Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 47 ÞÓRHALLA SVANHOLT BJÖRG VINSDÓTTIR + Þórhalla Svan- holt Björgvins- dóttir fæddist í Krossavík í Þistil- firði 23. janúar 1916. Hún lést á Akureyri 18. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Kristmunda Þor- björg Guðmunds- dóttir og Björgvin Þórarinsson bóndi í Krossavík. Hún var elst ellefu systkina. Tveir bræður henn- ar voru áður látnir, þeir Þormóður Karl Svanholt, látinn 1921, og Þórlaugur Ragnar Svanholt, látinn 30.8. 1979. Önnur systkini á lífi eru Karl Svanholt bóndi í Krossa- vík, Hólmfríður Guðmunda Svanholt húsmóðir, Reykjavík, Sigurður Svanholt smiður, Hveragerði, Níels Pétur Berg- þór Svanholt bifreiðastjóri, Sandgerði, Halldór Guðmundur Svanholt, búsettur í Svíþjóð, Kristín Sigríður Svanholt, bú- sett í Svíþjóð, Þyri Ragnheiður Svanholt, húsmóðir í Keflavík, og Elsa Herdís Svanholt, búsett í Astralíu. Þórhalla hóf sambúð með Sveini Kristni Nikulássyni frá Raufarhöfn. Foreldrar Sveins voru Dýrfinna Kristín Sveinsdóttir og Nikulás Ásgeir Steingrímsson frá Hafnarfirði. Þórhalla og Sveinn byijuðu búskap á Akureyri en fluttu til Raufarhafnar 1949. Þau eign- uðust fimm syni. Þeir eru Reyn- ir, skrifstofumaður á Akureyri, fæddur 1943, maki Helga Hall- Og hvað er að hætta að draga andann ann- að en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinn- ' ar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þeg- ar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn. (Kahlil Gibran, 1883-1931.) Hún Þórhalla er horfin af sviðinu til annars og æðra tilverustigs. Brotthvarf hennar bar snöggt að og eftir á að hyggja gat það varla ver- ið öðruvísi, hennar lífsstíll var allur með þeim hætti. Það hefði ekki átt við hana að valda öðrum byrðum. Hún var í senn sjálfstæð og sjálf- bjarga manneskja sem fór sínar leið- ir og vildi áreiðanlega ekki vera upp á neinn komin. Þess vegna var hún enn í hlutastarfi og sagði oft við mig að ef hún hefði ekki þessa vinnu færi hún bara á frystihúsið! Hennar opinbera starf síðustu 17 árin var við Mötuneyti Mennta- skólans á Akureyri. Sló hún þar aldrei feilpúst öll þessi ár svo hraust var hún, síung og frá á fæti. Síð- ustu árin tók hún til morgunmat- inn, mætti klukkan sex á morgnana ognaut þess að verafullgildurþátt- takandi í samfélagi okkar, nokkurt umhugsunarefni. dórsdóttir og eiga þau tvö börn. Birgir, sölumaður, Kópa- vogi, fæddur 1945 og á hann fjögur börn, Heimir, tækni- fræðingur, Egils- stöðum, fæddur 1947 og á hann þrjú böm, en eitt dó af slysförum 1990. Ás- geir, vélfræðingur, Kópavogi, fæddur 1950, maki Ragn- hildur Magnúsdóttir og eiga þau fjögur börn. Björgvin, bóndi í Önundarfirði, fæddur 1958, maki Sólveig Bessa Magn- úsdóttir og eiga þau þrjú börn, en hann átti eina dóttur fyrir. Þórhalla þráði alltaf að flylja til Akureyrar aftur því hún taldi sig eiga þar heima, það varð 1974 að flutt var frá Rauf- arhöfn í Þórunnarstræti 131, Akureyri. Sveinn lést 25. apríl 1988 á Akureyri. Þórhalla hóf fljótlega störf í mötuneyti Menntaskólans á Akureyri og starfaði þar til dauðadags. Þór- halla var mjög listhneigð og námfús, sótti flest þau nám- skeið sem kennt var eitthvert handverk. Málaði fjölda mynda á námskeiði á vegum aldraðra og tók þátt í samsýningum með þeim. Gaf út ljóðabók 1995 rétt fyrir fyrsta ættarmót systkina sinna, en henni var mjög hug- leikið að þau systkinin kæmu saman með sínar fjölskyldur og það tókst síðastliðið sumar. Útför Þórhöllu fór fram 29. mars. Með sinn tíma fór hún ekki illa, vísast vantaði hana tíma til að gera, þó ekki væri nema hluta þess sem hugurinn stóð til. Listhneigð og list- ræn var hún mjög og hefði vafa- laust viljað helga sig listsköpun ýmiskonar fyrr á ævi ef aðstæður hefðu boðið. Hún sótti námskeið í margskonar handverki svo sem blómaskreyting- um, hnýtingum, tréskurði, málm- smíði og málaralist. Seinustu árin sótti hún námskeið hjá Kristni G. Jóh. og sótti í sig veðrið í málverk- inu. í sumar var fyrirhuguð sýning vestur í Önundarfirði