Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 59
morgunblaðið LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 59 I I \ I I ) ) ) r i i r ) ) r : I I í ÍDAG BRÉF • FORSETAKJÖR BRIDS Um.sjón (iuómundur l’áll Arnarson hvar er tíundi slagurinn? Jafnvel þótt horft sé á allar hendur, er ekki auðvelt að sjá hvar hann liggur. Norður ♦ Á743 ¥ ÁD ♦ Á7632 ♦ D4 Vestur Austur ♦ D105 ., lm 4 G982 ¥ 753 ¥ 98 ♦ KD ♦ G109 * K7652 * Á983 Suður ♦ K6^ ¥ KG106?2 ♦ 854 ♦ G10 Suður spilar ijögur hjörtu og fær út tromp. Hvernig á hann að komast hjá því að gefa tvo slagi á lauf og tvo á tígul? Spilið kom upp í rú- bertubrids árið 1979 og birtist sama ár í málgagni alþjóðasambands brids- blaðamanna, þar sem það var tilnefnt til verðlauna sem besta spil ársins. I suð- ursætinu var Ástralinn'Bob Richman. Hann hugleiddi að gefa strax slag á tígul °g leyfa vörninni að taka slagina síðan tvo á lauf. Þá gæti hann unnið spilið með trompþvingun á austur ef vörnin væri svo þæg að spila ekki tígli. En Richman þótti það full stórt „ef“ og ákvað að þjarma að and- stæðingunum með því að spila trompi um hríð: Norður ♦ Á743 ¥ - ♦ Á7632 + Vestur Austur ♦ D105 ♦ G982 ¥ - ♦ KD ♦ G109 4 K765 * Á9 Suður ♦ K6 ¥ 64 ♦ 854 ♦ G10 Þegar Richman spilaði næst síðasta trompinu var austur í vandræðum. Hann má greinilega hvorki missa tígul né spaða, og ekki gengur að henda laufás þar eð suður er með G10. í reynd kastaði austur lauf- níu. Þar með var lokað fyr- ir að vörnin gæti tekið báða slagina strax á laufi og nú gaf Richman slag á tígul. Vestur spilaði laufi og austur tígli til baka. En Richman drap og spilaði þriðja tíglinum. Þar með var liturinn frír og vörnin fékk aldrei nema einn slag á lauf. Hlutavelta rrtÁRA afmæli. í dag, O vrlaugardaginn 30. mars, er fímmtugur Friðrik Sveinn Kristinsson, tækni- fræðingur, Engjaseli 52, Reykjavík. Hann og eigin- kona hans Þóra Jakobs- dóttir verða að heiman á afmælisdaginn. r/\ÁRA afmæli. í dag, OUlaugardaginn 30. mars, er fimmtugur Sig- mundur Þórisson, raf- magnsiðnfræðingur hjá Rafmagnsveitum rikisins, Akureyri og formaður KA. Hann og kona hans Minnie Eggertsdóttir, taka á móti gestum í KA- heimilinu í dag milii kl. 17 og 20. ÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi íslands og varð ágóðinn 977 krónur. Þau heita Stefanía Bjarnadóttir, Páll Fannar Helgason, Geirlaugur Sigurbjörnsson og Elín Áslaug Helgadóttir. Jakob Bjarnason var með þeim en gat ekki verið með á myndinni. HOGNIHREKKVISI IWUll KattA Hiap- BAUKJ /,HANN ATTLAíTAÐ NÁSÉR ! NOKKRA SEPLAV Arnað heilla Pennavinir SEXTÁN ára spænskur piltur með margvísleg áhugamál: Raul Ares Marin, Playa Virginia, 10, Snd-B, 29018 Maiaga, Spain. ÞRETTÁN ára japanska stúlku með íjölmörg áhugamál dreymir um að eignast íslenska pennavini og -vinkonur: Fumi Sueyoshi, 2-446-2-17-101 Fiyimidai, Nagareyama-shi, Chiba-ken, 270-01 Japan. LEIÐRETT BANDARÍSKUR frí- nierkjasafnari, sem getur ekki um aldur en er líklega fullorðinn, vill komast í samband við safnara: G. Bodson, 1933 Workman Street, Montreal H3J 2P4, Canada. SEXTÁN ára finnsk stúlka nieð áhuga á badminton, eróbík, tónlist o.fl.: Jonna Rinta-Jaskari, Hallinraitti 6 B, 60200 Seinajoki, Finland. BANDARÍSK kennslu- kona, 32 ára, sem safnar frímerkjum og símakort- um: Julie Reece, Seventy Bame, Buffalo, NY 14215, V.S.A. Rangfeðrun í forystugrein Morgun- blaðsins í gær um jarðhita og umhverfi misritaðist nafn Guðmundar Pálmason- ar forstjóra jarðhitadeildar Orkustofnunar og hann sagður Pálsson. Beðizt er velvirðingar á þessum