Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 31 AÐSENDAR GREINAR Hagkvæmni bankakerfis- ins ekki aukin án minni samkeppni og þjónustu ÓLJÓST er, hvernig unnt er að stokka bankakerfið upp frekar en gert hefur verið og auka rekstrar- hagkvæmni þess meir en orðið er, ef halda á uppi sömu þjónustu og veitt hefur verið ásamt því að við- halda áframhaldandi samkeppni í bankaviðskiptum. Spurningin snýst um samkeppni og þjónustu, en ekki hvort hér starfi bankar í eigu ríkis- ins eða fyrirtækja og einstaklinga. Að sjálfsögðu mætti ná hér fram eitthvað aukinni hagræðingu með því að hafa einungis tvo aðila á markaðinum, þ.e. einn banka og sameinaða sparisjóði, en ég trúi því varla í alvöru að það sé óskaniður- staða þeirra sem harðast gagnrýna bankakerfið um þessar mundir. Starfsmenn hafa fært miklar fórnir Ég hef sagt það áður og segi enn að banka og sparisjóði á að reka eins og önnur fyrirtæki, með hagn- Það er vonandi að hagræðingar- átak undanfarinna ára og sá góði árangur sem þegar hefur náðst í bankakerfinu verði ekki eyðilagður í tengslum við fyrirhugaða rekstrar- formbreytingu ríkisviðskiptabank- anna. Pólitíkin ein og sér má ekki ráða afstöðu manna. Málið verður að undirbúa af skynsemi, þekkingu og framsýni, en ekki með duttlung- um, skammtímasjónarmiðum, póli- tískum hrossakaupum og upphlaup- um í ijölmiðlum. Dýr mistök í Noregi og Svíþjóð Það væri að sjálfsögðu fróðlegt að útlista þau pólitísku mistök sem gerð .voru í illa ígrundaðri hlutafé- laga- og einkavæðingu bankakerf- isins í Noregi og Svíþjóð á árunum frá 1980 til 1990. Þau mistök og fjármálafylleríið sem fylgdi nýríkum bankaeigendum kostuðu ríkissjóði þessara landa mörg hundruð millj- arða íslenskra króna, ásamt því að fjölmargir sparifjáreigendur misstu algjörlega trú á bankastarfsemina. Afskriftir íslenska bankakerfisins, þó miklar séu, m.a. vegna misheppn- aðra tilrauna til nýsköpunar í at- vinnulífi og fyrrgreindrar félags- málaaðstoðar við fyrirtæki, eru sem betur fer litlar í samanburði við skip- brotið sem Norðmenn og Svíar biðu. Lítill áhugi útlendinga á bankarekstri í Danmörku Gagnrýnendur íslenska banka- kerfisins tala mikið um nauðsyn þess að stokka bankakerfið upp, til að auðvelda því að takast á við er- lenda samkeppni. I Danmörku hafa erlendir bankar haft heimild til að opna bankaútibú mörg undanfarin ár. Reynslan hefur sýnt að áhugi útlendinga á bankarekstri í Dan- mörku er mjög takmarkaður. Nú eru þar sjö útibú í eigu annarra en Dana sjálfra með samtals 230 starfsmenn, en danskir bankar eru með 2.447 útibú og 46.679 starfs- menn. Því er ljóst að bankastarfsemi útlendinganna er einvörðungu örlít- ið brot af bankastarfsemi í Dan- mörku og sömu sögu er að segja annars staðar á Norðurlöndum. Mér segir svo hugur um að raunin verði sú sama hér á landi. Höfundur er formaður Sambands íslenskra bankamanna. Við gerðum miklar kröfur - og Armannsfell uppfyllti þær Friðbert Traustason Illa grunduð einka- væðing banka í Noregi og Svíþjóð kostaði ríkissjóði þessara landa, að mati Frið- berts Traustasonar, mörg hundruð milljarða króna.“ aði, þannig að þeir skili bæði eigend- um sínum og starfsmönnum sem bestum arði og kjörum. Sá tími að bankar starfi sem félagsmálastofn- anir fyrir illa rekin fyrirtæki er von- andi liðinn, en fortíðarvandi bank- anna er að miklu leyti tilkominn vegna þess hlutverks sem þeim var valið og einnig skorts á pólitískum kjarki hjá ráðamönnum þjóðarinnar. Víst er að starfsmenn banka og sparisjóða landsins hafa fært miklar fórnir undanfarin ár til þess að hjálpa fyrirtækjunum sem þeir starfa hjá upp úr öldudal. Kjörin hafa rýrnað og álagið aukist mikið sem og að sífellt eru gerðar meiri kröfur tii starfsmanna um hæfni og aðlögun að nýjum vinnubrögðum. Ibúö afhent fullbúin Einbýli í fjölbýli - sérinngangur Þvottahús f íbúð Fjölbreytt útfærsla eftir eigin höfði STOFNAÐ 1965 Armannsfell hf. Funahöfða 19 ■ sími 587 3599 http://nm.is/armfell Opið sunnudaga frá kl. 12.00 til 15.00 Hörður Felix Harðarson, 26 ára lögfræðingur, Guðrún Valdimarsdóttir, 25 ára skrifstofumaður og Daníel litli 4 ára, fluttu inn í Permaform íbúð frá Ármannsfelli þann 15. desember 1995 „Við höfðum mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig okkar húsnæði ætti að vera. Við vorum orðin þreytt á fjölbýli og vildum fá íbúð með sérinngangi. Fjárfestingin varð að vera hagkvæm, húsið fallegt og frágangur snyrtilegur. Við vildum ennfremur traustan og öruggan frágang sem viðurkenndur væri af réttum aðilum. Ármannsfell stóðst þessar kröfur og meira til. Þótt við værum að kaupa tilbúið húsnæði gátum við ráðið öllu sem okkur fannst skipta máli. Við völdum okkur annað gólfefni, breyttum milliveggjum, völdum okkur innréttingar á bað og í eldhús og fataskáparnir voru einnig eftir okkar smekk en ekki annarra. Þegar við fluttum inn var tilfinningin góð. Þetta var okkar íbúð í hólf og gólf með HUGBÚNAÐUR FYRIR WIND0WS FRÁBÆR ÞJÓNUSTA Bn KERFISÞRÓUN HF. 04 Fákafeni 11 - Sími 568 8055
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.