Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Væntanleg skaðabótalög rædd á aðalfundi Sjóvár-Almennra FRÁ AÐALFUNDI Sjóvá- Almennra, f.v. Kristinn Baldursson, Guðný Halldórsdóttir, Garðar Halldórsson, Kristinn Björnsson, Olafur B. Thors, Einar Sveinsson, Hjalti Geir Kristjánsson, Haraldur Blöndal og Benedikt Sveinsson. Auka Ijónakostn- aðum 100 m.kr. TJÓNAKOSTNAÐUR Sjóvá- Almennra tiygginga hf. í ábyrgðar- tryggingum ökutækja mun hækka rúmlega 100 milljónir króna, sam- kvæmt frumvarp til breytinga á lögum um skaðabótarétt sem lagt hefur verið fram á alþingi. Boðað hefur verið að ný lög taki gildi á miðju ári. Verði sú raunin mun fé- lagið ekki geta breytt iðgjalda- skrám í samræmi við aukna áhættu og ljóst að hagur félagsins verður verri en ella. Þetta kom fram í ræðu Benedikts Sveinssonar, stjómarformanns fé- lagsins, á aðalfundi þess í gær á Hótel Sögu. Hann sagði ennfremur að samkeppni um bílatryggingar hefði verið hörð og reynslan sýndi að tryggingafélögin væru mjög sein til þess að bregðast við kostnaðar- hækkunum með hækkun iðgjalda. „Árum saman hefur verið erfiður rekstur á ökutækjatryggingum. Sama reynsla og reyndar öll rekstr- arrök, segir okkur að til lengri tíma er reynt að laga iðgjöldin að tjóna kostnaði, enda leiddi annað til ófarn- aðar. Þessi aukni kostnaður lendir því á bifreiðaeigendum á endanum. Ekki hafa verið færð sannfærandi rök fyrir því að með þessu sé verið að bæta raunveruiegt ijárhagstjón þeirra sem slasast. Sjóvá-Almennar hafa fylgt þeirri stefnu að eðlilegt sé að fela óháðum aðilum að fara yfir lögin öll og taka við það mat tillit til allra þeirra bóta sem þeir njóta sem slasast." Markvisst stefnt að minna vægi ökutækjatrygginga Rekstur á ökutækjatryggingum var erfiður eins og mörg undanfarin ár. Hlutfall iðgjalda í ökutækja- tryggingum var um 48% af frum- tryggingaiðgjöldum ársins og hefur ekki farið undir 50% áður í sögu félagsins. „Stjómendur félagsins hafa markvisst stefnt að því að minnka vægi þessarar greinar með áherslu á sölu á öðrum trygging- um,“ sagði Benedikt. „Hlutfall tjóna af iðgjöldum var 88%. Skírteinum í ökutækjatryggingum fjölgaði um nálægt 2% og er því ljóst að iðgjöld hafa lækkað meðaltali um nær 5% á árinu. Fullyrðingar um hið gagn- stæða eru því úr lausu lofti gripnar." Hagnaður Sjóvár-Almennra nam alis um 266 milljónum og hækkaði um 3% milli ára. Sameinaða líf- tryggingafélagið þar sem Sjóvá- Almennar eiga 49% hlut skilaði alls 23 milljóna hagnaði en 38 milljóna tap varð af rekstri Ábyrgðar. Á fundinum var samþykkt að greiða hluthöfum 10% arð og auka hlutafé um 20% með útgáfu jöfnunarhluta- bréfa. Bæði stjórn félagsins og varastjórn var endurkjörin. Hagnaður TM 123 milljónir Besta afkoina frá upphafi TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hf. skil- aði methagnaði á síðasta ári, en hagnaður ársins nam tæpum 130 milljónum króna samanborið við röskar 120 milljónir í hitteðfyrra. Að sögn Gunnars Felixsonar, for- stjóra TM, er þetta besta afkoma félagsins frá upphafi. Iðgjaldagreiðslur ársins voru nokkuð svipaðar á milli ára hjá félag- inu, eða rúmir 2,3 milljarðar, en tjón ársins hækkuðu hins vegar um tæp- ar 180 milljónir króna. „Þessi af- koma er vel viðunandi," segir Gunn- ar. „Vátryggingaleg afkoma er lak- ari en í fyrra en auknar fjármagns- tekjur og minni afskriftir vega þann mun upp þannig að þetta er besta afkoma félagsins frá upphafi." Útlit fyrir enn harðari samkeppni á þessu ári Gunnar segir að tjónagreiðslur fyr- irtækisins hafí verið í hærri kantinum á síðastliðnu ári, en þó hafi ekkert stórtjón Ient á félaginu. Samkeppni á þessum markaði hafi hins vegar farið harðnandi að undanförnu og útlit sé fyrir enn harðari samkeppni á þessu ári. „Eftir því sem mér virð- ist hafa samanlagðar iðgjaldatekjur allra aðila á markaðinum dregist saman á milli ára. Bókfærð iðgjöld trygginga hafa því lækkað yfir mark- aðinn. Það er augljóst merki