mis- tökum. Nafn fermingarbarns Vegna rangra upplýsinga til blaðsins birtist nafn Sig- rúnar Daggar Bjarna- dóttur, Bjarkahlíð 6, Eg- ilsstöðum, með fermingar- börnum í Egilsstaðakirkju á pálmasunnudag. Hið rétta er að stúlkan fermist alls ekki. STJÖRNUSPÁ cftir Franccs brakc HRUTUR Afmælisbarn dagsins: Þér fer stjórnsýsla vel úr hendi, ogþú kannt að meta góða tónlist. Hrútur [21. mars - 19. aprfl) Þú hikar við að taka mikil- væga ákvörðun, og ættir að leita ráðgjafar. Síðdegis tekst þér að leysa vanda, sem upp kom í vinnunni. Naut (20. apríl - 20. maí) Láttu engan fá þig til að gera eitthvað í dag, sem þér finnst rangt. Njóttu frístund- anna, og hafðu ekki áhyggj- ur af vinnunni. Tviburar (21.maí-20.júní) Ástvinir eru sammála um flest, en ættu að varast freistingar, sem leiða til óhóflegrar eyðslu. Láttu skynsemi ráða ferðinni. Krabbi (21. júní — 22. júlí) >"$8 Þótt þú farir hægt af stað, tekst þér að gera það sem þú ætlaðir þér heima í dag. Fjárhagurinn batnar fyrir til- stilli vinar. Ljón (23. júll — 22. ágúst) ‘jjjff Þú átt erfitt með að gera upp hug þinn varðandi viðskipti, og ættir að íhuga málið bet- ur. Nýir vinir bætast í hópinn í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) Reyndu ekki að ná þér niðri á einhverjum, sem kom illa fram við þig í vinnunni. Með góðvild slærð þú vopnin úr hendi hans. Vog (23. sept. - 22. október) jjftí Þér hefur gengið erfiðlega að leysa verkefni úr vinn- unni, en nú eygir þú góða lausn. Þú ættir að eiga rólegt kvöld heima. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Finndu upp á einhveiju nýju og spennandi að gera heima með fjölskyldunni í dag, og vertu ekki með áhyggjur af vinnunni. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) ^0 Þegar kvöldar kemur upp misskilningur innan fjöl- skyldunnar, sem þú getur leiðrétt. Trúðu ekki málglöð- um vini fyrir leyndarmáli. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Gerðu ekkert með hangandi hendi árdegis. Ef þú hefur verk að vinna, ættir þú að vinna það vel. Þér berast góðar fréttir. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú nýtur frístundanna með fjölskyldunni í dag, og vinur gefur þér góð ráð. En þegar kvöldar fara ástvinir út sam- an. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Reyndu að einbeita þér að því, sem gera þarf í dag, áður en þú slakar á með vin- um. Góð sambönd reynast þér vel. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Lýðræði eða geðþóttastjórn Frá Siglaugi Brynleifssyni: SIÐAÐ samfélag er skilgreint af einum merkasta stjórnmálafræð- ingi Englendinga, „sem samkomu- lag mismunandi hópa og hags- muna, þar sem vilji meirihlutans markar stefnu löggjafa og stjórn- valda, sem eru kosnir af þorra þjóð- arinnar". Hér á landi setur Alþingi þær leikreglur og lög sem nauðsyn samfélagsins þarfnast, eða meiri- hluti þjóðkjörinna þingmanna, ríkisstjórnin fer með framkvæmda- valdið í umboði forseta lýðveldis- ins. Nú eru forsetakosningar á næsta leiti. Nú hafa þrír frambjóð- endur tilkynnt framboð. Nuddari, veiru- og meinafræðingur og sjáv- ardýrasérfræðingur. Allir þessir aðilar vilja vinna þjóð sinni þarft og gæta hagsmuna hvers einstakl- ings, allt til þess að skapa hér full- komið þjóðfélag og verða þannig leiðarstjörnur annarra þjóða og ríkja. Einn þáttur í málflutningi þeirra sameiginlega er þó athugaverður, sem er sú fullyrðing þeirra hvers um sig, að sem forsetar myndu þeir ekki hika við að leggja sam- þykkt frumvörp löggjafarsamkom- unnar undir þjóðaratkvæða- greiðslu, ef þeim þætti