Morgunblaðið - 30.03.1996, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Uppsagnir hugsan
lega framlengdar
ísjaðarinn óvenju
nærri landi
HEILSUGÆSLULÆKNAR í við-
ræðum við talsmenn heilbrigðisráðu-
neytisins telja eðlilegt að uppsagnar-
frestur 127 heilsugæslulækna fram-
lengist ef þörf krefur til að tími vinn-
ist til að komast að samkomulagi í
viðræðunum, að sögn Davíðs Á.
Gunnarssonar ráðuneytisstjóra í
heilbrigðisráðuneytinu.
Heilsugæslulæknarnir sögðu upp
störfum vegna óánægju með skipu-
lag heilbrigðisþjónustu utan sjúkra-
húsanna í byijun febrúar og áttu
uppsagnirnar að taka gildi 1. maí
nk. Samningur Læknavaktarinnar
við stjórn heilsugæslunnar í Reykja-
vík er þegar runninn út.
Hann sagði að umræðurnar
væru enn almenns eðlis og í þeim
almennu umræðum væri kannski
lausnin falin. Ráðuneytið hefði
hvorki gert heilsugæslulæknum til-
boð né þeir gert kröfur enn sem
komið væri.
HAFÍSJAÐARINN er nú óvenju-
lega nærri landinu og hefur færst
nær síðustu daga í vestlægum
áttum sem ríkt hafa vegna hæðar
yfir landinu og sunnan þess.
Landhelgisgæslan fór í eitt um-
fangsmesta ískönnunarflug síðari
ára í gær og kom þá í Jjós að ís-
inn er næst landinu 7 sjómílur
norður af Kögri og 8 sjómílur
norðvestur af Straumnesi. Þá er
ístunga um 20 sjómilur austur af
Horni.
Þór Jakobsson, deildarstjóri
hafísdeildar Veðurstofunnar, seg-
ir að hægar vestlægar áttir haldi
áfram fram á þriðjudag þegar
fari að snúast í austlægari og
hagstæðari áttir.
„Vegna þessa er hætt við að
ísinn færist jafnvel enn nær inn
á siglingaleiðir og ástæða til að
vara menn sérstaklega við stökum
jökum. Sjálfur ísjaðarinn er víða
gisinn, en hann er býsna þéttur
ekki langt inn á ísnum,“ sagði Þór.
mm
Morgunblaðið/Tómas Helgason
SKIP á siglingu við ísjaðarinn þegar Landhelgisgæslan fór í ískönnunarflug í gær.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra um áform um að veiða hval á nýjan leik
Hvalveiðar bíði lausn-
ar í fiskveiðideilum
Ný forysta í
Kjalarneshreppi
Sveitar-
sljóri og
oddviti
hætta
JÓN Ólafsson, oddviti Kjalarnes-
hrepps, og Jón Pétur Líndal, sveitar-
stjóri hreppsins, hafa ákveðið að
hætta störfum. Jón Pétur segir þessa
ákvörðun tengjast erfiðri fjárhags-
stöðu sveitarfélagsins, en það skuld-
ar á þriðja hundrað milljóna króna.
Jón Ólafsson hefur verið oddviti
Kjalameshrepps í 14 ár og setið í
sveitarstjórn í samfleytt 38 ár. Við
oddvitastarfínu tekur Pétur Friðriks-
son. Jón verður hins vegar varaodd-
viti. Þeir eru báðir fulltrúar af lista
Sjálfstæðisflokksins, sem á þtjá af
fimm fulltrúum í sveitarstjórn.
Jón Pétur hefur verið sveitarstjóri
Kjalarneshrepps í rúm fjögur ár.
