Morgunblaðið - 29.03.1996, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 51
l
I
I
I
►
&
$
>
I
i
)
f
I
I
I
3
i
4
4
4
4
4
4
4
4
H
SIG URBJÖRG
PÉTURSDÓTTIR
+ Sigurbjörg Pét-
ursdóttir fædd-
ist á Útnyrðings-
stöðum á Völlum
14. febrúar 1908.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 22. mars
síðastliðinn.
Foreldrar Sigur-
bjargar voru Pétur
Pétursson, f. 1874,
d. 1936, vinnumað-
ur og póstur á Hér-
aði, síðar verka-
maður og múrari í
Neskaupstað, og
Una Stefanía Stefánsdóttir hús-
móðir fædd 1882, d. 1950.
Systkini Sigurbjargar: Jón,
f. 25.6. 1903, Ragnheiður, f.
9.8. 1904, Sigurður, f. 21.12.
1905, látinn, Sigríður, f. 13.1.
1907, Eva, f. 29.10. 1908, Mar-
grét, f. 3.5. 1911, Þorgerður,
f. 3.8. 1913, Sveinbjörg, f. 11.5.
1912, Stefán, f. 13.11. 1915,
Guðný, f. 31.7. 1917, María,
8.11. 1923 og Ragna, f. 1919,
dó á fyrsta ári. Þá dóu tveir
drengir i fæðingu 1910 og
1921.
Hinn 17. september 1931
giftist Sigurbjörg Pétri Björg-
vini Jónssyni skósmíðameist-
ara, f. 27.11. 1889, d. 1956.
Börn þeirra: Bogi, f. 3.2. 1925,
forstöðumaður Barnaheimilis-
ins á Ástjörn, maki Margrét
Magnúsdóttir, þau eiga eitt
barn. Stefanía, f. 29.3. 1926,
maki Sigurður Þórðarson, lát-
inn. Jóna Vilborg, f. 21.11.
1927, maki Matthías Jóhanns-
son, látinn. Þau eiga
níu börn. Guðlaug,
f. 6.6. 1930, maki
Karl Hjaltason, þau
eiga fimm börn.
Stefán, f. 8.5. 1931,
söðlasmiður og for-
sljóri. Maki hans er
Kristbjörg Magnús-
dóttir, þau eiga
fimm börn á lífi en
misstu dóttur, Júlíu,
9 ára gamla. Hjálm-
ar, f. 20.5. 1931,
úrsmiður. Sambýl-
iskona Hjördís Ein-
arsdóttir. Hjálmar á
tvo syni frá fyrra hjónabandi.
Jón Pétur, f. 5.3. 1934, fyrrver-
andi skipstjóri. Maki Guðrún
Lárusdóttir. Sigurlína, f. 4.4.
1936. Maki Eyvind Pétursson
frá Vogi í Færeyjum, þau eiga
þijú börn. Halldór, f. 2.10.1941,
rafvirkjameistari og umsjónar-
maður. Maki hans er Bryndís
Björnsdóttir, þau eiga tvær
dætur. Ingi Kristján, f. 22.7.
1943, afgreiðslumaður. Maki
Helga Jónsdóttir, þau eiga
fimm syni. Þorsteinn, f. 27.5.
1945, tollfulltrúi. Maki Snjólaug
Ósk Aðalsteinsdóttir, þau eiga
þrjá syni. Jóhanna Fanney, f.
26.2. 1923, maki Lesley Ashton,
bæði látin. Þau eignuðust níu
börn. Elísabet, f. 1922, d. 1946.
María, f. 1924, d. 1968. Valgerð-
ur, f. 1937, dó nokkurra vikna.
Sigurbjörg og Pétur bjuggu
lengst af á Akureyri.
Utför Sigurbjargar fer fram
frá Akureyrarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 11.
Mér er það bæði Ijúft og skylt
að minnast móður minnar, Sigur-
bjargar Pétursdóttur, sem borin er
til grafar í dag. Ég tel mig lánsam-
an mann að hafa hafnað hjá henni
vegna þess hvernig ég er í heiminn
kominn. Kona sem fer á fund ann-
arrar konu sem eignast hefir barn
með manni hennar og býðst til að
taka barnið og ala það upp með
öðrum börnum sínum, hlýtur að búa
yfir mikilli ást og kærleika, en fað-
ir minn hafði þá tekið hliðarspor
með annarri konu. En ást og kær-
leikur var einmitt það sem Sigur-
björg móðir mín átti í svo ríkum
mæli.
