Morgunblaðið - 30.03.1996, Page 13

Morgunblaðið - 30.03.1996, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 13 FRETTIR Sex Belgar á Islandi til að keppa við radíóamatöra um allan heim Hyggjast ná sambandi við 3.000 félaga BELGÍSKU radíóamatörarnir bjuggu sig undir keppnina í gær. HINGAÐ til lands komu á þriðjudag sex ungir Belgar í vikuferð, í því skyni að keppa hérlendis í alþjóðlegri keppni radíóamatöra, sem kallast „Worldwide Radio Contest“. Enginn Islendingur tekur þátt í keppninni, en Belgarn- ir völdu landið þar sem afar eftirsótt er á meðal radíóma- matöra að „safna“ íslenskum kallmerkjum vegna fágætis þeirra, auk þess sem nokkrir þeirra hafa komið hingað áður og fest ást á landi og þjóð. Keppnin fer fram á laugar- dag og sunnudag að sögn Freds Jans-Cooremans, tals- manns Belganna, og felst í því að reyna að ná sambandi við eins marga radíóamatöra um allan heim og hugsast getur. Methafar náðu 6.000 merkjum Hann segir að methafinn í þessari grein sé hópur sem náði sambandi við um 6.000 félaga sína á einni helgi, með fulltingi 5-6 senditækja. Belg- íski hópurinn, sem skipaður er karlmönnum á aldrinum 22-35 ára, hefur hins vegar aðeins eitt tæki til umráða, en meðlim- ir hans munu hafa vaktaskipti til að senda út boð og safna kallmerkjum í alls 48 klukku- stundir. „Við stefnum að því að ná sambandi við 3.000 radíóamat- öra um allan heim, eða 62,5 á mínútu. Við setjum markið hátt en vonum að íslenska kall- merkið, TF, auðveldi okkur að ná þessu markmiði því þá vær- um við á meðal tíu fremstu, þó svo að hérlendis sé erfiðara að ná sambandi en t.d. í okkar heimahögum. Hvert einasta kallmerki sem við náum er skráð inn í tölvu og listinn síð- an sendur til skipuleggjenda keppninnar, sem yfirfer allar skrár og ber þær saman, m.a. til að útiloka hugsanleg vafa- atriði. Heilt ár líður frá keppni þangað til maður fregnar árangur sinn og annarra kepp- enda, þannig að þolinmæðin þarf að vera ríkuleg. A Islandi eru ekki sérlega margir radíóamatörar, eða um 140 að ég held, sem gerir ís- lenska kallmerkið afar áhuga- vert í augum radíóamatöra í öðrum löndum og heimshlut- um. Til samanburðar má geta þess að við erum um 4.000 í Belgíu og mun fleiri í löndum á borð við Japan og Bandarík- in, en í síðarnefnda landinu eru radíóamatörar fjölmennastir á heimsvísu. Karlar eru fjöl- mennastir, en um tvö eða þijú prósent radíóamatöra eru kon- ur.“ Fred segir Belgana jafn- framt hafa samband við Islend- inga sem eiga sameiginlegt áhugamál og njóti þeir stuðn- ings samtaka íslenskra radíóa- matöra. Belgarnir reistu í gær stórt loftnet á þaki Hótels Sögu til að auðvelda tjáskiptin við aðra áhugamenn á þessu sviði, en auk þess að flytja ýmsan tækjabúnað til landsins, þar á meðal senditæki og magnara, hafa þeir fengið tækjakost lán- aðan frá íslenskum aðilutn. Engin verðlaun veitt Hópurinn hélt til Vest- mannaeyja á fimmtudag þar sem hann heimsótti íslenskan radíóamatör og náði sambandi þaðan við ríflega 400 aðra amatöra erlendis á nokkrum klukkustundum. Fred segir að engin verðlaun séu veitt fyrir sigur í keppninni, aðeins skjal- festar staðfestingar á árangr- inum, enda sé tilgangur radíóa- matöra með áhugamálinu hvorki fé né frægð. „Við höfum áhuga á að nota útvarpsbylgjur, langbylgur sem og stuttbylgjur á hárri tíðni sem lágri, og notfærum okkur meðal annars bandaríska og rúss- neska gervihnetti í því sam- bandi. Við getum líka notfært okkur alnetið á útvarpsbylgjum, en í þeirri mynd hefur verið hægt að senda skilaboð manna á milli í tíu ár á meðal radíó- amatöra, eða mun lengur en almenningur hefur getað í gegnum símalínur," segir hann. • • Oryggis- dagur barnanna á morgun BIFREIÐASKOÐUN íslands hf. gengst fyrir kynningar- degi á morgun fyrir foreldra ungra barna þar $em kynntur verður helsti öryggisbúnaður sem í boði er fyrir börn í bíl- um. Bifreiðaskoðun íslands gekkst fyrir slíkum degi á síðasta ári og hefur nú verið ákveðið að gera þennan dag að árlegum viðburði þar sem sýnt þótti að mikil þörf væri fyrir kynningu og ráðgjöf varðandi öryggisbúnað barna í bílum. Skoðunarsalir verða notaðir Skoðunarsalir Bifreiða- skoðunar íslands verða not- aðir og gestum gefinn kostur á að ræða við sérfræðinga frá þeim sem að átakinu standa auk þess sem sýndur verður réttur frágangur á barnabíl- stólum og öðrum öryggisbún- aði. Sýnd verða myndbönd og flutt fræðsluerindi. Einnig verður margt annað til skemmtunar og má þar nefna Möguleikhúsið, Tóta trúð og fleira. Á plani Bifreiðaskoð- unar verða leiktæki, veltibíll og keppni verður háð í akstri ijarstýrðra bíla. —fæst í Veiðimanninum Þegar leitað er að góðum gjafahugmyndum íyrir fermingarbamið má ekki gleyma veiði og útivist. í versluninni Veiðimanninum fást allar veiðivörur, kærkomnar fermingarbömum sem hafa gaman af útivist eða veiði. Við höfum sett saman tvo pakka sem eru sannkallaðir draumapakkar fermingarbamsins. ABU GARQA PAKKI l ABU Garcia Bronco 454 (veiðihjól) Kaststöng 470, 7" Abulon top lína 200 m. (0,25) Spúnabox ásamt önglum, sökkum, nœlum ogflotholti M.LVJR ',*KK^N. aðeins KR- 8.206 ABU GARCIA PAKKI2 Cardinal Maxxar 4 + aukaspóla (hjól með kúlulegum) Kaststöng 580 2 m. á lengd Abulon top 200 m. lína (0,25) Spúnabox ásamt önglum, sökkum, nælum ogflotholti fr',u pakkjnn ^ÐEIJVs KR • 13.392 JttJA !>■ |® Vörulína ABU Garcia fyrir árið 1996 er nú komin í verslunina. Nýjargerðirafveiðihjólum \3iCll\#ICl og veiðistöngum ásamt eldri tegundum. Nú er einnig komin ný fatalína frá ABU Garcia sem er sérhönnuð með veiðiferðir í huga en hentar einnig vel til hvers konar útivistar. I fatnaðardeildinni bjóðum við einnig fjölda annarra gæða vöru- merkja, s.s. Gallaghans og John Partridge - vel þekktar gæðaflíkur sem allir hafa yndi af. Komdu i verslunina Veiðimanninn og fáðu eintak af kynningar- bæklingi ABU Garcia 1996, Napp&Nytt, þar sem nýjungar fyrir árið 1996 eru sýndar. T ° F N A. Ð lgA VEIÐIMAÐURINN • HAFNARSTRÆTI 5 • SÍMAR 551 6760 & 551 4SOD

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.