Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Kjördæmamótið KJÖRDÆMAMÓT BSÍ 1996 fer fram á Selfossi 25. og 26. maí nk. Spilað verður í Hótel Selfossi, þar sem opni salurinn verður ágætlega rúmgóður, en iokaði salurinn verður þrengri, en þó ekki þannig að það verði vandræði út af því. Gisting verð- ur í boði á tveimur stöðum, þ.e. á Hótelinu og í Gesthúsum, sem eru staðsett á tjaldsvæði bæjarins við Engjaveg. Kjördæmasambönd eru beðin um að bóka gistingu fyrir 25. apríl nk. Eftir þann tíma er ekki hægt að ábyrgjast að gistipláss sé á lausu. Frá Skagfirðingum og b. kvenna í Reykjavík Gísli Tryggvason og Guðlaugur Ni- elsen sigruðu aðaltvímenningskeppni nýs félagsskapar Skagfirðinga og kvenna í Reykjavík. Röð efstu para varð: Gísii Tryggvason — Guðlaugur Nielsen 175 Gunnar B. Kjartanss. — Valdimar Sveinss. 162 Rúnar Lárusson — Lárus Hermannsson 114 Alfreð Kristjánsson — Eggert Bergsson 111 Hermann Friðriksson - Pétur Sigurðsson 92 Á þriðjudaginn kemur, 2. apríl, verður eins kvölds páskatvímenningur og að sjálfsögðu verða páskaegg í boði fyrir efstu pör. Allt spilaáhugafólk er velkomið í Drangey, Stakkahlíð 17. Spila- mennska hefst kl. 19.30. Bridsfélag byrjenda Sl. mánudag var spilað að venju, 17 pör mættu, sem er mjög gott. Spil- aður var Mitchell-tvímenningur og urðu úrslit þannig: N.S.-riðill: Hrafn Loftsson — Kristján Sveinsson 197 Soffía Guðmundsdóttir - Björk Norðdal 179 Jóhann Jóhannsson — Guðni Einarsson 176 A.V.-riðill: Einar G. Einarsson — Einar Pétursson 198 Hlöðver Ólafsson - Ólafur Tryggvason 195 Vilhjálmur Sigurðss. - Daníel M. Sigurðss.187 Bridsdeild félags eldri borgara í Kópavogi Spilaður var Mitchell-tvímenningur föstud. 22. mars. 22 pör mættu, úr- slit urðu: N/S: Sæmundur Bjömsson - BöðvarGuðmundsson 271 Fróði Pálsson - Haukur Guðmundsson 243 Jón Andrésson - Stígur Herlufsen 242 A/V: Eysteinn Einarsson - Sigurleifur Guðjónsson 274 Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 273 Ásthildur Sigurgíslad. - Lárus Amórsson 249 Spilaður var Mitchell-tvímenningur þriðjud. 26. mars. 28 pör mættu, úr- slit urðu: N/S: Sæmundur Bjömsson - Böðvar Guðmundsson 394 Jón Stefánsson - Þorsteinn Laufdal 391 Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 386 Karl Adolfsson - Þórólfur Meyvantsson 356 A/V: Þórhildur Magnúsd. - Sigurður Pálsson 402 Helgi Vilhjálmsson - Ámi Halldórsson 357 EysteinnEinarsson-SigurleifurGuðjónsson 330 Garðar Sigurðsson - Hörður Davíðsson 328 Einlitar og röndóttar. Otsölustaöir um land allt! Heildsolubirgðir: Davíð S. Jónsson & Co. hf. sími 552 4333 Allur borðlHíndður Glæsileg gjdfdvard Briíðarlijtína lislar VERSLUNIN Langavegi 52, s. 562 4244. Þungarokkið lifir TÖNLIST Tónabær MÚSÍKTILRAUNIR Músíktilraunir, hljómsveitakeppni Tónabæjar, fjórða og síðasta til- raunakvöld. Þátttóku Shape, Rúss- feldur, Sturmandstraume, Stein- steypa, Stonehenge, Best fyrir og Moðfisk. Áhorfendur voru um 300 í Tónabæ 28. mars. SÍÐASTA tilraunakvöld Músíktilrauna er jafnan mikið um sveitir utan af landi, enda hægast fyrir þær ef þær komast í úrslit á annað borð; það sparar aðra ferð í bæinn. Þá vill og mikið vera um tónlist sem hætt er að heyrast í höfuðborginni; það er eins og tískustraumar séu lífseig- ari þegar komið er austur fyrir Fjall eða norður fyrir heiðar. Þannig var það og þetta síðasta tilraunakvöld, því þungarokkið, sem sjaldan heyrist hér um slóðir, var áberandi og reyndar lék besta sveit kvöldsins, sem kom frá Ak- ureyri, kröftugt þungarokk, þó ekki hafi hún sigrað. Gamaldags þungarokk Fyrsta hljómsveit á svið var Shape og lék gamaldags þunga- popp með ágætri keyrslu á köfl- um en frekar ófrumleg. Söngvari sveitarinnar var traustur og gít- arleikarar hljómuðu oft vel sam- an. Þar næst kom sérkennileg hljómsveit með sérkennilegt heiti, Rússfeldur. Sú lék einfalt þriggja hljóma pönk, að minnsta kosti í fyrstu tveimur lögunum og gerði sitthvað skemmtilegt þó nokkuð hafi skort á samæfingu. í þriðja lagi breytti Rússfeldur um stefnu og þó það hafi verið besta lagið þá spillti söngurinn. Stumandstráume mætti til leiks án bassaleikara, bara gítar og trommur, og fyrir vikið var flutningur hennar all losaralegur á köflum. Best tókst sveitinni til þegar hækkað var í gítarnum og hraðinn aukinn, en það dugði ekki. Góður bassaleikari myndi beija í brestina, en einnig er vert að taka lagasmíðarnar til gagn- gerrar endurskoðunar. Steinsteypa lék einnig eins- konar þungarokk og heldur voru fyrstu tvö lögin klénn samsetn- ingur. Lokalag hennar hljómaði þó ekki illa, enda keyrslan meiri og hamagangurinn, sem breiddi yfir misfellur. Þétt og skemmtileg Eftir stutt hlé kom svo á svið alvöru þungarokksveit og sýndi hvernig átti að gera þetta. Akur- eyrarsveitin Stonehenge var geysilega þétt og skemmtileg með sérdeilis líflegum trymbli. Sérstaklega var annað lag sveit- arinnar frábærlega vel heppnað og sannaði að fátt er skemmti- legra áheyrnar á tónleikum en gott þungarokk. Best fyrir var ekki öfundsverð að koma á svið strax á eftir svo sterkri rokksveit og kannski bar meira á göllunum en ella hefði orðið. Þannig var söngur í ójafn- vægi og þó gítarleikari sveitarinn- ar hafí tekið góða spretti þá voru þeir oft í litlu samhengi við það sem aðrir liðsmenn voru að gera. Lokasveit kvöldsins, Moðfisk, átti góða spretti, en framan af var keyrslan stefnulaus, sérstak- lega í fyrsta laginu og það annað var reyndar síst betra. í lokalag- inu tókst Moðfisk þó á flug; gít- arhljómur var þéttur og söngvar- inn lék vel í sér heyra. Shape sigraði nokkuð örugg- lega, Moðfisk varð í öðru sæti og dómnefnd fannst ástæða til að hleypa Stonehenge í úrslit, sem fóru fram í gærkvöldi. RUSSFELDUR pönkar. STURMANDSTRÁUME í skógarferð. BEST fyrir hékk illa saman. STEINSTEYPA var lengi í gang.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.