 28. nóvember 1994 lýsti meirihluti Norðmanna sig andvígan aðild landsins að ESB. Aðild er því ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Én þótt þjóðin reyndist andvig aðild er ekki þar með sagt að Norðmenn séu ekki áhugasamir um náið sam- starf við ESB og aðildarríki þess. ryrir hendi er löng hefð fyrir sam- ítarfi á stjómmála- sem efnahags- iviðinu við ríki þau sem nú mynda ívrópusambandið. Þetta samstarf íefur farið fram á vettvangi Atl- tntshafsbandalagsins (NATO), Frí- rerslunarbandalags Evrópu EFTA), Evrópska efnahagssvæðis- ns (EES), Evrópuráðsins, Öryggis- >g samvinnustofnunar Evrópu OSE) og Norðurlandaráðs. Frekara lamstarf við ESB og aðildaríki þess sr þvi eðlilegt framhald þeirrar itefnu sem nýtur víðtæks pólitísks ituðnings í Noregi. Norðmenn og nágrannar þeirra L Norðurlöndum og á meginlandinu ;iga sameiginlegra hagsmuna að jæta á fjölmörgum sviðum. Margt af því sem tekið verður til umfjöll- unar á ríkjaráðstefnunni snertir einnig mál sem eru ofarlega á baugi í Noregi. Þær lausnir sem aðildar- ríkin munu sameinast um munu hafa áhrif á alla viðleitni til að takast á við helstu vandamál ríkja Evrópu;fjölgun atvinnutækifæra, aukið jafnvægi á sviði efnahagsmála, um- hverfisvernd, barátt- una gegn eiturlyfjum og skipulagðri glæpa- starfsemi og allt það starf sem unnið er í þágu friðar og stöð- ugleika. Norðmenn hafa aldrei áður tengst Evr- ópusamvinnunni með skýrari og víðtækari hætti en nú. Samband- ið hefur ölast ákveðna „norræna vídd“ sem það hafði ekki áður nú þegar Norðurlöndin öll eiga hlutdeild í sameiginlega mark- aðinum og þijú af aðildarríkjunum fimmtán eru norræn. Nú þegar norræna samstarfið er aðlagað að nýjum aðstæðum geta Norðurlönd- in í sameiningu haft veruleg áhrif á þróun mála í Evrópu. Náin sam- vinna Norðurlanda er því mjög mikilvæg, ekki síst í tengslum við ríkjaráðstefnuna. Á fundi utanríkisráðherra Norð- urlanda í Helsinki í janúar og á Evrópuráðstefnu Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn nú í mars komu skýrt fram fjölmörg sameiginleg norræn forgangsatriði, sem rædd verða á ríkjaráðstefnu ESB. Það er mikilvægt fyrir öll norrænu ríkin að samstarf ESB-ríkjanna verði eins öflugt og mögulegt er. Því leggjum við ríka áherslu á atvinnu- leysisvandann, umhverfismálin og lýðræðislega ákvarðanatöku fyrir opnum tjöldum. Sjónarmið Norður- landa á þessu sviði njóta skilnings í Evrópu og fyrir héndi eru raun- verulegir möguleikar á að ná fram evrópskri stefnumótun sem mun treysta velferð okkar og öryggi. Átvinnuleysisvandinn er einn sá alvarlegasti sem ríki Evrópu takast á við nú um stundir. Á mörgum mjög mikilvægum sviðum í glímunni við þennan vanda verða einstök ríki að grípa til þeirra ráðstafana sem þau telja viðeig- andi. Þetta á m.a. við um stjórn efnahags- mála, uppbyggingu, menntun, samkepnn- ishæfni og stefnu- mörkun á vinnumark- aði. En það verður ekki til að létta þetta starf ef ríkin fylgja gjörólíkri stefnu í þess- um efnum. Við þurfum að sam- einast um myndun sameiginlegrar evrópskrar atvinnustefnu. Eigi það að takast verða ríkin að sameinast eins og kostur er um langtíma- markmið. Þetta á við um verðlags- og gjaldeyrismál, skynsamlega fjármálastefnu, og aukna áherslu á menntun og símenntun. Þetta gildir og um virka