Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 3 7 AÐSENDAR GREINAR Lifi fjölbreytnin EINU sinni vorum við Íslending- ar „öðruvísi"! Mikið vatn hefur runnið til sjávar og margar öldurnar streymt frá hinum svonefndu ljósvakamiðlum „fijálsum og ófijálsum" inní við- tækin okkar síðan menn gátu með nokkru stolti greint erlendum vin- um og ferðamönnum frá því að hér á landi væri aðeins ein útvarpsstöð og aðeins ein sjónvarpsstöð, sem gerði vikulega hlé á sinni stuttu dagskrá, auk þess að loka í heilan mánuð á sumri hveiju. Nær undantekningarlaust þótti útlendingum þessi sérstaða okkar merkileg og eftirsóknarverð í æ mettaðri heimi nútíma íjölmiðlunar. Að vísu þurftu menn að viður- kenna að Kaninn hefði líka sitt út- varp og sína sjónvarpsstöð, en þær höfðu takmarkaða útbreiðslu. Þá var nokkuð rætt um hugsan- Ieg (skaðleg) áhrif þessara útsend- inga á ungdóminn og verður undir- ritaður að viðurkenna að hafa eitt- hvað baðað sig í þeim sjónvarps- bláma á helztu mótunarárum sín- um, enda uppalinn á „áhrifasvæði hersins". Svo bregðast krosstré ... Það er íjarri mér að ætla eða óska þess að við getum snúið við og horfið aftur til „fámiðlunar", enda verður tímans hjól ekki stöðv- að hvað þá að því verði snúið til baka. Sú hugsun hefur þó orðið æ skírari í mínum kolli að hinn raun- verulegi skaði „Kanasjónvarpsins" hér á landi sé að hafa takmarkað víðsýni okkar þannig að nú telja menn ekkert gjaldgengt hér á landi nema það sé matreitt á ensku og helst framleitt í Hollívúdd. íslenzkri menningu stafar ekki mikil hætta af erlendum áhrifum ef þau eru nægilega fjölbreytileg! Það er einhæfnin í innfluttum menningar- og ómenningarstraum- um sem er íslenzkri menningu hættulegust. Sam-keppni Samkeppni íslenzkra fjölmiðla, virðist helzt felast í því að keppast við að gera meira af því sama og hinir. Þegar nýjar útvarpsstöðvar fóru að skjóta upp kollinum hóf RÚV að senda út á dægurmálarás og allir kepptust við að spila vinsæl- ustu lögin (samkvæmt erlendum listum, sölutölum verzlana eða bara eigin skilgreiningu) og fylla tóma- rúmið á milli þeirra með „ómiss- andi“ upplýsingum um að kynnirinn væri „búinn að vera með okkur frá klukkan þetta“ og „ætti eftir að vera með okkur til kl. hitt“. Ein- hver „fann svo upp sveitasímann" á nýjan leik, svo nú getum við hlust- að á annarra manna símtöl daginn út og daginn inn. Gamli sveitasim- inn var þó notaðar „milli vina“ en nú þurfum við að hlusta á hvern þann sem telur sig hafa eitthvað merkilegt að segja við „þjóðina", hvort sem þeir eru uppfullir af fróð- leik eða bara fullir. Sj ónvarpsbyltingin Nú er sjónvarpsvæðing landsins í algleymingi og ástæða til að óska okkur til hamingju með allar þessar nýfæddu rásir. En hvað er að ger- ast í þeirri stigmagnandi sam- keppni? Erum við ekki að fara inní sama ferlið og útvarpsstöðvarnar fóru í? Það hefur til dæmis vakið at- hygli mína hvað dagskráin er keim- lík, en það alvarlegasta er að allt er þetta efni úr svotil sama menn- ingarhluta heimsins. Helzta við- kvæðið er að ekki þýði að bjóða fólki annað. Mengaður miðill í nýlegum umræðuþætti um of- beldisefni í sjónvarpi mátti skilja af dagskrárgerðarmönnum að hör- gull sé á ofbeldislausu efni fyrir sjónvarp. Að um 60 til 70% allra kvikmynda sem bíóhúsin sýna sé ofbeldismengað efni. Vel má vera að svo sé en mig grunar að hlut- Erum við ekki fullsödd af innihaldslitlum of- beldis- og glæpamynd- um, spyr Arni Þorvald- ur Jónsson, sem