Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 49 ÓLAFUR MAGNÚSSON + Ólafur Magnús- son fæddist á Hnjóti í Rauða- sandshreppi 1. jan- úar 1900. Hann lést á Sjúkrahúsi Pat- reksfjarðar 18. mars síðastliðinn. Foreldrar Ólafs voru Magnús Arna- son bóndi á Hnjóti og Sigríður Sigurð- ardóttir. Ólafur átti ellefu alsystkini, tvö dóu í æsku en tíu komust t.il full- orðinsára. Af þeim er nú aðeins eitt á lífi, Kristjana Magnúsdóttir, búsett í Kefla- vík. Þá átti Ólafur tvö hálf- systkini sem bæði eru látin. Eiginkona Ólafs var Ólafía Egilsdóttir frá Sjöundá á Rauðasandi, ljósmóðir, f. 27. nóvember 1894, d. 20. október 1993. Börn Ólafs og Ólafíu eru: 1) Egill, f. 14.10. 1925, maki Ragnheiður Magnúsdóttur frá Flatey á Breiðafirði, f. 1.12. 1926. Þau eignuðust fjögur börn, Ólaf, f. 4.3. 1945, var kvæntur Ásdísi Ásgeirsdóttur, kennara, þeirra börn eru Anna Langur starfsdagur er liðinn. Þreyttur ferðalangur hefur náð áfangastað. Heiða Ólafsdóttir f. 23.6. 1974, Dagný, f. 1.9. 1976, Guðný, f. 4.9. 1977 og Egill, f. 8.7. 1983; Egil Stein- ar, f. 21.5. 1955, d. 18.7. 1969; Kristin Þór, f. 15.4. 1958, kona hans er Kristín Gunnarsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 3.12. 1962 og eiga þau tvo syni; og Gunnar, f. 9.6. 1962, kona hans er Allý Mills Alison, f. 9.10. 1960, og eiga þau einn son. 2) Sigríður, f. 6.12. 1926. Hennar maður er Ari Benjaminsson, f. 15.11. 1917, börn þeirra eru Sóldís, f. 21.2. 1948, gift Jóhannesi Harðarsyni, f. 20.12. 1947; Ólafur, f. 20.3. 1950, hans kona er Agnes Art- húrsdóttir, f. 14.9. 1950; Ingi- björg Þuríður, f. 5.5. 1957, henn- ar maður er Guðmundur Sigur- jónsson, f. 7.7. 1948; og Draum- ey, f. 21.3. 1960. 3) Sigurbjörg, f. 12.12. 1929, gift Bjarna Þor- valdssyni, f. 3.7. 1931, þau eiga Ægi Kára, f. 1.4. 1954, sambýlis- kona hans er Herdís Eyjólfsdótt- Sofnaður er úr veröld þessari Ólafur Magnússon á Hnjóti í Ör- lygshöfn. I anda síns þolgæðis og ir, f. 4.8. 1957; Örlyg Holt, f. 17.11. 1960, sambýliskona hans er Sigurbjörg Alfonsdóttir, f. 30.4. 1961; Þorvald, f. 2.9. 1956, hans kona er Guðrún Karlsdótt- ir f. 21.9. 1955; Vigni Þór f. 29.1. 1969, hans kona er Guð- björg Ragnheiður Jónsdóttir, f. 5.8. 1969; og Lóu, f. 24.11. 1971, hennar maður er Ottó Másson, f. 13.1 1965. Ólafur og Ólafía tóku eina fósturdóttur, Ólafíu Jónsdóttur, f. 10.6. 1945. Ólafur stundaði útróðra frá 14 ára aldri til 29 ára. Hann var bóndi á Hnjóti frá árinu 1922-53, sat í sljórn Sparisjóðs Rauðasandshrepps í 38 ár, var í sóknarnefnd Sauðlauksdals- kirkju í 47 ár, og stofnaði Mjólk- urfélag Örlygshafnar, síðar Mjólkurfélag Rauðasands- hrepps, árið 1938. Ólafur annað- ist dýralækningar í tugi ára undir leiðsögn Ásgeirs Einars- sonar dýralæknis. Þá var Ólafur póstafgreiðslumaður um 40 ára bil og síðustu árin umsjónar- maður með minjasafni á Hnjóti. Útför Ólafs Magnússonar verður gerð frá Sauðlauksdals- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. staðfestu varð hann flestum mönn- um langlífari, kominn vel á tíræðis- aldur, er hann hvaddi þennan heim. EIRÍKUR ÍVAR SVEINSSON + Eiríkur Ivar Sveinsson var fæddur í Miklaholti í Bisk- upstungum 8. október 1913. Hann andaðist í Reykjavík 23. