Morgunblaðið - 29.03.1996, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 29.03.1996, Qupperneq 52
52 FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FJOLA G UÐBJORNSDOTTIR MAGNÚS BJÖRGVIN JÓNSSON Fjóla Guð- * björnsdóttir fæddist 28. júlí 1923. Hún lést í Reykjavík 18. des- ember 1995 og fór útförin fram 28. desember sl. Magnús Björg- vin Jónsson fædd- ist í Reykjavík 3. janúar 1924. Hann andaðist á Land- ' spítalanum aðfara- nótt 22. mars sl. Foreldrar Magnús- ar voru Jón Magn- ússon, fæddur 16. maí 1897, dáinn 9. september 1943, og Ólafía Ólafsdóttir, fædd 2. nóvember 1899, dáin 25. ágúst 1969. Magnús átti tíu systkini. Sambýliskona Magnúsar var Fjóla Guðbjörnsdóttir frá Máskeldu í Dala- sýslu. Foreldrar hennar voru Guð- björn Jakobsson og Feldís Felixdóttir á Máskeldu. Útför Magnúsar fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykja- vík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Frágangur afmælis- ogminning- argreina Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfín Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úr- vinnslu. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greina fari ekki yfir eina örk a-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 tölvuslög Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Alltaf kemur það manni jafnmikið í opna skjöldu hve hlut- imir breytast hratt. Það er svo stutt síðan ég kynntist Fjólu og Magga fyrst, nú hafa þau bæði kvatt, með stuttu millibili, Fjóla í desember síðastliðnum og Maggi nú 22. mars síðastliðinn. Eg tel mig vera mjög heppna að hafa kynnst þeim og eiga um þau hafsjó af yndislegum minningum. En ein- stakt er hve velkomin ég var ætíð til þeirra. í dag er mér ljóst að ekki hefðu allir boðið jafn velkom- inn alls óskyldan ungling. Þegar Fjóla hafði samband við bróð- urdóttur sína var ég, vinkona hennar, ávallt velkomin líka, hvað svo sem var um að ræða. Þó ekki væri húsplássið mikið var alltaf tekið vel á móti manni. Nær því upp á hvern sunnudag var farið vestur í bæ, fyrst á Hringbrautina og síðar út á Óldugranda til þeirra í sunnudagsmatinn, og það var óneitanlega notalegt að koma til þeirra og láta aðeins stjana við sig. Segja má að þau hafí hlaupið í skarð fjölskyldu minnar þessi fyrstu ár eftir að ég kom til Reykjavíkur, þar sem öll mín ijöl- skylda var búsett annarsstaðar. Elsku Fjóla og Maggi, það að hafa átt ykkur að þessi ár er mér óend- anlega mikils virði og verður aldr- ei fullþakkað. Öllum ættingjum og vinum votta ég mína dýpstu sam- úð. Sigríður Sturlaugsdóttir. ÞORUNN KVARAN BUMBERGER BJARKIÞOR BALD URSSON ■4" Bjarki Þór Baldursson 1 fæddist 17. október 1995. Hann lést 21. mars síðastliðinn og fór útförin fram frá Garða- kirkju 27. mars. Elsku litli Bjarki Þór, það er sárt að þurfa að kveðja þig en minning- in um fallegan dreng, stóru bláu augun þín og fallega brosið þitt mun lifa með okkur um ókomna tíð. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur, mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Elsku María, Baldur og fjöl- skylda. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að vera með ykkur og styrkja ykkur í sorginni. Guð blessi minninguna um Bjarka Þór Baldursson. Lilja og Sigríður (Sigga Þrúða.) + Þórunn Kvaran Bumberger fæddist í Reykjavík 12. október 1954. Hún lést í Hamp- ton, Virginíu, 21. mars sl. Faðir hennar er Axel Kvaran kvæntur Osk Kvaran. Þau eru búsett í Reykja- vík. Móðir hennar var Sigríður Þóris- dóttir (Agga), f. 29.3. 1935, d. 20.1. 