Morgunblaðið - 29.03.1996, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 29.03.1996, Qupperneq 68
JtewriM -setur brag á sérhvern dag! KIRKJUGARÐS KLÚBBURINN (ii» ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I. 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUgCENTRVM.lS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Ásdís Töluðu á móti frétt- um og unnu LIÐ Hagaskóla sigraði í ræðu- keppni grunnskóla Reykjavíkur í gærkvöldi. Lið frá Hagaskóla hefur alla tíð staðið sig vel í keppninni,. en Rimaskóli var að keppa í fyrsta skipti. Gautur Sturluson úr Haga- skóla var kosinn ræðumaður kvöldsins. Umræðuefnið í úrslita- keppninni var „Fréttir". Rimaskóli TOælti þeim bót, en Hagskóli mælti á móti. ------*—*—*---- Fyrsti Is- landstitill Austfirðinga KVENNALIÐ Þróttar frá Neskaup- stað varð í gærkvöldi íslandsmeist- ari í blaki er það sigraði HK í þrem- ur hrinum fyrir austan. Þetta er fyrsti íslandsmeistaratitill Austfirð- inga í flokkaíþrótt og fögnuður heimamanna var mikill í leikslok. Óvænt úrslit urðu í fyrstu úrslita- leikjum karla í handknattleik og körfuknattleik í gærkvöldi. Vals- menn unnu öruggan sigur á KA- mönnum á Akureyri í handboltan- um og Keflvíkingar lögðu Grindvík- inga, einnig á útivelli, í körfuboltan- um. ■ íþróttablað / C1-C4 Deilurnar um lagningu Borgarfj arðarbrautar Ráðherra felur lögfræð- ingi að kanna málið Páskar nálgast PÁSKAHELGIN er um aðra helgi og margir farnir að und- irbúa hátíðina, að minnsta kosti í huganum. Eflaust hugsa margir gott til glóðarinnar og ætla að nota fríið sem þá gefst frá daglega amstrinu til hvíld- ar eða útiveru, og ef veður leyfir munu skíðastaðirnir njóta vinsælda sem fyrr. Páskaeggin eru fyrir nokkru farin að fylla hillur í verslun- um og bíða þar kaupendanna. í Blómavali og fleiri blóma- verslunum er margvíslegt páskaskraut á boðstólum. Á myndinni sést Málfríður Bjarnadóttir huga að páska- ungunum í Blómavali. HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra hefur falið Sveini Snorrasyni hæstaréttarlögmanni að kynna sér öll gögn varðandi þann ágreining sem er uppi vegna lagningar Borg- arfjarðarbrautar í Reykholtsdals- hreppi og ræða við heimamenn. Halldór tilkynnti þetta á fundi með þingmönnum Vesturlandskjördæm- is í gær þar sem íjallað var um málið. Að sögn Sturlu Böðvarssonar alþingismanns tóku þingmennirnir á fundinum ekki neinar ákvarðanir um fjárveitingartillögur. Sagði hann að þeir myndu bíða átekta í ljósi yfirlýsingar samgönguráð- herra, en þingmennirnir munu fara yfir stöðu málsins með ráðherra eftir páska. Halldór Blöndal sagði í samtali við Morgunblaðið að oddviti Reyk- holtsdalshrepps hefði haft samband við sig og borið það mjög fyrir brjósti að hægt yrði að finna lausn á málinu sem menn gætu eftir at- vikum verið ásáttir um. „Síðan hef ég fengið í hendur undirskriftir og ég tel nauðsynlegt þess vegna að fara nákvæmlega yfir málið þar sem allir sem að því koma hafa beint því til mín. Ég hygg að mönnum sé mjög í mun að lausn fáist til þess að þeir geti snúið sér að öðrum verkum heldur en að deila um vegarstæðið. Ég hef orðið var við að víða um land