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sveinn Eiríksson, bóndi, Miklaholti, f. 1880, d. 1972, og kona hans Júlíana Jónsdóttir frá Eystra-Geldinga- holti í Gnúpverjahreppi, f. 1886, d. 1965. Systkini Eiríks, alsystk- ini: Jón, bóndi í Miklaholti, f. 1915, d. 1983; Magnús B., f. 1917, bóndi á Norðurbrún, Bisk- upstungum, síðar póstmaður í Reykjavík, kvæntur Steinunni Við kveðjum nú mikinn sóma- mann. Léttur var hann í spori og þolgóð- ur þar sem hann fetaði lífsgötuna í rúm áttatíu ár. Síðasti spölurinn var honum þó erfiður en ekki var æðrast frekar en fyrr, og nú eru ferðalok. í dag verður Eiríkur Sveinsson frá Miklaholti lagður til hinstu hvílu í kirkjugarðinum á Torfastöðum. Þar var kirkjan hans sem hann sótti alla ævi og sem hann starfaði fyrir áratugum saman. Hringjari og sóknarnefndarmað- ur langalengi og til dauðadags en fyrst og síðast slíkur velunnari og hjálparmaður kirkjunnar á Torfa- stöðum að fágætt er. Það var ekki að ófyrirsynju að þresturinn okkar, sr. Guðmundur Oli, sem starfaði með Eiríki um langan aldur, lýsti því á þann veg, að Eiríkur í Miklaholti væri nánast hluti af kirkjunni og eiginlega óhugsandi að hann væri þar ekki til eftirlits meðan kraftar Ieyfðu. Já, Eiríkur lét sér annt um kirkj- una sína, gerði við það sem aflaga fór, reisti nýja girðingu um garðinn, gerði sáluhlið og fleira. Oft sló hann sjálfur kirkjugarð- inn, og ljósaskreytingár á leiðum um jól voru líka hans verk. Mér er minnisstætt, að fyrir nokkrum árum, þegar eftirlitsmaður kirkjugarða og arkitekt voru fengn- ir uppað Torfastöðum til að teikna upp garðinn og gera skipulagsbreyt- ingar, þá voru þar mörg ómerkt leiði og vandi á höndum. Þá dró Eiríkur fram krossviðarplötu eigi all litla og sýndi þeim. Þar hafði hann dregið upp leiðaskipanina og númerað og merkt inná með sinni smiðshendi, eftir gömlum lýsingum, Jóhannsdóttur, en þau slitu samvistum; Guðrún, f. 1919, gift Magnúsi Ólafssyni, bifreiða- stjóra í Reykjavík, sem látinn er; Jóhanna Ingunn, f. 1927, gift Steingrími Magnússyni, húsasmið í Reykjavík, sem lát- inn er. Eiríkur var bóndi í Miklaholti með föður sinum frá 1939, síðar með Jóni bróður sínum. Lét af búskap 1983 og settist þá að í Bergholti í Biskupstungum. Útför Eiríks fer frajn frá Skálholtskirkju og hefst athöfn- in klukkan 14. upplýsingum annarra og eigin vitn- eskju. Eg man vel hvað eftirlitsmaður- inn, Aðalsteinn, varð glaður og feg- inn yfir þessu framtaki Eiríks og ræktarsemi, og hann sagði eitthvað á þá leið, að svona mann þyrftu allar kirkjur að hafa. En Eiríkur gerði fleira en að hlúa að kirkjunni. Hann rak gott bú í Miklaholti ásamt Jóni bróður sínum þar til Jón lést fyrir tæpum þrettán árum. Þá var Eiríkur einn eftir í Miklaholti og lét jörðina frá sér. Hann flutti í eigin eldri manna íbúð í Bergholti og undi þar vel sínum hag í góðum félagsskap og öryggi. Eins og áður kom fram hafði Eirík- ur smiðshendur og nutu þess marg- ir nágrannar í gegnum árin. Fljótlega eftir að