Hann mun láta af störfum á næstu
vikum. Staða sveitarstjóra verður
auglýst eftir helgina. Jón Pétur sagði
að .skuldir Kjalarneshrepps næmu á
þriðja hundrað milljóna króna. Hann
sagði að búið væri að undirbúa að-
gerðir til að bæta skuldastöðuna. Þær
fælust í því að draga úr framkvæmd-
um, stokka upp í rekstri sveitarfé-
lagsins í þeim tilgangi að ná fram
hagræðingu og einnig hefði sala
eigna verið könnuð.
----» ♦ ♦----
Köttur fipaði
ökumanninn
ÖKUMAÐUR bifhjóls slasaðist þeg-
ar hann kastaðist af því á Laugaveg-
inum í gærkvöldi eftir að köttur
hafði hiaupið í veg fyrir hjólið og
fipað ökumanninn.
Maðurinn missti vald á hjólinu og
ók þvf upp á gangstétt þar sem
hann kastaðist af því. Hann hlaut
nokkurt höfuðhögg og einnig var
talið að hann hefði beinbrotnað.
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra segir að ekki sé ráðlegt að
hefja hvalveiðar að nýju fyrr en sjái
fyrir endann á að minnsta kosti sum-
um þeim alþjóðiegu fiskveiðideilum,
sem ísland eigi nú í. Þorsteinn segir
aðild íslands að NAMMCO, Norður-
Atlantshafssjávarspendýraráðinu,
mikilvægan þátt í að vinna málstað
íslendinga fylgi og vonar að hægt
verði að efla ráðið með nýjum aðild-
arríkjum.
Sjávarútvegsráðherra boðaði fyrr
í vetur að hann myndi leggja fram
þingsályktunartillögu á þessu þingi,
þannig að Alþingi gæti tekið afstöðu
til þess hvort taka ætti upp hvalveið-
ar að nýju. Hefja þyrfti veiðar m.a.
til þess að viðhalda jafnvægi í lífríki
sjávar og tryggja hámarksafrakstur
þorskstofnsins.
„Við höfum haft mörg járn í eld-
inum vegna fiskveiðideilna við aðrar
STARFSFÓLKI Skólaskrifstofu
Reykjavíkur var með bréfi sagt upp
störfum frá og með næstu mánaða-
mótum, og er miðað við að síðasti
starfsdagur verði 31. júlí næstkom-
andi. í uppsagnarbréfinu er starfs-
fólkinu boðið til viðræðna um ráðn-
ingar í störf hjá Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur sem tekur til starfa 1.
ágúst. Sigrún Magnúsdóttir, for-
maður skólamálaráðs, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að bréfið bæri
skilyrðislaust að túlka þannig að um
endurráðningu starfsfólksins verði
að ræða.
Sigrún sagði að ákjósanlegra
hefði verið ef fólki hefði í uppsagnar-
þjóðir og ég hefði gjarnan viljað sjá
fyrir endann á a.m.k. einhveijum
þeirra áður en við réðumst í hvalveið-
ar að nýju,“ segir Þorsteinn aðspurð-
ur hvenær ákvörðunar um hvalveið-
ar megi vænta. „Við erum stöðugt
með þetta mál til skoðunar og reyn-
um að vinna að framgangi þess. Þar
hefur NAMMCO mikla þýðingu og
ef okkur tekst að styrkja samstarfið
innan ráðsins mun það auðvelda
okkur framhaldið."
Jákvæð afstaða Rússa
Ársfundi NAMMCO lauk í Tromso
í Noregi í gær. Þar voru viðstaddir
áheyrnarfulltrúar frá ýmsum ríkjum,
þeirra á meðal Vladímír Kórelskí,
sjávarútvegsráðherra Rússlands.
NAMMCO-löndin fjögur; ísland,
Noregur, Færeyjar og Grænland,
ítrekuðu á fundinum boð til Rúss-
lands og Kanada um aðild að ráðinu.
bréfinu verið boðin tiltekin störf við
Fræðslumiðstöð. Það hefði hins veg-
ar- ekki verið hægt þar sem ekki
lægi enn fyrir hvert endanlegt skipu-
lag miðstöðvarinnar yrði, en um það
myndi nýráðinn forstöðumaður hafa
nokkuð að segja.