hvetur til meiri fjölbreytni sjón- varpsefnis. fall þetta sé mun hagstæðara frið- elskandi fólki í framleiðslu evr- ópskra kvikmynda. Við getum líka spurt okkur hversu myndarlega var hundrað ára afmæli kvikmyndasýn- inga gerð skil, t.d. með sýningum á klassískum bíómyndum (sem flestar eru evrópskar)? Það er til dæmis forvitnilegt að sjá hversu margar franskar myndir (sérstaklega gamanmyndir) eru endurgerðar fyrir amerískan mark- að og nægir að nefna; La Chi- enne/Scarlet Street, Pardon Mon Affaire/Woman in red, Le Jouet/ The Toy, La Chévre/Pure Luck Trois Hommes et un Couffin/Three Men and a Baby (Cradle) og nú nýlegasta dæmið; Neuf Mois/Nine months. Iðulega stend- ur ameríska kópían frummyndinni að baki, eins og menn geta t.d. séð í kvikmyndahand- bók Maltins. Bandarískum al- menningi er vorkunn því hann virðist ófær um að innbyrða erlept myndefni, enda senni- lega ofverndaður fyrir slíku. Við íslendingar erum vonandi enn van- ir framandi tungum, þótt sumir hafi visst óþol gagnvart öðru en ensku í bíómyndum. Við látum okkur til dæmis ekki muna um að sitja út heilu kvikmyndirnar á japönsku (t.d. Veldi tilfinninganna) ef tekst að vekja áhuga okkar. Hvers vegna fáum við ekki að sjá meira af því úrvalsefni sem framleitt er í Evrópu? Evrópskar kvikmyndir eru alla jafna nær okk- ar eigin veruleika (sem betur fer fyrir okkur) en sú síbylja þar sem helzt þarf að stúta einhveijum á 10 mínúndna fresti og klessa ekki færri bíla í æsandi eltingarleik áður en „hetjan fær stúlkuna"! Að þora Hvernig stendur á því að þessir áræðnu menn, forráðamenn hinna vaxandi sjónvarpsstöðva, sem leggja tugi ef ekki hundruð milljóna undir í fjölmiðlakapphlaupinu þora ekki að veðja á fjölbreytnina? Hvers vegna þora þeir ekki að vera „öðru- vísi “ en hinir? Boðskapurinn sem unga fólkið þarfnast e.t.v. mest í dag er (á tízkumáli) „Dare to be different“ eða „þorðu að vera öðruvísi“ (eins og Donovan boðaði í einu laga sinna frá ’77). Undirritaður gerðist áskrifandi af nýrri sjónvarpsstöð nú fyrir stuttu og þá ekki sízt í þeirri von að að hún yrði öllu evrópskari í efnisvali en hinar. Stöðin endurvarpar auk þess nokkrum gervihnattastöðvum og er mér sagt að fleiri geti hugsanlega bætzt ’ við og vonast ég vitan- lega til þess að forráða- menn hennar og eig- endur hafi vit á að veðja á gæði fremur en magn og semja t.d. við nokkur evrópskar stöðvar um að endur- varpa frá þeim, t.d. á einni og sömu rásinni. Ef þær stöðvar hafa einhvern metnað til heimsáhrifa ættu þær að texta efnið á ensku. Markaðsfræðingar nútímans eru alltof uppteknir af því að eltast við smekk fjöldans. Tilfellið er að fram- boðið ræður ekki síður eftirspurn en öfugt. Það er ekki hægt að ætl- ast til þess að fólk biðji um efni sem það þekkir ekki. Auðvitað verður viss tregða til að byija með hjá mörgum og vert er að hafa í huga að góðir hlutir gerast hægt. Margir þekkja það að auðtekið efni, t.d. í tónlist og bók- menntum, er oftast innihaldsrýrara en það sem þarfnast einhverrar athygli og yfirlegu. Óhætt er að fullyrða að „öðruvísi" kvikmyndir og sjónvarpsefni er það sem stór hópur hugsandi fólks vonast eftir. Einhvern tímann hlýtur fólk að vera búið að fá sig fullsatt af innihalds- lausum ofbeldis- og glæpamyndum þar sem aðalkeppikeflið virðist vera að segja sem minnst með sem mest- um látum! Ég skora á alla hlutaðeigandi að hrista af sér hræðsluna við ímynd- aðan „smekk fjöldans" og spila fram trompi fjölbreytninnar