ástæða til, yrðu þannig einhverskonar vernd- arar þjóðarinnar gegn lagasetn- ingu lýðræðislega kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Meirihluti Alþingis ræður laga- setningu í umboði meirihluta kjós- enda. I forsetakosningum er mjög hæpið að neinn frambjóðenda hlyti meirihluta greiddra atkvæða, verð- andi forseti yrði því kjörinn með minnihluta atkvæða og getur því engan veginn gengið í berhögg við fulltrúa meirihluta kjósenda. Því hefur sú hefð skapast að forseti samþykkir skilyrðislaust lög sam- þykkt á Alþingi. Enda væri annað tilraun til geðþóttastjórnar, þótt það væri réttlætt ef til kæmi með tilvísun til réttlætis og félags- hyggju. En þar með myndi hefjast stríð milli löggjafarsamkomunnar og forsetavalds, sem er ákveðið samkvæmt stjórnarskrá. Yfirlýsingar forsetaframbjóð- endanna sem nú (27. mars) eru þrír, eru því mjög vafasamar og hæfa ekki, settar fram að óhugs- ^ uðu máli, vonandi ekki sern ómerkilegt lýðskrum. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON, rithöfundur. Arni Frá Jónu Margeirsdóttur: ÁRNI Gunnarsson er önnum kafinn við að stjórna sælureit fyrir austan fjall sem á sér engan líka, segja mér fróðir menn, í heiminum. Eg get skrifað undir þessa yfirlýsingu vegna þess að ég hef verið þeirrar blessunar aðnjótandi að upplifa að- hlynningu á Heilsustofnun Náttúru- lækningafélags íslands í Hvera- gerði. Árni stjórnar þessu umsvifamikla fyrirtæki úr litlu gluggalausu kam- esi einhverstaðar á bakvið tækjasal- inn og treystir sínu einvalaliði á öllum sviðum nóg til þess að vera næstum ósýnilegur. Þá sjaldan að Árni birtist skálm- andi eftir göngum þessa völundar- húss er hann ævinlega á hraðferð á einhvern áfangastáð til þess að leysa aðkallandi vandamál eða til- fallandi verkefni. Dvalargestir horfa aðdáunarfullir á þennan mann er hann birtist - imynd karl- mennsku, hreysti og augljóss markmiðs. Hér er enginn vingull ferð. Maðurinn býr yfir næstum því yfirnáttúrulegum þokka - án til- gerðar - hljómfagurri djúpri rödd sem vandar sitt mál og ljær ís- lenskri tungu bergmál aldanna. Feril Árna þekkja aðrir betur en ég, en tilgangur minn með þessu bréfi er að benda á að sjaldan hef- ur verið svo réttur maður á svo réttum stað - á svo réttum tíma - til að taka að sér forsetaembættið. Boðberi heilsu og hreysti þeirrar þjóðar sem byggir okkar harðbýla land, vel kunnugur þeim auðlindum sem ferðamenn framtíðarinnar munu sýna hvað mestan áhuga og síðast en ekki síst - ég bið forláts en þetta er eina orðið sem hæfir aristókrati að eðlisfari. Hvers vegna’ hefur enginn skorað á Árna að bjóða sig fram til forseta Islands? JÓNA MARGEIRSDÓTTIR, Austurströnd 12,170 Seltjarnarnesi. O Hangikjöt frá kr. 490 kg. ..úrval af áleggi og steikum hjá Benna hinum góða Páskarnir nalgast og þá verður gott að eiga kofareykta hangikjötið frá Búðardal. Á boðstólnuni um helgina verða m.a. úrbeinaðir hangifram- partar, hangilæri og hangiframpartar m/beini. Einnig verður gott úrval af lambasteikum s.s. ostafylltum úrbeinuðum lambaframparti og fleiru. 0fsa á adehs kr. 149 kg. ..1 kg af ýsuflökum og 1 frítt - grillfiskur á góðu verði Kg af ýsu cr á kr. 149. og ókeypis tilboð er á ýsuflökum þar sem þú greiðir eitt kg og færð annað ókeypis. Góður grillfiskur á frábæru verði, ferskur smokkfiskur, ný síld, glænýr lax og fersk rækja á kr. 290. kg. Glæný hrogn og lifur, smálúða, skötuselur, hvalkjöt, ný rauðspretta og sjósiginn fískur. KOLAPORTIÐ **» Opið laugardag og sunnudag kl. 11-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.