Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 39 AÐSEIMDAR GREINAR Hinir hraustu foringjar Á ÞREMUR síðum Alþýðuflokks- ins 15. mars sl. birtist viðtal við dr. Gylfa Þ. Gíslason, fyrrverandi formann Alþýðuflokksins, undir fyrirsögninni „Þarf mann með snilligáfu Mitterands til að sameina jafnaðarmenn“. Viðtalið er tekið í tilefni 80 ára afmælis Alþýðu- flokksins. Sá sem þessar línur ritar hefur fylgst náið með málum flokksins allt frá unga aldri og verið þar virk- ur þátttakandi og ég get ekki látið hjá líða að fara nokkrum orðum um þessi skrif. Finnst mér dr. Gylfi fara býsna hratt yfir sögu í annars yfirgripsmiklu viðtali, þegar kom að því að fara orðum um liðna tíð og þá einkanlega hlutverk fyrrum forystumanna Alþýðuflokksins í baráttu fyrir breyttu og betra þjóð- félagi. Mikilhæfur maður eins og Jón Baldvinsson, formaður flokksins um árabil, er hvergi nefndur á nafn. Manns eins og Emils Jónssonar, sem einnig var síðar formaður flokksins og leiðtogi hans í Hafnar- firði um árabil, þar sem tókst að hrinda öllum klofningstilraunum kommúnista, er aðeins getið í fram- hjáhlaupi. Guðmundur í. Guð- mundsson, varaformanns um skeið og foringi í öflugu Alþýðuflokks- kjördæmi, Reykjanesi, er varla nefndur. Manns eins og Finns Jóns- sonar, alþingismanns og ráðherra og forystumanns á ísafirði, þegar flokknum tókst um áratugaskeið að halda meirihluta í bæjarstjórn á meðan hans naut við, er ekki minnst á einu orði. Manns eins og Sigur- jóns Á. Ólafssonar, alþingismanns og foringja íslenskra sjómanna og forseta Alþýðusambands íslands um skeið, ekki heldur. Fleiri mikilhæfra foi-ystumanna Alþýðuflokksins fyrr á öldinni mætti nefna, sem fyllsta ástæða hefði verið til fyrir dr. Gylfa að minnast á og markað hafa djúp spor á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Andstæðingum hælt Þess í stað er miklu púðri eytt í að ausa lofi á harða andstæðinga flokksins fyrr og síðar, svo sem Bjarna Benediktsson, sem beitti sér fyrir að grafa undan áhrifum Al- þýðuflokksins innan verkalýðs- hreyfingarinnar í Reykjavík, með því að auka þar samstarf íhalds og kommanna í verkalýðshreyfing- unni. Ólafur Thors, sem var einn harðasti andstæðingur allra réttar- bóta fyrir launafólk í landinu, sem Alþýðuflokkurinn barðist fyrir og hafði sigur, og Lúðvík Jósepsson, sem var sá maður sem felldi meiri- hluta Alþýðuflokksins í Neskaup- stað á sínum tíma ásamt kommún- istafélögum sínum þar á bæ og var ávallt óvæginn andstæðingur jafn- aðarmanna alla tíð. Þá er talsverðu púðri varið til að hæla þætti Héðins Valdimarssonar, en hann klauf Alþýðuflokkinn og stofnaði nýjan flokk með kommún- istum. Gegnumheilt er viðtalið mjög jákvætt þeim aðilum, sem átt hafa sinn stóra þátt í því að kljúfa Al- þýðuflokkinn, ganga úr honum og beijast síðan á móti honum. Þar af leiðir að menn eins og Finnbogi Rútur Valdimarsson og bróðir hans Hannibal koma all nokkuð við sögu í viðtalinu. Finnbogi Rútur og hans fjölskylda voru athafnasöm í bæjarmálum Kópavogs