Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT RÍKJARÁDSTEFNA Evrópu- sambandsins, sem hófst í Tórínó í gær með fundi leið- toga aðildarríkja sambandsins, þarf að búa ESB undir íjölgun aðildar- ríkja, leitast við að lagfæra það, sem mistókst við gerð Maastricht-sam- komulagsins og reyna að færa sam- bandið „nær fólkinu". Þrátt fyrir allt er þó ekki von á róttækum breyting- um. Mikilvægasta verkefni ríkjaráð- stefnunnar er að búa Evrópusam- bandið undir að taka inn á annan tug nýrra aðildarríkja í Austur- og Suð- ur-Evrópu á næstu árum. Til þess að slíkt megi verða er nauðsynlegt að gera breytingar á stofnanaupp- byggingu og ákvarðanatöku innan sambandsins. Slíkt hefur gerzt þrisv- ar sinnum áður; væntanleg aðild nýrra aðildarríkja hefur alltaf knúið Evrópusambandið til þess að „dýpka“ samstarfið og herða á samrunaþró- uninni. Þannig var ákveðið árið 1969, _er Bretland, Danmörk, Noregur og ír- land höfðu sótt um aðild að Efna- hagsbandalaginu, eins og það var þá kallað, að koma á pólitísku sam- ráði í utanríkismálum og stefna að því að koma á Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu (EMU), þótt það markmið sé raunar enn ekki að fullu komið í framkvæmd. Jafnframt fékk bandalagið þá eigin fé til ráðstöfun- ar, ákveðið hlutfall af virðisauka- skatti í aðildarríkjunum. Með aðild Grikklands, Spánar og Portúgals á síðasta áratug voru að- ildarríki bandalagsins orðin tvöfalt fleiri en í upphafi. Til þess að gera ákvarðanatöku skilvirkari var meiri- hlutaatkvæðagreiðslum í ráðherra- ráðinu fjölgað og þrátt fyrir að hags- munir ríkjanna innan sambandsins hafi orðið ólíkari, er hægt að fullyrða að breytingarnar, sem Einingarlög Evrópu fólu í sér, hafi orðið til þess að hraða mjög ákvarðanatöku innan sambandsins. Slíkt var nauðsynlegt til þess að koma mætti í framkvæmd áformunum um innri markaðinn, sem gekk í gildi í ársbytjun 1993. Maastricht-ríkjaráðstefnan marg- umtaiaða samþykkti enn breytingar á stofnunum Evrópusambandsins fyrir síðustu stækkun, en þijú ný aðildarríki, Svíþjóð, Finnland og Portúgal, bættust í hópinn í byrjun ársins 1995. Með Maastricht-sáttmá- lanum var málum, sem hægt er að taka ákvörðun um án samhljóða sam- þykkis í ráðherraráðinu, enn íjölgað. Evrópuþingið fékk aukin völd, ákveð- ið var að taka upp sameiginlega ut- anríkis- ,og öryggismálastefnu og stefna að sameiginlegum vömum. Samþykkt var að Efnahags- og myntbandalag gengi í gildi ekki síðar en árið 1999. Akveðið að auka sam- starf í dóms-, lögreglu- og innanríkis- málum og tekinn var upp sameigin- legur evrópskur borgararéttur. Reynslan sýnir þess vegna að „víkkun“ (fjölgun aðildarríkja) og „dýpkun" (aukinn samruni) hafa yf- irleitt farið saman hjá Evrópusam- bandinu. Engin ástæða er til annars en að ætla að svo verði einnig nú, þótt ekki sé nema vegna þess að Evrópuþingið hefur hótað að hindra Róttækra breytinga er ekki að vænta Reuter JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, og Malcolm Rifkind utanrikisráðherra setztir að samningaborðinu í Tórínó. Búast má við að Bretar standi gegn ýmsum breytingum á stofnsátt- mála ESB. Ríkjaráðstefna Evrópu- sambandsins hófst í _ A Tórínó í gær. Olafur Þ. Stephensen segir að ekki sé von á róttækum breytingum á stofnsátt- mála sambandsins. inngöngu nýrra ríkja, verði ekki gengið lengra í samrunaátt. Stofnanir rísa ekki undir fjölgun aðildarríkja Flestir eru sammála um að stofn- anir Evrópusambandsins munu varla rísa undir fjölgun aðildarríkja nema breytingar verði gerðar á þeim. Sem dæmi má nefna að þegar aðildarríkin verða orðin 