Morgunblaðið - 29.03.1996, Page 33

Morgunblaðið - 29.03.1996, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 33 Stöndum með Staðarfelli ÞEGAR SÁÁ hóf áfengismeðferð í gamla húsmæðraskólanum að Staðarfelli í Dölum fyrir 15 árum grunaði fáa hversu mikilvæg þessi starfsemi kæmi til með að vera — ekki aðeins fyrir áfengissjúka og aðstandendur þeirra, heldur einnig fyrir byggðarlagið. í gegnum tíðina hefur starfsemi SÁÁ á Staðarfelli stundum staðið tæpt vegna lækkunar á framlögum til meðferðar. Ríkið hefur haft tak- markað fé til viðhalds húsakosts. SÁÁ hefur ekki verið með trygg viðhaldsfé. SÁÁ ætlar hins vegar að ráðast í endurbætur af miklum krafti, nú þegar framtíð samtak- anna hefur verið tryggð á staðnum. Landsmönnum er boðið að taka þátt í þessari uppbyggingu í söfnun á Rás 2 í dag, föstudaginn 29. mars. Söfnunin kallast „Stöndum með Staðarfelli“ og skora ég á ein- staklinga, fyrirtæki og stofnanir að leggja hönd á plóginn. Höfundur er alþingismaður fyrir Vesturland. Byggjum upp á Staðarfelli TIL að við getum haldið áfram að byggja upp fólk á Staðarfelli verðum við að koma húsnæðis- málunum í viðunandi horf. Húsakynnin þar eru nánast að hruni komin eftir áratuga skort á viðhaldi. Framlag ríkisins hef- ur nær eingöngu mið- ast við meðferðar- starfið. Nú er búið að tryggja framtíð SÁÁ á Staðarfelli og við Eyjólfur R. Eyjólfsson getum tekið til óspilltra málanna við endurbæturnar. Mikið er í húfi. Hundruð manna og kvenna ná þeim árangri á Stað- arfelli á hveiju ári að stöðva áfengis- og vímuefnahelför sína. Ávinningur þessa fólks, aðstandenda þeirra og þjóðarinnar er mikill. Það er einiæg ósk mín að sem flestir vel- unnarar hins mikla mannúðar- og for- Við getum tekið, segir Eyjólfur R. Eyjólfs- son, til óspilltra málanna við endurbæturnar. varnastarfs á Staðarfelli láti eitt- hvað af hendi rakna í söfnuninni „Stöndum með Staðarfelli“ á Rás 2 í dag, föstudaginn 29. mars. Höfundur er formaður stjórnarnefndar Staðarfells. Sturla Böðvarsson Ég fagna því, segir Sturla Böðvarsson, að framtíð meðferðar- starfsins er tryggð. afnot af Staðarfelli. En nú blasa betri tímar við á Staðarfelli, eftir að ríkið og SÁÁ gerðu samning um ótímabundin afnot samtakanna af aðstöðunni. Fyrir hönd okkar nágrannanna fagna ég því að framtíð meðferðar- starfsins er tryggð. Það hefur sýnt sig að meðferðarheimili af þessu tagi, fjarri höfuðborginni, er nauð- synlegt, einkum fyrir ungt fólk. Einnig hefur komið í ljós að starf- semin á Staðarfelli er mikilvæg fyrir byggðarlagið. Hún skapar grundvöll fyrir aukna þjónustu við aðra íbúa, tekjur til sveitarsjóðs og atvinnu. Húsakynnin að Staðarfelli eru illa farin eftir áratuga skömmtun á GREINAKLIPPUR runnaklippur TRJÁKLIPPUR ÞÓR HF Reykjavlk - Akurayrl Roykjavík: Ármúia 11 - Slmi 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Sími 461-1070 yoTO^ Tæknilegar upplýsingar: • Útvarp með 16 stöðva minni og timer. Samsung SCM 8300 Forstilltur tónjafnari með 5 stillingum. Surround, tengi fyrir aukahátalara. Tengi fyir plötuspilara. txtra bassi. • 5 diska geislaspilari, program, shuffle, random, introscan. • Fjarstýring með fjölda aðgerða. . • Tvöfalt segulband, High dubbing k Normal / crome / metai stiliing. er hágæða hljómflutningssamstæða framleidd eftir ströngustu kröfum um endingu og gæði Samsung SCM 8300 samstæðan er fullorðins hljómtækjasamstæða sem kemur til með að eldast með fermingarbarninu A AÐEINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.