Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STÚLKURNAR sem taka þátt í Fegurðarsamkeppni Reykjavíkur voru meðal þeirra fjölmörgu sem heimsóttu Granda í gær. Kristín Guðmundsdóttir fjármálastjóri var þeim til trausts og halds. FJÖLDI manns skoðaði fisk- vinnslufyrirtækið Granda hf. er það kynnti starfsemi sína í gær á árlegum Grandadegi. Tæplega tvö þúsund 12 ára grunnskóla- nemar heimsóttu fyrirtækið en auk þeirra rifjuðu nokkrir eldri borgarar upp kynni sín af fisk- vinnslu og reykvískar fegurðar- dísir komu í heimsókn. Markmið með Grandadeginum er að kynna nemendum í grunn- skólum á höfuðborgarsvæðinu nútima fiskvinnslu. Fyrsti Grandadagurinn var haldinn árið 1989. Eftir daginn i gær hafa liðlega 15 þúsund ungmenni komið í starfskynningu til Granda. Margir krakkanna fá þar sín fyrstu kynni af frumat- vinnuvegi þjóðarinnar. Heimsóknin byrjaði á því að Rúmlega tvö þúsund manns heimsóttu Granda gestirnir skoðuðu sérstaka sögu- sýningu í matsal Granda. Þeir voru síðan leiddir í gegnum fisk- vinnslusali og fengu að smakka á ljúffengum fiskréttum. Heim-. sókninni lauk á fiskasýningu þar semfinna mátti helstu nytjafiska við ísland og ýmsa kynjafiska. Tóku lagið í þakklætisskyni Auk grunnskólanema heim- sóttu Granda um 70 eldri borgar- ar frá félagsstarfi aldraðra í Gerðubergi. Margir þeirra þekktu aðeins fiskvinnslu frá fyrri tíð og þótti mikið koma til þeirra breytinga sem orðið hafa í vinnslu og aðbúnaði starfsfólks. I þessum hópi var Gerðubergs- kórinn og þakkaði hann fyrir sig með því að taka lagið fyrir starfs- fólk Granda. Grandadeginum lauk með heimsókn 15 stúlkna sem taka þátt í fegurðarsamkeppni Reykjavikur. Einnig kynntu 15 skiptinemar frá AFS sér fisk- vinnslu Granda. Fólk greiði ið- gjald til Trygg- ingastofnunar BOLLI Héðinsson, formaður trygg- ingaráðs Tryggingastofnunar ríkis- ins, sagði á afmælisfundi stofnunar- innar í gær að hann teldi rétt að skoða hvort skylda ætti alla lands- menn til að greiða iðgjald til Trygg- ingastofnunar og gjaldið yrði notað til að greiða lífeyri. Bolli sagði að sívaxandi útgjöld almannatrygginga hlytu að vera öll- um áhyggjuefni. Hann hvatti til þess að menn skoðuðu nýjar leiðir til lausnar með opnu hugarfari m.a. með því að skoða skipulagsbreyting- ar á núverandi kerfi. Það væri t.d. ekki fráleit hugmynd, að í stað ákvarðana um tilhögun lífeyris og bótafjárhæða, serh ráðast af fjárlög- um hverju sinni, yrðu greidd iðgjöld til Tryggingastofnunar fyrir hvern einstakling í samfélaginu. Iðgjöldin yrðu innheimt sem nefskattur hjá launafólki, en fyrir þá sem ekki væru vinnandi eða undir skattleysis- mörkum, greiddi ríkissjóður iðgjald- ið. Kostir þessa fyrirkomulags væru m.a. að þeir fjármunir sem ætlaðir væru til verkefnisins væru skýrt afmarkaðir. Menn sæu hvað réttindi þeir væru að vinna sér og þannig mætti skipuleggja, betur en nú er gert, til framtíðar hvernig háttaði samspili þeirra þátta lífeyriskerfisins sem lífeyrissjóðirnir tækju að sér að greiða og hverra þátta væri eðlilegt að bætur Tryggingastofnunar tækju til. Bolli sagði að ef lífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar byggðust á ið- gjöldum yrði einnig að miklu leyti tekið fyrir tekjutengingu bóta, en þessi tenging leiddi í dag til gríðar- lega hárra jaðarskatta. Það væri að sjálfsögðu pólitískt val stjórnmála- manna hvort jaðarskattar yrðu lækkaðir. TR semji við sjúkrahús Bolli sagði að ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að Tryggingastofn- un semdi við sjúkrahús líkt og stofn- unin gerði í dag við lækna utan sjúkrahúsa, um tilteknar aðgerðir og aðhlynningu. Með þessu yrðu sjúkrahús komin í þá stöðu að vera seljendur skilgreindar þjónustu og yrðu að haga rekstri sínum í sam- ræmi við það. Ríkið tryggði hins vegar jafnrétti þegnanna til þjón- ustunnar með samningum við sjúkrastofnanirnar án þess að standa beinlínis að rekstri þeirra. „Það far sem við erum nú í, að sjá einvörðungu fyrir okkur opinber- an rekstur sjúkrastofnana, takmark- ar mjög svigrúm okkar fyrir nýjar hugmyndir. Við eigum að geta séð fyrir okkur að rekstur og ábyrgð á stofnunum sé alfarið á hendi ann- arra en ríkisins og ekki síður vel komin í höndum t.d. líknarfélaga, sveitarfélaga eða þess vegna hluta- félaga sem stofnuð væru í því skyni,“ sagði Bolli. Valt á Suð- urlandsvegi TVENNT var flutt á slysadeild eftir að bíll valt á Suðurlandsvegi á móts við Gunnarshólma laust eftir hádegi í gær. Auk sjúkrabíla var tækjabíl slökkviliðsins stefnt