25 talsins, munu líða meira en tólf ár á milli þess að hvert aðildam'ki ESB gegni formennsku í ráðherraráði þess. Aðeins flutningur upphafsræðu fulltrúa hvers ríkis á ráðherraráðsfundum mun taka margar klukkustundir. Verði neitun- arvaidi sérhvers ríkis í ráðherraráð- inu viðhaldið, getur eitt ríki hindrað framgang máls, sem ö!l hin 24 eru sammála um. Slíkt lítur öðru vísi út í 25 ríkja bandalagi en í samtökum sex ríkja, sem Efnahagsbandalagið var upphaflega. í framkvæmda- stjórninni yrðu á fjórða tug fulltrúa og ekki er hægt að skipta verkefnum á milli þeirra endalaust. Sumar þær breytingar, sem gerðar voru með samþykkt Maastricht, þykja ekki hafa gengið nógu langt. Þannig þykja „önnur og þriðja stoð“ Evrópusambandsins, þ.e. samstarfið í utanríkismálum og í dóms-, lög- reglu- og innanríkismálum, ekki hafa slagkraft og trúverðugleika. Ástæð- an er fyrst og fremst sú, að þar verð- ur að taka allar ákvarðanir með sam- hljóða samþykki. Viðfangsefnin eru viðkvæm og því erfitt að skapa full- komna samstöðu. Hvorki utanríkis- stefna ESB né dómsmálastefnan hafa því staðið undir þeim vær.ting- um, sem til þeirra voru gerðar. Hvað utanríkisstefnuna varðar, halda sum- ir því fram að þetta hafi orðið til þess að Bandaríkjamenn taki upp hugmyndir til lausnar á ýmsum al- þjóðlegum deilumálum, sem fyrst hafi fæðzt á vettvangi Evrópusam- bandsins, og framkvæmi þær sem sínar eigin. Skilvirkni og fullveldishugmyndir togast á Vandinn er hins vegar sá að flest- ar breytingar, sem eru til þess falln- ar að auka skilvirkni stofnana Evr- ópusambandsins, stangast á við hug- myndir sumra aðildarríkjanna um fullveldi og sjálfstæði þjóðríkisins. Bretland fer þar fremst í flokki. Brezka ríkisstjórnin hefur þvertekið fyrir að samþykkja nokkrar þær breytingar, sem gangi frekar á neit- unarvald hennar í ráðherraráðinu en orðið er. Bretar leggjast einnig gegn auknum völdum Evrópuþingsins og vilja draga úr áhrifum Evrópuþings- ins og framkvæmdastjórnarinnar. Sennilega eru Bretar einir á báti hvað það varðar að vilja ekki fjölga meirihlutaatkvæðagreiðslum í ráð- herraráðinu. Þeir eiga hins vegar bandamenn í ýmsum öðrum málum. Fámennari aðildarríkin vilja til dæm- is ekki að aukin skilvirkni verði á kostnað áhrifa þeirra, en smærri ríki hafa mun fleiri fulltrúa, atkvæði og áhrif í stofnunum Evrópusambands- ins en þau stærri, ef miðað er við fólksfjölda. Af þessum sökum telja margir að örðugt muni reynast að ná samstöðu um róttækar breytingar á stofnunum Evrópusambandsins. Líklegast þykir að áfram verði stigin smá skref í einu. „Nær almenningi" Forsenda þess, að það takist yfir- leitt að koma einhveijum breytingum á, er að almenningur í þeim ríkjum Evrópusambandsins, sem munu halda þjóðaratkvæðagreiðslu um nið- urstöðu ríkjaráðstefnunnar, hafi trú á þeim. Stjórnmálamenn í Evrópu- sambandinu eru einkar meðvitaðir um að ekki megi endurtaka mistökin frá Maastricht, þar sem ríkisstjórn- um aðildarríkjanna virtist mistakast að útskýra fyrir almenningi hvað hann gæti grætt á hinum nýja sátt- mála. Maastricht-samningurinn var felldur í Danmörku í fyrstu umferð og í Frakklandi var hann samþykkt- ur með afar naumum meirihluta. Orsök þess að þetta gerðist, telja margir vera þá að stjórnmálamenn- irnir hafi verið of uppteknir af þref- inu um stofnanir og ákvarðanatöku, og að hið jákvæða í efnisinnihaldi samningsins hafi farið framhjá fólki. Þannig hafi almenningur fengið á tilfinninguna að stofnanir Evrópu- sambandsins væru flóknar, lokaðar og fjarlægar. Fólk hafi heldur ekki getað séð að aukinn samruni færði