Morgunblaðið - 29.03.1996, Síða 44

Morgunblaðið - 29.03.1996, Síða 44
44 FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTJAN SIGURÐ- UR AÐALSTEINSSON + Kristján Sig- urður Aðal- steinsson fæddist í Haukadal við Dýra- fjörð 30. júní 1906. Hann lést í Land- spítalanum 14. mars 1996. Foreldr- ar hans voru Aðal- steinn Aðalsteins- son, skipstjóri og bóndi á Hrauni í Dýrafirði, f. 18. júní 1878, d. 1. febrúar 1957 og kona hans Kristín Kristjáns- dóttir, frá Vattar- nesi i Múlasveit, Barða- strandarsýslu, f. 30. apríl 1877, d. 11. maí 1953. Systkini Krist- jáns voru Pétur, vélstjóri, f. 22. október 1910, d. 10. júlí 1974 og Aðalbjörg f. 20. júní 1914. Kristján kvæntist 8. júlí 1937 eftirlifandi eiginkonu sinni, Báru, f. 17. apríl 1911 á Akur- eyri, dóttur Ólafs Sumarliða- sonar, stýrimanns á Akureyri, f. 30. apríl 1881 í Akurhúsum, Garði, d. 4. nóv. 1934 og konu hans Jóhönnu Björnsdóttur, f. 16. apríl 1885 á Akureyri, d. 18. maí 1939. Dóttir þeirra er Erna, lyfjafræðingur, f. 17. maí 1938. Maki hennar var Guð- mundur B. Steinsson, apótek- ari, f. 24. júní 1938, d. 15. apríl 1991. Synir þeirra eru Kristján Sigurður, f. 19. sept. 1967 og Ólafur Steinn, f. 22. okt. 1969, báðir lyfjafræðingar í doktors- námi í Bandaríkjunum. Kristján tók farmannapróf frá Stýrimannaskólanum 1932. Kveðja frá systur og frændsystkinum Elskulegur bróðir og frændi er látinn eftir stutta en erfiða sjúkra- legu. Við sem eftir lifum stöndum á tímamótum, hann Kristján er farinn í sína hinstu för og kemur ekki aftur. Minningarbrotin hrannast upp í óskipulegum myndum. í æsku var hann nærgætinn, elskulegur eldri bróðir sem sýndi yngri systkinum mikla ást og umhyggju. Þrátt fyrir létta lund og glað- værð bernskunnar vaknaði snemma hjá honum sterk ábyrgð- f artilfinning sem reyndist honum vel er árin liðu og alvara lífsins tók við. Hugur hans hneigðist snemma til sjómennsku og vorið 1921 réð hann sig sumarlangt til útgerðar Hannesar Stephensen á Pílot frá Bíldudal með Kristjáni Árnasyni, þá tæpra fimmtán ára. Næsta i sumar var hann einnig á Pílot fram í ágústmánuð að þau straumhvörf urðu í lífi hans sem vörðuðu lífs- starfi hans braut. Pílot sigldi inn á Haukadalsbót- ina og Kristján fór ásamt pabba inn í Haukadal þar sem símstöðin var. Þar beið hans skeyti frá móð- urbróður okkar Pétri Bjömssyni skipstjóra á Villemoes (sem síðar varð Selfoss). Með þessu skeyti bauð Pétur Kristjáni pláss á Vill- emoes, en skipið var væntanlegt til Þingeyrar eftir tvo eða þrjá daga. Kristján fékk sig lausan af Pílot og örlögin voru ráðin, sjó- mennska - farmennska varð hans ævistarf. Ég man að það var ekki laust við að mér vöknaði um brá er ég, átta ára gömul, horfði á eftir stóra bróður mínum, sem þó var aðeins sextán ára, út í hinn stóra heim á vit hins óþekkta. Heimsmynd mín var þá ekki gleggri en svo að alltaf í vondum veðrum hugsaði ég til hans og bað þess að honum gengi allt í haginn. Ég var ekki fróðari en svo að ég taldi að hann væri alltaf í sama veðri og ég hvað sem öllum íjar- lægðum leið. Strax á þessum árum sagði sér- Hann hóf sjó- mennsku á skútunni Pilot frá Bíldudal 1921. í ágúst 1922 varð hann háseti á es. Villemoes og var þar til haustsins 1926. Því næst var hann háseti á es. Lag- arfossi I frá maí 1927 