þess að iðgjöld eru að lækka,“ segir Gunnar. Iðgjöld skipatrygginga og farm- trygginga hafa farið lækkandi hjá Tryggingamiðstöðinni, að sögn Gunnars. „Við erum með aukningu í einstaklingstryggingum en við erum hins vegar með minni iðgjöld í sjó- og_ farmtryggingum," segir Gunnar. Á heildina litið hafi fyrir- tækið því haldið sínum hlut. Hluturinn í Heklu hf. kostaði 86 milljónir Það vakti nokkra athygli þegar Tryggingamiðstöðin keypti þriðj- ungs hlut Margrétar Sigfúsdóttur í Heklu hf. síðastliðið vor. Kaupverðið var ekki gefið upp á sínum tíma en í ársreikningi Tryggingamiðstöðvar- innar fyrir árið 1995 er kaupverðið gefið upp 86,2 milljónir króna. Sam- kvæmt því lætur nærri að heildar- verðmæti hlutabréfa í Heklu hafi verið metið á 260 milljónir króna á þeim tíma. Nafnvirði heildarhluta- fjár félagsins er 72 milljónir króna og hefur Tryggingamiðstöðin því keypt bréfin á genginu 3,59. Til samanburðar má nefna að hagnaður af rekstri Heklu á síðasta ári nam 60 milljónum króna. Tryggingamiðstöðin á hlut í 32 öðrum hlutafélögum og er fram- reiknað kaupvirði bréfanna reiknað á rúmar 524 milljónir króna að með- töldum eignarhlutnum í Heklu. Endurskipulagning hjá Lýsi hf. * Atta starfsmönn- um sagt upp LÝSI hf. hefur ákveðið að endur- skipuleggja starfsemi sína og segja upp 8 starfsmönnum bæði á skrifstofu og í framleiðslu. Þetta er gert til að mæta miklum sam- drætti á framboði á þorskalifur á undanförnum árum, auk þess sem enn er ekki séð fyrir endann á afleiðingum rangra fjárfestinga fyrri ára sem íþyngja rekstrinum. Á sama tíma og framboð hefur dregist saman hérlendis á þorska- lifur vegna kvótaskerðingar hefur orðið umtalsverð aukning á lifrar- framboði í Noregi vegna mikils þorskafla, m.a. frá Rússlandi. Það hefur styrkt stöðu norska þorska- lýsisins á kostnað þess íslenska á samkeppnismörkuðum. Þá veikti verðhrun á þorskalýsi á heims- markaði fyrir fjórum árum sam- keppnisstöðu íslensks lýsis. Átta íslensk fyrirtæki keppa um takmarkað lifrarframboð hér á landi, en aðeins Lýsi hf. fullvinnur lýsið. Samkeppnin um hráefnið hefur leitt til þess að Lýsi hefur undanfarin ár aðeins getað tryggt sér um fjórðung af þeirri þorskalif- ur sem þarf til að hægt sé að full- nýta tæki og vélar til framleiðsl- unnar, að því er fram kemur í frétt frá fyrirtækinu. Breytt úr framleiðslufyrirtæki í markaðsfyrirtæki Baldur Hjaltason, forstjóri Lýs- is, sagði í samtali við Morgunblað- ið að ætlunin væri að loka verk- smiðjunni á Köllunarklettsvegi þar sem framleitt hefur verið loðnulýsi og harðfeiti. Fyrirtækið myndi draga sig út úr framleiðslu á harð- feiti og tíminn yrði að leiða það í ljós hvort aðrir vildu taka þann rekstur yfir. Hins vegar yrði önnur loðnulýsisframleiðsla flutt á Grandaveg. „Þetta kemur í fram- haldi af okkar stefnumótunar- vinnu þar sem við ákváðum að einbeita okkur að þorskalýsinu og neytendavörunum. Við ætlum að breyta Lýsi úr framleiðslufyrir- tæki í markaðsfyrirtæki. Einnig er ætlunin að opna fyrirtækið síð- ar fyrir áhugasömum fjárfestum og samstarfsaðilum.“ Nýr framkvæmda- stjóri Ossurar JÓN Sigurðsson, sem starfað hef- ur sem viðskiptafulltrúi Útflutn- ingsráðs íslands í New York und- anfarin 4 ár, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Össurar hf. Mun hann hefja störf hjá fyrir- tækinu nú þegar. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Jón að þessa ráðningu hefði borið nokk- uð brátt að og því allt of snemmt að segja til um hvort einhverjar áherslubreytingar yrðu á rekstri fyrirtækisins í kjölfar ráðningar hans. Hann sagði að hann væri hins vegar ekki al- veg ókunnur rekstri Össurar því hann hefði sinnt ráðgjafar- störfum fynr fyrirtækið tengslum við upphaf starf- semi þess í Bandaríkjunum. Áður en Jón hóf störf hjá Útflutningsráði var hann fjármálastjóri Álafoss og þar á undan vann hann hjá Eimskip, L.M. Ericsson og Bang & Olufsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.