Morgunblaðið - 29.03.1996, Page 46

Morgunblaðið - 29.03.1996, Page 46
46 FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚN ÁSBJÖRNSDÓTTIR + Guðrún Ás- björnsdóttir var fædd í Ásbjarnar- húsi á Hellissandi 2. október 1895. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 20. mars síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru heið- urshjónin Hólm- fríður Guðmunds- dóttir frá Purkey á ^Breiðafirði, f. 10.6. 1870, d. 28.11. 1919, og Ásbjörn Gilsson, útvegsbóndi, frá Öndverðarnesi, f. 29.9. 1860, d. 28.2.1924. Guðrún var þriðja í röð níu barna þeirra er upp komust og eru þau sem hér segir: Guðmundur, f. 10.8. 1891, d. 13.1. 1978; Friðbjörn, f. 4.9. 1892, d. 27.5. 1985; Þór- unn, f. 15.3. 1898, d. 2.11. 1993; Hólmfríður, f. 13.1. 1900, d. 18.9. 1983; Epiphanía, f. 6.1. 1902, d. 19.6. 1956; Sigþóra Björg, f. 31.3. 1904, d. 22.6. 1978; Guðný, f. 20.9. 1907, og - Sigurást, f. 27.11. 1910. Einnig ólst upp á heimilinu fósturson- urinn Guðlaugur Eggertsson. Hinn 18.11. 1916 giftist Guð- rún Guðmundi Guðbjörnssyni, skipstjóra, frá Sveinsstöðum í Neshreppi, f. 15.10. 1894, d. 18.9. 1934, og eignuðust þau sjö börn. 1) Hólmfríður Ása, f. Guðrún Ásbjörnsdóttir, tengda- móðir mín, er látin á 101. aldurs- -ári. Eftir langt og viðburðaríkt líf hefur hún fengið hvíld, en segja má að hún hafi upplifað meiri breyt- ingar í sögu þjóðarinnar en flestir. Ung var hún kölluð ein fegursta rósin við Breiðafjörð, fædd undir hinum dulúðuga Snæfellsjökli, en það umhverfi var henni alla tíð mjög kært, þó starfsvettvangurinn yrði að mestu leyti í Hafnarfirði, en það- an er hún nú kvödd. Mér er bæði Ijúft og skylt að minnast hennar í nokkrum orðum því ætíð var sam- band okkar hlýtt og innilegt. Mér eru minnisstæð okkar fyrstu kynni fyrir rúmum 44 árum, þá hafði ég kynnst ungri og glæsilegri stúlku úr Hafnarfirði, Helgu Guðmunds- dóttur, sem síðan varð eiginkona jnín. Hún bauð mér heim einn sunnudag á heimili þeirra að Holts- götu 6, og þó húsrými væri ekki stórt miðað við nútíma kröfur var auðfundið að hjartarými var nóg og allt svo fágað og fallegt. Guðrún var þá 56 ára gömul og vakti eftir- tekt mína fyrir glæsileika þegar hún gekk í stofuna, með fallegt bros og blik í augum. Þær voru óvenju sam- rýndar mæðgurnar og ekki þótti mér verra þegar Helga laumaði því að mér að þær væru nú báðar sjálf- stæðismanneskjur. Það er mér og ógleymanleg stund að sjá þær mæðgur á 17. júní hátíðinni í Reykjavík sumarið 1952, þá birtist ■ Helga mér brosandi í fallegri dragt með bleikan hatt, sem hið ljósa man og Guðrún sem fjallkonan fríð í skautbúningi, sem stirndi á í glamp- andi sólskininu. Svo kynntist ég börnum Guðrúnar og tengdabörnum og hefur mér ætíð verið tekið sem einum af þessari stóru og góðu fjöl- skyidu, sem stóð svo þétt saman eftir að Guðrún missti mann sinn frá 6 börnum aðeins 38 ára gömul. En Guðmundur Guðbjörnsson drukknaði er hann var á síldveiðum við Siglufjörð 39 ára gamall og stóð þá Guðrún ein í stafni eignalaus í miðri kreppunni miklu. Elsti sonur- inn var þá 15 ára og yngsta barnið ársgamalt og var það skírt við kistu föður'síns. Guðrún var sterk og bognaði hvorki né brotnaði, hópnum skyldi haldið saman hvað sem það kostaði, slíkt var skapfesti hennar, trú og dugnaður og öllum kom hún til manns og mennta með Guðs hjálp og góðra manna. Elstu synirnir tóku 24.11. 1917, d. 20.2. 1921. 2) Guðbjörn Herbert, f. 25.6. 1919, kvæntur Rósu Guðnadóttur, f. 7.10. 