til maí 1928. Fór i siglingar með Dönum og var háseti á es. Jungshoved þar til í sept. 1929. Síðan var hann háseti á es. Lag- arfossi I og es. Goða- fossi II þar til í okt. 1931 og á es. Brúarfossi I frá maí 1932 til des. 1933, og leysti þá stýrimenn af í orlofum þeirra. Hann var 2. stýrimaður á es. Heklu frá árs- byrjun 1934 til febr. 1935, síðan 3. og 2. stýrimaður á es. Gull- fossi I 1935 til 1940, er Gullfoss var hertekinn af Þjóðveijum. Kristján kom heim með ms. Esju ásamt skipsljóra og skipshöfn um Petsamo í okt. 1940. Kristján var 2. stýrimaður á es. Selfossi I og es. Lagarfossi I framan af ári 1941, en fór á miðju ári á es. Brúarfoss I og var þar 2. stýri- maður fram á árið 1948. Þá 1. stýrimaður á sama skipi til 1950 og síðan á ms. Lagarfossi II, ms. Dettifossi II og ms. Gullfossi II þar til á árinu 1953. Á þessum árum gegndi hann skipsíjóra- störfum í forföllum skipstjór- anna, en var fastráðinn skipsljóri hjá Eimskipafélagi íslands í okt. 1953. Fyrst var hann skipstjóri á ms. Tröllafossi og fleiri skipum stakt trygglyndi Kristjáns og um- hyggja fyrir annarra hag til sín. Hann vissi sem var að við heima hefðum áhyggjur af velferð hans, ekki vegna þess að við vantreyst- um honum, heldur vegna með- fædds ótta við hið óþekkta. Þau voru ófá bréfin sem hann sendi heim til að eyða þessum áhyggjum, hlý og skemmtileg, uppfull af lýsingum á því sem fyr- ir augu unga mannsins bar. Kristján var með Pétri Björns- syni frænda sínum allt til ársins 1928 að hann réð sig á danskt skip og var hann þar í hálft annað ár, mikið í siglingum við S-Amer- íku. Kristján var alla tíð í miklu uppáhaldi Péturs frænda síns og þó þeir hafi verið'hvor af sinni kynslóð- var kært milli þeirra og gagnkvæm virðing einkenndi sam- skipti þeirra. Eftir dvöl sína á hinu danska skipi lá leiðin í Stýrimannaskólann þar sem hann var frá 1930 til 1932. Að því búnu lá leiðin aftur til sjós og sigldi hann m.a. öll seinni heimsstyijaldarárin, fyrst á Gull- fossi (gamla) og síðar á Brúarfossi. Fljótlega eftir stríð fór Kristján að leysa af sem skipstjóri, en var síðan ráðinn skipstjóri á Reykia- foss og loks var hann skipstjóri á Gullfossi í mörg ár, alit til þess er Gullfoss var seldur úr landi. Þá fór Kristján í land, enda orðinn sextíu og sjö ára og hafði skilað rúmlega hálfrar aldar gæfuríku starfi til sjós. Eftir að í land kom hóf hann störf hjá Alþingi og vann þar í rúm þrettán ár eða til áramóta 1986—’87. Viðburðankri starfsævi var lok- ið og þótt heilsunni væri farið að hraka var meðfæddri athafnaþrá hans ekki fullnægt með því að setjast í helgan stein. Hann hafði um margra ára skeið verið fasta- gestur í Sundlaugunum í Laugard- al, auk þess að ganga alla tíð mik- ið og því hélt hann áfram meðan hann gat „staulast um“ eins og hann orðaði það sjálfur. Þá fór hann og margar ferðir með skipum félagsins og síðan skipstjóri á ms. Reykjafossi II frá sept. 1954 til mars 1958. Hann tók við skipstjórn á ms. Gullfossi II 21. mars 1958. Var síðan óslitið með Gullfoss þar til hann var seldur úr landi í okt. 1973. Lét þá af sjómennsku á 68. aldurs- ári. Kristján var ráðinn umsjón- armaður Þórshamars, húss Al- þingis, árið 1973 og starfaði þar í 13 ár. Kristján gekk í Skipstjórafé; lag íslands 2. ágúst 1955. í stjórn