stefnu í málefn- um vinnumarkaðarins, félagslega umræðu og samstarf á vettvangi innanríkismála. Það myndi reynast gífurlega mikilvægt fyrir Evrópu ef ESB-ríkin gætu sameinast um svipaða átaksstefnu í atvinnumál- um og Svíar og hinar norrænu þjóð- irnar innan sambandsins hafa átt frumkvæði að. Verndun umhverfis og takmark- aðra auðlinda fyrir komandi kyn- slóðir er sömuleiðis mikilvægt verk- efni á vettvangi evrópskrar sam- vinnu. Við þurfum á öflugu sam- starfi að halda til að unnt reynist að takast á við umhverfisógnanir í álfunni og sem reynst getur fordæmisskapandi á alþjóðavett- vangi. Innan ESB er að finna skil- yrði þau sem nauðsynleg eru til að þetta megi takast. ESB-ríkin hafa sameinast um ákveðnar aðferðir í þessu skyni og í krafti meirihluta- Bjorn Tore Godal Erlend fjárfest- ing þarf að aukast ÞAÐ ER mikið áhyggjuefni hversu fjárfesting er lítil hér á landi. Öllum er ljóst að fjárfesting dagsins í dag er undirstaða verð- mætasköpunar morgundagsins. ;Þess vegna er afar þýðingarmikið 'að stöðug gróska sé í fjárfestingum og að þær fari til arðbærra hluta, ;svo að lífskjör hér á landi verði á 'við þau sem best gerast í löndunum í kringum okkur. Það er verkefni út af fyrir sig að laða fram innlenda fjárfestingu. Það gerist því aðeins að vextir séu íhóflegir og að arðsemi í atvinnulíf- inu sé viðunandi. Á hvort tveggja rhefur mikið skort hér á landi. Að- haldsstefna í ríkisfjármálum : undangengin ár hefur haft það að j markmiði að skapa skilyrði til fvaxtalækkunar innanlands. Mikil- -vægur árangur hefur náðst í ríkis- 'fjármálum, en vaxtalækkunin hef- ’ur látið á sér standa, eins og ég ;vakti athygli á í grein í Morgun- fblaðinu fyrir skömmu. Tortryggnin |á undanhaldi Hitt er einnig mjög mikilvægt | að unnt verði að auka erlenda fjár- | festingu á íslandi. Því miður horfðu | menn fyrrmeir með augum tor- I tryggninnar á útiendinga sem festa tvildu fé sitt í íslensku atvinnulífi. Mörgum er í fersku minni átökin um erlenda þátttöku í stóriðjufyrirtækjun- um. Sem betur fer er slík hugsun mjög á undan- haldi. Hér á landi sem annars staðar fagna menn almennt erlendri fjárfestingu og telja hana nauðsynlega uppsprettu framfara og afls í íslensku at- vinnulífí. Þessi breyt- ing á hugsunarhætti hefur gerst giska hratt. Fyrr í vetur var rætt mjög um fjárfest- ingu útlendinga í ís- lenskum sjávarútvegi vegna þess að stjórnarfrumvarp sem heimilar óbeina fjárfestingu þeirra er til meðferðar á Alþingi. Athygli vakti að frumvarpið var nær eingöngu gagnrýnt fyrir að ekki væri gengið nógu langt í þá átt að opna fyrir erlendar fjárfest- ingar í sjávarútvegi. Slíkt hefði verið algjörlega óhugsandi fyrir fáeinum árum. Sáralítil erlend fjárfesting í svari viðskiptaráðherra við fyr- irspurn rninni um erlendar fjárfest- ingar hér á landi á árunum 1993 til 1995 þann 15. febrúar sl. Heildarfjárfesting út- lendinga á árinu 1993 var aðeins 1.269 millj- ónir. Að langmestu leyti var um að ræða hlutafjáraukningu í J árnblendiverksmiðj - unni. í fyrra nam er- lend fjárfesting hér á Iandi einungis 477 milljónum og aðeins 351 milljón í hitteð- fyrra. Sú staðreynd blasir við að fjárfest- ing útlendinga hér á landi er tæpast um- talsverð nema í stóriðjunni. Þetta eru sorglega lágar tölur. Eriend fjárfesiing