Sigurbjörg, sem ég af eðlilegum
ástæðum kalla alltaf móður mína,
fæddist á Útnyrðingsstöðum á Hér-
aði 14. febrúar 1902 og var því
nýlega orðin níutíu og fjögurra ára.
Hún ólst upp á Hallormsstað í miklu
ástríki Elísabetar húsfreyju þar,
sem hún kallaði ávallt fóstru sína
og mat mikiis. Árið 1921 giftist hún
föður mínum, Pétri Björgvin Jóns-
syni, f. 26.11. 1889, d. 8.11. 1966,
frá Þuríðarstöðum á Eyvindardal í
S-Múlasýslu, og hófu þau búskap á
Eskifirði. Hafði faðir minn lært
skósmíði á Seyðisfirði og setti hann
upp skósmíðaverkstæði á Eskifirði.
Seinna hóf hann þar vörubílaakstur
fyrstur manna. Var hann ýmist
kaliaður Pétur skó, eða Pétur bíl-
stjóri.
Erfitt var þeim sem og flestu
almúgafólki að framfleyta sér
vegna kreppunnar á þeim tíma.
Þegar þau höfðu eignast sjö börn
tók faðir minn áðurgetið hliðarspor.
Eignaðist hann mig með konu sem
hét Ingibjörg Sigurðardóttir og var
vinnukona á prestsetrinu þar í sveit.
Barst það til eyrna Sigurbjargar
að barnið væri alltaf vejkt, væri
meðal annars kviðslitið. Fátæk
vinnukona á þeim tíma hafði litla
möguleika á að ala upp barn. Það
var þá sem Sigurbjörg samdi við
Ingibjörgu um að hún tæki barnið
til sín og annaðist það sem eitt af
sínum börnum. Hún setti þó það
skilyrði að Ingibjörg skipti sér ekki
frekar af barninu. Þetta hlýtur að
hafa verið erfið ákvörðun fyrir þær
báðar, unga móðurina að afsala sér
barninu sínu, og hina verðandi fóst-
urmóður að koma með barnið heim
til mannsins síns. „Þetta barn átt
þú góði og við ölum það upp með
öðrum börnum þínum,“ sagði hún.
Allt var þetta gert með handsali
og loforðum sem í þá daga gilti sem
lög. Fór Ingibjörg til Reykjavíkur,
giftist þar og átti fimm börn með
sínum manni.
Vorið 1938 kom til Eskifjarðar
Jakob Þorsteinsson, Þorsteins M.
Jónssonar, bókaútgefanda og skóla-
stjóra, frænda okkar. Hvatti hann
foreldra mína til að flytja til Akur-
eyrar, þar væri uppgangur í iðnaði
og Pétur mundi geta fengið vinnu
í hinni nýju skóverksmiðju Iðunni.
Fór hann um sumarið til Ákureyrar
og hóf þar störf. Hann fékk eins
og margir sem fluttu til bæjarins á
þeim tíma, inni á Gamla hótelinu,
sem var í innbænum á gömlu Akur-
eyri. Ekki var húsnæðið mikið, eitt
stórt herbergi og afnot af eldhúsi.
í september þá um haustið fór
móðir mín norður. Þá voru börnin
orðin 12, ég þá meðtalinn. Ákveðið
var að hún tæki fjögur börn með
sér, en hinum var komið fyrir hjá
ættingjum og vinum. Sum þurftu
að ljúka við skóla og annað kom
ekki til mála hjá móður minni en
að ég færi með. I þessum þrengslum
bjuggum við um veturinn, en síðar
fluttum við í betra húsnæði.
Svo kom að stóru stundinni, þeg-
ar ég var upplýstur um sannleikann
um upphaf mitt. Ég var níu ára og
var að koma úr skólanum og varð
hissa þegar ég kom inn á aðra hæð
í gamla Hlíðarshúsinu í Lækjargili.
Þar inni í stofu sat mamma og
kona sem bjó á neðri hæðinni og
segja þær mér að koma inn. Eins
og á stóð flaug í gegnum huga
minn refsing vegna prakkarastrika,
sem ég þá gat ekki munað. Þá sagði
móðir mín mér allt um tilkomu
mína og að þetta hefði hún lengi
ætlað að segja mér. Hún hefði þó
ekki haft kjark til þess, en hafði
nú sér til fulltingis vinkonu sína.