á slysstaðinn en ekki kom tii kasta hans. Menn- irnir tveir voru fluttir á slysadeild með sjúkrabílum en að sögn lög- reglu reyndust meiðsli þeirra minni en óttast var í fyrstu. Morgunblaðið/Júltus Utför Kristjáns Aðalsteinssonar JARÐARFÖR Kristjáns Sigurðar Aðalsteinssonar skipstjóra fór fram að viðstöddu fjölmenni frá Bústaðakirkju í gær. Séra Pálmi Matthíasson sóknarprestur í Bú- staðakirkju jarðsöng. Tónlistarmenn segja RÚV brjóta kj arasamninga Tónlistarmenn vilja koma fram endur- gjaldslaust, segir dagskrárstjóri RÚV -----♦ ♦ ♦ Nýr formað- ur BHMR kjörinn í dag PÁLL Halldórsson, formaður Bandalags háskólamanna, lætur af formennsku í BHMR á aðalfundi samtakanna, sem hófst í gær. Fundinum lýkur í dag með kjöri nýrrar forystu. Að loknum hefðbundnum aðal- fundarstörfum voru flutt erindi um endurmenntun, jafnréttismál, flutning grunnskólans og gerð nýrra kjarasamninga. I dag flytur Ásta R. Jóhannesdóttir alþingis- maður erindi um stöðu velferðar- kerfisins. Á fundinum verður lögð fram tillaga um stefnuskrá samtak- anna og mörkuð stefna í komandi kjaraviðræðum. STJÓRN Félags íslenskra hljómlist- armanna (FÍH) skoraði í gær á for- ráða- og dagskrárgerðarmenn Ríkis- útvarpsins (RÚV) að virða kjara- samninga sem félagið gerði við stofnunina árið 1990 vegna hljóðrit- ana, beinna útsendinga og flutnings tónlistar. Áskorunin birtist í Morg- unblaðinu í gær og segir Björn Árna- son formaður FÍH að tónlistarmenn fái ekkert greitt fyrir að konia fram í Dagsljósi, svo dæmi séu tekin. Sveinbjörn I. Baldvinsson dagskrár- stjóri hjá Sjónvarpinu segir að stofn- unin sé undir „miklum þrýstingi frá hljómlistarmönnum sem [óski] eftir að koma sér og sínum verkum á framfæri í tengslum við útgáfu á verkum sínum, endurgjaldslaust". Einhliða ákvörðun um greiðslur Björn segir að í raun hafi RÚV ekki borgað eftir samningnum frá því hann var gerður nema að mjög litlu leyti. „Þeir hafa reynt allar leið- ir til þess að komast hjá því og nú er svo komið að ef menn sem koma fram í útvarpi og sjónyarpi reyna að gera einhverjar kaupkröfur er þeim bara hafnað," segir hann. Björn segir ennfremur að félagið hafi reynt að bregðast við með ýms- um hætti og að á endanum hafi FÍH höfðað mál fyrir Félagsdómi á hend- ur RÚV vegna greiðslu til hljóm- sveitar sem kom fram [ þætti Her- manns Gunnarssonar, Á tali. Vildi félagið fá Ríkisútvarpið dæmt fyrir að brjóta kjarasamninga. Lögmaður RÚV krafðist hins vegar frávísunar á þeirri forsendu að samningur sem gerður hefði verið við hljómlistar- mennina væri verksamningur og fyrir utan gildissvið kjarasamnings- ins. Félagsdómur félist ekki á það og var sú niðurstaða kærð til Hæsta- réttar, sem sneri niðurstöðunni og vísaði málinu frá Félagsdómi. Féll dómurinn fyrir ári. „Eftir stendur deilan óútkljáð. Við fórum gegnum marga fundi áður en við kærðum og sjáum engan annan kost en að vekja athygli á þessu opinberlega," segir hann. Björn nefnir sem dæmi að hver meðiimur umræddrar hljómsveitar í þættinum Á tali hefði samkvæmt samningi átt að fá 20.000 krónur fyrir að koma fram en fengið 5.000 krónur lagðar inn á reikning þess í stað. Hefði það verið einhliða ákvörðun stofnunar- innar án samráðs við tónlistarmenn- ina. „Ef menn koma fram í Dagsljósi, eða „troða sér þar inn“ eins og Dags- ljóssfólk kallar það fá þeir ekki neitt á þeirri forsendu að um kynningu sé að ræða. Við höfum viljað forðast verkfallsleiðina og erum auðvitað í vondri aðstöðu. Eðli starfs okkar krefst þess að við íátum í okkur heyra og séum sýnilegir og það er notað gegn okkur. Við lítum svo á að við séum hluti af dagskrárefni sem fólk borgar fyrir og eigum að fá greitt fyrir okkar hlut í dag- skránni." Sveinbjörn I. Baldvinsson dag- skrárstjóri hjá Sjónvarpinu segir að stofnunin sé undir miklum þiýstingi frá hljómlistarmönnum sem óski eft- ir að „koma sér og sínum verkum í framfæri í tengslum við útgáfu, end- urgjaldslaust". „Við þiggjum það stundum en þetta er ekki neitt sem við leitum eftir,“ segir hann. Að- spurður til hvers kjarasamningurinn væri sagði Sveinbjörn hann gilda ef hljómlistarmaður væri ráðinn í til- tekið verk. „Þá gilda auðvitað allt önnur lögmál. Ef við óskum eftir tónlistarmönnum gerum við vita- skuld samning við viðkomandi." Þá segir Sveinbjörn að niðurstaða Hæstaréttar hafi staðfest rétt RÚV til þess að gera verktakasamninga við einstaka aðila. Það sé gert í sum- um tilfellum og við fleiri en tónlistar- menn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.