1918. Þau eiga fjögur börn saman. Guðbjörn átti tvö börn fyrir. 3) Guð- mundur Ársæll, f. 28.9. 1921, kvæntur Sigurlín Ágústs- dóttur, f. 1.7. 1923. Þeirra börn eru sex. 4) Fríða Ása, f. 29.7. 1924, gift Bjarna Olafssyni, f. 16.11. 1920. Þau eignuðust fimm börn og eru fjögur á lífi. 5) Ásbjörn, f. 12.8.1925, kvænt- ur Guðrúnu Sigurðardóttur, f. 27.4. 1925. Þau eiga fjögur börn. 6) Guðríður Helga, f. 3.7. 1927, d. 6.1. 1992. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Gunn- laugur Jón Ingason, f. 20.3. 1924. Þeirra börn eru sex. 7) Guðmundur Rúnar, f. 4.9. 1933, kvæntur Bryndísi Ingvarsdótt- ur, f. 12.6. 1934. Þau eiga þrjú börn og fósturdóttur. Guðrún bjó lengst af í Hafn- arfirði og starfaði þar um ára- tugi að bindindismálum. Útför Guðrúnar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Hafnar- fjarðarkirkjugarði. strax við að afla tekna og hver hönd- in bættist við eftir að aldur og þroski leyfði og öll urðu þau sex hið mæt- asta fólk og traustir samfélagsþegn- ar. Hafa börnin öll gifst og er nú mikill ættbogi út frá Guðrúnu og Guðmundi kominn, eða rúmlega 130 mannvænlegir einstaklingar. Þegar börnin voru uppkomin gerðist tengdamóðir mín ráðskona í 10 ár hjá Guðmundi sparisjóðsstjóra í Keflavík, en fluttist eftir það að Ölduslóð 21 í Hafnarfirði því þar hafði hún byggt íbúð á neðri hæð hjá Fríðu dóttur sinni og tengda- syni. Þar bjó hún síðan, hin síðari ár með ómetanlegri aðstoð Fríðu og Erlu dóttur hennar og verður sá stuðningur þeirra seint fullþakk- aður. Fríða var hennar styrka stoð alla tíð og hélt í hendur móður sinn- ar þegar hún kvaddi þetta jarðlíf. Guðrún var alla tíð einstaklega heilsuhraust og það var ekki fyrr en hún var 99 ára að hún fluttist á Hrafnistu í Hafnarfirði, en þar hlaut hún sömuleiðis frábæra umönnun og hlýju og erum við öll mjög þakk- lát fyrir. Þó líkaminn yrði að lokum lúinn, hélt hún til síðustu stundar andlegu atgervi sínu, og var eitt af hennar síðustu orðum að biðja um að langömmubörnum sínum, sem fermast þetta vor, yrðu færðar gjaf- ir frá sér. Og ætíð var kjarkur henn- ar og lífsvilji slíkur að aðdáun vakti. Má minnast á að þegar henni fannst sjóninni hafa hrakað fór hún 97 ára gömul í laseraðgerð á auga og heppnaðist hún það vel að hún gat Iengi lesið gleraugnalaust eftir það. Ætíð var jafn gott að koma í heim- sókn til Guðrúnar, veitt af mikilli rausn og kvatt með hlýjum kossum og blessunarorðum. Ometanlegur var sá stuðningur sem hún veitti mínu heimili meðan börn okkar Helgu voru að vaxa úr grasi, en þær mæðgur voru líka einstaklega nánar og miklar vinkonur, sem og Friða Ása. Var það Guðrúnu, sem okkur öllum mikill harmur þegar Helga féll frá 1992 eftir baráttu við illvíg- an sjúkdóm. Við þá sáru raun bogn- aði Guðrún en lífsvilji hennar og ást til ættingja var slíkur að nú í októ- ber sl. hélt hún stórkostlega veislu, á hundrað ára afmælisdaginn, þar sem um 200 manns mættu til kaffis- amsætis og hún var hyllt sem drottning. Þann dag að verða ald- argömul viidi hún lifa, en síðan fá að halda á eilífðarveg, á vit kærra ættingja og vina, sem hún vissi að biðu hennar. Við trúum að sú heim- koma hafi verið ljúf, því eitt er víst að góðu lífsverki var skilað í hendur Skaparans. Við samferðafólk henn- ar eigum um hana ljúfar minningar og vil ég og mitt fólk þakka henni samfylgd og allan hennar kærleika. Fari hún í friði. Gunnlaugur J. Ingason. í dag kveðjum við glæsilega og stórbrotna konu. Eftir að hafa