eða eins og Frakkar myndu orða það „Vive la différence"! Höfundur er forseti Alliance Francaise á tslandi. Árni Þorvaldur Jónsson. Sundkeppni Ólymp- íuleika smáþjóða í DROPUM sem birtust í Feyki 4. okt-sl. um málefni Sundsam- bands íslands, og sundíþróttarinnar hér á Sauðárkróki, fagnaði ég því m.a. að Reykjavíkurborg ætlaði að leysa vanda íþróttahreyfingarinnar varðandi sundkeppni Ólympíuleika smáþjóða sumarið 1997 með því að byggja fyrir þann tíma yfir- byggða sundlaug með 50 m braut- um í Grafarvogi. Ég var heldur fljótur á mér í þessu efni því að afturkippur kom í málið og þegar á átti að herða treystist borgin ekki til þess að verða við þessum óskum og raunar kröfum. Verkefnið var of dýrt og tíminn of stuttur. Þetta fyrirhugaða mót og sundaðstaða í landinu hefur valdið töluverðum umræðum og skrifum í blöðum að undanförnu og ýmislegt því samfara borið á góma. Ekki ætla ég að blanda mér beint í þær umræður en sökum málefnisins fór ég að hugsa um stöðu mála í þessu efni í dag. Raun- ar hafa málefni sundsins og aðstaða þess sem íþróttar - keppnisíþróttar - verið mér ofarlega í huga í ára- tugj- A Smáþjóðaleikunum verður keppt í tíu greinum íþrótta og er sund ein þeirra. íslendingar hafa verið þátttakendur í þessum leikum og ætíð með mjög góðum árangri og þá ekki síst í sundi, þrátt fýrir allt. Nú bregður svo við, að í öllum greinum leikanna er fyrir hendi fullkomin keppnisaðstaða, sem full- nægja alþjóðastöðlum til stórmóta og í flestum tilfellum margir staðir í hverri grein - nema í sundi. Engin fullkomin keppnislaug fyrirfinnst á íslandi. Krafan er 50 m yfirbyggð sundlaug með átta brautum og rúmgóðu áhorfenda- svæði. Hvernig stendur á þessu? Hefur sund gleymst sem íþrótt í áratugi? Hefur eingöngu verið litið á sund sem heilsusamlegt og gott sumar- sport, sem börn, fullorðnir og aldn- ir hefðu gott af að dunda við í frí- tímum sínum? Það skipti því mestu máli að fyrir hendi væru heitir pott- ar, misstórar rennibrautir, vaðlaug- ar og jafnvel einhvers konar gos- brunnar. Allt þetta er gott og þarft til þess að lokka yngri sem eldri að hollu og, að því er margir telja, besta líkamssporti sem býðst, böð- um og sundi. Hvernig voru keppnisaðstæður í öðrum íþróttagreinum fyrir 60 árum? Sextíu ára keppnisaðstaða Á sl. hausti leit ég inn á bikar- mót Sundsambands Islands í 1. og 2. deild, sem haldið var í Sundhöll Reykjavíkur. I mótinu tóku þátt 6 lið í 1. deild og 7 lið í 2. deild eða sam- tals 13 fjölmennar sundsveitir og hafði hver deild sinn sérstaka tíma til keppninnar. Mér kom það ekk- ert á óvart að hvergi var pláss fyrir mig né aðra áhorfendur. Úmhverfis laugina hópur af sund- fólki, sem var að reyna að sjá eitt- hvað af keppninni ef það var ekki sjálft þá stundina í eldlínunni. Eins og allir, sem til þekkja, vita er ekkert áhorfendasvæði í Sundhöll- inni. Þetta minnti mig á að fyrir um 60 árum var ég sjálfur keppandi í þessari þá nýju og fallegu Sund- höll. Ekkert hafði breyst. Enn í dag var þetta aðalkeppnisstaður sundfólksins í landinu. Er keppn- isaðstaða annarra íþróttagreina í dag hin sama og var fyrir 60 árum? Engin fullkomin keppn- islaug fyrírfínnst á ís- landi, segir Guðjón Ingimundarson, sem hér skrifar um málefni sundíþróttarinnar. Uppbygging veglegra mann- virkja á öllum sviðum íþrótta á undanförnum áratugum ber að lofa og fagna, líka að því er varðar al- mennt sund. Eitt hefur þó gleymst. Það hefur gleymst að sund er líka