hér á landi var með öðrum orðum í fyrra innan við 0,6% af heildarfjárfestingunni í landinu sem var um 70 milljarðar. Það er sannarlega áhyggjuefni. Tíföldun erlendrar fjárfestingar á þessu ári Fram kom í máli viðskiptaráð- herra að með stækkun álverk- smiðju ísal, tífaldist erlend fjárfest- ing hér á landi á þessu ári. Þrátt fýrir það gerum við ekki betur á Einar K. Guðfinnsson ákvarðana er unnt að fá þær þjóð- ir sem minnst vilja gera til að leggja meira af mörkum. Innan ESB er að fmna stjórntæki sem ætlað er að tryggja að sam- þykktum sé framfylgt. Ríkjaráð- stefnan getur tryggt að aðildarríkin nýti þessa möguleika með ákveðn- ari hætti en áður til að tryggja þá umhverfisvernd sem norrænu ríkin innan sambandsins meðal annarra telja nauðsynlega. Á þennan hátt mun ESB geta tekið af auknum þunga á eigin mengunarvanda og styrkt mjög samningsstöðu sína í viðræðum við önnur ríki um alþjóð- lega umhverfisvernd. Annað mikilvægt verkefni skal nefnt sem tekið verður fyrir á ríkja- ráðstefnu Evrópusambandsins. Þetta á við um alla ákvarðanatöku og aukið samráð á því sviði. Mikil- væg forsenda þess að ESB geti látið til sín taka á sviði atvinnu- mála, umhverfis- og velferðarmála er sú að sátt ríki um evrópska sam- vinnu. Sú sátt verður aðeins tryggð með auknum áhrifum þings og þjóðar þannig að almenningur allur Ríkjaráðstefna Evrópu- sambandsins hefst á Ítalíu í dag. Bjorn Tore Godal, utanríkisráð- herra Noregs, gerir hér grein fyrir sjónar- miðum Norðmanna í þeim efnum. telji sig geta haft aukin áhrif á þær samþykktir sem gerðar eru á þess- um vettvangi. Samstarf ESB-ríkjanna á sviði utanríkis- og öryggismála er annað mikilvægt atriði sem tekið verður fyrir á ríkjaráðstefnunni. Evrópu- ríkin þurfa á víðtæku og öflugu samstarfi að halda til að tryggja frið og stöðugleika í álfunni. Norræn og evrópsk öryggismál er ekki hægt að aðgreina. I huga Norðmanna er aðildin að NATO og samstarf Evrópu og Bandaríkj- anna sérlega mikilvæg. En jafn- þessu ári, en að njóta álíka erlendr- ar íjárfestingar og gengur og ger- ist ár hvert á Norðurlöndunum. Með öðrum orðum: ef við ætluðum að búa við sambærilegt erlent fjár- festingarhlutfall og nágrannar okkar á Norðurlöndunum, þyrftum við ár hvert að fá álíka erlenda fjár- festingu og sem nemur stækkun álversins í Straumsvík. Hver er skýringin? Illt er til þess að vita hversu illa hefur gengið að fá erlenda fjár- festa hingað til lands. Skýringar á því eru ábyggilega margvíslegar. Helst hljótum við þó að nefna hina lágu arðsemi sem almennt er hér á landi í atvinnulífinu. Sýnt hefur verið fram á að arðsemi í íslensku atvinnulífi, litið yfír nokkur ár, er margfalt minni en í ríkjum OECD. Það þarf kannski þess vegna engan að undra að erlendir fjármagnseig- endur kjósi að beina fjármunum sínum annað en til íslands til ávöxt- unar í atvinnulífinu. Arðsemi í íslensku atvinnulífi, segir Einar K. Guðfinnsson, er margfalt minni en í ríkjum OECD. Á hitt er líka að líta að rekstrar- skilyrði atvinnulífsins hafa lengst af verið ákaflega slæm. Óðaverð- bólga, skortur á almennum efna- hagslegum stöðugleika og óvin- samlegt skattaumhverfi hafa ekki framt teljum við æskilegt að Evr- ópuríkin taki á sig aukna ábyrgð í því skyni að tryggja frið og stöð- ugleika í