Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson ORION, Litlabergi, og Adolf Snæbjörnsson stóðu sig best að mati dómaranna Freyju Hilmarsdóttur og Olil Amble og hlutu sigur að launum í töltkeppninni. ÞÓRÐUR Þorgeirsson kaus að halda Svarti frá Unalæk heima í stað þess að etja kappi við Kveik, Kolfinn og Reyk í Gunnarsholti. Lagði hann hinsvegar á klárinn fyrir gesti sem komu að Arbakka og fór mikinn, sem sjá má. Margt manna en fáir hestar IIESIAIl Gunnarsholt GRADDAMÓT Stóðhestastöðin og Skeiðmannafé- lag íslands gengust fyrir stóðhesta- móti í Gunnarsholti 24. mars. Á OPNUM degi stóðhestastöðvar- innar sl. sunnudag var haldið fyrsta mótið eingöngu ætlað stóðhestum, svokallað „Graddamót". Nokkurrar eftirvæntingar gætti fyrir þetta mót enda mikil spenna í stóðhestapólitík- inni. Stóðhestum hefur í auknum mæli verið att fram til keppni síð- ustu árin og því hlaut að koma að því að mót sem þetta yrði haldið en ætia má að stóðhestamir séu komn- ir til að vera í hinum ýmsu keppnis- greinum hestamennskunnar. Þótt ekki væri fyrsta stóðhesta- mótið mjög rishátt hvað varðaði þátttöku og umgjörð mætti á annað þúsund manns til að fylgjast með þessari frumraun. Sýnir það kannski best áhugann fyrir stóðhestastöðinni og því sem þar fer fram. En svo vikið sé að keppninni sjálfri þá kepptu til úrslita í töltkeppninni Sig- urbjörn Bárðarson með Kóp frá Mykjunesi, Sigurður Sigurðarson með Kappa frá Hörgshóli, Adolf Snæbjömsson með Orion frá Litla- Bergi, Gylfi Gunnarsson á Smára frá Borgarhóli. Adolf og Orion höfðu sigur, næstir komu Víkingur og Brynjar, þá Sigurður og Kappi, Gylfí og Smári og Sigurbjöm og Kópur í fímmta sæti. Léleg skráning Aðeins sjö hestar mættu til leiks í töltkeppnina en þrír tóku þátt í skeiðinu og má segja að aldrei fyrr hafí jafn margir gert sér ferð til að sjá jafn fáa hesta. Olli það nokkrum vonbrigðum hversu fáir hestar vora skráðir í keppnina en nokkrir af þeim em höfðu verið skráðir féllu út þegar á hólminn var komið. Með- al þeirra var Svartur frá Unalæk en gert var ráð fyrir að Þórður Þor- geirsson kæmi með hann í skeiðið. Aðspurður kvaðst Þórður ekki hafa áhuga fyrir að mæta með hestinn í skeiðkeppni, hann væri búinn að sanna sig sem slíkur en nú væri hann þjálfaður með gæðingakeppni í huga. Þórður lagði hinsvegar á Svart á heimavelli á Árbakka og sýndi gestum sínum kosti klársins að lokinni sýningu í Gunnarsholti. Gustur kvaddi sér hljóðs Þótt ekki hafi umfang Gradda- mótsins verið eins og vonir stóðu til var þetta góð hugmynd og segja má að Sigurður V. Matthíasson og Gustur frá Grund hafi séð til þess að hestamenn hafi haft um eitthvað að tala í vikunni eftir mótið. Lítil stemmning hefur ríkt í kringum Gust eftir að hann kvaddi sér eftir- minnilega hljóðs á fjórðungsmóti norðlenskra hestamanna ’93. Eftir sýninguna á klárnum í Gunnars- holti kveður við annan tón. Hestin- um var óráðstafað í seinna gang- mál í sumar fyrir sýningu en segja má að slegist hafi verið um hann að henni lokinni og ljóst að færri fá en vilja. Þannig er nú stóðhesta- pólitíkin. Einhvers staðar verða „vondir" að vera Með Graddamótinu í Gunnars- holti hefur einnig farið í gang umræða um stóðhesta í keppni al- mennt og nú eins og áður sýnist sitt hveijum í þeim efnum. Óllum má ljóst vera að áhorfendur vilja fá það besta sem völ er á hveiju sinni, sama hvort um er að ræða stórmót eða innanfélagsmót og þar eru stóðhestamir eðlilega með í hópi. Vangaveltur manna um þessi efni leiða oftar en ekki að þeirri niðurstöðu að brýn nauðsyn sé á flokkaskiptingu eftir styrkleika keppenda. Gera má ráð fyrir að með slíku fyrirkomulagi hljóðni þær raddir nokkuð, að halda beri stóðhestum utan almennrar keppni. Valdimar Kristinsson Framhaldsskólamótið í hestaíþróttum haldið í Reiðhöllinni í Víðidal Þróunaraðstoð