Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 57 BRÉF TIL BLAÐSINS MESSUR Á MORGUN Öryggi barna í bílum Frá Ómarí Smára Ármannssyni: LÖGREGLAN á Suðvesturlandi fylgist þessa dagana sérstaklega með því hvernig búið er að börnum í bifreiðum. Þá er jafnframt hugað að bíbeltanotkun ökumanna og ann- arra farþega. í fréttum dagblaðs af umferðar- slysum má sjá eftirfarandi fyrirsagn- ir. „Kornabarn meiddist í árekstri. Öryggisólar hefðu- bjargað börnun- um. Óvarlegt að nota óvita sem stuðpúða." Þegar lögreglumenn stöðva öku- menn og sjá börn laus í bílum bera foreldarar eða forráðamenn ýmsu við. Dæmi: „Við förum bara í stuttar ökuferðir með börnin. Það tekur því ekki að binda greyin.“ Samt verða sjö af hveijum tíu árekstrum í þétt- býli þar sem jafnan eru eknar stutt- ar vegalengdir. „Ég mátti ekki vera að því að setja barnið í stólinn." Léttbær afsökun. „Börn verða að vera fijáls. Það er ómögulegt að binda þau niður." Fijáls til að gera hvað og fijáls fyrir hvern? „Það hlýt- ur að vera nóg að barnið sé í aftur- sætinu.“ Barnið er aðeins öruggt ef það er fest í sætið. Það hafa lög- reglumenn á slysavettvangi séð. Sá sem situr laus í aftursæti á það á hættu að kastast fram í bílinn, jafn- vel með þeim afleiðingum að hann kastast út um framrúðuna. Auk þess getur hann ient af miklu afli aftan á þeim sem situr í framsætinu. „Ég held alltaf svo fast utan um barnið mitt.“ Staðreyndin er sú að það get- ur enginn haldið barni föstu ef illa fer. Við árekstur á 50 km hraða þrítugfaldast þyngin hveiju sinni. Sem betur fer er orðið fátíðara í seinni tíð að börn séu ekki látin nota lögbundinn varnarbúnað í öku- tækjum. Enn má þó sjá börn laus í aftursætum og jafnvel foreldar halda á ungbörnum í fangi sér í framsæt- um. Slíkt hlýtur að teljast séstaklega ámælisvert þegar horft er tii þeirra afleiðinga, sem það getur haft í för með sér. Frá Tryggva V. Líndal: UM þessar mundir mun verið að færa efni íslenskra dagblaða inn á Internet tölvuheimsins. Mun þá brátt verða hægt að finna blaðagreinar höfunda, eftir nafni eða efni; t.d. heildarskrif viðkomandi í dagblöðum gegnum tíðina. Þar með verður blaðaefni ekki lengur að mestu einnota, heldur verður hægt að skírskota til þess eins og til efnis í bókasöfnum, bókum og fræðitímaritum. Fyrirsjáanlegt er því að dagblöðin muni í auknum mæli verða vettvang- ur fyrir efni sem hefur áður verið nær eingöngu í tímaritum. Þessu hljóta að fylgja margir kost- ir fyrir þá sem vilja semja greinar eða ræður; um stjórnmál, dægur- mál, Iistir eða fræði. Fyrir dagblöðin ætti þetta að leiða til meiri krafna um heimildanotkun. Þannig ættu ritarar ininningar- greina að geta leitað efnis í blaða- skrifum er viðkomu hinum látna. Eirrnig gætu þeir stytt mál sitt með því að skírskota til efnis sem er varðveitt á Internetinu. Það sama ætti að gilda um ritara lesendabréfa. Þetta ætti að geta stytt ritdeilur mjög, þar eð ekki þyrfti að rekja efni undangenginna pistla í deilunni, heldur eingöngu að vísa til þeirra. Éinnig gæti ritarinn skírskot- að til annars ítarefnis til stuðnings sínum málstað, í stað þess að rekja það náið eða freistast til innihaldslít- illa kappræðna í staðinn. Enda hljótá nú öll orð að vega þyngra, er þau geta varðveist tryggilega. Á hveiju ári slasast mörg börn sem eru farþegar í bílum. Með rétt- um öryggisbúnaði hefði verið hægt að koma í veg