foreldrar mínir settust hér að, stuttu fyrir stríð, fór Eiríkur að starfa hjá þeim um lengri eða skemmri tíma við byggingar og viðhald. Svona gekk það gegnum árin. Stundum var hann viðloðandi heilu veturna. Oft var hringt í Eirík ef bjarga þurfti málum, ef gróður- hús höfðu orðið fyrir áföllum, brotn- að af snjó eða roki. Alltaf var gott að leita til hans og best þegar mest lá við. Þá kom hann með hamarinn sinn með sér og sögina og tók til hendi hávaðalaust. Foreldrar mínir biðja fyrir innilegar þakklætiskveðj- ur fyrir samfylgdina þessi mörgu ár og alla hjálpsemi og vinatryggð Eiríks og alls Miklaholtsfólksins. Þessa sömu hjálpsemi reyndi ég líka af Eiríki í mínum búskap. Hann byggði með mér hús, liann gerði við, og það var alltaf gott að biðja hann um viðvik. Væri hann búinn að segja að hann ætlaði að sjá til hvort hann kæmi, þá var öruggt eins og dagurinn risi, að hann birt- ist á tilsettum tíma. Ekki var hann harður á að rukka vinnulaunin, enda mun hann frekar hafa litið þessa íhlaupavinnu sem greiðasemi við granna en atvinnu og líka haft ángæju af að vera þar með þar sem fleiri unnu saman, því hann var fé- lagslyndur og fylgdist vel með öllum framkvæmdum í sveitinni. Og nú kveðjum við hann með söknuði og þökk í huga. Fjölskyldu Eiríks sendum við hjón- in hjartanlegar samúðarkveðjur. Ólafur Stefánsson. í dag þegar góður vinur og ná- granni er kvaddur, skiptast á sökn- uður og góðar minningar. Við kynntumst Eiríki er við fluttum í Biskupstungur haustið 1987. Þá þegar varð okkur Ijóst hvern öðling þessi yfirlætislausi og einlægi mað- ur hafði að geyma. Ósjaldan kom hann gangandi niður brekkuna til okkar til að spjalla og þá oftar en ekki með gúrku, gulrætur og annað góðgæti sem hann hafði ræktað í litla gróðurhúsinu. Síðan höfum við, eins og svo margir aðrir, notið vin- áttu hans og tryggðar. Við minn- umst Eiríks líka sem hagleiksmanns og snyrtimennis, hvort sem um var að ræða í ræktun eða smíði. Það eru þó ekki síst börnin okkar sem hafa misst kæran vin, en eiga góðu minningarnar og lýsir það e.t.v. mannkostum Eiríks best. Við þökkum Eiríki samfylgdina og sendum systkinum og frændfólki samúðarkveðjur. Anna Björg og Stefán. Erfidrykkjur Glæsilegt kaffihlaðborð og hlýleg salarkynni. Góð þjónusta. HÓTEL REYKJAVÍK Sigtúni 38. Upplýsingar i símum 568 9000 og 588 3550 Þó að lítt hafi ólafur viljað láta á sér bera um ævina sæmir varla annað en að kveðja þann mæta mann örfáum orðum á opinberum vettvangi. í minningunni kemur fyrst upp í hugann flutningur hans á hinni hefðbundnu bæn meðhjálparans við upphaf messu í Sauðlauksdalskirkju forðum. Rómurinn lágur, framburð- ur skýr en látlaus, engin radd- brigði. I raun túlkaði framsögnin ekki bæn, heldur vissu, trú á hjálp- ræði, öryggi þess sem veit að hann gengur á Guðs vegum. Þannig hygg ég að Ólafi hafi farið við öll sín störf. Hann gekk að þeim eins og sjálfsögðum hlut, trúði á árangur af allri sinni iðju, en þótti mest um vert að þau kæmu öðrum að gagni, miklu fremur en honum sjálfum. Auk þess að hafa á tímabili all- mikinn búskap með höndum, þjón- aði hann