hald- ið upp á 100 ára afmælið sitt á síð- asta ári, var eins og lífsneistinn slokknaði enda ævin löng og ströng. Hún var tilkomumikil hún amma mín á aldarafmælinu eins og jafnan áður. Það geislaði af henni hlýja, manngæska, stolt og gleði yfir að sjá allan afkomendahópinn sem var henni svo kær. Börnin hennar og tengdabörn mættu í afmælið með börnin sín og bamaböm, nema dótt- irin Helga sem var látin: Þau Guð- bjöm og Rósa, Guðmundur og Silla, Fríða og Bjarni, Rúnar og Dísa, Ásbjörn og Guðrún, svo og Gunn- laugur tengdasonur hennar. Amma Guðrún missti eiginmann sinn Guð- mund Guðbjörnsson skipstjóra árið 1934 frá sex börnum á aldrinum 1-15 ára. Þetta hlutskipti þætti erfitt í dag og því er erfítt að skilja hvernig hún amma mín kom öllum börnum sínum til manns auk Gunn- ars Guðbjömssonar, uppeldissonar hennar. Víst átti faðir minn, sem var elstur barnanna, svo og sam- heldni ljölskyldunnar sinn þátt í því máli, en hennar styrkur í gegn um súrt og sætt er aðdáunarverður. Fallega ekkjan á Hamrinum var hún stundum kölluð þegar ég man fyrst eftir henni í litla húsinu við Holtsgötuna í Hafnarfírði. En eftir- minnilegust var hún amma þegar ég var að alast upp í foreldrahúsum í Keflavík. Þá var amma ráðskona hjá Guðmundi Guðmundssyni heitn- um sparisjóðsstjóra. Öll mín bernskuár var Guðrún amma því heimagangur á heimili okkar, reglu- legur spilafélagi, sagnabrunnur og siðapostuli sem gerði miklar kröfur. Stundum fannst mér kröfurnar óréttlátar, en síðar Iærðist mér að þetta var leið sem amma notaði til að fá mig og aðra afkomendur sína til að gera okkar besta. Þegar ég kom heim með góðar einkunnir, fallega handavinnu eða íþróttaaf- rek, var fyrsta hugsunin: hvað skyldi hún amma segja nú? Hennar viðbrögð skiptu jafnvel meira máli en viðbrögð mömmu og pabba. Amma brosti gjarnan og var hlý í viðmóti en ailtaf hvatti hún til frek- ari dáða, og lét mig finna og heyra að ég gæti gert betur. Ég þakka þér, amma mín, alla þína hvatningu, þó að mér hafi stundum fundist erfitt að gera þér til hæfís. Eftir að ég lærði sjálf sálar- og uppeldifræði skildi ég bet- ur hve mikilvægar sterkar kvenfyr- irmyndir eru fyrir uppvaxandi stúlk- ur og hve mikilvægu hlutverki þú og amma Sigurbjörg gegndu í mínu uppeldi. Fyrir það verð ég ykkur ævinlega þakklát. Hvatning, hlýja og heilsusamlegt líferni voru þínar sterkustu hliðar og því miðlaðir þú til afkomenda þinna sem hafa notið þess í ríkum mæii. Stúdentamynd- irnar á heimili þínu á Ölduslóðinni skiptu orðið tugum enda metnaður þinn að afkomendur þínir fengju góða menntun. Metnaðurinn náði ekki aðeins til menntunar, heldur var fas þitt og klæðnaður alltaf fyrsta flokks. Þó að þú værir stórglæsileg í íslenska þjóðbúningnum, fannst þér ekki síður mikilvægt að skarta fallegum kjólum, brakandi silkiblússum og hafa allt fínt og fágað í kring um þig. Fram á síðustu ár vildir þú fylgjast með nýjustu tísku. Stúku- málin og félagsvistin voru þér mikilvæg hugarefni og alltaf fylgd- ist þú vel með í þjóðfélagsumræð- unni. Já, þú varst stórkostlegur persónuleiki, amma mín. Ég og fjöl- skylda mín erum þakklát fyrir allt það sem þú gafst okkur á þinni löngu ævi. Megir þú njóta hvildar- innar í Guðs friði. Guðný Guðbjörnsdóttir. Á fögrum degi, hinn 20. mars sl. þegar fyrsti andblær vorsins strauk okkur ljúflega um vanga, kvaddi elskuleg amma mín jarðvist sína, södd lífdaga. Við sem eftir stöndum fyllumst söknuði en um leið þakk- læti fyrir allar