Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Boðunaraðili - ekki viðbragðsaðili GUÐMUNDUR Árni Stefáns- son þingmaður skrifar grein í Morgunblaðið hinn 21. mars um einkavinavædda öryggisþjónustu. Einkafyrirtæki hafa starfað við öryggisþjónustu um árabil hér á landi og eru sífellt fleiri fyrirtæki að hasla sér völl á því sviði. Sú þróun er mjög í samræmi við það sem gerst hefur með öðrum þjóð- um. En það er sérstætt fyrir Is- land hversu áhugamannafélög hafa tekið mikinn þátt í slysa- vörnum svo og skipulagi og fram- kvæmd björgunarmála. Skipulag almannavarna byggist til að mynda að miklu leyti á samvinnu við þessi ftjálsu samtök áhuga- manna. í þessu ljósi gat varla komið á óvart að tillögur nefndar um samræmda neyðarsímsvörun væru reistar á víðtækri samvinnu opinberra aðila, félagasamtaka og einkaaðila í öryggisþjónustu. Engar athugasemdir voru heldur gerðar þegar þær tillögur voru birtar á sínum tíma og síðan sam- þykktar í ríkisstjórn og á Al- þingi. Öll málsmeðferð Ríkis- kaupa og ráðuneytisins á sam- starfsútboði um rekstur neyðar- númersins var í samræmi við lög um samræmda neyðarsímsvörun. Samkeppnisstofnun fékk útboðið til umfjöllunar og gerði ekki at- hugasemd við útboðsfyrirkomu- lagið né önnur atriði. Samkeppn- isstofnun gerði athugasemdir við samninginn milli ráðuneytis og Neyðarlínunnar hf. og hefur ráðu- neytið uppfyllt öli þau skilyrði sem stofnunin setti m.a. um gjald- skrá fyrirtækisins. Ráðuneytið hafði frumkvæði að því að Sam- keppnisstofnun fylgdist með út- boði og samningagerð. Guðmundi Árna hefur ekki tek- ist að sýna fram á að óeðlilega eða óheiðarlega hafi verið staðið að stofnun Neyðarlínunnar hf. Engin rök eru fyrir fullyrðingum um að einhver hagsmunatengsl hafi ráðið því hverjir tóku þátt í samstarfsútboði um rekstur Neyðarlínunnar hf. Engin rök eru fyrir því að ekki hafi verið gætt hagsmuna skattþegna og þeirra sem njóta neyðarhjálpar í landinu. Guðmundur Árni verður að eiga það við sjálfan sig ef hann telur að hið opinbera sé eini aðil- inn sem geti rekið neyðarsímsvör- un og að það sé sáluhjálparatriði hjá honum að ríkið sjái um þenn- an rekstur. Reynslan ein mun leiða í ljós hvað er rétt í þeim efnum. Þegar ákveðið var að taka upp eitt samræmt neyðarnúmer 1-1-2 voru þrír möguleikar á rekstrar- formi. í fyrsta lagi að ríki og sveitarfélög rækju neyðarlínuna, í öðru lagi að ríki, sveitarfélög, frjáls félagasamtök og öryggis- fyrirtæki sameinuðust um rekst- urinn og þriðji möguleikinn var að fela einkaaðilum verkefnið. Fyrir valinu varð kostur númer tvö að ríki, sveitarfélög, Slysa- varnafélagið og einkaaðilar í ör- yggisþjónustu önnuðust neyð- arsímsvörun á Islandi. Er það í samræmi við ákvörðun ríkis- stjórnarinnar hinn 8. febrúar 1994. Tvær meginröksemdir voru fyrir J)ví að þessi kostur var val- inn. I fyrsta lagi var það sú ha- græðing og sparnaður sem ríki og sveitarfélög nytu, í öðru lagi að stuðla að sem víðtækastri sam- vinna milli þeirra sem sinna neyð- ar- og öryggisþjónustu. Þar að auki skapast með þessu fyr- irkomulagi góð aðstaða til þess að koma við opinberu eftirliti með öryggisþjónustufyrirtækjum í þeim tilgangi að gæta hagsmuna neytenda. Neyðarlínan, segir --------------^----------- Þórhallur Olafsson, er ekki viðbragðsaðili heldur boðunaraðili. Guðmundur Árni virðist eiga erfitt með að skilja að neyðarlínan er ekki viðbragðsaðili, heldur boð- unaraðili sem boðar