sveitungum sínum á mörg- um sviðum, sá til dæmis um póst- dreifingu, leiddi safnaðarstarf, starfaði í þágu nautgriparæktar og gekk í störf dýralæknis. Af dýra- læknisstörfunum virtist hann hafa yndi, enda heppnuðust þau oft með ágætum. Algjörlega fumlaus mað- ur, sem virtist ekkert koma á óvart. Að vissu leyti var Ólafur nokkuð sérsinna. Hann sótti t.d. lítt fundi og alls ekki mannfagnaði, a.m.k. ekki í seinni tíð. En það var fjarri Ólafi að hafa áhyggjur af því að hann breytti ekki í öllu eins og sam- ferðamennirnir. Hann naut hvers- dagsins, var sáttur við samtíð sína og fylgdist gjörla með atburðum allt fram til hinstu stundar. Ólafur lét sér annt um fortíð sveitar sinnar, atvinnusögu og mannlíf á fyrri árum. Hann var minnugur á liðna atburði og vissi einnig margt sem hann hafði heyrt af vörum sér eldra fólks. Ekki veit ég hvort tekist hefur að varðveita mikið af þessum fjársjóði Ólafs, en víst er að Egill sonur hans hefur búið að honum við uppbyggingu hins myndarlega minjasafns á Hnjóti, sem nú er fjölsóttur áfanga- staður ferðamanna. Þar annaðist Ólafur löngum gæslu eftir að hann komst á efri árin, og marga kveðj- una fékk undirritðaur frá honum þaðan, landsendanna á milli, ef hann vissi af Austfirðingum á ferð. Ræktarsemin hans Ólafs á Hnjóti náði ekki aðeins til fortíðar, heldur einnig til samtíðarinnar og þeirra sem hún hafði uppfóstrað. Ölafur var sonur Magnúsar Árnasonar bónda á Hnjóti og konu hans, Sig- ríðar Sigurðardóttur, kvæntist ung- ur Ólafíu Egilsdóttur frá Sjöundá, én hún er látin fyrir fáum árum. Þau eignuðust þrjú börn, Sigríði, Sigurbjörgu og Egil, auk þess sem þau tóku í fóstur Olafíu, stúlku sem ólst upp hjá þeim til fullorðinsára. Heimilið á Hnjóti var í þjóðbraut, og kom sér oft vel að húsbændurn- ir voru gestrisnir í meira lagi. Víst er að hin einstæða greiðasemi þess- ara frábæru hjóna verður aldrei að fullu launuð, né önnur störf þeirra í þágu sveitunganna. Því vill undirritaður setja þessi fátæklegu orð á blað, að af þeim megi skilja djúpa virðingu og ein- læga þökk þeirra sem notið hafa góðs af starfi þeirra. Hvíli þau í friði. Sigurjón Bjarnason. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORVALDUR GUÐJÓNSSON söðlasmíðameistari, Laugarnesvegi 54, lést á Hrafnistu fimmtudaginn 28. mars. Ragnar V. Þorvaldsson, Guðjón S. Þorvaldsson, Hulda Þorvaldsdóttir, Heiðar Þorleifsson, Jóhann H. Þorvaldsson, Unnur Eggertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför HANS SIGURBERGS DANELÍUSSONAR frá Hellissandi, til heimilis á Sunnubraut12, Keflavík. Sólveig B. Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, STEFÁNS VALDIMARS AÐALSTEINSSONAR, Spítalavegi 1, Akureyri. Sérstakar þakkir til heimahlynningar fyrir góða umönnun síðustu vikurnar. Jónína Helga Guðmundsdóttir, Guðrún Stefánsdóttir, Sigurjón Eðvarðsson, Guðmundur Stefánsson, Hrefna Svanlaugsdóttir, Kristín Stefánsdóttir, Ingjaldur Guðmundsson, Kolbrún Stefánsdóttir, Friðrik Adólfsson, Ómar Þór Stefánsson, Hulda Vigfúsdóttir, Stefán Heimir Stefánsson, Anna Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.