samverustundirnar sem geymast munu sem fagrar minningar um góða konu með yndis- lega sál. Slík sál hlýtur að njóta hreinleika síns og fá góða vist hjá þeim æðsta sem öllu ræður, sem og hlýjar móttökur hjá ástvinum þeim sem á undan eru gengnir. Einlæg guðstrú var henni í blóð borin, hún bað til Hans daglega, oft upphátt líkt og hún ræddi við sinn besta vin. Þá var bjargföst trú hennar á framhaldslíf og ódauðleika sálarinn- ar. Trúði hún mér fyrir því stuttu fyrir andlát sitt að eftirvæntingar- full biði hú endurfunda við eigin- mann sinn, sem hún missti fyrir 64 árum, en yrði líklega feimin eins og ung stúlka á fyrsta stefnumóti, er liti hún í augu hans á ný. Amma Guðrún var um flest einstök kona, og ótrúleg var reisn hennar og feg- urð allt til síðustu stundar. Hún unni afkomendum sínum heitt og velferð þeirra og hamingja var henni efst í huga öllum stundum, og öllum fylgdu heit blessunarorð við heim- sóknir. Líf hennar var hetjusaga konu, sem lifði í heila öld, miklar breytingar í þjóðlífinu, frá alda- 1 mótasamfélaginu til tæknivædds nútímans. Öllum breytingum tók hún vel með skilningi þess sem lifað hefur tímana tvenna, því vissulega upplifði hún verulegt mótlæti en bognaði þó aldrei né brast, slíkur var kjarkur hennar og dugnaður. Á kveðjustundu þakka ég henni allan hennar kærleika, ástúð og hlýju, sem hún gaf svo ríkulega frá sér. Slíkt er okkur hinum fyrirmynd á lífsins braut að rækta það góða sem í öllum býr. Ég kveð elskulega ömmu mína í þeirri trú að nú líði henni vel í vinahópi, ungr og hei- brigðri. Gangi hún á Guðsvegum. Ingi Gunnlaugsson. Yfir Guðrúnu ömmu var mikil reisn. Hún var virðulegasta og feg- ursta eldri kona sem ég hefi þekkt. Á stórhátíðum var hún í upphlut og er sá búningur óijúfanlega tengdur minningu hennar. Það stirndi á gulldjásnin en svart pils og blúndusvunta lágu í fallegum fellingum þar sem hún sat tignar- lega á meðal gesta. Dökkt hárið fléttað niður undan húfunni með silfursleginn hólk. Andlitið hvítt og slétt með skýrum dráttum minnti á andstæðurnar í fegurð Mjallhvítar. Þannig birtist myndin af ömmu í huga mér. Með slíkri nálægð heiðr- aði hún okkur á merkisstundum íjöl- skyldunnar, hvort sem það voru stórafmæli, útskriftir, skírnir, ferm- ingar eða brúðkaup. „Amma Guðrún" stóð ævinlega undir kveðjunni á kortum og gjöfum sem bárust frá henni ömmu. Ég las þessi orð með tilhlökkun og ákveð- inni lotningu. Þvi umhyggja ömmu hafði alveg sérstaka merkingu. Ég gerði mér ekki grein fyrir því þá, en finn nú hversu nálæg hún var öll uppvaxtarárin. Hún bjó í næstu götu og leit stundum inn hjá okkur á morgnana þegar hún fór í búðirn- ar. Ef svo bar við að amma sat í eldhúsinu þegar ég kom heim, fann ég til fögnuðar og þótti nálægð hennar góð. Oft dvaldi hún dagpart hjá okkur og þá voru tekin upp spil og spilaður manni eða rússi. Að koma heim til ömmu var einn- ig sérstakt. Hún tók okkur börnum og óstálpuðum unglingum einatt sem fullorðnum, bar fram góðgæti og spjallaði. Þá var oft rætt um nám og menntun, því amma var metnað- arfull fyrir hönd afkomendanna. Hjá henni fengum við systkinabörnin fréttar af námsafrekum hvert ann- ars og hvatningu til dáða. Táknrænt fyrir þennan áhuga ömmu var stúd- entamyndasafnið, en hún hélt ná- kvæma tölu yfir stúdentana sína og tók fram myndir af þeim í hverri heimsókn. Amma var ætíð róleg í fasi og hreyfíngar hægar. Það var ekki við hæfi að hækka róminn í nálægð hennar eða sýna á annan hátt merki