þess var hann frá 27; des. 1957 til 13. ágúst 1962. í stjórn Stýrimannafélags Is- lands 1935 til 1946. Forseti Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands 1961 til 1963. Varamaður í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir Sjálfstæðis- flokkinn 1962 til 1965. Heiðurs- félagi Skipstjórnarfélags Is- lands frá 28. des. 1985. Heiðurs- félagi Stýrimannafélags Is- lands 19. febr. 1994. Sat í skóla- nefnd Stýrimannaskólans 1972 til 1977 og var fyrsti formaður skólanefndar. Jafnframt átti hann sæti í Sjó- og verslunar- dómi Reykjavíkur um árabil. Kristján var sæmdur ridd- arakrossi hinnar íslensku fálka- orðu 17. júní 1960 og stórridd- arakrossi hinnar íslensku fálka- orðu 17. júní 1967. Hann var útnefndur riddari af 1. gráðu i Dannebrogordenen 4. júlí 1973. Hlaut heiðursmerki Sjó- mannadagsins. Hlaut viður- kenningu frá Bretum og frá sljórn framkvæmdastjóra Eim- skipafélags íslands fyrir djarf- mannlega framgöngu við björgun skipshafnar es. Daleby árið 1942. Útför Kristjáns verður frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Eimskipafélagsins um heimsins höf og hafði mikla ánægju af, enda hefur það löngum verið sagt að hugur sjómannsins verði ekki svo auðveldlega slitinn frá starfinu þó í land sé komið. Seinasta 2 V2 ár dvaldi hann á Hrafnistu í Reykjavík þar til nokkr- um dögum fyrir andlát sitt að hann var fluttur á Landspítalann þar sem hann lést að kvöldi fimmtu- dagsins 14. mars sl. Kristján kvæntist eftirlifandi konu sinni, Báru Ólafsdóttur frá Akureyri, árið 1937. Þau eignuð- ust eina dóttur, Emu, sem er lyfja- fræðingur að mennt, fædd 1938. Erna var alla tíð augasteinn föð- ur síns og það sama má segja um sym hennar tvo, Kristján Sigurð og Ólaf Stein, enda hafði Kristján mikið yndi af börnum og þau hændust að þessum sviphreina, góða manni. Hann hafði þó vinnu sinnar vegna ekki þau tækifæri sem hann hefði viljað til að fylgj- ast með þeim vaxa úr grasi. Erna var gift Guðmundi Steins- syni, miklum mannkosta- og gáfu- manni sem lést 15. apríl 1991, aðeins tæpra fimmtíu og þriggja ára að aldri. Varð hann öllum sem til þekktu mikill harmdauði. Enn er sár harmur kveðinn að þessari litlu fjölskyldu þegar höggvið er í hana skarð sem ekki verður fyllt. Elsku Bára, Erna, Kristján Sig- urður og Ólafur Steinn. Megi góð- ur Guð veita ykkur styrk. Til þess hjálpi ykkur líka minningin um mikilhæfan, góðan mann. Aðalbjörg Aðalstelnsdóttir, börn og fjölskyldur þeirra. Kristján var fæddur 30. júní árið 1906 í Haukadal við Dýra- flörð. Að loknu barna- og ungl- inganámi tók sjórinn við. Fyrstu árin var hann á fiskiskipum, en tók farskipaplássi strax og það bauðst, og stefndi að því að verða yfirmað- ur á einu slíku. Hann fór í Stýri- mannaskólann í Reykjavík og lauk farmannaprófi árið 1932. Hann varð stýrimaður á Gull- fossi árið 1935, en eftir 1940 var hann þar fyrsti stýrimaður og skip- stjóri í afleysingum þar og á fleiri Fossum. En 1935 var hann fastráðinn skipstjóri hjá Eimskip. Við Gullfossi tók hann árið 1958 og var það allt til þess að skipið var selt úr landi. Eftirlifandi eiginkona Kristjáns er Bára Ólafsdóttir, en henni kvæntist Kristján árið 1937. Eiga þau eina dóttur barna. Kristján lét sig félagsmál sjó- manna miklu varða. M.a. var hann