Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ NEYTEIMDUR BRAÚÐGERÐARVÉLAR eru að verða algeng tæki í eldhúsum ís- lendinga, svona rétt eins og sam- lokuvélar, brauðristar, vöfflujárn og safapressur. Séu véiarnar notaðai’ samviskusamlega á hveijum degi geta fjölskyldur sparað sér tugi þúsunda á ári, jafnvei þó stofnkostn- aðurinn sé um og yfir tuttugu þús- und krónur. Lendi brauðgerðarvél- arnar fljótlega í hillu í geymslunni eins og stundum vill verða, er hins vegar sparnaðurinn enginn. Vélarnar komu til landsins fyrir mörgum árum, salan á þeim lá niðri í nokkur ár, en fyrir þremur árum fóru þær að verða vinsælar á ný. Núna selja ýmis fyrirtæki brauð- gerðarvélar og best fyrir fólk sem er að velta fyrir sér kaupum á slíkri vél að fara milli staða og bera sam- an verð og gæði. í brauðgerðarvélarnar er sett ákveðið magn af vökva og mjöli og síðan getur hver og einn haft frjáls- ar hendur innan þeirra marka. „Hugmyndaflugið getur fengið að njóta sín til hins ýtrasta," segir Dröfn Farestveit, hjá verslun Einars Farestveit en vélarnar fást meðal annars þar. Dröfn, sem er hússtjórn- arkennari, hefur lengi bakað í brauðgerðarvél. Gerið geymt í ísskáp „Vélarnar eru viðkvæmar fyrir því að hráefnið sé ferskt og gott. Það er til dæmis ekki sama hvaða hveiti er notað í baksturinn. Það þarf að vera glutenríkt og mikill munur er á milli hveititegunda hvað magn glutens varðar,“ segir hún. Þá bendir Dröfn á að fara þurfi vel með þurrger sem er notað við baksturinn. „Þegar búið er að opna dós eða pakka með þurrgeri setur fólk það gjarnan upp í skáp og geymir gerið jafnvel fyrir ofan viftu. Það er hinsvegar nauðsynlegt að geyma gerið í ísskáp eftir að búið er að opna pakkningamar því ann- ars rýrnar gildi þess mjög fljótt.“ Dröfn segir það jafnvel hafa kom- ið fyrir að viðskiptavinir hafí kvart- að yfir því að brauðið lyfti sér ekki og þá hefur þetta verið ástæðan. „Svona smáatriði skipta alltaf máli við bakstur." Dröfn svo og Hjördís Sigurðar- dóttir hjá heimilistækjadeild Fálk- ans, sem selur líka brauðgerðarvél- Brauðgerðarvélar að verða algengar á íslenskum heimilum Hægt að spara tugi þúsunda á ári Morgunblaðið/Kristinn DRÖFN Farestveit luisstjórnarkennari að búa til brauð. HJÖRDÍS Sigurðardóttir segir lítið mál að kenna unglingum að baka brauðið með þessum hætti. aðurinn þá rúmlega 200 krónum á dag. Hráefnið í brauðið kostar að meðaltaii 20 til 40 krónur og vélin eyðir mjög litlu rafmagni, kannski 4-5 krónum í hvert skipti. Á einu ári getur sparnaðurinn því numið frá þtjátíu þúsundum og vélin er því fljót að borga sig,“ segir Dröfn. Ylvolgt brauð í morgunmat Ef hráefnið er sett í vélina að kvöldi er hægt að stilla véiina þann- ig að brauðið sé tilbúið ylvolgt að morgni. Vélin reiknar út frá stilling- unni hvenær hún á að bytja að hnoða, lyfta og baka. Ef brauðið á að verða tilbúið klukkan 7 að morgni bytjar hún baksturinn það snemma að það sé til þá. Brauðvélarnar eru mismunandi, sumar eru með þunnum formum og aðrar með þykkum steyptum form- um. Einhvetjar vélar gefa síðan fólki möguleika á að velja dökka, meðal- bakaða eða ljósa skorpu. Hjördís segir að þtjár mismun- andi bakstursstillingar séu á vélun- um, ein fyrir fín brauð, næsta fyrir milligróft og sú síðasta fyrir gróft brauð. „Það er mjög einfalt að baka brauð með þessum hætti og lítið mál að kenna unglingum á heimili að setja hráefni í vélina." Bæði Dröfn og Hjördís segja að til sveita sé vélin bylting. „Fólk til sveita kaupir mikið þessar vélar, þeir sem eru með heimagistingu fyrir ferðamenn, líka barnafólk og síðan er algengt að roskið fólk geft börnunum brauðgerðarvél í jóla- gjöf.