Þegar þetta var afstaðið tók ég
utan um háls hennar og sagði: „Þú
ert nú samt mamma mín.“ Eg fékk
síðan mitt mjólkurglas og brauð og
fór út að leika mér. Þetta hafði
engin áhrif á mig og breytti mér í
engu. Nú vissi ég þetta og þar með
búið. Á Akureyri bættust við þrír
synir þeirra og höfðu þau þá átt
saman 14 börn.
Foreldrar mínir töldu það mikla
gæfu síðar á æfinni að hafa ráðist
í flutninginn til Akureyrar og hugs-
uðu ávallt hlýlega um Jakob sem
góðan örlagavald. Á Eskifirði blasti
ekki annað við þeim, frekar en
mörgum öðrum þar í kreppunni, en
að þiggja sveitarstyrk en það var
ekki að þeirra skapi. Því var að
hrökkva eða stökkva. Börnin fóru
síðan að tínast í foreldrahús til
Akureyrar hvert af öðru. Elsta
barnið, Elísabet, sem var skírð í
höfuð fóstru móður minnar, lést í
Akureyrarveikinni svokölluðu árið
1946. Bogi, elsti sonurinn, kom
vorið 1939 og hóf störf í Iðunni og
vann þar alla tíð, eða í 48 ár, en
þá var starfseminni hætt. Hann var
foringinn í systkinahópnum og stoð
og stytta foreldra okkar. Um miðjan
fimmta áratuginn gekk hann til liðs
við Sjónhæðarsöfnuð Arthurs
Gooks, og síðar fleiri systkini mín.
Öll sóttum við þar sunnudagaskóla.
Um fermingu hættu sum en önnur
héldu áfram og gengu í söfnuðinn.
Öll vorum við alin upp í guðstrú
og góðum siðum. Síðan skírðust
foreldrar mínir inn í þennan söfnuð,
sem er mjög fijálslyndur og öll vor-
um við í Þjóðkirkjunni. Foreldrar
mínir voru mikið trúfólk og þá sér
í lagi móðir mín. Þau voru heiðarleg
mjög, kunnu ekki að skulda öðrum
og mátti ekki vamm sitt vita.
Þess verð ég að geta, vegna mik-
ils fjölda heimilisfólks, en auk þess
var mjög gestkvæmt, að ein dóttir-
in, María, sem lést 1966, fórnaði
sér árum saman fyrir fjölskylduna
með því að vera móður minni til
aðstoðar á heimilinu.
Eitt síðasta verk móður minnar
var að kveðja á sinn fund þann son
sinn sem hafði með fjármál að gera,
í sambandi við þrjár gjafir, 60 ára,
70 ára og fermingu sonarsonar.
Hann sagðist mundi sjá um þetta
og að hún gæti verið alveg róleg.
En það var ekki við annað komandi
en að hann kæmi til hennar, hann
ætti að vita að hún gæti ekki skuld-
að öðrum neitt. Hann skrapp því
til hennar úr vinnunni og hún gekk
frá sinni hlið vegna gjafanna. Þetta
var tveimur dögum fyrir andiát
hennar.
Móðir mín var síðustu æviárin á
Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri þar
sem henni leið mjög vel. Hrósaði
hún oft starfsfólkinu þar fyrir góða
umönnun og einstakan velvilja í
sinn garð. Á Hlíð fann hún sig í
góðra vina hópi meðal starfsfólks
og annarra vistmanna. Vil ég senda
öllum þessum góðvinum móður
minnar hlýjar þakklætiskveðjur. Á
Dvalarhéimilinu Hlíð veiktist hún
fyrir nokkrum dögum og var þá
lögð inn á Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri, sem er skammt frá Hlíð,
og þar lést hún nýlega orðin níutíu
og ijögurra ára.
Þar sem ég er búsettur í Reykja-
vík sá ég móður mína aðeins í sum-
arleyfum mínurn hin síðari ár en
ég veit að varla leið sá dagur að
eitthvert systkina minna liti ekki
til hennar og bræður mínir skiptu
með sér, nokkrir saman, að koma
til hennar einn dag í viku hverri til
að eiga með henni bænastund.
Uppáhaldsvers hennar á þeim
stundum var „Vertu guð faðir, fað-
ir minn“.
