Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 17 VIÐSKIPTI ÚRVERINU Hraðfrystihús Eskifjarðar 181 milljónar króna hagnaður REKSTUR Hraðfrystihúss Eski- fjarðar hf. skilaði 181 milljónar króna hagnaði á síðasta ári, en það samsvarar rúmlega 30% arðsemi á eigið fé félagsins. Þetta er nokkuð betri afkoma en varð af rekstri fyrirtækisins árið 1994, er það skilaði 148 milljóna króna hagnaði. Að sögn Magnúsar Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Hraðfrystihúss Eskifjarðar, má fyrst og fremst rekja þennan afkomubata til bættrar afkomu nótaskipa félags- ins og loðnuverksmiðju. Hins vegar hafi afkoma í bolfisksvinnslu versnað verulega. Magnús segist vera ánægður með þessa afkomu og horfur þessa árs séu jafnframt mjög góðar. Yfir- standandi loðnuvertíð sé sú stærsta í sögu félagsins hvað varðar mót- tekið magn og tekjur, en fyrirtæk- ið hafi nú tekið á móti rúmum 70 þúsund tonnum af loðnu. Hólmaborgin og Guðrún Þorkelsdóttir lengdar í ár Hraðfrystihús Eskifjarðar gerir út þrjú nótaskip og tvo ísfiskstog- ara, annan að hálfu á móti Kaupfé- lagi Héraðsbúa á Reyðarfirði. í landi rekur fyrirtækið frystihús, rækjuverksmiðju, loðnuverksmiðju og saltfisksverkun. Að sögn Magnúsar standa til nokkrar endurbætur á skipum fé- lagsins á þessu ári. Þannig sé ráð- gert að lengja nótaskipið Hólma- borg og setja kælikerfi í lestar fyrir um 1.000 tonn, Þá verður settur hvalbakur í skipið. Eftir breytingarnar mun skipið geta borið um 2.500 tonn af loðnu eða síld. Að auki verði skipt um brú á nótaskipinu Guðrúnu Þorkelsdótt- . ur, settur á það hvalbakur og skip- ið iengt þannig að það geti borið um 1.100 tonn. íslenskar sjávarafurðir hf. Úr reikningum ársins 1995 Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1995 | 1994 Breyt. Rekstrartekjur Rekstrargjöld Rekstrarhagnaður Fjármunatekjus og (tjármagnsgjöld) 1.261,9 | 1.157,6 104,2 20,0 1.080,1 943,7 136,4 (15,2) +16,8% +22,7% ■23,6% Hagnaður af reglulegri starfsemi Hagnaður (tap) af sölu eigna 124,3 243.0 121,7 (23,6) +2,5% Hagnaður fyrir skatta 124,5 97,6 +27,6% Hagnaður ársins án dótturfélaga Hlutdeild í rekstri dótturfélaga 100,3 0,6 68,0 21,3 +47,5% -97.3% Hagnaður ársins 100,9 89,2 +13,1% Efnahagsreikningur 31. des.: 1995 1994 I Eianir: I Milliónir króna Veltufjármunir Fastafjármunir Eignir samtals 3.198,4 1.590,6 2.270,3 1.316,2 +40,9% +20,8% 4.789,0 3.586,5 +33,5% I Skuldir og eigið té: | Milliónir króna Skammtímaskuldir Langtímaskuldir Eigið fé 3.081,2 544,7 1.163,0 2.227,2 445,4 914,0 +38,3% +24,5% 27,2% Skuldir og eigið fé samtals 4.789,0 3.586,5 33,5% Sjódstreymi Veltufé frá rekstri Milljónir króna 122,6 148,6 -17,5% Tvöfalt meira framleitt GÍFURLEG aukning hefur orðið á framleiðslu og sölu frystra sjávaraf- urða hjá ÍS fyrstu þrjá mánuði árs- ins. Heildarframleiðslan fyrstu þijá mánuði ársins er 58.500 tonn, sem svarar til árs framleiðslu undanfarin ár. Á sama tíma í fyrra var fram- leiðslan 21.500 tonn. Á íslandi voru nú framleidd 31.200 tonn, sem er 57% aukning, 2.300 tonn í Namibíu, 89% aukning og 25.000 tonn hjá UTRF á Kamt- sjatka, en í fyrra tók IS 450 tonn þaðan. Aukingin hér heima liggur fyrst og fremst í loðnu, en af henni voru nú framleidd um 20.000 tonn á móti 9.500 í fyrra. Aukninguna í Namibíu má relja til kaupa á öflug- um frystitogara, en viðskiptin á Kamtsjakta hófust ekki að neinu marki fyrr en í upphafi þessa árs. Stjórn ÍS skipa Hermann Hans- son, formaður, Gunnar Birgisson, ritari, Ari Þorsteinsson. Friðrik Mar Guðmundsson. Jón Guðmundsson og Þórólfur Gíslason. I varastjórn eru Guðmundur Smári Guðmundsson og Pétur Olgeirsson. Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. Rekstrarreikningur MHijónir króna 1995 1994 Breyt. Rekstrartekjur 2.046 1.990 +2,8% Rekstrarqjöld 1.632 1.599 +2,1% Hagnaður fyrir afskriftir 414 391 +5,9% Afskriftir 130 139 -6,5% Fjármagnsgjöld 107 117 -8.5% Hagnaður af reglulegri starfsemi 177 135 +31,1% Hagnaður ársins 181 148 +22.3% Efnahagsreikningur 31. des.: 1995 1994 I Eianir: I Milljónir króna Veltufjármunir 585 436 +34,2% Fastafjármunir 2.021 1.682 +20,2% Eignir samtals 2.606 2.118 +23,0% I Skuidir og eigið fé: I Milliónir króna Skammtímaskuldir 728 586 +24,2% Langtímaskuldir 1.297 1.140 +13,8% Eigið fé Skuldir og eigið fé samtals 581 392 +48.2% 2.606 2.118 +23,0% Kennitölur 1995 1994 Eiginfjárhlutfail 22% 19% Arðsemi eigin fjár 31% 38% mmmá ééJ Uppstokkun í rekstri Metró-Þýsk-íslenska Öllu starfsfólki sagtupp Aðalfundur íslenzkra sjávarafurða hf. Hagnaður IS jókst um 22 milljónir milli ára ÖLLU starfsfólki Metró-Þýsk- íslenska hf. í Reykjavík og á Akur- eyri hefur verið sagt upp störfum og voru starfsfólkinu afhent upp- sagnarbréfin í gær. Alls er hér um rúmlega 60 starfsmenn að ræða. Að sögn Lúðvíks Matthíassonar, framkvæmdastjóra Metró, er ástæðan fyrir þessum uppsögnum endurskipulagning á rekstri fyrir- tækisins og segir hann að flestum starfsmönnum verði boðin endur- ráðning. Liður í nútímavæðing-u Eins og fram hefur komið keypti Bílanaust hf., Matthías Helgason, aðaleigandi þess, og fjölskylda hans Þýsk-íslenska fyrir skömmu. Lúðvík segir að hér sé um ákveðna stefnubreytingu og nútímavæð- ingu í rekstri fyrirtækisins að ræða. Koma þurfi nýrri tækni þar fyrir og nýtískulegri vinnubrögð- um „Við ætlum að reyna að sam- ræma rekstur fyrirtækisins því rekstrarfyrirkomulagi sem verið hefur á Bílanausti. Þar höfum við verið með nýjustu tækni í rekstri og það eru hugmyndir um að sam- nýta hluti eins og tölvukerfi. Þó þannig að þetta verður aðskilinn rekstur. Þar sem við getum hag- rætt með samvinnu verður reynt að gera það.“ Lúðvík segir að það muni liggja fyrir nánar þann 1. maí hvernig breytingum á rekstri fyrirtækisins verði háttað. Hins vegar sé ljóst að það verði áfram til húsa á sama stað. HEILDARVELTA IS í verðmætum talið á síðasta ári varð 15.015 millj- ónir króna á móti 14.231 mkr. árið 1994. Aukning 5,5%. Heildarverð- mæti útflutnings var 13.205 millj- ónir miðað við cif-verðmæti og jókst það um 4,5% milli ára. Heildarverð- mæti afurða, sem framleiddar voru erlendis, var 887 milljónir og jókst um 6,2%. Sala Vöruhúss IS, sem einkum verslar með umbúðir og veið- arfæri, var 738,8 milljónir króna, sem er aukning 26,3%. reksturinn skilaði nú um 101 milljón króna í hagnað á móti 89,3 árið 1994; Heildarframleiðsla frystra afurða í magni Heildarframleiðsla í magni varð 65.800 tonn samanborið við 56.200 tonn árið 1994, 17% aukning 17%. Á íslandi voru framleidd 58.700 tonn, aukning 18%, en erlendis 7.100 tonn, aukning 9%. Framleiðsla á ís- landi greinist þannig: * Botnfiskafurðir 31.480 tonn (samdráttur 5,6%). * Skelfiskafurðir 5.310 tonn (aukning 1,2%). * Loðnu- og síldarafurðir 21.710 tonn (aukning 96%). Heildarsala frystra afurða í magni Eins og fram kemur í tölum þeim sem á eftir fara, hélst salan mjög í hendur við framleiðslu. Heildarsalan á árinu nam 64.500 tonnum á móti 56.500 tonnum árið 1994, sem er aukning um 14%. Heildarsöluna má greina þannig eftir uppruna: * Útflutt frá íslandi 57.600 tonn, aukning um 12%. * Sala afurða sem framleiddar voru erlendis, einkum í Namibíu og Rússlandi, 6.900 tonn, aukning um 35%. Hinn nýi, stóri samningur við UTRF hefur nánast engin áhrif á sölu ársins 1995. Samningstímabil- ið