um skeið. Hann naut stuðnings kommúnista og varð þing- maður og sat í þingflokki þeirra á Alþingi og varð bankastjóri á þeirra vegum í Utvegsbanka Islands. Hann bauð fram óháðan lista til bæjarstjómar Kópavogs, sem stefnt var m.a. gegn lista Alþýðuflokksfé- lags Kópavogs, sem naut stuðnings m.a. Álþýðuflokksþingmannanna Emils Jónssonar og Guðmundar í. Guðmundssonar. Umíjöllunin um Hannibal er af líkum toga og um Héðin, vinsamleg og jákvæð. Dr. Gylfi lætur í veðri vaka að það hafi verið hugsanleg mistök að Alþýðuflokkurinn allur hafi ekki fylgt Héðni út á sínum tíma í fang kommúnistanna í Sósíalistaflokk- inn, þar sem Héðinn undi þó ekki í langan tíma og dró sig alfarið út úr pólitík. Með sömu röksemdafærslu hafa það kannski verið mistök hjá Ai- þýðuflokknum að fylgja ekki Jó- hönnu eftir yfir í Þjóðvaka, Vil- mundi yfir í Bandalag jafnaðar- manna, eða Hannibal yfir í Alþýðu- bandalagið fyrst og síðan yfir í Frjálslynda og vinstri menn. Ég vil ekki láta þögnina ráða, segir Stefán Gimnlaugsson, um afrek og störf merkra brautryðjenda í Alþýðu- flokknum. Þessi röksemdafærsla svarar sér sjálf. Hún er auðvitað fjarstæða. Að njóta sannmælis Er það orðin síðari tíma sögu- skýring, að þeir menn sem í gegnum tíðina hafa orðið til þess að reyta fylgið af Alþýðuflokknum fái já- kvæð eftirmæli, en aftur þeir menn sem hafa barist fyrir því að halda Alþýðuflokknum saman fái verri eftirmæli? Sú spurning er sett fram vegna umrædds viðtals við dr. Gylfa, þar sem hann fjallar einnig um Stefán Jóhann Stefánsson, fyrr- verandi formann Alþýðuflokksins, en vægast sagt á ákaflega neikvæð- an og niðrandi hátt. Stefán Jóhann var formaður Al- þýðuflokksins á erfiðum tímaum og var úthrópaður af andstæðingum hans, sérstaklega kommúnistunum og síðar sósíalistunum. Hann var einnig forseti Alþýðusambands ís- lands um skeið, átti þátt í setningu margháttaðrar löggjafar sem lagði grunninn að því velferðarkerfi sem Islendingar hafa búið við. Átti einnig hlut að ýmsum réttindamálum til hagsbóta fyrir laun- þega þessa lands. Þrátt fyrir það sem að ofan greinir var ég einn af þeim sem greiddi Hannibai at- kvæði mitt á flokks- þinginu, þar sem Stef- án Jóhann var felldur frá formannskjöri (sem ég sá síðar eftir að hafa gert). Ég er einn af þeim alþýðuflokksmönnum sem átt hafa samstarf við komma. Það var í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og það gekk nokkuð vel. Ég er ekki á móti því að eiga við þá samstarf. En menn geta ekki lokað augum fyrir því, að flokkaflakkararnir sem kiofið hafa Alþýðuflokkinn í rót niður fimm sinnum á öldinni eru þeir aðilar sem hafa orsakað erfitt gengi flokksins í gegnum tíðina. Það er of mikil einföldun, eins og dr. Gylfi heldur fram í viðtalinu, að óréttlátri skipan kjördæmismála sé einfaldlega um að kenna. Eldra alþýðuflokksfólk hefur ekki gleymt því að sú var tíðin að Alþýðuflokkurinn átti hreinan meirihluta í bæjarstjórn, ekki aðeins í Hafnarfirði, heldur líka á ísafirði, í Neskaupstað, á Seyðisfirði