forseti Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands árin 1961 til 1963. Þá sat hann sem varamaður í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn árin 1962 til 1965. Kristjáni var margur sómi sýndur sem verðugt var. Hann var gerður að heiðursfélaga í Skip- stjórafélagi íslands árið 1985. Hann var sæmdur hinni íslenzku fálka- orðu og dönsku orðunni Dannebrog. En árið 1984 var hann sæmdur æðsta heiðursmerki íslenskra sjó- manna, gullmerki Sjómannadags- samtakanna. Fór sú athöfn fram á Sjómannadaginn sama ár og veitt- ist undiiTÍtuðum sá heiður sem for- maður Sjómannadagssamtakanna, að framkvæma þá athöfn. Við þetta tækifæri riijaði ég upp persónuleg kynni mín af Kristjáni. Ég var búinn að sigla á mörgum skipum með mörgum skipstjórum hjá Eimskip, þegar ég réðst á Gullfoss sem afleysingastýrimað- ur, skömmu eftir að Kristján tók við honum. En í þessu starfi mínu er fólgið starf sem háseti og gegndi ég því ásamt bátsmannsstarfi og stýrimannsstarfi, en til þess þurfti maður að sjálfsögðu að hafa full atvinnuréttindi til stýrimennsku á fragtskipi og vera reiðubúinn til að taka við starfi stýrimanns í þeim tilfellum að einhver þeirra, eða skipstjóri, forfölluðust vegna veikinda eða leyfa. Ég kom á Gullfoss skömmu áður en ég var kjörinn alþingismaður fyrir Reykjavík. Ég kynntist því Kristjáni í öllum þessum störfum mínum, alltaf reyndist hann mér sem öðrum skipveijum góðviljaður og drenglundaður, þótt allri stjórn- un væri fylgt af fullri reisn og með þeirri þekkingu sem Kristján bjó yfir. Þá þekkingu öðlaðist hann ekki eingöngu við skólagöngu, heldur og vegna annarrar þekking- arleitar og þess að hann var frábær mannþekkjari og hafði hið ágæt- asta lið í sinni áhöfn, en þar voru allir sammála um ágæti hans, báru mikla virðingu fyrir honum og störfum hans og eins og ég, þótti vænt um hann sem mann. Hann átti sæti í stjórn Stýri- mannafélagsins í 11 ár og var gerður heiðursfélagi þar á 75 ára afmæli félagsins 1994. Þá var hann formaður skólaráðs Stýri- mannaskólans í tvö ár. Eftir að ég varð alþingismaður varð ég að sjálfsögðu að fá leyfi frá störfum mínum á Gullfossi meðan þing var að störfum. En sumaráætlun skipsins var sérstak- lega þægileg fyrir mig samfara þingstörfum, því alltaf kom skipið til Reykjavíkur um það leyti sem þingi lauk og kom þangað að hausti um líkt leyti og þing tók til starfa að nýju. Þetta gekk ágætlega fyrsta kjörtímabil mitt og gat ég þakkað það sérstökum velvilja skipstjóra. En eftir að sá tími var liðinn varð ég að axla poka minn og fara í land, því þá hafði hlaðist svo mikið á mig af ýmsum störfum að ekki veitti af sumrinu líka til þeirra starfa. Ég kvaddi Kristján þá eins og ég geri nú, með þessum orðum. „Vertu sæll og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Guð veri alltaf með þér, áhöfn þinni og farþegum,“ og nú bæti ég við: „Góða ferð“. Pétur Sigurðsson. í dag verður Kristján Aðal- steinsson skipstjóri lagður til hinstu hvíldar. Minnist ég hans með þakklæti og virðingu. Fundum okkar Kristjáns bar fyrst saman árið 1947 í Kaup- mannahöfn, þar sem við unnum báðir á vegum Eimskipafélagsins, hann stýrimaður við eftirlit með flokkunarviðgerð á Brúarfossi og ég á skrifstofunni. - Glæsibragur og góður þokki hans er mér minnis- stæður