fyrir mörg þessara slysa og draga úr alvarleika ann- arra. Börn eiga rétt á því að vera vel varin í bíl frá fyrstu tíð. Foreldr- ar bera ábyrgð á öryggi barna sinna og þeim ber að venja börn sín á góða siði. I umferðarlögunum segir að „hver sem notar sæti í bifreið sem búið er öryggisbelti skal nota beltið. Barn yngra en 6 ára skal í stað öryggis- beltis eða ásamt með öryggisbelti nota barnabílstól, beltispúða eða annan sérstakan öryggis- og vernd- arbúnað ætlaðan börnum. Ef slíkur búnaður er ekki í bifreið skal barnið nota öryggisbelti ef það er unnt“. Margar ástæður mæla með því að börn noti öryggisbúnað í bíl, aðr- ar en að hann veiji þau fyrir áverk- um. Barn sem leikur lausum hala í bíl getur truflað ökumann. Hann á þá erfiðara með að einbeita sér að akstrinum og getur þess vegna verið hættulegur sjálfum sér og öðrum í umferðinni. Barnabílstólar eru ýmis hannaðir þannig að hægt er að festa þá í bíl með bílbeltum eða beltum sem fylgja stólunum. Það er mál foreldra hvers konar öryggisbúnað þeir velja fyrir börn sín. Aðalatriðið er að velja við- urkenndan búnað sem hentar aldri barnsins. Flest börn eru ánægð með að sitja í barnabílstól eða beltum ef þau hafa verið vanin á það. Foreldrunum ber skylda til að sjá til þess að börn noti öryggisbúnað. Börn þurfa reglur og aðhald. Það er foreldranna að veita aðhaldið og kynna reglurnar fyrir börnum sínum. Miklu máli skiptir að foreldrarnir hafi vit fyrir börnunum og geri sjálfir eins og ætlast er til. Ábyrgðin er þeirra — og hún er mikil. ÓMAR SMÁRIÁRMANNSSON, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. Stytting ritdeilna Vil ég ýta úr vör í þessu sam- hengi, og binda enda á ritdeilu mína um ljóðlist, við Guðmund Guðmund- arson, Grím Gíslason og Boga Sig- urðsson; sem hefur verið að gerjast að undanförnu, í Morgunblaðinu. Fyrir þá sem ekki til þekkja vísa ég til Internetsins. Ennfremur vísa ég til fyrri skrifa þeirra um viðlíka efni, og vænti þess að þau dæmi sig sjálf. Ennfremur bendi ég á eigin rit- smíðar í dagblöðum sl. fimmtán árin, en þær eru um tvö hundruð alls. Þar af er um helmingurinn Kjallaragreinar í Dagblaðinu Vísi, en um fjórðungur ljóð í Lesbók Morgunblaðsins og fjórðungur ann- að efni i Mbl. Er þar auðvelt að finna margvíslegt innlegg í deilu okkar um stöðu bókmennta í samfé- laginu. Einnig bendi ég á ljóðabækur mínar á almenningssöfnum, og á möppur mínar á bókasöfnum fram- haldsskóla með ljósritum af blaða- greinum mínum til ítarefnis við kennslu samfélagsgreina. Vonandi mun ritaskrá Internets- ins bráðlega einnig teygja sig til efnis í fleiri dagblöðum og tímarit- um, og til skólablaða, uppsláttarrita og jafnvei útvarpsefnis, en þar má finna viðbótarinnlegg frá mér í rit- deiluna um bókmenntir. Með Internets-kveðju, TRYGGVIV. LÍNDAL, Skeggjagötu 3, 105 Reykjavík. Guðspjall dagsins; Innreið Krists í Jerúsalem.______________ (Lúk. 19.) ÁSKIRKJA: Ferming og altaris- ganga kl. 11. Ferming og altaris- ganga kl. 14. Árni Bergur Sigur- björnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta í Bústöðum kl. 11. Fermingar- guðsþjónustur kl. 10.30 og kl. 13.30. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur. Organisti Mar- teinn H. Friðriksson. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11 og í Vestur- bæjarskóla kl. 13. Lokahátíð ferm- ingarbarna kl. 17. GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 14. Ingibjörg Ólafs- dóttir syngur einsöng. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðsluer- indi kl. 10. Krossfestingin í nútíma- myndlist. Dr. Gunnar Kristjánsson flytur erindi með skyggnum. Messa og barnasamkoma kl. 11. Scola cantorum syngur í messunni. Org- anisti Hörður Áskelsson. Færeysk- ur kór, Aurora Borealis, kemur í heimsókn. Kl. 12.15 heldur fær- eyskur kammerkór, Aurora Boreal- is, tónleika undir stjórn Olavs Jökladal. Ensk messa kl. 14. Sr. Toshiki Toma prédikar. Organisti Hörður Áskelsson. Karl Sigur- björnsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Fermingar kl. 10.30 og kl. 13.30. Prestarnir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Fermingarmesa kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Organisti Jón Stefánsson. Kór Langholtskirkju syngur. Barnaguðs- þjónusta á sama tíma. Pálma- sunnudag þyrja þörnin með helgi- göngu inn í safnaðarheimilið, þar sem þau syngja hósíanna syni. Guðs, sveifla trjágreinum og bera inn skrautkerti sín. Af því tilefni þurfa börnin að mæta kl. 10.50 í safnaðarheimilinu. Umsjón hafa Bára Friðriksdóttir og Sóley Stef- ánsdóttir. LAUGARNESKIRKJA: Fermingar- messa kl. 11. Barnastarf á sama tíma. Fermingarmessa kl. 13.30. Félagar úr Kór Laugarneskirkju syngja. Organisti Gunnar Gunnars- son. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Opið hús frá kl. 10. Munið kirkjubíl- inn. Fermingarmessa kl. 11 og kl. 14. Prestarnir. ÓHÁÐI SÖFNUÐIRINN: Ferming- arguðsþjónusta kl. 14. Barnastarf á sama tíma. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Stúlknakór frá vinaþæ Sel- tjarnarness í Danmörku syngur við messuna. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Organisti Vera Gulasciova. Barnastarf á sama tíma í umsjá Elínborgar Sturludóttur. ÁRBÆJARKIRKJA: Fermingarguðs- þjónusta kl. 11. Altarisganga. Org- anleikari Sigrún Steingrímsdóttir. Barnaguðsþjónusta kl. 13. (Ath. breyttan tíma sunnudagaskólans.) Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á sama tíma. Sveinbjörn Bjarnason prédikar. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Fermingar- messur kl. 11 og kl. 14. Söngur Passíusálma kl. 18. Organisti Smári Ólason. Gunnar Sigurjóns- son. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Umsjón ragn- ar Schram. Kirkjurútan fer um hverfiö. Guðsþjónusta kl. 14. Prestar kirkjunnar Guðmundur Karl Ágústsson og Hreinn Hjartarson þjóna fyrir altari. Prédikun: sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Ein- söngur Metta Helgadóttir. Kirkju- kór Fella- og Hólakirkju syngur. Organisti Lenka Mátéová. Veiting- Internet-skráning dagblaðanna Ljósmyndari/Páll Stefánsson Hallgrímskirkja í Saurbæ. ar eftir guðsþjónustuna í umsjón Kvenfélagsins „Fjallkonur". Prest- arnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Umsjón Hjört- ur og Rúna. Fermingarmessa kl. 13.30. Organisti Ágúst Ármann Þorláksson. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta í safnaðarheimilinu Borg- um kl. 11. Fermingarmessa kl. 11. Kór Kópavogskirkju syngur. Guðrún Birgisdóttir leikur á flautu. Organ- isti Örn Falkner. Ægir Fr. Sigur- geirsson. SELJAKIRKJA: Fermingarguðs- þjónusta kl. 10.30. Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Fermingarguðsþjónusta kl. 14. Sr. ValgeirÁgústsson prédik- ar. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarpresteur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Guðsþjónustá kl. 14. Organisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpræð- issamkoma kl. 20. Magna og Jo- stein Nielsen, frá Noregi stjórna og tala. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelfía: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðu- maður Mike Fitzgerald. Allir hjart- anlega velkomnir. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. VÍDALÍNSKIRJA: Fermingarguðs- þjónustur kl. 10.30 og kl. 14. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Fermingar- guðsþjónustur kl. 10 og kl. 14. Sig- urður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Umsjón sr. Þórhild- ur Ólafs. Munið skólabílinn. Ferm- ingarmessa kl. 10.30 og kl. 14. Flautuleikur Gunnar Gunnarsson. Prestar sr. Gunnþór Ingason og sr. Þórhildur Ólafs. Organleikari Ólafur W. Finnsson. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Ferm- ingarguðsþjónustur verða kl. 10.30 og kl. 13.30. Organisti Krist- jana Þ. Ásgeirsdóttir. Einar Ey- jólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Ferm- ingarmessa kl. 10.30. Baldur Rafn Sigurðsson. GRINDAVÍKURKIRKJA: Ferming- arguðsþjónusta kl. 13.30. ÚTSKÁLAKIRKJA: Messa kl. 14. Hallgrímur Jónsson. SELFOSSKIRKJA: Hátíðarmessa sunnudag kl. 14 í tilefni 40 ára vígsluafmælis Selfosskirkju. Kaffi- veitingar að lokinni messu. Sókn- arprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Barná- guðsþjónusta kl. 11. Úlfar Guð- mundsson. STRANDARKIRKJA: Sóknarnefnd Strandarkirkju tilkynnir öllum hlut- aðeigandi, að vegna umfangsmikilla viðgerða og endurnýjunar á kirkj- unni, sem hefjast á páskum og munu standa yfir í tvo til þrjá mán- uði mun öll kirkjuleg starfsemi liggja niðri meðan á viðgerð stendur. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA, Hvols- velli: Kirkjuskóli laugardag kl. 11. Síðasta samvera vetrarins. FerrÁ- ingarmessur sunnudag kl. 10.30 og 13.30. Sigurður Jónsson. LANDAKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. „Kirkjuprakkarar" sýna helgi- leik. Almenn guðsþjónusta kl. 14. „Kirkjuprakkarar" sýna helgileik um efni pálmasunnudags. Barnasam- vera meðan á prédikun stendur. Kristniboðskaffi KFUM & K í safnað- arheimilinu að lokinni messu. Popp- messa kl. 20.30. Létt sveifla í helgri alvöru. Hljómsveitin Prelátar leiðir safnaðarsönginn. Boðið til altaris í kirkjunni og uppá messukaffi í safn- aðarheimilinu á eftir. HOLTSPRESTAKALL í Önundar- firði: Barnaguðsþjónusta í Flateyr- arkirkju kl. 11.15. Gunnar BjörnS^^ son. AKRANESKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta í dag laugardag kl. 11. Stjórn- andi Sigurður Grétar Sigurðsson. Fermingarguðsþjónustur sunnudag kl. 11 og kl. 14. Björn Jónsson. BORGARPREST AKALL: Barna- guðsþjónusta verður í Borgarnes- kirkju kl. 11.15. Síðasta barnaguðs- þjónusta vetrarins. Þorbjörn Hlynur Árnason. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Póimasunnudagur: Goðsþjónusta kl. 14.00. Fermd verða: Anna Elisabet Hjartardóttir, Öldugötu 9, Eggert G. Þorsteinsson, Brekkubæ 31, Guðmundur Ingi Guðmundsson, Bólstaðarhlið 35, Þórarinn Ingi Jónsson, Framnesvegi 68, Þuríður Þorsteinsdóttir, Blönduhlíð 17. fi 'fi Í ffl i' ffl Kótir krakkor, starf fyrir 8-12 óra kl. 16.00 í Safnaðarheimilinu. Kl. 20:30 j j\ Tónleikar kirkjukórsins tÁ'i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.