því neinar hagsbætur. í efnahags- og myntbandalagi hafi fólk til dæm- is fyrst og fremst séð missi eigin gjaldmiðils sem þjóðartákns, og ekki hafi tekizt að útskýra fyrir því kost- ina við að hafa einn gjaldmiðil, til dæmis á ferðalögum og í viðskiptum. Af hálfu ríkisstjórna aðildarríkj- anna hefur því verið lögð gífurleg áherzla á að ríkjaráðstefnan færi Evrópusambandið „nær fólkinu." Á meðal þeirra mála, sem lagt hefur verið til að ríkjaráðstefnan taki á í þessu skyni, eru umhverfismál, at- vinnu- og félagsmál, baráttan gegn glæpum og opnara stjórnkerfi og ákvarðanataka Evrópusambandsins. Ekki má hins vegar gleyma því að ein forsenda þess að hægt sé að taka með skilvirkum hætti á umhverfis- vandamálum, glæpastarfsemi og hryðjuverkum, sem ekki virða nein landamæri, er að veita yfirþjóðlegum stofnunum meiri völd. Það rekst aft- ur á meirihlutavilja almennings, að minnsta kosti í sumum aðildarríkjun- um, að halda sem flestum ákvörðun- um hjá stjórnvöldum heima fyrir. Þetta er þversögn, sem kemur æ oftar upp þegar rætt er um þróun Evrópusambandsins og stofnana þess. Sámeiginleg félagsmála-, atvinnu- og velferðarstefna Evrópusambands- ins getur eflaust falizt í aukinni sam- ræmingu aðgerða aðildarríkjanna gegn atvinnuleysi og fátækt. Það er hins vegar afar ósennilegt að hún geti falið í sér aukin framlög til vel- ferðarmála á sama tíma og aðildar- ríkin keppast öll við að uppfylla skil- yrði Maastricht um lítinn fjárlaga- halla til þess að geta tekið þátt í myntbandalaginu. Það blasir þess vegna ekki við að neinar grundvallarbreytingar verði á eðli Evrópusambandsins eða valda- jafnvægi stofnana eða ríkja innan þess á ríkjaráðstefnunni, sem nú er hafin. Umboðið, sem leiðtogarnir veittu samningamönnum sínum í gær, ber vott um þetta; þar er fáu slegið föstu og nær eingöngu íjallað um það hvaða kafla stofnsáttmálans skuli rætt. Um útkomuna er ómögu- legt að spá; framundan er ár, þar sem þrefað verður á fundum embætt- ismanna einu sinni í viku eða oftar og á utanríkisráðherrafundum í hveijum mánuði. Undir lokin mun svo taka við það sem embættismenn ESB kalla að „beija saman hauskúp- um“ í bakherbergjum og á göngum, til þess að ná lokasamkomulagi. Beðið eftir Bretlandi? Flestir búast við að ríkjaráðstefn- an standi um það bil eitt ár og emb- ættismenn ESB telja að breytingar á stofnsáttmálanum gætu tekið gildi í byijun ársins 1998. Það, sem helzt gæti dregið ráðstefnuna á langinn, er að þau ríki, sem lengra vilja ganga í breytingum, vilji bíða eftir þing- kosningum í Bretlandi, sem verða ekki síðar en vorið 1997, í þeirri von að Verkamannaflokkurinn komist til valda og verði ekki jafntregur í taumi og stjórn íhaldsflokksins. Verka- mannaflokkurinn þykir almennt hafa jákvæðari afstöðu til Evrópusam- starfsins en íhaldsflokkurinn, ekki sízt til sameiginlegrar félagsmála- stefnu og til hlutverks Evrópuþings- ins. Hins vegar er Verkamannaflokk- urinn sammála núverandi ríkisstjórn um atriði á borð við það að ekki beri að taka upp meirihlutaákvarðan- ir í utanríkis- og dómsmálum og að ekki eigi að búa til „tveggja hraða Evrópu", þar sem sum ríki myndi „harðan kjarna". Þess vegna er ekki víst að Verkamannaflokksstjórn myndi vilja fylgja meginlandsríkjun- um alla leið. Ákveðið hefur verið að samninga- viðræður við ný aðildarríki hefjist sex mánuðum eftir lok ríkjaráðstefnunn- ar. í þeim hópi verða Kýpur og Malta og sennilega einhver Austur-Evrópu- ríki. Mestu bjartsýnismennirnir búast við að næsta stækkun ESB eigi sér stað árið 2001.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.