Morgunblaðið - 30.03.1996, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 30.03.1996, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 53 AFMÆLI ERLENDUR EINARSSON í dag er 75 ára Er- lendur Einarsson, fyrrverandi forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga. Á þessum tímamótum eru afmælisbarnið og kona hans, frú Mar- grét Helgadóttir, stödd erlendis. Mér eru minnisstæð tvö stórafmæli Erlendar, þegar hann og kona hans fögnuðu miklum fjölda gesta af þeirri ljúfmennsku og gest- risni sem þeim er lag- in. Nú er vík milli vina, eins og stundum vill verða, og því eru þeim að þessu sinni sendar hjartanlegar árnaðaróskir yfir hafið. 'Erlendur Einarsson fæddist í Vík í Mýrdal 30. mars 1921 og voru foreldrar hans Einar Erlends- son, lengi starfsmaður hjá Kaupfé- lagi Skaftfellinga, og kona hans, Þorgerður Jónsdóttir. Að loknu námi í Samvinnuskólanum stund- aði Erlendur bankanám í New York og nokkrum árum síðar trygginganám í Bretlandi og Sví- þjóð. Hann var framkvæmdastjóri Samvinnutrygginga frá stofnun þeirra 1. sept. 1946, til ársloka 1954. Undir farsælli stjórn hans varð þetta nýja félag á skömmum tíma að stærsta tryggingafélagi landsins. Hinn 1. janúar 1955 gerðist Erlendur forstjóri Sam- bandsins, aðeins 33 ára að aldri. Hann lét af því starfi fyrir aldurs sakir fyrir tæpum áratug, hinn 1. september 1986. Óhætt mun að fullyrða að á þeim rúmlega þremur áratugum, sem Erlendur var í forstjórastarfi hjá Sambandinu, hafi naumast verið um að ræða annað starf viða- meira í íslensku viðskiptalífi. Sam- bandið með deildum sínum var á þeim tíma talið stærsta fyrirtæki landsins og sinnti verkefnum á mörgum sviðum við- skiptalífsins. Það kom einnig í hlut forstjór- ans að gæta hags- muna Sambandsins í stjórnum íjölmargra dóttur- og samstarfs- fyrirtækja, innan lands og utan, að jafn- aði sem stjórnarform- aður. Þannig var hann stjórnarformaður Samvinnusparisjóðs- ins frá stofnun hans 1954 og formaður í bankaráði Samvinnu- bankans frá stofnun hans 1963. Öll forstjóraár sín var hann stjórnarformaður Samvinnu- trygginga og Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum (sem áður hét Iceland Products Inc.) og stjórnarformaður Iceland Seafood Ltd. í Bretlandi frá stofnun þess félags árið 1980. í stjórn Sam- vinnuferða og síðar Samvinnu- ferða-Landsýnar sat hann frá upp- hafi og einnig í stjórn og Osta- og smjörsölunnar. Er þá margt ótalið, þar á meðal þátttaka Erlends í alþjóðlegu og norrænu samvinnu- starfi, svo sem seta í miðstjórn Alþjóðlega samvinnusambandsins (ICA) og í stjórn Nordisk Andels- forbund (NAF). Erlendur kynntist ungur banda- rískum kenningum um stjórn fyrir- tækja, m.a. við námsdvöl við Har- vard-háskóla. Ég hygg að þær hafi haft veruleg áhrif á stjórnun- arstíl hans en þá ekki síður hitt að hann lagði sig alla tíð mjög eftir því að fýlgjast með nýjum hugmyndum á þessu sviði, bæði vestan hafs og austan. Vegna góðra tengsla vítt um heim og mikilla ferðalaga, sem fylgdu störfum hans, hafði hann til þessa hina ákjósanlegustu aðstöðu. í Sambandinu réði Erlendur flestu því sem hann vildi ráða og svo í þeim fyrirtækjum, þar sem Oryggisdagur barnanna AÐ FRUMKVÆÐI Bifreiða- skoðunar var haldinn á síðasta ári kynningardagur fyrir foreldra ungra barna þar