í lokin læt ég fylgja með vísu
eftir föður minn sem á vel við.
Finn ég þrátt mig þrýtur mátt,
þrotin brátt er glíma.
Guð, mig láttu sofna í sátt,
sígur að háttatíma.
(P.B.J.)
Hvíl í friði móðir mín.
Þinn sonur,
Hjálmar Pétursson.
Móðursystir mín, Sigurbjörg Pét-
ursdóttir, er látin 94 ára að aldri.
Sigurbjörg var elst systkina
sinna en þau voru 15 og móðir mín
næstyngst. Var því nokkur aldurs-
munur á þeim. Þær ólust heldur
ekki upp saman, því vegna fátækt-
ar var flestum systkinum fengið
fóstur hjá vandalausum. Einungis
þijú þau yngstu voru alltaf hjá for-
eldrum sínum sem þá höfðu flust
niður á Norðfjörð. Sigurbjörg eign-
aðist sjálf 14 börn og ól auk þess
upp eitt fósturbarn. Var hún ein
af þeim hetjum hversdagslífsins
sem eiga sér hvað merkasta sögu,
eins og rakið hefur verið annars
staðar. Hér mun ég aðeins minnast
persónulegra kynna af frænku
minni.
Fyrstu búskaparár Sigurbjargar
og Péturs B. Jónssonar skósmiðs,
eiginmanns hennar, þjuggu þau á
Eskifirði, en síðar flutti fjölskyldan
búferlum til Akureyrar og þar man
ég fyrst eftir þessu frændfólki mínu.
Á þeim árum sem ég var að al-
ast upp í Neskaupstað voru ferðalög
á milli landshluta heldur sjaldgæfir
viðburðir og tengdust gjarnan
nauðsynlegum erindum af einhveiju
tagi. Gestakomur voru því kærkom-
ið tilhlökkunarefni og ekki síst
hlökkuðum við til þegar fréttist að
von væri á Sigurbjörgu og Pétri,
strákunum þeirra og oft fleirum úr
íjölskyldunni. Þeim fylgdi ætíð mik-
il gleði, þau voru svo elskuiegar og
hlýjar manneskjur að í huga mínum
eru þessar heimsóknir samfelldir
dýrðardagar.
Ég man að mig dreymdi oft um
að fá að fara til Akureyrar og víst
var eitthvað um það rætt þótt ekki
yrði af því fyrr en mörgum árum
síðar. Ég öfundaði því ekki lítið
systur mína þegar hún fór með íjöl-
skyldunni norður að lokinni einni
heimsókn þeirra eystra. Erindið var
raunar þess efnis að taka áttí úr
henni hálskirtlana en það þótti mér
víst smámunir þegar um það var
að ræða að fá jafnframt að fara í
slíka ferð. Systur minni er þessi
rútuferð í fersku minni. Pétur var
afar fróður og áheyrilegur sögu-
maður og skemmti hann samferða-
fólki sínu stóran hluta leiðarinnar.
Sú þakkarskuld sem ég sjálf
stend fyrst og fremst í við Sigur-
björgu frænku mína tengist þó ár-
unum sem ég var í Menntaskólanum
á Akureyri. Þá urðu Gleráreyrar 2
mitt annað heimili og betri sama-
stað hefði enginn unglingur getað
kosið sér. Þótt húsrými væri ekki
mikið og ijölskyldan stór var hjarta-
rými nóg - enda gestkvæmt með
afbrigðum. Um hveija helgi var ég
þar í mat, og var það bæði mikill
og hollur viðurgjörningur. Þess utan
var ég velkomin hvenær sem var,
hvött til að koma sem oftast og þá
gjarnan með vinkonur mínar með
mér. Ekki má heldur gleyma veisl-
unum, þar sem mínar eigin eru mér
minnisstæðastar, því alltaf var
haldið upp á afmælið mitt og til
þess ætlast að ég byði þeim með
mér sem ég óskaði.
Þegar ég útskrifaðist sem stúd-
ent komu foreldrar mínir norður og
gistu að sjálfsögðu hjá Sigurbjörgu
og Pétri. Þá héldu þau mér hina
veglegustu stúdentsveislu.
Eftir að verðandi eiginmaður
minn kom til sögunnar varð hann
sami aufúsugestur á Gleráreyrum.