“ Jurtakrydd og kornblöndur ar, segja að hægt sé að spara stór- ar fjárhæðir með bakstri á þennan hátt. „Ef eitt brauð er bakað á dag geta fjölskyldur sparað um hundrað krónur á dag og jafnvel rúmlega það. Séu brauðin tvö nemur sparn- Þegar tal berst að uppskriftum segja þær Dröfn og Hjördís að auðvelt sé að breyta uppskriftum með mismun- andi jurtakryddi, osti, kornblöndum, rúsínum og hnetum. Þá er einnig hægt að láta vélina sjá bara um að hnoða og hefa. Síðan getur fólk tekið deigið og mótað í bollur, flat- bökubotn eða annað sem sóst er eftir og bakað í ofninum sínum á gamla mátann. Mismunandi upp- skriftir eru fyrir vélarnar eftir því frá hvaða fyrirtæki þær eru. í sum- unt tilfellum eru mótin mismunandi og þá að sama skapi magnið sem fer í þau líka. Tilbúnar brauðblöndur eru seldar í matvöruverslunum. Það má hæglega nota þær og í sumum tilfellum blanda þær hveiti. Þá er auðvitað ekki um sama sparnað að ræða og ef fólk setur öll hráefnin sjálft í vélina. Það er auðvelt að þrífa formin, þau eru tekin úr vélinni og þvegin í vaski. Dröfn og Hjördís voru beðn- ar um að gefa lesendum uppskriftir að brauði í brauðgerðarvél. Dröfn gefur lesendum uppskrift að hvers- dagsbrauði og Hjördís að sólkjarna- brauði. Hversdagsbrauð ____________2 '/; dl vatn________ 5 'h dl hveiti 1 dl grahams mjöl 1 msk. matarolía t.d. ólífuolía 1 tsk. salt 1 'h tsk. þurrger Ef breyta á til má setja út í mismunandi jurtakrydd. Settí formið eftir þeirri röð sem á að setja í þær en það er mismunandi eftir vélum. Sólkjarnabrauð ____________3 dl vatn____________ 1 tsk. salt ____________'Amsk. sykur_________ ____________1 msk. olío__________ ____________4 dl hveiti__________ 3 dl heilhveiti 1 dl sólkjgrnar eðg sesamfrae ________1 og 'Atsk, þurrger______ Þurrgerið má ekki komast í sant- band við vatn og sykur og því er best að tylla því efst áður en vélinni er lokað. Vélin sér um afganginn, takk fyrir. Páskalamb í lit ARGENTINA steikhús býður nú í fyrsta skipti upp á hlaðborð í tilefni páskahátíðarinnar, undir heitinu Páskalamb, ,,lamb í lit“. Markmiðið er að kynna Islendingum nýjar leið- ir til matreiðslu á lambakjöti en lambakjöt er einmitt vinsælt á borð- um_ fjölda þjóða á þessum árstíma. Á hlaðborðinu eru 25 réttir úr lambakjöti, heitir og kaldir, auk þess sem sérstakur grillseðill er á boðstólum. Hugmyndir að réttunum eru sótt- ar til ýmissa landa sem og valin- kunnra_ mataráhugamanna hér á landi. Á meðal rétta á hlaðborðinu eru lambastrimlar í grískum sítr- ónulegi, afrískt salat með krydd- legnum lambakjötsbitum, lamba- kaka frá Kýpur, lambahryggur með koníaksfíkjufyllingu og léttsaltað lambalæri með hunagsgljá. Hlaðborðið stendur yfir til 9. apríl. mtní ... , Bónus í Færeyjum Eplasítra frá Sól FYRSTI íslenski kolsýrði epla- drykkurinn er nú kominn á mark- að. Drykkurinn, sem er þróaður hjá Sól hf. og kallast Sunnu eplasítra, inniheldur 12% hreinan eplasafa, kolsýru, ávaxtasykur, þrúgusykur, sítrónusýru og bragðefni. Kolsýrðir epladrykkir, sem fáanlegir hafa verið hér á landi hingað til, hafa allir verið innfluttir og seldir sem „eplacider". UNION FOAM EUROBATEX PÍPU- EINANGRUN í sjálflímandi rúllum, bK pfötum og hólkum. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 - REYKJAVÍK - SÍMI 553-8640 Verslunin Bónus í Færeyjum stækkar TIL stendur að stækka verslunina Bónus í Þórshöfn í Færeyjum á næst- inni en í Færeyjum eru tvær Bónus- verslanir, önnur í Þórshöfn og hin í Runavik. Forráðamenn hjá Bónus eru einnig að íhuga alvarlega að bæta við verslun í Færeyjum síðar á þessu ári. „Verslunin í Færeyjum hefur gengið mjög vel upp á síðkastið, Færeyingar treysta orðið lágu vöru- verði í Bónus og um þessar mundir erum við að fara af stað með ís- lenskt átak, þ.e.a.s. við ætlum að auka úrval íslenskrar framleiðslu í verslununum", segir Jón Ásgeir Jó- hannesson í Bónus. íslenskar vörur seljast vel í Færeyjum „Stefnan er að íslensku vörurnar verði um 15% af vöruvali okkar en núna eru þær innan við 5%.“ Jón Ásgeir segir að í veginum fyrir inn- flutningi á íslenskum mjólkurvörum til Færeyja standi íslenskir ofurtollar á innfluttum mjólkurvörum því Fær- eyingar hafi svarað í sömu mynt þegar íslenska mjólkurvaran er ann- arsvegar. „Það er því erfitt að selja mjólkurvörur í Færeyjum," segir hanri. „Færeyingar vilja gjarnan kaupa íslenska gosdrykki, ávaxta- safa, mjólkur-, og kjötvörur og stefn- an er að Bónus-línan, sem saman- stendur af 107 vöruliðum og er öll framleidd á íslandi, verði fáanleg í Færeyjum." Þá stendur einnig til að stækka sérvörudeildina í Færeyjum. Færeyingar vilja íslenskar lambasíður og te „Við höfum lært mikið af þessum verslunarrekstri í Færeyjum," segir Jón Ásgeir. „Hver markaður er með sína menningu í vöruvali. Það er ekki það sama sem gengur í verslun- um okkar á íslandi og í Bónus í Færeyjum. Til að mynda seljum við miklu meira af tei en kaffi í Færeyj- um og þeir vilja ólmir kaupa lamba- síður sem ekkert þýðir að bjóða Is- lendingum upp á.“ Handbók um ritun sálfræðirita ÚT ER komin Handbók sálfræði- ritsins en þar eru reglur um skipu- lag og frágang handrita í Sálfræði- ritið vandlega raktar. í frétt frá Sálfræðiritinu segir að svo viðamik- ið verk um ritun fræðigreina á ís- lensku hafi ekki komið út áður. f bókinni er fjallað um rit- stjómarstefnu ritsins og kröfur til efnis og rit- nefndar kynntar auk þess sem fjallað er um skipulag handrita, frágang texta, uppsetningu taflna og mynda sem og um notkun til- vitnana, tilvísana og heimildaskrár. Efni bókarinnar er lagað að ís- lenskri tungu og segir í frétt Sál- fræðiritsins að bókin ætti að nýtast öllum þeim sem stunda ritun fræði- og vísindagreina á íslensku. Þá er 4.-5. árgangur Sálfræði- ritsins kominn út. í tímaritinu, sem er vettvangur fyrir umfjöllun um sálfræði og skyld efni á íslensku, er lögð áhersla á fræðilega og ag- aða umræðu og vísindaleg vinnu- brögð. Öllum er heimilt að skrifa í ritið en allt efni þess er ritdæmt samkvæmt ströngum kröfum rit- nefndarinnat'. Handbók sálfræðiritsins er 170 blaðsíður og kostar krónur 2.500 í lausasölu. , MNDBÓK SALFRÆÖIRITSINS .r™; •AiVmnm * € c c I . I i í < ( ( ( ( ( i ( i < (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.