„Borgarstjóri lofaði að uppsagn-
arbréf yrðu frá 1. apríl og að jafn-
framt yrði boð um áframhald eins
„Rússneski ráðherrann tók mjög
jákvætt í að skoða aðild Rússlands
að NAMMCO,“ segir Þorsteinn.
„Kanadamenn munu einnig skoða
málið, þannig að ég tel að það séu
meiri líkur en áður á að þessar þjóð-
ir komi með. Fari svo, mun það
styrkja samtökin verulega.“
Verksvið NAMMCO fært út
Við stofnun NAMMCO árið 1992
var áformað að ráðið myndi í fyrstu
einbeita sér einkum að rannsóknum
og veiðistjómun á selum og smáhvöl-
um, sem ekki falla undir verksvið
Alþjóðahvalveiðiráðsins. Á ársfundin-
um í Tromso kom fram að vísinda-
nefnd ráðsins hefði hafið endurskoð-
un á mati á stærð hvalastofna í Norð-
ur-Atlantshafi, á grundvelli hvala-
talningar sem fram fór síðastliðið
sumar. Þá samþykkti ráðið sameigin-
legar reglur um eftirlit með veiðum
og við teljum okkur vera að gera
núna,“ sagði Sigrún. Inga Jóna Þórð-
ardóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins sagðist gagnrýna að ekki
væri staðið við það sem borgarstjóri
hefði sagt á borgarstjómarfundi í
síðustu viku, að ef ekki öllum, þá að
minnsta kosti flestum starfsmönnum
Skólaskrifstofu yrði boðin endurráðn-
ing í uppsagnarbréfinu.
á sjávarspendýrum. „Það er mjög
mikilvægt að vísindanefnd NAMMCO
hefur ekki bara verið að fjalla um
seli og smáhvali, heldur einnig stærri
hvali. Þannig höfum við verið að
færa verksvið stofnunarinnar út. A
þessum fundi var líka fjallað um regl-
ur um eftirlit með hvalveiðum. Það
hefur sína þýðingu að NAMMCO
taki þau mál til umfjöllunar, varð-
andi framtíðarþróun samtakanna,“
segir Þorsteinn.
NAMMCO samþykkti á fundinum
beiðni til vísindanefndarinnar að
skoða sérstaklega fískát hrefnu,
vöðusels og blöðrusels í Norður-Atl-
antshafi, með tilliti til áhrifa á mikil-
væga fiskstofna. Aðspurður hvort
ekki stæði til að skoða áhrif áts
stærri hvala á ástand fiskstofna,
sagði Þorsteinn: „Mönnum þótti rétt
að fara af stað með þetta. Hrefnan
telst líka til stærri hvala.“
„í þessu bréfi er ekki boðið beint
til endurráðningar og það munu vera
nokkrar deilur um það hvernig eigi
að standa að skipulagningu á nýrri
Fræðslumiðstöð. Það liggja í raun
og veru ekki fyrir neinar tillögur um
það, og þar af leiðandi veit enginn
hvað það er sem bíður fólks,“ sagði
hún. Þá sagðist hún mótmæla því
að hvergi hefðu verið teknar formleg-
ar ákvarðanir um uppsagnir starfs-
fólksins. Skólamálaráð hefði ekki
fjallað um þær og hvergi í borgar-
kerfinu hjá til þess bærum nefndum
hefði verið tekin ákvörðun um þessa
málsmeðferð. Þess vegna drægi hún
mjög í efa að uppsagnirnar stæðust.
Starfsfólk Skólaskrifstofu Reykjavíkur fékk afhent uppsagnarbréf í gær
Boðið upp á við-
ræður um ráðningu
i
I
»
l
i
i
i
i
i
n
í
c
í
I
I
(
I
1
(
(
1
(
(
(
(
(
(