Mitt fólk var þeirra fólk, þeirra
heimili var mitt heimili.
Fyrir allt þetta og miklu meira
en það sem hér hefur verið tjáð
með orðum er mér bæði ljúft og
skylt að þakka nú að leiðarlokum.
Við Ögmundur, Helga og Ólafur
sendum börnum Sigurbjargar og
Dragttr, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náltfatnaöur
Nýbýlavegi 12, sími 554 4433
fjölskyldum þeirra innilegar samúð-
arkveðjur. Gengin er góð kona en
minning hennar lifir.
Ragna Ólafsdóttir.
Sigurbjörg Pétursdóttir á Akur--
eýri er látin í hárri elli. Hún var
fædd á prestssetrinu Vallanesi á
Völlum á Héraði, elst ijölmargra
barna Péturs Péturssonar sem lengi
var vinnumaður þar og konu hans,
Stefaníu Stefánsdóttur.
Pétur hafði lítið fyrir sig að
leggja í Vallanesi. Stefanía var þar
vinnukona og börnin komu hvert
af öðru í heiminn. En launin sem
þau hjónin höfðu á prestssetrinu
voru ekki hærri en það að þau gátu
ekki haft nema einn ómaga á fram-
færi sínu. Börnunum var þess vegna*
komið í fóstur um Velli og Skóga
hveiju af öðru. Einu sinni valdi
Stefanía þann kostinn að láta hvít-
voðunginn í fóstur vikugamlan
heldur en barnið sem hafði fæðst
næst á undan. Henni var farið að
þykja svo vænt um það.
Sigutbjörg varð að fara til vanda-
lausra hálfs þriðja árs að aldri. Hún
fór að Hallormsstað til hjónanna
Elísabetar og Páls. Þar fékk hún
einstaklega gott atlæti og undi hag
sínum eins og hjá bestu foreldrum.
Elísabetar fóstru sinnar minntist
hún ætíð með sérstakri hlýju þegar
talið barst að unglingsárunum.
Sigurbjörg var léttlynd, styrk i
skapi og ófeimin. Var til þess tekið*
hve einarðlega hún gat komið fyrir
sig orði sem unglingur við þá sem
hærra stóðu í mannfélagsstiganum.
Naut hún þar bæði eðlis síns og
þeirrar alúðar og umhyggju sem
hún naut hjá fósturforeldrunum.
Sigurbjörg giftist ung Pétri B.
Jónssyni frá Tunguhaga á Völlum
en þau voru bræðrabörn. Pétur var
þá fluttur til Eskiíjarðar. Hann var
lærður skósmiður og kom sér upp-
verkstæði á Eskifirði. Hann var
einnig vörubílstjóri þar og var mik*
ið í flutningum og vegávinnu. Hann
flutti einnig fólk á vörubílnum á
skemmtanir um helgar, fyrst á
bekkjum á opnum pallinum en síðar
í húsi, sem var sett á pallinn til að
flytja farþega, svokölluðu boddíi.
Þau Sigurbjörg og Pétur eignuð-
ust 14 börn. Sá var munur á að-
stöðu þeirra og foreldra Sigurbjarg-
ar að þau gátu séð öllum börnunum
farborða. Það var kannske vegna
minninganna um móður sína að
Sigurbjörg tók að sér að ala upp
son Péturs sem hann eignaðist utan
hjónabands.
Sigurbjörg og Pétur voru sam-
hent í uppeldi barnanna. Þau veittu
þeim eins vel og hægt var af veraldt
legum gæðum ásamt góðu atlæti
og ómældri ástúð. Ég var heima-
gangur hjá þeim í marga vétur á
Gleráreyrum 2 meðan ég var í skóla
á Akureyri. Þó að oft væri margt
um manninn heima hjá þeim þá var
kliðurinn í hópnum hlýr og ljúfur.
Því réð Sigurbjörg. Þegar ég tók
stúdentspróf fékk ég nellikuna mína
frá Gleráreyrum 2.
Börn Sigurbjargar og Péturs
voru öll mannvænleg, vel gerð og
heilsteypt eins og þau áttu kyn til.
Þau hafa reynst traustir borgarar
hvert sem leiðir þeirra hafa legið.
Sigurbjörg var farsæl kona og
hún veitti öðrum farsæld í vegai--
nesti. Megi minning hennar lengi
lifa.
Stefán Aðalsteinsson.