álfunni. Norðmenn hafa lagt sitt af mörkum og eru tilbúnir til að aðstoða við þau verkefni sem Vestur-Evrópusambandið kann að taka að sér og lúta að friðargæslu, fyrirbyggjandi ráðstöfunum og að- gerðum í mannúðarþágu. Norðurlönd hafa langa reynslu af þátttöku í alþjóðlegum friðar- gæsluverkefnum. Norðurlönd hafa fengið tækifæri til að láta til sín taka á sviði evrópskra öryggismála m.a. með þátttöku í friðargæslu í lýðveldum fyrrum Júgóslavíu og Félagsskap í friðarþágu, sem NATO starfrækir. Þá samvinnu sem sex ríki tóku forðum upp þarf nú að laga að breyttum aðstæðum til að hún geti þjónað hagsmunum nýrra aðildar- ríkja í suðri og austri. Tólf ríki, allt frá Eystrasaltsríkjunum þrem- ur í norðri, til Kýpur og Möltu í suðri leggja nú þunga áherslu á að fá sem fyrst aðild að Evrópu- sambandinu. Verkefnið er því það að tryggja skilvirka samvinnu, lýð- ræðisleg vinnubrögð og virka ákvarðanatöku í Evrópusambandi framtíðarinnar. Það er mikilvægt fyrir hagsmuni Noregs - sem og annarra Evrópu- ríkja - að takast megi að finna svör við þessum spurningum þann- ig að unnt verði að hefja sem fyrst eftir ríkjaráðstefnuna viðræður við öll þau lönd, einnig Eystrasaltsrík- in, sem óska eftir aðild að Evrópu- sambandinu. Stækkun ESB felur í sér sögulegan möguleika á að skapa einingu með ríkjum og þjóð- um Evrópu, sem allir, og þá ekki síst við hér á Norðurlöndum, létum okkur dreyma um á dögum kalda stríðsins. Stækkun ESB er meira en möguleiki;hún er söguleg nauð- syn. Með víðtæku og krefjandi evr- ópsku samstarfi á sviði efnahags- og stjórnmála, getum við treyst lýðræðið í sessi, tekið á umhverfis- vandanum og brúað það bil sem einkennir lífskjörin í vestri og austri. Þannig getum við einnig treyst grundvöllinn fyrir viðvarandi friði og stuðlað að þróun í átt til lýðræðis og stöðugleika í álfunni. Höfundur er utanríkisráðherra Noregs. beinlínis gert það fýsilegt að festa fé sitt í atvinnulífinu. Á langflestum sviðum er þó opið fyrir útlendinga að fjárfesta hér á landi. Hér gilda sérstök lög um íjár- festingu erlendra aðila í atvinnu- rekstri frá árinu 1991, ásamt síð- ari breytingum, sem skapa þann lagaramma sem slík fjárfesting styðst við. Svigrúm útlendinga til fjárfestinga hér á landi á grund- velli þeirra laga er umtalsvert. Það er því ljóst að það skýrir ekki þær litlu erlendu fjárfestingar sem hér hafa orðið. Breytingar í rétta átt Mikil breyting hefur orðið á starfsskilyrðum fyrirtækja hér á landi. Efnahagslegur stöðugleiki ríkir nú. Verðbólga er mjög lítil - jafnvel á mælikvarða OECD. Grundvallarbreyting hefur orðið á skattlagningu atvinnulífs og áfram mætti telja. Með öðrum orðum er rekstrarumhverfi atvinnulífsins orðið allt annað og betra og því fýsilegra fyrir erlent áhættufjár- magn. Það verður því að ætla að möguleikar okkar til þess að njóta erlendra fjárfestinga séu meiri en fyrr. Að undanförnu hefur líka verið unnið skipulega að því að laða hing- að erlenda fjárfesta. Þar er þó við ramman reip að draga og sam- keppni víðs vegar frá. Miklu máli skiptir hins vegar að stjórnvöld séu jákvæð og að þaðan komi skýr boð um að erlendir fjárfestar séu vel- komnir til íslands. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Vestfjörð- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.