hófst 1. des. 1995 og kom því mjög lítið af afurðum til sölu fyrir árslok. Markaðsdreifing frystra sjávarafurða Nú er af sú tíð, þegar meiri hlut- inn af frystum sjávarafui-ðum var Afkoma dóttur- félaga versnaði á síðasta ári fluttur út til Bandaríkjanna. Nú eru markaðssvæðin í stórum dráttum þijú og var hlutdeild þeirra sem hér segir á árinu 1995 (hlutdeild 1994 í sviga): * Bandaríkin: 19,4% (24,5%). * Evrópa: 49,2% (49,4%). * Austur-Asía: 31,3 (25,9%). Sé litið á það magn sem flutt var út til hvers svæðis fyrir sig, eru töl- urnar sem hér segir: * Bandaríkin: 11.100 tonn (samdr. 11,9%). * Evrópa: 28.100 tonn (aukn. 10,6%). * Austur-Asía: 17.900 tonn (aukn. 34,6%). Afkoma Skv. samstæðureikningi ársins 1995 var rekstrarhagnaður eftir skatta 100,9 mkr. á móti 89,3 mkr. árið 1994. Afkomuna má greina þannig eftir félögum: * Áfkoma móðurfélags (íslenskra sjávarafurða hf.) batnaði; hagnaður eftir skatta var 100,3 mkr. árið 1995 á móti 68,0 mkr. árið áður. * Afkoma dótturfyrirtækja versnaði 'og varð hlutdeild ÍS hf. í hagnaði þeirra 0,6 mkr. á móti 21,3 mkr. árið 1994. Arðsemi eigin fjár hjá ÍS hf. var 11,0% árið 1995, en 10,3% árið áður. Fyrirtæki í samstæðu- reikningi í samstæðunni eru eftirtalin félög 'fyrir utan móðurfélagið, Islenskar sjávarafurðir hf.: * Iceland Seafood Corporation (Sölufélag í Bandaríkjunum). Aðild IS hf.: 75,9%. * Iceland Seafood Ltd. (Sölufélag í Evrópu) Aðild ÍS hf.: 55,7%. * Utvegsfélag samvinnumanna hf. (Útsam - eignarhaldsfélag vegna verkefna innanlands). Aðild ÍS hf.: 67,5%. * ísalda hf. (eignarhaldsfélag vegna verkefna erleridis). Aðild ÍS hf.: 86,4%. Hlutafé og gengi hlutafjár Á árinu 1995 var hlutafé ÍS hf. aukið um 100 mkr., úr 700 í 800 mkr. Hlutafé í árslok var því 800 mkr. og var ekkert af því í eigu félagsins sjálfs. Forkaupsréttarhafar keyptu alla hlutafjáraukninguna og var eftirspurn eftir bréfum mun meiri en hægt var að sinna. Hlutabréf í sölufyrir- tækjum erlendis Hermann Hansson, formaður stjórnar ræddi gang mála og fjallaði um kaup ÍS á hlutabréfum í sölufyrir- tækjunum erlendis: „Um árabil hafa framleiðendur verið hluthafar í Ice- land Seafood Corp. í Bandaríkjunum og frá upphafi Iceland Seafood Ltd. í Bretlandi hafa framleiðendur verið þar hluthafar/1 sagði Hermann. „Eftir að Islenskar sjávarafurðir hf. hófu starfsemi árið 1991 hefur oft verið til umræðu hvort ekki væri rétt að breyta þessu og móðurfyrir- tækið ætti allt hlutafé í sölufyr- irtækjunum erlendis. Það er sam- dóma skoðun stjórnarmanna í ís- lenskum sjávarafurðum hf. að með tilliti til hlutverks sölufyrirtækjanna erlendis sé stjórnskipulega skynsam- legt og eðlilegt að haga málum með þessum hætti, en auk þess er heppi- legra fyrir framleiðendur, sem nú eru hluthafar í sölufyrirtækjunum að vera fremur hluthafar í móðurfyr- irtækinu og hafa þannig verðmæti sem eru markaðshæf á lslandi i sinni eigu, fremur en að eiga hlut í lokuð- um hlutafélögum erlendis. í ljósi þessara staðreynda samþykkti stjórn- in á fundi sínum 8. nóvember sl. að stefna að því að bjóða öllum hluthöf- um í sölufyrirtækjunum erlendis að kaupa hlut þeirra eins og þeir væru metnir í árslok 1995. Andvirði bréf- anna yrði að hluta greitt með pening- um, en að hluta til með hlutabréfum í Útvegsfélagi samvinnumanna hf.,“ sagði Hennann Hansson. Á fundinum var síðan borin upp tillaga um heimild til stjórnarinnar um aukningu hlutafjár um allt að 100 milljónir króna úr 800 milljónum í 900 milljónir. Hugmyndin er að nota hluta þessarar heimildar til að standa undir greiðslu á hlutabréfun- um í sölufyrirtækjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.