1969. Hálfbræður hennar eru Brynjar Kvaran, m. Ingibjörg Fjölnis- dóttir, Svavar Kvaran, m. Hild- ur Halla Jónsdóttir, Axel A. Kvaran, m. Sandra Baldvins- dóttir. Agúst Kvaran, m. Edda Jónsdóttir. Bróðir sammæðra er Þórir Olafsson. Þórunn eignaðist tvö börn þau Sigurð og Onnu Katrínu. 10. ágúst 1991 giftist Þórunn Otto Bum- berger. Utför hennar fer fram í Philadelfíu. Minningarathöfn verður haldin í Keflavíkur- kirkju 29. mars og hefst kl. 18. Nú er stundin runnin upp. Sú stund sem við höfum kviðið svo fyrir. Elskuleg vinkona er látin. Við vissum að það kæmi að þessu en ekki svona fljótt. Við áttum svo margt ógert og ósagt. Hún var aðeins 41 árs. Þórunn greindist með krabbamein fyrir tæpum 3 árum. Með hjálp lækna, lyfja og geisla náði hún bata. Svo kom reið- arslagið. Fyrir mánuði tók meinið sig upp og var nú komið upp í höfuð. Alveg síðan þá höfum við reynt að búa okkur undir það óumflýjanlega, en það er ekki hægt. Þórunn ólst upp hjá móður sinni og ömmu á Hjallaveginum í Reykjavík. Hún fæddist ekki með silfurskeið í munni og lífið tók ekki á henni með neinum silki- Húsbyggjendur & verktakar: mmmmM mmmmmmpI ■mmK iuiiuiV mmmmmm 1 > ^ I —I J rj I j-r_d * V. BYKO w BYKO byggir með þér Enn á ný hefur BYKO tekist að lækka bygginga- kostnað með varanlegri verðlækkun á bygginga- timbri. Verð er núna allt að 20% lægra! hönskum. Hún var bara unglingur þegar móðir hennar lést að- eins 34 ára og amma hennar lést 2 árum seinna. Þá var Þórunn aðeins 17 ára. Þá tók alvaran við því að hún hafði eignast dreng og var ófrísk að öðru barni. Hún hafði eng- an kost, bömin hennar eignuðust aðra for- eldra. Þórunn hélt ein af stað í ferðalag lífs- ins. 1979 hefjast okk- ar löngu og góðu kynni. Fjóla og Olla flytjast til Keflavíkur og stuttu seinna flutti hún til þeirra. Síðan þá höfum við verið saman á ferðalagi okkar um lífið. Þar höfum við sjálfar verið fararstjórar. Minningarnar eru svo ótal margar. Þú og ég (Fjóla) í Grayhound rútu frá Kanada og þvert yfir Bandaríkin til San Fransisco þreyttar en hamingju- samar. Ferðalagið okkar allra hef- ur spunnið víða um gleði og sorg. Grenjandi yfir videomynd með popp og kók, syngjandi uppáhalds- lögin okkar. Þú hafðir svo ágæta söngrödd og náðum við okkur stundum nokkuð vel á strik. Þú varst mannbætandi manneskja. Aldrei hallaðir þú á aðra, aldrei talaðir þú illa um aðra manneskju. Þú varst alltaf svo róleg. Andstæð- an okkar hinna sem var ágætt því við hinar þurftum stundum á því að halda að vera róaðar niður. Lífs- hamingjan birtist í formi Otto Bumberger 1990. Ári seinna gift- ust þau. Saman fundu þau ham- ingjuna sem þau áttu svo sannar- lega skilið. Ótto hefur verið ein- staklega góður og vérið henni kletturinn sem hún gat stutt sig við í sínum veikindum. Elsku stelpan okkar. Við mun- um sakna þín og sorg okkar er mikil. Samt erum við þakklátar Guði fyrir að leysa þig undan þrautum þínum. Við eigum fullt af góðum minningum sem við get- um yljað okkur með um alla fram- tíð. Fallegu brúnu augun þín og stóra fallega brosið þitt munum við um alla framtíð. Samúð okkar eiga faðir þinn sem syrgir einka- dóttur og stjúpa þín. Þau eiga líka yndislegar minningar um síðustu samverustundir ykkar sl. haust á heimili ykkar Ottós. Það er yndis- legt hvað þið náðuð að kynnast vel núna seinni árin. Börnin þín, sem þú hafðir endurnýjað kynni við og áttu svo stóran stað í hjarta þínu, og einnig tengdadóttir, barnabörn og bræður þínir. Við biðjum þess að hinsta ferðalag þitt gangi vel og við vitum að það verð- ur tekið vel á móti þér á leiðarenda. Góða ferð, elsku Þórunn. Fjóla, Álfheiður og Hlíf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.