ójafnvægis. Þannig lærðist í um- gengni við ömmu að halda virðingu og reisn í mannlegum samskiptum. Amma var fædd og uppalin á Hellissandi og bjó við fegurð Snæ- fellsjökuls fram yfir þrítugt. í Kristnihaldiinu segir um jökulinn á einum stað: hann forklárast á viss- um tímum dags í sérstakri birtu og stendur í gullbjarma með stóru geislamagni og allt verður auvirði- legt nema hann. í huganum tengi ég fegurð jökulsins við hana Guð- rúnu ömmu á upphlutnum sínurn. Þannig mun ég geyma mynd hennar í minningunni. Guð geymi þig, elsku amma mín. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir. Kveðja frá stúkunni Daníelsher nr. 4 Að leiðarlokum minnumst við Guðrúnar Ásbjörnsdóttur, góðs vin- ar og félaga. Guðrún gekk í St. Daníelsher nr. 4 árið 1928. Hún sat í framkvæmdanefnd stúkunnar í áraraðir. Hún var fulltrúi stúkunnar á Umdæmisþingum og Stórstúku- þingum í mörg ár. Heiðursfélagi stúkunnar Daníelshers, Umdæmis- stúkunnar og Stórstúku íslands. Guðrún var einstaklega góður upp- lesari. Hún var gædd sérstökum frásagnarhæfileikum. Sérstaklega verður Guðrúnar minnst sem hins góða og hugljúfa félaga, sem ætíð var reiðubúinn til starfa og sem gott var að starfa með. Eftir að heilsa hennar bilaði og hún gat ekki lengur staðið að verki, var hugur hennar ætíð bund- inn starfinu, og hún leitaði frétta hvernig gengi. Hún er nú kvödd af miklum inni- leik, þakklæti til hins góða og trygga félaga fyrir samstarfið. Blessuð sé minning hennar. Með samúð til aðstandenda. Amma Guðrún var farin að hlakka til að komast heim. Róleg, yfirveguð og full trúnaðartrausts afklæddist hún jarðneskum líkama sínum og fæddist inn í eilífðina. Með algóðan Guð að leiðarljósi gekk hún í gegnum jarðneskt líf sitt, í rúm hundrað ár, og myndaði þungamiðju ijölskyldunnar; andleg og næm, mild og jafnframt ströng, í beinum tengslum við æðri heima, samt með báða fætur á jörðinni, hugrökk, örlát, útsjónarsöm og úr- ræðagóð. Hún elskaði fegurð lífsins og hún elskaði okkur, fólkið sitt, og við elsk- uðum hana og bárum takmarka- lausa virðingu fyrir henni. Amma stóð á fimmtugu, er ég fæddist í litla húsinu hennar við Holtsgötuna. Þegar þarna var kom- ið sögu, hafði hún verið ekkja í 12 ár. Elstu synirnir, Bubbi, Gummi og Ási, voru farnir eða voru í þann veginn að fara að heiman; móðir mín, Fríða Ása, Helga og Rúni voru á heimilinu, svo og sonarsonur ömmu, Gunni, sem hún ól upp. Holtsgata .6 var ævintýraheimur og „Gósenland". Uppi voru tvö svefn- herbergi og læst geymsla undir súð. Þar geymdi amma rúsínur, kandís og kex, suðusúkkulaði og jafnvel marsípan. Á hæðinni voru eldhús og tvær stofur; betri stofa, stás- stofa, að jafnaði læst og þar inni var ávallt sælgæti í skál, enda loddi það við ömmu alla tíð að vilja eiga mola í skálum til að bjóða og gætti hún þess vandlega að ekki yrði þurrabú að neinu leyti. Þess má geta, að við erum öll miklir krydd- belgir og sælkerar sem af henni erum komin. í kjallara hússins voru baðherbergi, þvottahús og geymslu- búr, fullt af _ saftflöskum og suitukrukkum. Úti í garði hélt amma hænsn, ræktaði kartöflur og alls kyns grænmeti og var með rifs- berja- og sólberjatré. En það var uppi í svefnherberginu hennar ömmu sem andlegi grundvöllurinn var lagður í formi bæna og ljóða. Þar voru skápar sem hægt var að smeygja sér inn í og þar inni kynnt- umst við heimsbókmenntunum; Ben Húr, Sherlock Holmes og Tarsan apabróður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.