sem kynntur var helsti öryggisbúnaður sem I boði er fyrir börn í bílum. Þessir dagur verður í dag og er opið hús í Bif- reiðaskoðun frá kl. 13-18. í frétt frá Bifreiðaskoðun Islands segir að ákveðið hafi verið að gera þennan dag að árlegum viðburði þar sem það hafi þótt sýnt að mik- il þörf væri á kynningu og ráðgjöf varðandi öryggisbúnað barna í bíl- um. Þeir aðilar er standa að þessum degi eru Umferðarráð, Vátrygg- ingafélag íslands, Bifreiðaskoðun íslands, Skeljungur, P. Samúels- son, Hekla, Ræsir, BogL, Brimborg og fleiri aðilar er tengjast „Oryggi barna í bílum“. Skoðunarsalir Bifreiðaskoðunar verða notaðir og gestum gefst kost- ur á að ræða við sérfræðinga frá þeirn sem að átakinu standa auk þess sem sýndur verður réttur frá- gangur á barnabílstólum og öðrum öryggisbúnaði. Bílar verða stað- settir í skoðunarsölum þar sem sýnd verða rétt handbrögð við frá- gang. Sýnd verða myndbönd og flutt fræðsluerindi. Til að gera þennan dag sem eftir- sóknaverðastan verður margt til skemmtunar. Má þar nefna Mögu- leikhúsið, Tóka trúð og Georg og félaga. Einnig verður sjúkrabíll á staðnum og lögreglan verður með fræðslu. Á plani Bifreiðaskoðunar verða leiktæki, veltibíllinn og keppni á fjarðstýrðum bílum. hann gætti hagsmuna Sambands- ins sem stjórnarformaður. Þó væri ekki rétt að segja að Erlendur hafi verið ráðríkur stjórnandi. Ég held hins vegar að hann hafi kunn- að þá list sem Þjóðverjar kalla „að stjórna með léttri hendi“ og þarf ekki að útlista frekar. Fram eftir öllum aldri var Erlendur gæddur miklu starfsþreki. Hann var mjög kappsfullur, þegar því var að skipta, og mörg dæmi gæti ég nefnt þar sem úthald hans og stað- festa réðu úrslitum um framgang afdrifaríkra mála. Erlendur er gæddur prýðilegri kímnigáfu, sem oft varð til þess að létta umræðu um erfið mál. Erlendur kunni vel að deila því mikla valdi sem störf hans lögðu honum í hendur. Hann var ófeim- inn við að treysta mönnum til góðra verka og ævinlega tilbúinn til ráðuneytis og leiðsagnar, þegar eftir því var leitað af þeim sem yngri voru og minni höfðu reynsl- una. Nú mætti ætla að maður sem lengst af var hlaðinn öllum þeim störfum, sem á Erlend lögðust, hafi haft lítinn tíma til mannlegra samskipta eða hafi a.m.k. þurft að spara sig í þeim efnum. En það var öðru nær. Erlendur gaf sér alltaf góðan tíma til að ræða mál- in. Stundum voru á ferðinni mikil vandmál sem kölluðu á úrlausn, en einnig - sem betur fer - nýjar hugmyndir sem áttu fyrir sér að þróast upp í gagnlegar fram- kvæmdir. Á þeirra tíma mælikvarða var Sambandið orðið öflugt fyrirtæki þegar Erlendur tók þar við stjórnartaumum. Undir forystu hans átti fyrir því að liggja að efl- ast enn frekar á ýmsum sviðum og er þá vísað bæði til starfsemi Sambandsins sjálfs og fyrirtækja sem voru í meirihlutaeigu þess. Hér mætti til nefna bankastarf- semi, ferðamál og útflutning sjáv- arafurða, svo að fátt eitt sé talið. Hinu síðast nefnda sviði, markaðs- setningu sjávarafurða, sýndi Er- lendur jafnan alveg sérstakan áhuga og sparaði sig hvergi, þó að stundum væri á brattann að sækja. Veit ég að það er honum gleðiefni að þessi þáttur úr starf- semi „gamla Sambandsins" á nú góðu gengi að fagna. Af samtímaheimildum má ráða að ýmsum þótti nóg um uppgang og veldi Sambandsins