eru ákveðin vandamál í sambandi við gamla vegi, reiðvegi, vegastæði og ýmislegt annað. Ég held að menn verði að reyna að bera virðingu fyrir annarra sjónarmiðum og nálg- ast þessi mál ljúfmannlega en spilla ekki friðinum til langframa," sagði Halldór. Morgunblaðið/Ásdís Félagsmálanefnd hefur frumvarp um stéttarfélög og vinnudeilur til umfjöllunar Hátt á þriðja hundrað aðilar fá frumvarpið til umsagnar A * A þriðja þúsund fyrirtæki innan VSI fengju atkvæðisrétt FÉLAGSMÁLANEFND Alþingis hefur sent frumvarp um breytingar á lögum um stéttarfélög og vinnu- deilur til umsagnar talsvert á þriðja hundrað aðila í þjóðfélaginu. Er umsagnarfrestur veittur til 17. apríl. „Frumvarpið var sent til allra stéttarfélaga á landinu, aðildarfé- laga ASÍ, félaga opinberra starfs- manna, stéttarfélaga sem standa utan heildarsamtaka, aðildarsam- banda Vinnuveitendasambandsins og svo tókum við stikkprufu meðal fyrirtækja og stofnana, sem eru «- með 250 starfsmenn eða fleiri, og sendum þeim frumvarpið til að fá þeirra álit,“ segir Kristín Ástgeirs- dóttir, formaður nefndarinnar. Breyta þyrfti lögum VSÍ Vinnuveitendasamband íslands þarf að breyta lögum samtakanna verði frumvarp félagsmálaráðherra um breytingar á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur lögfest, að sögn Þórarins V. Þórarinssonar, framkvæmdastjóra VSÍ. Það mun þýða að öll þau fyrirtæki,_sem nú eru innan vébanda VSÍ, færu framvegis með atkvæðisrétt í al- mennri atkvæðagreiðslu við af- greiðslu kjarasamninga og til að taka ákvarðanir um verkbann, en fyrirtækin eru 2.668 talsins í dag. Skv. samþykktum VSÍ tekur 21 manns framkvæmdastjórn allar ákvarðanir um gerð kjarasamninga og sambandsstjórn, sem er skipuð 78 fulltrúum, hefur úrslitavald um hvort boðað er til verkbanns. í sam- bandsstjórn sitja 9 aðildarfélög og 66 beinir meðlimir. Vinnustaðasamningar víða Hákon Hákonarson, formaður Félags málmiðnaðarmanna á Ak- ureyri segir að vinnustaðasamning- ur sem gerður hefur verið við Slipp- stöðina Odda hafi fyrst verið gerður 1987 og verið fyrirmynd margra annarra vinnustaðasamninga víða um land, m.a. á Akranesi, í Vest- mannaeyjum og á Suðurnesjum. Hákon segir að ef lögum um stéttarfélög og vinnudeilur verði breytt, eins og hugmyndir séu uppi um, eigi að gefa vinnustaðasamn- ingunum stöðu j lögunum. ■ Vinnustaðasamningur/34 Endurskoða þarf Seðla- bankalög ÞRÖSTUR Ólafsson, formaður bankaráðs Seðlabanka íslands, segir nauðsynlegt að endurskoða þá lög- gjöf sem nú sé í gildi um bankann. Segir hann m.a. nauðsynlegt að skýra betur stöðu bankans gagnvart ríkisstjórn hverju sinni auk þess sem markmið bankans þurfi að vera mun skýrari en nú er. Þetta kom fram í ræðu hans á aðalfundi Seðlabankans í gær. í máli Þrastar kom enn fremur fram að 123 miiljóna króna tap hefði orðið af rekstri Seðlabankans í fyrra. Sagði hann það einkum stafa af 700 milljóna lækkun á hreinum vaxta- mun. Hagnaður af reglulegri starf- semi hefði numið 681 milljón en skattgreiðslur bankans hefðu numið 805 milljónum og því hefði rekstrar- niðurstaðan verið þessi. ■ Aðalfundur/16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.