Fjölbraut í Breiðholti sigraði HESTAMENN SKAN hefur tryggt sig í sessi í félagslífi fram- haldsskólanema og eru fram- haldsskóiamótin besti vitnisburð- urinn þar um. Mótin hafa verið haldin í Reiðhöllinni í Víðidal og svo var einnig nú um síðustu helgi. Nemendur frá sextán skól- um tóku þátt í keppninni og voru flestir þátttakendur í töltinu eða 44 talsins. Eins og fram kom í hesta- þætti Morgunblaðsins á þriðju- dag sigraði Fjölbrautaskólinn í Breiðholti að þessu sinni með 516,33 stig. Menntaskólinn við Sund kom næstur með 484,21 stig, Menntaskólinn í Hamrahlíð varð í þriðja sæti með 460,99 stig, Bændaskólinn á Hólum í fjórða sæti með 457,64 og Menntaskólinn í Reykjavík með 415,43 stig. Mót þetta hefur aukist að vexti og gæðum ár hvert frá því byijað var að halda þau og má hiklaust segja að nú hafi komið fram keppendur sem eiga alla möguleika á að láta verulega að sér kveða á næstu árum. Má þar nefna Guðmar Þór Pétursson sem sigraði í tölti og fjórgangi á stóðhestinum Biskupi frá Hól- um, Eddu Rún Ragnarsdóttir sem var stigahæst og sigraði í íslenskri tvíkeppni en hún fylgdi Guðmari fast eftir í bæði tölti handa Hún- og fjórgangi. Þá mætti einnig nefna Sigríði Pjetursdóttir sem var ásamt þeim Guðmari og Eddu í úrslitum í öllum greinum mótsins. Allir þátttakendur í mótinu eru á ungmennaflokks- aldri samkvæmt reglum hesta- mannafélaganna en sá aldurs- flokkur hefur átt erfitt uppdrátt- ar og sýnir þetta mót best að til er fjöldinn allur af vel frambæri- legu keppnisfólki á þessum aldri og því full þörf á að skapa þeim vettvang til að stunda hesta- mennsku sem keppnis- og frí- stundaíþrótt. Úrslit Úrslit urðu sem hér segir: Tölt 1. Guðmar Þór Pétursson MS á Biskupi frá Hólum, 83,70. 2. Edda Rún Ragnarsdóttir FB á Leisti frá- Búðarhóli, 82 20 3. Alma Olsen FB á Erró frá Langholti, 74,40. 4. Steindór Guðmundsson Bændask. Hólum, á Frey frá Hólshúsum, 74,20. 5. Sigríður Pjeturadóttir MH á Rómi frá Bakka, 73,20. 6. Kamma Jónsdóttir K.R. á Hrefnu frá Þúfu, 72,70. Fjórgangur 1. Guðmar Þór Pétursson MS á Byskupi frá Hólum, 50,74. 2. Edda Rún Ragnarsdóttir FB á Leiati frá Búðarhóli, 49,13. 3. Kristín Haila Sveinbjarnardóttir MS Valiant frá Heggs- stöðum, 47,87. 4. Sigríður Pjetursdóttir MH á Rómi frá Bakka, 47,06. 5. Marta Jónsdóttir Sóta frá Vallanesi, 46,46. 6. Garðar Hólm Birgisson MS á Prins, 44,39. Fimmgangur 1. Stian Pedersen Bændask. Hólum, á Dyn, 55,24. 2. Þóra Brynjarsdóttir FS á Tý frá Hafsteinsstöðum, 54,77. 3. Edda Rún Ragnarsdóttir FB á Geysi frá Dalsmynni. 54,34. 4. Guðmar Þór Pétursson MS á Frey frá Flekkudal, 51,56. 5. Sigríður Pjetursdóttir MH á Demanti frá Bólstað, 44,70. 6. Fjóla Viktorsdóttir FNS á Stefni frá Bræðratungu, 43,46. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson BREIÐHYLTINGAR stóðu sig með mikilli prýði á móti framhaldsskólanna og sigruðu nokkuð örugg- lega. Liðið skipa Sölvi Sigurðarson, Edda Rún Ragnarsdóttir, Alma Olsen og Elfa Dröfn Jónsdóttir. vetningum HIN NYJA stjarna hrossarækt- arinnar Gustur frá Grund er sem kunnugt er upprunnin hjá þeim ágæta hestamanni Sigur- geiri Sigmundssyni kaupmanni á Grund á Flúðum. Hann seldi hestinn hinsvegar ungan Hall- dóri Sigurðssyni bónda á Efri- Þverá i Vestur-Húnavatnssýslu, Skömmu síðar gerði Gustur garðinn frægan á fjórðungs- móti á Vindheimamelum. Að sjálfsögðu fór Sigurgeir á mót- ið að sjá þennan stólpagrip og var þar mikið um klárinn rætt á mótinu eins og gengur. Var Sigurgeir meðal annars spurð- ur hvernig á því stæði að hann hafi selt þennan líka kostagrip fyrir jafn lítið fé og raunin var. Svaraði Sigurgeir að bragði með bros á vör að hér væri um að ræða þróunarað- stoð fyrir húnvetnska hrossa- rækt og þar af Ieiðandi hefði þetta ekki mátt kosta mikið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.