keppnisíþrótt. Á því er varla nokkur vafi. Sundlaugar hafa verið byggðar víða um land. Nokkrar þeirra litlar yfirbyggðar laugar, sem auk þess að vera almenningslaugar eru heppilegar til sundkennslu og grunnþjálfunar. Fleiri þessara lauga eru þó opnar og af þeim sökum óheppilegar til kennslu og þjálfunar. Auk þess vart nothæfar til sundkeppni, þótt gert sé. Jafn- vel vegleg sundsvæði eins og Ár- bæjarlaugin í Reykjavík, sem kostaði meira en hálfan milljarð króna, með öllum sínum möguleik- um til sundleikja, hef- ur ekki aðstöðu til sundmóta. Þó ætlast þjóðin til þess að sund- fólkið standi erlendum þjóðum á sporði sundi. Er sund inni- eða útiíþrótt Sem námsgrein í skólum er sund innin- ámsgrein. Auðvitað er sund víða kennt í úti- laugum þar sem inni- laugar eru ekki tiltæk- ar. Því fylgja þó ýmis vandkvæði svo sem vanhöld vegna veðurs og fleira. Það þarf naumast að rökstyðja þetta, svo augljóst er það hverjum þeim sem hugsar á rök- rænan hátt. Sem keppnisíþrótt er sund einnig inniíþrótt. Þar sem sund hefur þró- ast sem íþrótt um lengri tíma er aðalþjálfunartími þess haust- og vetrarmánuðirnir og tími sundmóta dreifður um þann tíma og fram á vor. Flest stórmót í sundi erlendis fara fram í yfirbyggðum laugum, hvort sem er vetur eða sumar. Hugsið ykkur sundmót í opinni laug í misjöfnu vetrarveðri, þar sem starfsmenn eru klæddir „pól- arklæðum“ en vesalings keppend- urnir - kjarni mótsins - norpa í sundfötum á ráspöllum til að stinga sér til sunds í laugar, þar sem kaldir vindar valda misstórum öld- um á vatnsfletinum. Þetta eru ástæður þess að sundmót eru hald- in í innilaugum, þar sem þess er kostur. Við athugun kemur það einnig í ljós að öflugustu sundhóparnir koma úr innilaugunum. Þar er grundvöllurinn lagður og þar er hægt að beita markvissum vinnu- brögðum í sundþjálfun . Auðvitað er hægt og sjálfsagt að æfa sund úti sem inni allan árs- ins hring. Við, sem förum í sund og veljum okkur tíma til þess, hög- um seglum eftir vindi, förum í sund þegar það hentar okkur. Þann valkost hafa hvorki nemendur skóla né þeir sem æfa með þátttöku í sundmótum að markmiði. Sundkeppni Ólympíuleika smáþjóða Komið hefur fram í skrifum að líklega feng- ist að halda sundkeppn- ina í 25 m innilaug. Það hafi raunar verið sam- þykkt af Alþj. Ólympíu- nefndinni. Sundkeppni í laugum með 25 metra brautum hefur fengið aukið vægi í heiminum á síðari árum. Hvað er þá átt við? Eru það litlar laugar með fjórum tveggja metra brautum, þar sem ekkert áhorf- endapláss er fyrir hendi? Það er síður en svo. Auðvitað er krafan átta brauta innilaugar með veru- legu áhorfendasvæði. Slíkar laugar eru ekki til á ís- landi. Á öllu Suðvesturlandinu eru að minni hyggju aðeins til tvær yfirbyggðar laugar með 25 m brautum; Sundhöll Reykjavíkur og Sundhöll Hafnarfjarðar, báðar með fjórar brautir og báðar án áhorf- endasvæða. Þessar tvær laugar eru helstu keppnislaugar landsins auk Sundhallar Vestmannaeyja. Sigl- firðingar eiga einnig yfirbyggða 25 metra sundhöll og hefur hús það fram yfir áðurnefndar laugar að við hana er dálítið áhorfenda- svæði. Hvaða íþrótt önnur fær því unað að geta ekki boðið áhugasömum | áhorfendum á sín stærstu mót? Er líklegt að sundíþróttin vaxi þor og geta á meðan að þannig er % að henni búið? Hvernig verður örv- | un sundfólks og metnaður þess byggður upp við þessi skilyrði? Höfundur er fyrrv. íþróttakennari. Guðjón Ingimundarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.