hjá Björgvini yngsta syni hennar. Það var ef til vill leið Björgvins til að fá hana vestur, hún vildi ekki vera á neinum þvælingi nema hafa eitthvað fyrir stafni. Á síðastliðnu sumri gaf hún út ljóðabók, öllum á óvart og kost- aði sjálf útgáfuna. Hún var ekki að flíka sínu, svo fáir vissu í raun hver hún var eða hvað í henni bjó. Svo fersk og frumleg í til að mynda blómaskreytingum að fæstir hefðu trúað aldri gerandans. Mikill rækt- andi tijáa og blóma utan húss sem innan og kom ósjaldan færandi hendi, blóm, kerti eða skreytingar sem ófáir nutu. Blómunum í Mötu- neyti Menntaskólans sinnti hún alla tíð. Alltaf hafði hún þó nægan tíma, t Eiginmaður minn og faðir okkar, GUÐMUIMDUR SIGFÚSSON, áður Oddabraut 23, Þorlákshöfn, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, fimmtu- daginn 28. mars. Útförin auglýst siðar. Þorbjörg Þálsdóttir og börn. MINNINGAR hennar heimili stóð ætíð opið gest- um og gangandi og margir vinir og ættmenni höfðu þar dvöl. Rækt- aði hún samband við ættingja og vini sem eru víða niður komnir, tvö systkini k hún í Svíþjóð og eina systur í Ástralíu. Þau voru öll þeirr- ar gæfu aðnjótandi að hittast á liðnu sumri á fyrsta ættarmóti systkinanna. Það hafði verið henni hugleikið að systkinin kæmu saman með fjölskyldur sínar og það tókst. Færandi nýju lióðabókina sína, Viltu vaka, varla þurra úr prent- smiðju, kom þar sínu fólki í opna skjöldu. Hún hafði yndi af góðri tónlist og söng og harmonikumúsík var hennar popp. Hún var reyndar þeirrar gerðar í útliti, fasi og klæða- burði á stundum, að hippi hefði hún getað kallast síns tíma, í góðri merkingu þess orðs. Enda vatns- beri sem hún, oft sagðir vera fimm- tíu árum á undan samtíð sinni! Það lýsir henni best að á sjötugs- afmæli sínu, fyrir tíu árum, fékk hún frí frá störfum og flaug til Grímseyjar, þangað hafði hún ekki áður komið, dvaldi þar í sólarhring, naut kyrrðar, náttúrufegurðar og gestrisni eyjaskeggja. Sama var uppi á teningnum á áttræðisafmæl- inu í janúar síðastliðnum. Þá brá hún sér í fagran Vopnafjörðinn er hún hafði reyndar ekki augum litið, ferðaðist þar um með syni sínum og átti góðar stundir. Þórhalla Svanholt, eins og systk- inin voru öll skírð, var fædd í Krossavík í Þistilfirði, 23. janúar 1916, elst ellefu systkina. Þar ólst hún upp við leik og störf, réri til fiskjar og skaut fugl til matar. Fór fljótt eftir fermingu í vist á ýmsa bæi í sýslunni, þess á milli var hún heima í Krossavík, sem hún unni alla tíð, þar var hennar ættarjörð. Um 1940 fór hún í vist til Akur- eyrar og tók miklu ástfóstri við bæinn og þar vildi hún setjast að. Á Raufarhöfn kynntist hún manns- efni sínu Sveini Kristni Nikulássyni en hann lést 1988. Hófu þau bú- skap á Akureyri en bjuggu síðar á Raufarhöfn. Eignuðust þau fimm syni, elstur er Reynir, þá Birgir, Heimir, Ásgeir og Björgvin. Þórhalla þráði alltaf að flytja til Akureyrar því hún taldi sig eiga heima þar. Þangað fluttu þau 1977 í Þórunnarstrætið sem varð hennar heimili til æviloka. Hún hóf störf á Hótel KEA og þar kynntist ég þess- ari óvenjulegu konu, sem vakti at- hygli fyrir hversu kná og ósérhlífin hún var, tók sannarlega til hend- inni, langt út fyrir hússins dyr og var hún þá komin á sjötugsaldur- inn! Hún hóf síðan störf við Mötu- neyti Menntaskólans 1979. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd Mötuneytis Menntaskólans á Akur- eyri þakka giftudijúg störf og ósér- hlífni og fyrir mig og mína fjöl- skyldu allar góðar stundir og rækt- arsemi. Frá samstarfsfólki kærar þakkir fyrir samfylgd alla og biðjum henni blessunar Guðs á ókunnum leiðum. Sonum hennar og fjölskyldum vottum við okkar dýpstu samúð. Sigmundur Rafn Einarsson. Vegna brunaóhapps i bakstigagangi og þar af leiðandi reykmyndunar í versluninni á Laugavegi VGÍtlMI VÍð 30% afslátt af öllum nýjum fatnaði næstu daga. Opið i dag, laugardag, tU kl. 18.00 nllnm nLnm Snyrtivörudeild: 50-70% afsláttur af náttfötum 20% afsláttur af snyrtivörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.