m.a. lögreglu, slökkvilið, sjúkraflutningslið, björgunarsveitir sem tilheyra fijálsum félagasamtökum og einkafyrirtæki í öryggisþjónustu. Símtölin- eru annaðhvort flutt beint til viðbragðsaðila eða hann fær boð um hvar neyðaraðstoðar er þörf. Víðast hvar í heiminum er móttaka neyðarsímtala og þjónusta viðbragðsaðila aðskilin. Nærtækast er að nefna 9-1-1 í Norður-Ameríku. Mikilvægt er að þeir sem taka á móti neyðarsím- tölum séu þjálfaðir á sem flestum sviðum neyðarþjónustu og þess vegna hefur verið leitast við að fá slökkviliðsmenn, lögreglu- menn, sjúkraflutningsmenn og björgunarsveitarfólk með langa reynslu til vinnu hjá Neyðarlín- unni. Æskilegt er að heilbrigðisstéttir komi að Neyðarlín- unni hf. og sérstak- lega læknar sem sinna neyðarþjón- ustu. Vegna stéttarfé- lagsátaka hefur verið erfitt að fá slökkvi- liðsmenn til starfa hjá Neyðarlínunni en vonast er til að það mál leysist fljótlega annaðhvort með því að einhveijir slökkvi- liðsmenn ráði sig til Neyðarlínunnar hf. eða að Neyðarlínan hf. ráði menn frá slökkviliðinu í Reykjavík sem verktaka þannig að þeir verði áfram starfsmenn Reykjavíkurborgar. Er öryggið söluvara spyr Guð- mundur Arni. Já, öryggið er sölu- vara og sést það best á öllum þeim fjölda öryggisfyrirtækja sem þegar eru starfrækt. Neyðarlínan hf. heyrir stjórnskipulega undir dómsmálaráðuneytið sem skipað hefur eftirlitsnefnd til að tryggja að uppfylltar séu þær kröfur sem ráðuneytið setur um neyðarsím- svörun og öryggisfyrirtæki tengd Neyðarlínunni hf. Neyðarlínan er að því leyti frábrugðin öðrum fyr- irtækjum á fijálsum markaði að ríkisendurskoðun er heimilt að skoða reikninga fyrirtækisins og skal fara yfir endurskoðaða reikn- inga þess. Dómsmálaráðuneytið hefur heimild til að ákveða hvaða kröfur eru gerðar til Neyðarlín- unnar hf., meðal annars í reglu- gerð, og öryggisfyrirtækja sem tengjast henni. Eins og fyrr greinir var ákvörð- un um blandaða eignaraðild tekin í samræmi við tillögu sérstakrar nefndar sem í voru fulltrúar frá flestum hagsmunaaðilum, sam- þykkt í ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks og á Al- þingi á grundvelli samhljóða nefndarálits allsheijarnefndar. Ákvörðunin um bland- aða eignaraðild að rekstri Neyðarlínunn- ar byggðist einnig á hagkvæmnissjónar- miðum, öryggissjón- armiðum og hags- munum neytenda. Guðmundur Árni sat í ríkisstjórn þegar málið var samþykkt þar á grundvelli nefndarálitsins. Einn- ig verð ég að leiðrétta fullyrðingar Guð- mundar um að ríki og sveitarfélög greiði rúmar 400 milljónir. Ríki og sveitarfélög greiða tæpar 300 milljónir og aðrir aðilar sem aðild eiga að Neyðarlínunni hf. rúmar 300 milljónir. Með þessu móti spara ríki og sveitarfélög a.m.k 200 millj. á þeim átta árum sem samn- ingurinn tekur til. Þetta víðtæka samstarf léttir óumdeilanlega undir með ríki og sveitarfélögum. Fullyrðingar um hið gagnstæða fá með engu móti staðist. I lokin er rétt að benda á, að hvernig eignaraðild að Neyðarlínunni hf. er háttað er ekki aðalatriði heldur hvernig tekst til með reksturinn, hvort almenningur fær þá þjón- ustu sem honum ber samkvæmt lögunum. Ekkert bendir til annars en að þeir sem nú standa að rekstrinum nái þeim árangri sem vonir stóðu til. Dómsmálaráðuneytið hefur gert átta ára samning við Neyð- arlínuna hf. sem byggist á sam- starfsútboði og skýrum lagaheim- ildum, og stendur sá samningur óhaggaður. Mikilvægt er að sátt sé um neyðarsímsvörun í Iandinu og að pclitískt karp verði ekki til að spilla