og á fleiri stöðum á árum áður fyrir síð- ustu heimsstyijöld. Því var rústað niður, þegar menn eins og Héðinn, Finnbogi Rútur, Hannibal og fleiri klufu flokkinn, samtímis því sem alþýðuflokksmönnum í Hafnarfirði tókst að standa klofningsstarfsemi kommúnista af sér vegna samheldni flokksmanna. Útreið Alþýðuflokksins á áður- nefndum fjölbýlisstöðum úti á landi hafði ekkert með rangláta kjör- dæmaskipan að gera, heldur kom þar fyrst og fremst til undirróðursstarfsemi kommúnista. ' Á eigin forsendum Samstarf við komma getur komið til greina að mínum dómi,- eins og áður segir. En það verður að gerast á okkar eigin forsendum, alþýðuflokksmanna. Þ^ð sama gildir um alla þessa samein- ingarumræðu, sem nú eins og svo oft áður er á dagskrá. Þar eiga málefnin að ráða ferð- inni, en ekki persónu- dýrkun til og frá. En þetta daður við menn sem alla tíð voru svarnir andstæðingar Alþýðuflokksins og gerðu honum ýmiss konar miska er mér ekki að skapi. Mér finnst viðtalið við dr. Gylfa og umræða síðustu mánaða í Al- þýðuflokknum taka allt of mikið mið af þessu daðri, á sama tíma og okkar fyrri kröftugu forystu- mann fá ekki að njóta sannmælis. Sjálfur er ég að mestu hættur afskiptum af stjórnmálum, en fylg- ist gjöria með þjóðmálunum og þá einkum vegferð míns flokks, Ál- þýðuflokksins. Ég vil þó ekki láta þögnina um afrek og störf okkar merku brautryðjenda í Alþýðu- flokknum ráða. Eftir 80 ára baráttu eigum við að líta stoltir yfir farinn veg, - árangur af starfi Alþýðu- flokksins er óumdeilanlegur fyrir alþýðu manna, - þrátt fyrir endur- tekin klofningsframboð. Ég óska Alþýðuflokknum og flokksfólki öllu alls hins besta á þessum tímamótum í sögu flokks- ins. Höfundur er fv. alþingismaður. NYTT NAFN - NYTT HEIMILISFANG: Vörumóttaka Samskipa Innanlands er komin í nýtt húsnæði: Landflutningar Samskip, Skútuvogi 8, Reykjavík. Sími: 568-5400/S69-8666. Fax: 568-5740. KOMIÐ OG REYNIÐ NYJA OG BÆTTA ÞJÓNUSTU OKKAR : Einn staður fyrir allt... Mcð Lanclflutningum Samskip gcta viðskiptavinir á cinfaklan og skjótan hátt scnt \örur, flsk, húslóðir og pakka milli allra þctthýlisstaða á landinu.Við sjáum unt flutningana, hvort scm viðskiptavinurinn þarl að scnda vörur til Þingcyrar, sa-kja fisk irá Húsavik cða llytja húslóð til Rcyðarljarðar. Sumir gætu jafnvcl þurft að gcra allt þrcnnt í cinu! Viðskiptavinurinn þarf bara að ákvcða hvort hann vill lála flytja scndinguna ntcð skipi cða bíl. Ekki bara frá einum stað á annan... Landflutningar Samskip og Flutningamiðstöðvarnar hjóða viðskiptavinum sinum ckki aðcins skjóta og cinfalda þjónustu við llutninga og drcifingu. Við gctum aðstoðað við allt scm við kcmur llutningunv. Tilboðsgcrð vcgna inn- og útflutnings, tollskýrslu- gcrð, ráðgjöf varðandi flutninga, vörugcyntslur, kæli- og Irystigcymslur, hcimscndingar, löndunarþjónusta og skipaafgrciðsla allt þctta getur vcrið hluti af þjónustu okkar. NYTT NAFN SAMSKIPA INNANLANDS ER: Stefán Gunnlaugsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.