í forstjóratíð Erlends. Andaði þá stundum köldu til fyrirtækisins og þeirra sem þar héldu um stjórnvöiinn. Þetta fannst mér að því leyti ósanngjarnt að Erlendur sjálfur taldi það góða reglu að stjórnendur Sambandsins héldu uppi góðum samskiptum við samkeppnisaðila í okkar litla þjóðfélagi. Þetta brýndi hann oft fyrir okkur hinum yngri mönnum og hygg ég að engum blandist nú hugur um að eftir þessari reglu fór hann sjálfur. Á allra síðustu árum hafa sem kunnugt er orðið mikil umskipti í málefnum Sambandsins. Fyrirtæk- ið hefur farið í gegnum umfangs- mikil skuldaskil og nauðasamning, sem þó var ekki stór í sniðum, miðað við hinar upphaflegu skuld- ir. Mest af þeirri starfsemi, sem eitt sinn var í einstökum deildum Sambandsins, er nú sinnt af hluta- félögum, og er það mat kunnugra að velta þeirra slagi nú upp í veltu Sambandsins ef hún væri fram- reiknuð. Flest af þessum félögum eiga nú góðu rekstrargengi að fagna, en vissulega hafa sum þeirra orðið að beijast gegnum stormasöm byrjunarár. Ég efast ekki um að fræðimenn framtíðarinnar eigi eftir að kryija til mergjar málefni Sambandsins á síðari hluta 20. aldar. Mér býður í grun að einhverjir þeirra muni þá komast að þeirri niðurstöðu að rétt hefði verið að gaumgæfa betur hugmyndir Erlends Einarssonar um nýjar leiðir í fjármögnun sam- vinnustarfs. Þeim hugmyndum hreyfði hann oft en því miður náðu þær ekki fram að ganga. Það var gæfa Erlends að eign- ast á ungum aldri lífsförunaut sem staðið hefur þétt við hlið hans á langri og viðburðaríkri starfsævi. Frú Margrét Helgadóttir, frá Segl- búðum í Landbroti, er mikil mann- kostakona og elskuð og virt af öll- um sem hana þekkja. Þau gengu í hjónaband 13. apríl 1946 og má af því ráða að eftir réttan hálfan mánuð er annað stórafmæli á ferð- inni. Gestrisni Margrétar og Er- lends hefur löngum verið við brugðið. Heimili þeirra í Reykjavík hefur í áratugi staðið opið ótrúleg- um fjölda gesta, svo innlendum sem erlendum, og hið sama má segja um sumarhús þeirra, Hraun- búðir í Landbroti. Við sem geymum með okkur endurminningar um þessi yndislegu gestaboð í borg og sveit, minnumst sérstaklega ljúf- mennsku húsráðenda og staðfestu þeirra í að spara til enga fyrir- höfn, að öllum mætti líða sem best. í áratuga starfi Erlends sem for- stjóra Sambandsins kom það í hans hlut að veita mörgum ungum manni brautargengi til ábyrgðarstarfa á vegum samvinnuhreyfingarinnar. Stundum fylgdu með í kaupunum tækifæri til starfa í öðrum löndum sem voru til þess fallin að skapa dýrmæta reynslu og víkka sjón- deildarhringinn. Sá sem hér heldur á penna er einn af þessum „ungu mönnum", en að sönnu tekinn að reskjast; hann sér ekki fram á að þakkarskuld hans við Erlend Ein- arsson verði nokkurn tíma goldin. Á þessum merkisdegi sendum við Inga og börn okkar innilegar árnaðaróskir til Erlends og Mar- grétar um leið og við þökkum stuðning þeirra og vináttu á liðnum áratugum. Góðar óskir okkar ná einnig til barna þeirra þriggja, Helgu, Eddu og Einars, maka þeirra og til barnabarnanna. Til hamingju með stórafmælin bæði! Sigurður Markússon. Alfræði unga fólksins Alþjóðleg metsölubol (yfir tvaer miljónir eintaka seld) ISLENSKA BOKAÚTGÁFAN HF. Síðumúla 11 - Sími 581 3999
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.