fyrir því þjóðþrifamáli sem samræmd neyðarsímsvörun og eitt samræmt neyðarnúmer 112 er. Höfundur er aðstoöarmaður dómsmálaráðherra. Þórhallur Olafsson Fá allar konur grindarlos í dag? Er grindarlos tískusjúkdómur sem þekktist ekki þegar amma var ung? Þetta eru spumingar sem margir velta fyrir sér, segja sjúkraþjálfaramir Bima G. Gunnlaugsdóttir og Osk Axelsdóttir. Þær em í faghópi um sjúkraþjálfun sem tengist meðgöngu og fæðingu. Sjúkra- þjálfarinn segir... Grindarlos - Hvað er til ráða? VERKIR vegna grindarloss tengjast í langflestum tilfellum meðgöngu eða tímanum eftir fæðingu. Ein- kennin byrja oft á 20.-30. viku meðgöngu en geta byijað fyrr. Orðin grindarlos eða grindargliðnun gefa í raun ekki rétta mynd af orsök eðá eðli verkjanna. Einkennum mætti frekar líkja við afleiðingar tognunar. Mjaðmagrindin er samsett úr þremur beinum sem hafa þrenn liðamót (sjá mynd). Sterk liðbönd umlykja liðina og hindra að mestu hreyfingar í þeim. Á meðgöngutímanum verða margvíslegar breytingar á líkama konunnar. Liðbönd Birna G. Gunnlaugsdóttir Osk Axelsdóttir líkamans mýkjast vegna áhrifa hormóna. Því geta liðir mjaðmagrindar gefið eftir í fæðingunni. Þegar konan þyngist og líkamsstaðan breytist eykst einnig álag á liði og liðbönd. Áukið álag á liðina getur haft í för með sér verki, minnkaða hreyfigetu og voðvabólgu. Konur finna mismikið fyrir þessum breytingum. Sumar fá engin ein- kenni en aðrar verða að mestu rúmliggj- andi vegna verkja. Það er einkennandi fyrir grindarlos að verkirnir geta komið frá mismunandi svæðum, t.d. lífbeini, spjaldliðum, baki, nára, mjöðmum og nið- ur eftir lærum. Þetta getur farið eftir því hvaða svæði eru undir mestu álagi hveiju sinni. Verkirnir eru breytileg- ir frá degi til dags og ekki eins allan sólarhringinn. Þeir eru álagstengdir og aukast við hreyfingar þar sem ójafnt álag kemur á mjaðmagrindina. Dæmi um það eru þegar konan geng- ur, snýr sér í rúmi, gengur í stiga, fer inn og út úr bíl, þrífur gólf o.fl. En hvenær er grindarlos orðið óeðli- legt? Hvar liggja mörkin? Þegar ein- földustu athafnir færa daglegt Iíf konunnar úr skorðum er hún komin yfir mörkin. Hvað er til ráða? Sérhæfðar leiðbeiningar hjálpamörgum konum, en aðrar þurfa frekari meðferð. Konan þarf m.a. að læra að hvíla liðina, æfa réttar hreyfingar og finna réttar æfingar sem hún getur gert án þess að fá verki. Hún getur þurft að fá hjálp- artæki eins og veltilak eða stuðningsbelti, en þau hjálpa mörgum. Dag legar athafnir og æfing- ar eiga ekki að valdasársauka. Ekki er t.d. heppilegt að fara út að ganga ef það veldur verkjum. Stund- um koma verkirnir ekki fram fyrr en dag- inn eftir. Konan þarf að læra að hlusta á líkamann og taka mark á verkjunum. Eftir fæðingu Flestar konur losna við einkennin innan þriggja mánaða frá fæðingu. Aðrar losna við daglega verki en fá einkenni við álag. Enn aðrar eru með verki í marga mán- uði og jafnvel nokkur ár. Sá hópur er sem betur fer ekki stór. En það er erfitt, bæði andlega og líkamlega, að vera með langvarandi verki og það hefur áhrif á alla fjölskylduna. Konunni finnst oft að hún uppfylli ekki lengur ' hlutverk sitt sem móðir, eiginkona, ein- staklingur eða starfsmaður. Lífsmyn- strið breytist. Því skiptir miklu máli að fjölskyldan og fagaðilar styðji konuna sem best. Birna G. Gunnlaugsdóttir er sjúkraþjálfi á Gigtlækningastöð GÍ. Ósk Axelsdóttir er sjúkraþjálfi á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.