Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 13 FRETTIR Sex Belgar á Islandi til að keppa við radíóamatöra um allan heim Hyggjast ná sambandi við 3.000 félaga BELGÍSKU radíóamatörarnir bjuggu sig undir keppnina í gær. HINGAÐ til lands komu á þriðjudag sex ungir Belgar í vikuferð, í því skyni að keppa hérlendis í alþjóðlegri keppni radíóamatöra, sem kallast „Worldwide Radio Contest“. Enginn Islendingur tekur þátt í keppninni, en Belgarn- ir völdu landið þar sem afar eftirsótt er á meðal radíóma- matöra að „safna“ íslenskum kallmerkjum vegna fágætis þeirra, auk þess sem nokkrir þeirra hafa komið hingað áður og fest ást á landi og þjóð. Keppnin fer fram á laugar- dag og sunnudag að sögn Freds Jans-Cooremans, tals- manns Belganna, og felst í því að reyna að ná sambandi við eins marga radíóamatöra um allan heim og hugsast getur. Methafar náðu 6.000 merkjum Hann segir að methafinn í þessari grein sé hópur sem náði sambandi við um 6.000 félaga sína á einni helgi, með fulltingi 5-6 senditækja. Belg- íski hópurinn, sem skipaður er karlmönnum á aldrinum 22-35 ára, hefur hins vegar aðeins eitt tæki til umráða, en meðlim- ir hans munu hafa vaktaskipti til að senda út boð og safna kallmerkjum í alls 48 klukku- stundir. „Við stefnum að því að ná sambandi við 3.000 radíóamat- öra um allan heim, eða 62,5 á mínútu. Við setjum markið hátt en vonum að íslenska kall- merkið, TF, auðveldi okkur að ná þessu markmiði því þá vær- um við á meðal tíu fremstu, þó svo að hérlendis sé erfiðara að ná sambandi en t.d. í okkar heimahögum. Hvert einasta kallmerki sem við náum er skráð inn í tölvu og listinn síð- an sendur til skipuleggjenda keppninnar, sem yfirfer allar skrár og ber þær saman, m.a. til að útiloka hugsanleg vafa- atriði. Heilt ár líður frá keppni þangað til maður fregnar árangur sinn og annarra kepp- enda, þannig að þolinmæðin þarf að vera ríkuleg. A Islandi eru ekki sérlega margir radíóamatörar, eða um 140 að ég held, sem gerir ís- lenska kallmerkið afar áhuga- vert í augum radíóamatöra í öðrum löndum og heimshlut- um. Til samanburðar má geta þess að við erum um 4.000 í Belgíu og mun fleiri í löndum á borð við Japan og Bandarík- in, en í síðarnefnda landinu eru radíóamatörar fjölmennastir á heimsvísu. Karlar eru fjöl- mennastir, en um tvö eða þijú prósent radíóamatöra eru kon- ur.“ Fred segir Belgana jafn- framt hafa samband við Islend- inga sem eiga sameiginlegt áhugamál og njóti þeir stuðn- ings samtaka íslenskra radíóa- matöra. Belgarnir reistu í gær stórt loftnet á þaki Hótels Sögu til að auðvelda tjáskiptin við aðra áhugamenn á þessu sviði, en auk þess að flytja ýmsan tækjabúnað til landsins, þar á meðal senditæki og magnara, hafa þeir fengið tækjakost lán- aðan frá íslenskum aðilutn. Engin verðlaun veitt Hópurinn hélt til Vest- mannaeyja á fimmtudag þar sem hann heimsótti íslenskan radíóamatör og náði sambandi þaðan við ríflega 400 aðra amatöra erlendis á nokkrum klukkustundum. Fred segir að engin verðlaun séu veitt fyrir sigur í keppninni, aðeins skjal- festar staðfestingar á árangr- inum, enda sé tilgangur radíóa- matöra með áhugamálinu hvorki fé né frægð. „Við höfum áhuga á að nota útvarpsbylgjur, langbylgur sem og stuttbylgjur á hárri tíðni sem lágri, og notfærum okkur meðal annars bandaríska og rúss- neska gervihnetti í því sam- bandi. Við getum líka notfært okkur alnetið á útvarpsbylgjum, en í þeirri mynd hefur verið hægt að senda skilaboð manna á milli í tíu ár á meðal radíó- amatöra, eða mun lengur en almenningur hefur getað í gegnum símalínur," segir hann. • • Oryggis- dagur barnanna á morgun BIFREIÐASKOÐUN íslands hf. gengst fyrir kynningar- degi á morgun fyrir foreldra ungra barna þar $em kynntur verður helsti öryggisbúnaður sem í boði er fyrir börn í bíl- um. Bifreiðaskoðun íslands gekkst fyrir slíkum degi á síðasta ári og hefur nú verið ákveðið að gera þennan dag að árlegum viðburði þar sem sýnt þótti að mikil þörf væri fyrir kynningu og ráðgjöf varðandi öryggisbúnað barna í bílum. Skoðunarsalir verða notaðir Skoðunarsalir Bifreiða- skoðunar íslands verða not- aðir og gestum gefinn kostur á að ræða við sérfræðinga frá þeim sem að átakinu standa auk þess sem sýndur verður réttur frágangur á barnabíl- stólum og öðrum öryggisbún- aði. Sýnd verða myndbönd og flutt fræðsluerindi. Einnig verður margt annað til skemmtunar og má þar nefna Möguleikhúsið, Tóta trúð og fleira. Á plani Bifreiðaskoð- unar verða leiktæki, veltibíll og keppni verður háð í akstri ijarstýrðra bíla. —fæst í Veiðimanninum Þegar leitað er að góðum gjafahugmyndum íyrir fermingarbamið má ekki gleyma veiði og útivist. í versluninni Veiðimanninum fást allar veiðivörur, kærkomnar fermingarbömum sem hafa gaman af útivist eða veiði. Við höfum sett saman tvo pakka sem eru sannkallaðir draumapakkar fermingarbamsins. ABU GARQA PAKKI l ABU Garcia Bronco 454 (veiðihjól) Kaststöng 470, 7" Abulon top lína 200 m. (0,25) Spúnabox ásamt önglum, sökkum, nœlum ogflotholti M.LVJR ',*KK^N. aðeins KR- 8.206 ABU GARCIA PAKKI2 Cardinal Maxxar 4 + aukaspóla (hjól með kúlulegum) Kaststöng 580 2 m. á lengd Abulon top 200 m. lína (0,25) Spúnabox ásamt önglum, sökkum, nælum ogflotholti fr',u pakkjnn ^ÐEIJVs KR • 13.392 JttJA !>■ |® Vörulína ABU Garcia fyrir árið 1996 er nú komin í verslunina. Nýjargerðirafveiðihjólum \3iCll\#ICl og veiðistöngum ásamt eldri tegundum. Nú er einnig komin ný fatalína frá ABU Garcia sem er sérhönnuð með veiðiferðir í huga en hentar einnig vel til hvers konar útivistar. I fatnaðardeildinni bjóðum við einnig fjölda annarra gæða vöru- merkja, s.s. Gallaghans og John Partridge - vel þekktar gæðaflíkur sem allir hafa yndi af. Komdu i verslunina Veiðimanninn og fáðu eintak af kynningar- bæklingi ABU Garcia 1996, Napp&Nytt, þar sem nýjungar fyrir árið 1996 eru sýndar. T ° F N A. Ð lgA VEIÐIMAÐURINN • HAFNARSTRÆTI 5 • SÍMAR 551 6760 & 551 4SOD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.