Morgunblaðið - 30.03.1996, Side 56
56 LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
BREF
TTL BLAÐSINS
Dýraglens
Tommi og Jenni
Hyab ertu a£\(j>tyrkja utévanq Í9 \( ÞýhatW
9ena, Tami?J v------~y----- ^
j ^
e/t Cá fa,
fxturejnf
Og paóói- 1
..ANP I WANT TO
THANK THE JUD6ES
F0RTHI5 AWARP..
BUT I PIPNT C0L0R
TM05E PICTURE5'.'
17 U)A5 MY D06U
- og mig langar til EN ÉG
að þakka dómur- ÞESSAR
unum fyrir þessi VAR
verðlaun MINN!!
LITAÐI EKKI
MYNDIR!! ÞAÐ
HUNDURINN
Ég heyrði að þú hefðir gert Ég lita himininn
þig að fífli einu sinni enn alltaf bláan
Eg á létt með það
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
Starf Katta-
vinafélagsins í
þágu samfélagsins
Frá Þorvaldi H. Þórðarsyni og
Katrínu Harðardóttur:
MEÐ tilkomu Kattholts hefur aðstað-
an fyrir óskilaketti batnað verulega
hér á höfuðborgarsvæðinu. Katta-
vinafélagið hefur unnið mjög gott
starf og almenningur sem og iög-
regla, dýraeftirlitsmenn og fleiri hafa
getað leitað á náðir félagsins með
ketti sem þeir finna á vergangi.
Kattavinafélagið hefur einnig haldið
skrár yfir heimilisketti sem fólk hef-
ur týnt eða fundið og hefur með
þessum hætti aðstoðað margan kött-
inn við að rata heim til sín.
Hús Kattavinafélags íslands,
Kattholt, var opnað í júlí 1991 og
var þá suðausturhluti hússins tekinn
í notkun undir starfsemi félagsins.
Þessu húsnæði var skipt í deildir
fyrir óskilaketti, gæsluketti og skrif-
stofu. Reykjavíkurborg veitti tölu-
verðan styrk til þessara fram-
kvæmda, en jafnframt lögðu meðlim-
ir félagsins fram mikla sjálfboða-
vinnu við smíðar, pípulagnir, máln-
ingarvinnu og fleira. Við opnunina
fluttust óskilakettir af höfuðborgar-
svæðinu frá Dýraspítalanum í Víði-
dal í Kattholt, þar sem meginmark-
mið starfseminnar var helgað þeim.
Það með hófst mikið starf við umönn-
un þeirra, leit að réttum eigendum
eða að öðrum kosti að finna nýtt
heimili fyrir þessa ferfættu vini.
Ennfremur hefur félagið unnið hörð-
um höndum við að koma í veg fyrir
að kettir týnist. Þetta hefur verið
gert með því að hvetja dýraeigendur
til að merkja þá greinilega.
Þetta starf, sem er að miklu leyti
unnið í sjálfboðavinnu er mjög mik-
ilvægd; í þéttbýli en er því miður oft
vanmetið af bæði yfirvöldum og al-
menningi. Ef þessir kettir hefðu í
engin hús að venda, sæjum við fljótt
verulega Ijölgun á litlum samfélögum
villikatta hér og þar í borginni. Kett-
ir sem lifa villtir geta verið smitaðir
af spóluormum, bogfrymli, eyrna-
maurum, augnsýkingum og kattafári
svo eitthvað sé nefnt. Þessir kettir
geta smitað heimilisketti og viðhaída
þeir smitinu í umhverfínu. Auk þess
þurfa þessir kettir að veiða sér fugla
og mýs tii matar og fara oft í rusl
í íbúðarhverfum. Af þessu hlýst veru-
legt ónæði. Þegar kólna fer í veðri
verða veglausir kettir oft svangir,
kaldir og illa til reika. Dánartíðni
verður mjög há um vetur, sérstaklega
hjá kettlingum. Vegna dýraverndar-
sjónarmiða er ekki annað hægt en
að reyna að koma í veg fyrir að slík
samfélög fái að þróast og stækka.
Það er því nauðsynlegt að athvarf
fyrir óskilaketti sé fyrir hendi.
í Kattholti fá kettirnir góða að-
hlynningu. Þeir eru geymdir í rúm-
góðum búrum og fóðrun _og hrein-
læti eru til fyrirmyndar. í Kattholt
koma kettir frá öllu höfuðborgar-
svæðinu, sem bæði lögreglan og al-
menningur koma með. Þar sem
margir kettir eru samankomnir í einu
húsnæði hafa sóttvarnir alltaf verið
efst í hugum manna. Það varð því
fljótlega ljóst að aðskilja þurfti
óskilakettina frá gæsluköttunum.
Það var svo í júlí 1992 að vestur-
hluti bakhúss var tekinn í notkun
fyrir óskilaketti. Þótti þetta mikil
framför auk þess sem hægt var að
auka gæsluna, sem yfir sumartímann
er einhver helsta fláröflun félagsins.
Smitsjúkdómar
Sumarið 1993 gerðist það sem
menn höfðu mest óttast. Það kom
upp smitsjúkdómur meðal óskilakatt-
anna, sem leiddi til þess að aflífa
þurfti hluta þeirra. Viðbrögð félags-
ins við þessum skelfilega atburði
voru skjót, ákveðin, fagleg og til
fyrirmyndar. Þess var strax farið á
leit við félagsmenn að styrkja félagið
í að hólfa óskilakattadeildina í 5
aðskilin herbergi og koma upp góðu
loftræstikerfi. Með þessu móti er
hægt að takmarka útbreiðslu smits
og aðskilja heilbrigða einstaklinga
frá sjúkum. Átak þetta færði félag-
inu á fjórða hundrað þúsund. Þrátt
fyrir þröngan ijárhag var hægt með
hjálp góðra manna að koma upp
þeirri góðu aðstöðu sem notuð er í
dag.
Á undanförnum árum hefur starf-
semi Kattavinafélags íslands fyrst
og fremst miðast við Reykjavík og
nágrannabyggðalög. Af þessum
sveitarfélögum hefur þó Reykjavík-
urborg ein veitt framlag til starfsem-
innar árlega. Allri ósk til annarra
sveitarfélaga um framlag til rekst-
ursins á undanförnum árum, hefur
því miður verið synjað. Þó er í lögum
að sveitarfélögum, hverju fyrir sig,
beri skylda til að halda óskiladýrum
í skefjum. Aðferð sú sem Kattavina-
félagið hefur valið sér er tvímæla-
laust sú mannúðlegasta og besta sem
völ er á. Þar eru hagir og þarfir
dýranna í hávegum höfð.
Það væri óskandi að í hinni allra
nánustu framtíð sæju önnur sveitar-
félög á höfuðborgarsvæðinu og víðar
sér fært að koma inn í þetta starf
af fullum krafti, svo stíga megi stór
og farsæl skref á þessu sviði inn í 21.
öldina.
ÞORVALDUR H. ÞÓRÐARSON,
dýralæknir,
KATRÍN HARÐARDÓTTIR,
dýralæknir.
Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðslafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.