frá fyrstu kynnum okkar. Framan af voru kynnin ekki náin því fundum okkar bar sjaldan saman, en þegar Kristján tók við skipstjórn á Gullfossi árið 1958, var ég deildarstjóri í farþegadeild Eimskips og þá urðu samskipti okkar mjög mikil. Leiddi það til vináttu sem hélst upp frá því, og varð því einlægari sem lengri tími leið. Við áttum margar góðar stundir saman bæði í starfi og utan þess. Þeirra stunda minnist ég nú þegar horft er yfir farinn veg. Kristjáni er lýst þannig að honum var ánægja að koma verkum af stað, skipuleggja hluti og láta úr þeim rætast. Hann leitaðist við að fela hveijum það verk að fást við, sem hæfni hans og eiginleikar best fengu staðist. Hann sinnti skipveij- um og farþegum af kostgæfni. Þekkti nauðsyn þess að ná góðu sambandi við sitt fólk, kynna sér vinnubrögð þess, viðbrögð og þarf- ir. Hann var glöggur mannþekkjari. Líklegt má telja að kostir, sem hér er lýst, hafi ráðið miklu um að Kristjáni var falin skipstjórn á Gullfossi, flaggskipi Eimskipafé- lagsins og íslenska kaupskipaflot- ans. Sannaðist að þar var réttur maður á réttum stað. Við vissar aðstæður gat Kristján verið ákveðinn og ósveigjanlegur. Hann lagði kröfur sínar fram af eldmóði með umbúðalausum orð- um. Mestar kröfur gerði hann þó til sjálfs sín, gætti reglusemi og sjálfsögunar. - Hjartahlýja og góðvild blundaði ætíð í bijósti hans, auðvakin þeim, sem minna máttu sín og hjálpar þurftu við. Hann var fús til að ljá góðum málum lið. Ég kveð Kristján að leiðarlok- um, þakka honum samfylgdina og trausta vináttu, sem við bundumst - vináttu, sem ekki verður rofin og kann að draga okkur saman á ný- Báru konu Kristjáns, Ernu dótt- ur þeirra og öðrum ástvinum votta ég innilega hluttekningu. Sigurlaugur Þorkelsson. Kristján Aðalsteinsson, fyrrver- andi skipstjóri, hóf störf hjá Eim- skipafélaginu í ágúst 1922, þá sext- án ára að aldri, sem háseti á Vill- emoes, er félagið annaðist útgerð á fyrir hönd Ríkissjóðs íslands. Síðan var hann háseti á nokkrum Foss- anna, þar til árið 1933, að hann tók að leysa stýrimenn af í orlofum þeirra. Hann var stýrimaður á Gull- fossi, þegar Þjóðveijar kyrrsettu skipið í Kaupmannahöfn vorið 1940, og kom heim með Esjunni í Petsamoförinni. Eftir það var Krist- ján stýrimaður á skipum félagsins og síðan fastráðinn skipstjóri árið 1953. Kristján varð skipstjóri á Gullfossi, flaggskipi Eimskipafé- lagsins, árið 1958 og hafði það starf með höndum þar til hann lét af störfum á 68. aldursári, árið 1973, en þá var skipið selt úr landi. Sjó- mannsferill Kristjáns var 52 ár, þar af var hann 50 ár á skipum Eim- skipafélagsins og fastráðinn skip- stjóri hjá félaginu rétta tvo ára- tugi. Hann helgaði því félaginu nær allan sinn starfsdag. Eftir að Kristján lét af störfum leitaði hugur hans oft til félagsins. Hann fylgdist grannt með gangi mála og bar hag félagsins fyrir bijósti og fagnaði hveiju framfara- spori. Síðasti samfundur hans við starfsmenn félagsins var á afmæli þess þann 17. janúar sl. Þá kom hann til að bera félaginu heillaóskir og gleðjast með gömlum starfsfé- lögum. Eimskipafélagið flytur Kristjáni Aðalsteinssyni þakkir fyrir langan og farsælan starfsdag í þágu þess. Öll verk, sem hann vann, einkennd-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.